Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Ég er víst sérkennileg skepna - segir í þessu viðtali María Rögnvaldsdóttir, sem eignaðist sex sinnum tvíbura, átti 15 börn í 9 sængurlegum Maria Rögnvaldsdóttir er orðin niræð og varla grátt hár á hennar höfði. Bágt á ég meö börnin tvö,/ bæöi hátt þau gráta./ Ef þau væru orðin sjö/ eitthvaö mundu þau láta, segir í gamalli vísu. Ekki tekur hún María Rögnvaldsdóttir í Bolungarvík undir svona kvörtun. Henni varö ekkert „um og ó“, svo vitnaö sé í aöra kunna vísu, þótt hún eignaöist sex sinnum tvíbura. Fæddi 15 börn á 16 árum og kom börnunum til manns, aö viðbættum fóstursyni. Þegar hún var spurö aö því hvort ekki heföi stundum veriö hávaöi og læti á bænum, þá hló hún og sagöi einfaldlega: Auövitað var oft gauragangur. En þaö var bara ágætt. Þau væru annars ekki lifandi og ég vil hafa börn lífleg! María fyrir utan hús sitt i Bolungarvik. Svona auðvelt var það nú raun- ar ekki, lífið hennar Maríu. Það kemur fram, þegar við sitjum og förum að spjalla saman í stofunni hennar vestur í Bolungarvík, þar sem hún niræð býr í skjóli Hálf- dáns sonar síns og tengdadóttur- innar Sigríðar Norkvist, en hitar sjálf kaffi og býður upp á kökur og aðalbláber með rjóma. Hún er ótrúlega ern og létt í spori og tali. Varla grátt hár á hennar höfði. Af Mariu og manni hennar, Hálfdáni Ólafi Hálfdánarsyni er kominn stór ættbogi. í tiiefni af níræðisafmæli þeirra beggja á árinu var í sumar efnt til niðja- móts inni í Hestfirði, þar sem þau bjuggu um skeið, á afmælisdegi Ólafs. En hann dó fyrir 8 árum. Af þessu tilefni komu saman yfir 140 afkomendur þeirra, börnin 13 sem á lífi eru, tengdabörn, flest barna- börnin og mikið af barnabarna- börnum, að því er María sagði. Sjálf svaf hún í húsvagni og allur hópurinn tjaldaði í kring eða hjá í hjóihýsum sínum. Um leið var tekið saman og gefið út niðjatal þeirra Maríu og Ölafs. Niðjamótið stóð í 3 daga með gleðskap og söng. Þarna gat María litið yfir farið lífshlaup, afrakstur erfiðis síns og séð að það var harla gott. Það segir hún þó ekki með þessum orðum. Hún hvorki hælist um né kvartar, segir bara frá í léttum tóni. Ekki sundurorða í 57 ár María Rögnvaldsdóttir sá dags- ins ljós fyrir 90 árum vestur í Súðavíkurhreppi, fædd á Svarfhóli 13. janúar, en fluttist með foreldr- um sinum að Uppsölum í Seyðis- firði í sama hreppi og ólst þar upp þar til hún gifti sig 24ra ára gömul. Hún er því upprunnin við Djúpið og hefur aldrei farið iangt þaðan. Hún kveðst þó aldrei hafa fundið til innri einangrunar. Hún var af stórri söngvinni ætt og alin upp í glaðværum hópi. Bræður hennar fimm áttu allir harmoniku og þrír þeirra spiluðu á böllum. — Það voru böll í sveitinni, fært út úr stofunni heima, og ég var mesta dansfífl, segir María. — En eftir það fór ég aldrei á bali, ekki fyrr en á gömlu dansana hér í Bolung- arvík. Maðurinn minn dansaði aldrei og ég hafði í öðru að snúast. En dansinn er dásamleg hreyfing! Áður en María gifti sig hafði hún farið í kaupavinnu. M.a. verið 3 ár vinnukona í Vigur hjá sr. Sigurði Stefánssyni og Þórunni, og lætur vel af. Vigurfólk hefur verið vinir hennar siðan. Þar var það að hún kynntist piltinum sínum, sjó- manninum Hálfdáni Ólafi Hálf- dánarsyni, gifti sig og þau byrjuðu búskap í einu herbergi á Hesti í Súðavíkurhreppi hjá foreldrum hans. Ekki hafði hún þó ætlað sér að eigpast iöII þesgi börn. : r 11 — Það fer margt öðru vísi en ætiað er, segir María. — Þórður á Sæbóli, seinna blómasali í Kópa- vogi, var mér samtíða í Vigur. Þegar ég hitti hann löngu seinna, varð honum að orði: „Aumingja þú, sem aldrei ætlaðir að eignast barn!“ Og ég veit að þetta er satt hjá honum, bætir hún við og hlær. Einar Guðfinnsson, útgerðar- maður í Bolungarvík, segir í ævi- sögu sinni svo frá örlagaríkum kynnum þeirra Ólafs og Maríu í Vigur: „Ólafur Hálfdánarson, frændi minn og vinur, var 7 árum eldri, en ég hafði verið háseti hjá honum að minnsta kosti tvær vor- og sumarvertíðir á skektu. Það var annað þeirra vora,,sem þau giftust María Rögnvaldsdóttir og Ölafur og var með þeim jafnræði, öndveg- ismanneskjur þæðí tvö, enda varð hjónaband þeirra farsælt. Við rerum úr Vigur um vorið og María var fangagæzla hjá okkur. Við sváfum saman við Ólafur og fanggæzlan sér, eins og hæfði skikkanlegu fólki ógiftu, en eftir giftinguna var ekki nema eðlilegt að hjónin óskuðu breytingar á þessari skipan. Ég var svo mikið bam, að mér hugkvæmdist ekki að bjóðast til að skipta svefnplássi við nýgiftu frúna og Ólafur hefur sennilega ekki kunnað við að biðja mig um það. En konan fann ráð til að leysa málið, þannig að ég gæti vel við unað. Hún bauðst til að hjálpa mér við að beita, ef ég skipti við hana á rúmplássi: Ég‘ féllst náttúrulega strax á þetta og undum við síðan bæði vel við málalokin." Þarna breytti lífshlaup Maríu aldeilis um kúrs. Sá hún eftir því, eftir að basiið byrjaði? Og var hjónabandið jafn farsælt og Einar fullyrðir? — Þetta var dásamlega gott hjónaband, svarar María um hæl. — Okkur varð aldrei sundur- orða í 57 ár. Nei, nei, rifumst aldrei. Eiginlega hefi ég aldrei rifist við neinn, og ég hugsa að hann hafi ekki gert það heldur. Þetta gekk allt ágætlega. Ólafur var mikill dugnaðarmaður. Hann var formaður á árabát og stundaði sjóinn allt þar til við komum hingað til Bolungarvíkur og þá oft langtímum saman að heiman. Meðan við vorum á Hesti eign- uðumst við fjögur börn, elstu dótturina 1916, aðra 1917 og svo fyrstu tvíburana 1919, en telpan dó sama ár. Það var eina barnið sem við misstum. Þá fluttum við inn í Skötufjörð, keyptum hálfa jörðina á Kleifum. Þar gátum við haft svolítinn búskap, kú og nokkrar kindur. Á Kleifum vorum við í 5 ár og þar bættust við tvennir tvíburar. Þá urðum við að flytja aftur að Hesti og vorum á Tjaldtanga í Hestfirði, þar sem var útræði, í eitt ár, þar fæddust enn tvíburar. En einn drengur kom þarna á milli. Og svo fórum við út í Fótinn, það er að Folafæti í Seyðisfirði, á jörð sem Vigur- menn áttu. Þar fæddust enti tví- burar 1928, en síðustu tvíburarnir 1932, eftir að við komum hingað til Bolungarvíkur. Aldrei læknir Út úr frásögn Maríu má lesa, að hún hefur langtímum saman verið með tvö börn á brjósti, og gengið með önnur tvö, eiginmaðurinn löngum að heiman að draga björg í bú og þau þurftu að flytja með allan hópinn milli staða á fárra ára fresti. Tvisvar sinnum var á þriðja ár á milli barnanna, en oftast ekki nema hálft annað ár. Börnin voru stór og myndarleg og ekkert smáræði að bera, eins og hún orðar það. Fyrstu tvíburarnir voru 16 og 10 merkur, þeir næstu 16 og 12 merkur, þá tvær þrettán marka stelpur og seinustu þrennir tvíburarnir 15 og 16 merkur hvert barn. Þótt tvíburar væru, þá voru börnin ekkert lík, enda engir tvíburarnir eineggja. Alltaf tvær fylgjur, að því er María segir mér. Eftir fyrstu tviburana sagðist hún alltaf hafa vitað þegar hún gekk með tvíbura. Ekki er þó mikið um tvíbura hjá afkomendum hennar. Aðeins ein dóttir hennar átti tvíbura, og önnur þribura, sem dóu allir. — Það kom aldrei læknir ná- lægt mér, þegar ég fæddi, segir María. Þá var enginn sími. Maður varð að treysta á guð og lukkuna. Ljósmóðir var sótt, fenginn maður og hestur á næstu bæjúm tii að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.