Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 15

Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 15 Margrét Daníelsdótt- ir, Hópi - Minning Fædd 17. janúar 1899. Dáin 15. ágúst 1981. Trúftu á tvrnnt i heimi titfn sem aeðsta ber, (iuð i alheims aeimi. Guð i sjálfum þer. Mér komu þessar ljóðlínur í hug þegar ég frétti lát Margrétar á Hópi, eins og hún var ævinlega köliuð hér í Grindavík. Margrét var hvorki skyld mér né tengd, en ég kom oft á heimili þeirra hjóna, Þorsteins Ólafssonar og Margrétar seinni árin. Erindi mitt var að kaupa af þeim hjónum egg, en þau ráku dálítinn búskap. Með þessum fáu orðum langar mig að þakka þeim góðu hjónum þá hlýju og elskulegheit sem ávallt mættu mér þar. Ég fluttist hingað til Grindavík- ur fyrir um það bil þrjátíu árum. Þá var Grindavík önnur er hún er í dag. Byggðarlagið var fámennt, allir þekktust, buðu hver öðrum góðan daginn og gáfu sér tíma til að ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Á þeim tíma var stundaður búskapur jafnt sem sjávarútvegur. Nú hefur þetta breyst. Mjög fáir stunda búskap hér í dag. Þau hjónin Margrét og Þorsteinn voru í þeim hópi, sem lengst héldu tryggð við búskapinn. Fyrstu minningar mínar um þau hjón eru að Þorsteinn kom dag hvern með hestvagn niður í þorpið, fullan af mjólkurbrúsum og færði þorpsbúum mjólk og egg. Þetta var yndislegur tími. Mér finnst, sem Margrét og Þorsteinn séu fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem var á miðjum aldri þegar ég flutti hingað til Grinda- víkur. Margar ferðirnar kom hann til mín færandi hendi en þegar aldurinn færðist yfir þau, snerist þetta við og margar urðu ferðirn- ar, sem ég fór austur að Hópi til þeirra. Ég mun ávallt minnast Mar- grétar, þessarar hlýju og hógværu konu, sem ég sótti svo mikið meira til en egg og mjólk. Margrét og þau hjón bæði voru fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem þekkti ekki hraða nútímans og því var gott að setjast niður hjá þeim, þiggja kaffisopa, njóta kyrrðar- innar og friðarins sem umlukti þau og ekki sist hlýjunnar og góðmennskunnar sem streymdi frá þeim. Ég bið Guð að blessa Margréti og þakka henni ljúf kynni. Eigin- manni hennar, börnum, tengda- börnum og barnabörnum, sendum við hjónin innilegar samúðar- kveðjur. 22. ágúst 1981, Hulda Björnsdóttir, Gnúpi, Grindavík. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Frá Hússtjórnarskóla Suðurlands Laugarvatni Skólinn hefst 1. okt. Enn geta nemendur fengiö skólavist. Uppl. í síma 99-6123 eða 99-6110. Skólastjóri. EYMUNDSSON Try^gur fylginautur skólafóll<s i meir en 100 ár Bækur. ritföng 03 aðrar skólavörur 1 ótrúlegu urvali EYMUNDSSON fylgist með timanum Austurstræti 18 Le Corbusier Legustóllinn Einn frægasti stóll allra tíma, hannaður 1928. Stillanlegurog fellur vel að líkamanum. Glæsilegur hlutur úr krómaðri stálgrind. Skinnklæddur. Greiðsluskilmálar. Sérverslun með listræna husmuni Borgartúni 29 Simi 20640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.