Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Dr. Marek S. Korowicz, sem ritar eftirfarandi frásögn, var prófessor í þjóðréttarfræðum við háskólann í Krakow. Hann tók þátt í síðari heimsstyrjöldinni sem ungur maður. Var síðan valinn í sendinefnd Póllands á þing Sameinuðu þjóðanna í New York um 1970. Baðst þá hælis sem pólitískur flóttamaður í Bandarikjunum. Hefur svo kennt við háskólann í Medford, Massachusetts. Á sólbjörtum sumardegi gerði Srzeszewski utanríkisráðherra boð eftir mér. Þegar ég kom á skrifstofu hans í Varsjá sagði hann mér, að Pólland hefði veizt það virðulega hlutverk að hafa forystu í lögfræðinefnd Sameinuðu þjóðanna á haustmóti Allsherjarþingsins í New York. Gæti ég sem sérfræðingur í þjóð- réttarfræðum hugsað mér að verða fulltrúi í pólsku sendinefnd- inni? Kommúnistar óskuðu auðsjáan- Iega að hafa heillavænleg áhrif en í Póllandi voru engir kommúnískir lögfræðingar, sem hæfir væru til þessa verkefnis. Ég þurfti ekki að vekja athygli ráðherrans á því, að ég væri ekki kommúnisti. „Ég veit, að þér eruð ekki í neinum sérstökum flokki,“ sagði hann við mig, „og að þér lítið á yður algjörlega sem vísinda- mann á þessu sviði, og viljið eingöngu sinna lögfræðilegum málefnum en ekki stjórnmálum." í fyrstu gat ég alls ekki áttað mig á þessari hundaheppni. Járntjaldslöndin líkjast mest fangelsum, og fáir eignast tæki- færi til að sleppa. Raunverulega er alls ekki rétt að tala um eitt járntjald. Þau eru jafnmörg lönd- unum, sem eru lénsríki Rússa, því þessar kúguðu þjóðir, sem þau byggja, fá ekki að hafa samband sín á milli. Lengi hafði ég vonast eftir tækifæri til undankomu, en alltaf orðið fyrir vonbrigðum. Raunar hafði ég oft verið beðinn að mæta fyrir Póllands hönd á vísindamannaþingum víðsvegar í borgum Evrópu, en alltaf hafði mér verið neitað um vegabréf. Og nú var ég blátt áfram beðinn að fara til Ameríku. Þegar slík tilboð koma úr innstu herbúðum kommúnista, má alltaf vænta hins versta og fyrstu við- brögð flestra eru að hafna þeim tilmælum umsvifalaust. Svona eftir á, held ég, að undanfærslur mínar hafi vakið þá hugmynd hjá ráðherranum, að ég vildi ekki yfirgefa Pólland. Ég sagðist ekki vera hraustur og yrði að hafa sérstakt fæði. „Og eins og þér vitið, hr. ráð- herra," sagði ég, „hef ég aldrei fengið tækifæri til að kynnast andrúmsloftinu hjá Sameinuðu þjóðunum, og aldrei til Bandaríkj- anna komið. Ég óttast því að verkefnið verði mér um rnegn." En hann minnti mig á, að ég hefði tvisvar verið fulltrúi pólsku nefndarinnar í Þjóðabandalaginu. „Þér hafið meira en nóga reynslu til að takast á við þetta viðfangsefni," sagði hann. Þá þrjá mánuði, sem ég átti að dveljast í New York, sagði hann, að ég ætti að fá tuttugu og einn dollar á dag í fæðispeninga og fleira þess háttar. Gistingu þyrfti ég ekki að greiða neitt fyrir, og máltíðirnar kostuðu í mesta lagi átta dollara á dag. Á þennan hátt yrði mér leikur einn að hafa nægilegt fé til að verzla í amerískum sölubúðum. Þetta yrði á allan hátt sérstakt tækifæri og mér hinn mesti heið- ur. Mér skildist nú, að neitun yrði tekið sem óhlýðni af minni hálfu, svo ég samþykkti allt og sagði: „Ágætt, hr. minn, ég skal gjöra mitt bezta." Ekki var ég fyrr kominn út á götuna en ég fór að átta mig á öllu saman. Ameríka! Þegar ég væri bara kominn þangað aila leið, gæti ég auðveld- lega snúið baki við félögum mín- um og lagt leið mína til lögreglu- þjóns eða annarra yfirvalda og — þá var ég frjáls maður. Og í Ámeríku gat ég unnið af öllum kröftum að frelsi Póllands á þann hátt, sem ókleift var innan nHin nýja höfðingjastétt er skipuð æðstu mönnum flokksins. Lifskjör þeirra eru himinhátt ofar kjörum almennings." — „Höfðingjarnir" hafa ekki þurft að standa i biðröð sem þessari. JAFNvELHIN LINNULAUSA STOLTAST KÚGUNÁ landamæra míns lands öllum, sem langaði til að vernda líf sitt. Ég flaug til Varsjár 4. septem- ber. Setti koffortið mitt inn í herbergi á hótelinu og fór svo á fund, sem allir fulltrúarnir áttu að taka þátt í. Áður en ég yfirgaf herbergið aðgætti ég vandlega í hvaða röð mín ýmsu skjöl lágu í koffortinu. Ég vildi gjarnan vita með vissu, hvort öryggislögreglan hefði áhuga fyrir minni lítilfjörlegu persónu. Á fundinum flutti utanríkisráð- herrann tilgerðarlega ræða um hlutverk okkar sem „virðulegra fulltrúa hinnar miklu breiðfylk- ingar hins vinnandi fólks í Pól- landi.“ I Ameríku yrðum við umkringd- Pólskur próíessor segir frá ir óvinum. Því máttum við ekki gleyma. Sakleysislegur þjónn eða leigu- bílstjóri, fólk í leikhúsum, lestum og strætisvögnum, væri sennilega allt hættulegir njósnarar á vegum auðvaldsins. Þess vegna skyldum við ekki ræða við einn eða neinn. Jafnvel þótt einhver spyrði ákveðinnar spurningar ættum við ekki að svara. Rétt þegar við vorum að fara, kom utanríkisráðherrann til mín að kveðja. „Hvar dvelja kona yðar og börn eiginlega, meðan þér eruð að heiman," spurði hann. Hjartað tók kipp í barmi mér. Enginn fær að fara gegnum járntjaldið án þess að skilja einhverja ástvini eða ættingja eftir sem gísla. Það var viðtekin regla, sem ég vissi aldrei brotna. En ekki var annað að gera en að segja sannleikann. „Ég er piparsveinn, herra minn,“ svaraði ég. „Á enga fjöl- skyldu." Srzeszewski náfölnaði. Hann skotraði augum tortryggilega og vantúaður á svip eins embætt- ismanna sinna, sem var þarna nærri. En ég hélt aftur til hótelsins og taldi leikinn tapaðan fyrir mig. Ég gægðist ofan í koffortið mitt aftur. Allt hafði auðsjáanlega verið fært til. Ég fann mér stórlega misboðið, en gat samt ekki að mér gert að brosa yfir klunnaskap leynilögreglunnar. Ég ákvað að láta sem ekkert væri og ók á brautarstöðina, þaðan sem halda skyldi til París- ar. Ráðherrann var mættur á brautarpallinum til að kveðja okkur. Hann þrýsti hönd mína í flýti, og ég steig inn í lestina — á leið til frelsisins. Ég fæ aldrei að vita, hvers vegna ég var látinn fara. Þeir kusu líklega heldur þá áhættu að sleppa mér, fremur en að opinbera klaufaskap sinn á síðustu stundu. Um borð í Liberty, skipinu, sem flutti okkur frá París til Norfolk var okkur, fulltrúum hins stétt- lausa pólska þjóðveldis skipt í tvær deildir. Hinir fimm „útvöldu" skyldu vera á fyrsta farrými, en hinir níu, sem aðeins voru ráðgefandi og til aðstoðar, máttu láta sér nægja annað farrými. Formaður sendinefndarinnar fékk þannig tækifæri til að hafa þessa níu aðstoðarmenn undir stöðugu eftirliti með óvæntri heimsókn daglega af „æðsta ráð- inu“ á fyrsta farrými. Þessi „for- maður" var annars býsna erfiður ferðafélagi. Við hverja einustu máltíð alla fimm daga ferðarinnar hafði hann einn orðið á hinn ruddalegasta hátt. Hann var einn úr hópi æðstu manna í kommúnistaflokki Pól- lands og bókstaflega rauðglóandi. Hann var litlu síðar settur í eitt æðsta sæti stjórnenda sem for- maður lögfræðinefndar Samein- uðu þjóðanna. Það er sannarlega ekki lítill heiður manni, sem aðeins hefur lesið lög eitt einasta ár. Hann er sannarlega frábær af- burðamaður að eigin áliti og honum tekst vel að láta alls staðar ljós sitt skína. Um borð í „Liberty" óskaði hann bersýnilega að gjöra öllum ljóst „bæði kommúnistum og kap- ítalistum" eins og komist var að orði meðal farþega, að fæðan í pólska lýðræðisríkinu tæki langt fram hinum frönsku réttum, sem á borð voru bornir, og við hinir neyttum vægast sagt með ódulinni ánægju. Hvað eftir annað æpti hann eða réttara sagt öskraði eins og naut til þjónanna og sagði að súpan væri bragðlaus og eftirmaturinn óétandi. Þjónarnir virtust hræddir og við hinir létum sem við sæjum ekki gremjulegar augnagotur hinna farþeganna. Jafnvel fulltrúi frá Rússlandi — ákaflega vin- gjarnlegur og háttvís maður, sem deildi borðum með okkur roðnaði af gremju og vandræðum. Blöðin hafa skýrt frá því, hvern- ig ég leyndist á brott úr sendi- nefndinni pólsku með því að læð- ast niður brunastiga á hóteli okkar í New York. Þetta var í septembermánuði og þá trúði ég því raunverulega, að margir atvinnulausir Ameríkanar liðu hungur, og ég velti því fyrir mér, hvernig ég ætti að afla mér lífsviðurværis í þessu framandi landi, allslaus. Raunar var ég sannfærður um, að sannur kommúnisti gerir ekki greinarmun sannleika og lygi, notar sem sagt lygina eftir þörf- um líðandi stundar. En ég hafði árum saman átt heima í hinu rauða Póllandi og var að vissu leyti löngu samdauna hinum kommúníska áróðri. Ég óttaðist einnig sem útlendingur óblíðar viðtökur. En ekki voru það efnis- leg gæði sem ég leitaði, heldur frelsi og tækifæri til að hjálpa Póllandi og var satt að segja viðbúinn erfiðri og óvissri framtíð. En mannlífið var þarna allt annað en ég gerði mér hugmynd um. I stað örbirgðar blasti við hin ótrúlegasta hagsæld á öllum svið- um og óteljandi, hrífandi sannanir þess, hvað orðið getur í frjálsu samfélagi manna. Ég hefi því eignast nýjar vonir um framtíð mannkynsins. En oft veldur það mér heila- brotum, hvort fólk í hinum frjálsa heimi skilur fyllilega hina rússn- esku refskák. Mínir nýju vinir telja, að tíminn vinni í þágu lýðræðisins. Eg óttast hins vegar að hann vinni Rússlandi í hag, og vonast eftir að vinna að einu mikilvægu verkefni sem pólitískur flóttamað- ur: En það er, að mér takist að sannfæra hinn frjálsa hluta heimsins um, hvernig ógnun kommúnismans lítur út í augum þeirra, sem þreyja þorrann og góuna að baki járntjaldsins. Rúmlega 100 kílómetrum frá suðurlandamærum Póllands vex upp ný borg. Hún er á sléttu, þar sem áður voru akrar og skógar. Kjarni þessarar borgar er risa- vaxin stálverksmiðja, sem verður fullgerð ein hin mesta sinnar tegundar í Evrópu allri. Nowa Huta (Nývirki) heitir þessi borg og telur nú þegar 50 þúsund íbúa, sem hrúgað er sam- an í hræðilegum hermannaskál- um, sem eru leigðir til íbúðar. Daglega fjölgar fólkinu. Nowa Huta á að verða ein af hinum stærstu iðnaðarverum heims og sýnilegt tákn um virðingu og frama hins kommúníska stjórn- arfars. Að lokinni styrjöldinni var Pól- landi brýnust þörf verksmiðja til framleiðslu til alls konar daglegra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.