Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
37
Ágústa H. Hjartar
Minningarorð
Fa>dd 8. ágúst 1898.
Dáin 21. ágúst 1981.
köggla og slógmeltu. Jafnframt
hyggst Rannsóknastofnunin gera
allsherjar úttekt á innihaldsefn-
um mysunnar.
Það sem við höfum einkum
áhuga fyrir er að finna hagkvæm-
ar leiðir við að kljúfa mjólkursyk-
urinn og gera hann á þann hátt
auðmeltanlegri. Það ætti að auka
nýtingarmöguleika mysunnar til
muna.
Þekktar eru þrjár aðferðir við
að kljúfa mjólkursykurinn niður
með hjálp lífefnahvata. Við höfum
mestan áhuga fyrir einni þeirra,
sem felst í því að laktasinn er
festur við grófkornað efni, það
síðan sett í stórar súlur og mysan
látin renna í gegn. Þannig kemst
laktasinn í snertingu við mjólkur-
sykurinn sem klofnar eins og áður
er sagt í glúkósa og galaktósa,
þ.e.a.s. í mun sætari, leysanlegri
og auðmeltanlegri sykurtegundir.
Laktasinn, sem er notaður, er
fenginn úr sveppategund sem
heitir Aspargillus Niger. Hann
starfar best við lágt sýrustig (pH
3,5—4), sem er mjög hentugt
vegna þess að við það sýrustig er
örveruvöxtur óverulegur.
Síðan er hægt að vinna meira
með þessar lausnir, búa til úr
þeim duft, síróp og fleira sem
hentar vel í fóður og í ýmsan
iðnað, svo sem bökunariðnað,
mjólkurvöruframleiðslu, niður-
suðu- og sælgætisiðnað og jafnvel
til áfengisframleiðslu. Margvís-
legir kostir eru því samfara að
kljúfa mjólkursykurinn í mjólk,
sem nota á til osta- og skyrgerðar,
en jafnframt verður hægt að
framleiða styrkta mjólk, sem hef-
ur mikið geymsluþol. Mun æski-
legra er að senda slíka mjólk til
þróunarlandanna, en aðra mjólk,
því hún er auðmeltanlegri. Þess
má geta í þessu sambandi að ítalir
eru nú farnir að framleiða mjólk,
þar sem mjólkursykurinn hefur
verið klofinn."
Rannsóknin hefur hagnýtt
Kildi fyrir mjólkurbúin
Að sögn Leifs er veigamikill
þáttur í rannsókninni að afla sér
þekkingar, sem búið er að þróa
erlendis og aðlaga þá þekkingu
íslenskum aðstæðum.
„Ég tel rannsóknina geta haft
hagnýtt gildi fyrir mjólkurbúin
hér á landi. Samkvæmt upplýsing-
um, sem ég hef séð um kostnaðar-
hliðina ætti að vera fjárhagslega
hagkvæmt fyrir stærstu mjólkur-
búin, til dæmis á Akureyri, Sel-
fossi, Sauðárkróki og Húsavík, að
koma sér upp slíkum verksmiðj-
um. Verksmiðja af þessu tagi er
ekki plássfrek og þyrfti ekki að
vera mjög dýr eða flókin í upp-
setningu. Mikið af nauðsynlegum
tækjum eru nú þegar fyrir hendi í
mjólkurbúunum, en eru lítið not-
uð.
Það sem við erum að reyna að
gera er í stuttu máli að finna
leiðir til að nýta það hráefni sem
er til staðar og annars er hent.
Mjólkurbúin gætu á þennan hátt
framleitt verðmæt efni, sem fram
til þessa hafa verið aðkeypt, úr
hráefni, sem annars er ekki nýtt
bæði fyrir sig og annan matvæla-
iðnað.“
Leifur sagði að lokum að enn
sem komið væri, væru tilraunir á
sjálfri mysunni á byrjunarstigi.
„Fram til þessa höfum við lagt
aðaláhersluna á að afla okkur
fróðleiks og upplýsinga um það
sem gert hefur verið á þessu sviði
erlendis. Nú eigum við eftir að
prófa okkur áfram með mysuna og
finna út á hvaða hátt hagkvæmast
er að nota hana í innlendar
framleiðsluvörur." A.K.
_I*ú varst mór ástrik. oinlæK. sonn.
mitt athvarf lífs á hrautum.
þinn ka*rleik snart ei timans tonn.
hann traust mitt var i hvild ok rtnn.
í sæld »k sorK »k þrautum.
Kk veit þú heim ert horfin nú
ok hafin þrautir yfir,
svo mæt ok kóö, svo tryKK »k trú,
svo látlaus. falslaus reyndist þú.
ók veit þú látin lifir.**
(Steinn SÍKurösson. „MóÖir min“.)
Þessi erindi lýsa vel þeirri
minningu, sem mér er efst í huga
að ömmu minni látinni.
Ágústa Hjálmfríður Hjartar,
eins og hún hét fullu nafni,
fæddist að Dröngum í Dýrafirði 8.
ágúst 1898, og voru foreldrar
hennar Ástríður Jónsdóttir og
Hjörtur Bjarnason. Ólst hún upp
hjá móðurforeldrum sínum, Ingi-
björgu Jónsdóttur og Jóni Sakar-
íassyni er bjuggu að Dröngum, en
fjölskyldan fluttist til Reykjavík-
ur árið 1919.
Hinn 18. nóvember 1922 giftist
hún Birni Marinjóni Björnssyni,
bókbindara og veggfóðrara og
eignuðust þau 7 börn sem öll eru á
lífi. Þau slitu samvistum eftir 11
ára hjónaband og eftir það ól
amma börnin upp ein. Björn lést
árið 1976.
Börn þeirra eru: Áróra, Ástráð-
ur, Jónína, Birna, Margrét, Oddný
og Björn. Þrjár af dætrunum, þær
Áróra, Jónína og Oddný hafa allar
verið búsettar í Bandaríkjunum í
mörg ár.
Þrisvar sinnum heimsótti
amma dætur sínar vestur um haf,
og nokkrum sinnum hafa þær
komið til Islands í gegnum árin,
nú síðast í sumar til að sjá móður
sína í hinsta sinn.
Árið 1953 fluttist hún til Birnu,
móður minnar, og bjuggu þær
saman æ síðan, eða í nær 30 ár.
Amma átti því stóran þátt í
uppeldi mínu og hjá henni fékk ég
mikið og gott veganesti, sem ég
mun búa að um ókomna framtíð.
Hún var einstaklega barngóð og
naut hinn stóri hópur ömmu- og
langömmubarna hennar þess í
ríkum mæli, því alltaf hafði hún
tíma fyrir þau og tilbúin að miðla
af visku sinni.
Alla tíð var hún mjög heilsugóð,
en á sl. vori gerði alvarlega vart
við sig sá sjúkdómur sem leiddi
hana til dauða. Síðustu vikurnar á
sjúkrahúsinu voru henni erfiðar,
en þá kom hennar sterka trú vel í
ljós og varð henni mikill styrkur.
Hún lést á Landspítalanum að
morgni föstudagsins 21. ágúst sl.
og verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 31. ágúst.
Blessuð sé minning hennar.
Agnar Þór lljartar
Dáin, horfin. Lífshlaup góðrar
konu er á enda. Hún Ágústa var
sérstæður persónuleiki, sem
gleymist engum, er kynntist
henni. Smávaxin, skollitað hár,
augun blá og festuleg, hafði ein-
lægt augnaráð, sem hvikaði aldrei
er við töluðum saman.
Kynni okkar hófust, er dóttir
mín eignaðist Áróru Hrönn,
barnabarn Ágústu, að vinkonu.
Þær gengu saman í Álftamýrar-
skóla og Ágústa bjó með Birnu
dóttur sinni og tveimur barna-
börnum, Hönnu og Áróru, í blokk-
inni fyrir ofan mig. Ég man alltaf,
þegar dóttir mín kom heim fyrsta
skóladaginn og sagði: „Ég er búin
að fá vinkonu. Hún heitir Róró og
hún á svo góða ömmu.“ Já, það var
ekki ofsögum sagt, að Ágústa
amma væri góð. Gegnum telpurn-
ar okkar urðum við góðar vinkon-
ur. Aldursmunurinn var rúm
fjörtíu ár, en mér fannst alltaf
eins og við værum jafngamlar.
Margt töluðum við saman yfir
kaffibollanum, því aldrei leit ég
þar inn án þess að hún Ágústa
mín segði: „Sestu nú niður Björk
mín og ég helli á könnuna." Við
ræddum um tilveruna og lífið,
heimsmálin, og á stundum fannst
okkur að við gætum nú bjargað
heiminum, ef við fengjum að ráða.
í lokin gátum við hlegið að öllu
saman.
Svo hélt vorið innreið sína og
mín góða vinkona kvartaði um
slappleika, varð föl á vangann og
megraðist. í ljós kom, að hún var
haldin sjúkdómi, sem ekki reynd-
ist unnt að lækna. Einn bjartan
sumardag sagði hún við mig: „Ég
er á förum, ég á ekki langt eftir."
Það var ekki lengur bjartur
sumardagur, mér fannst komið
haust. Ég átti að bera fram
huggunarorðin, en í staðinn var
það hún sem sagði: „Ég kvíði engu,
ég er tilbúin að kveðja. Ég ætla að
lesa fyrir þig kvæði eftir Tómas
Guðmundsson, sem heitir Hótel
Jörð.“
Nú hefur hún kvatt lífið þessi
gáfaða kona, sem öllum vildi gott
gera og alltaf var til góðs. Ég og
fjölskylda mín þökkum henni fyrir
alla hennar umhyggju og elsku.
Birnu dóttur hennar, Hönnu og
Áróru og öðrum ættingjum vott-
um við samúð.
„Tilvera okkar er undarleKt ferðalaK-
Við erum Kestir ok hótel okkar er jttróin.
Einir fara ok aórir koma í daK.
þvi alltaf hætast nvir hópar i sköróin.**
(T.G.)
Björk Sigurðardóttir
Hinn 21. ágúst sl. andaðist í
Reykjavík frú Ágústa Hjartar, 83
ára að aldri.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
20 árum er við urðum nágrannar í
Hvassaleiti. Með okkur tókst
traust og góð vinátta, sem hélst æ
síðar.
Ágústa giftist ung Birni
Björnssyni bókbindara, og eignuð-
+
EINAR BJÖRN JÚLÍUSSON
som fórst af slysförum laugardaglnn 22. ágúst, veröur jarðsunginn
frá Akraneskirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 2.30.
Aðatandendur.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför,
móður okkar og tengdamóöur
GUORÚNAR HALLDÓRU FRÍMANNSDÓTTUR
fró Burstarbrekku Ólafsfiröi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 3-B Landspítalanum, fyrir frábæra
umönnun.
Börn og tengdabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
INGVELDAR BJÖRNSDÓTTUR
fró Grænumýrartungu.
Sigríöur Gunnarsdóttir,
Steinunn Gunnarsdóttir,
Þóröur Guömundsson,
og aörir aöstandendur.
+
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
REBEKKU ÁGÚSTSDÓTTUR,
Hóvallagötu 29.
Vigdís Sigurðardóttir, Olafur Valur Sígurósson,
Gylfi Mór Guöbergsson, Sigurást Gísladóttir,
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa
ÓLAFS KRISTJÁNSSONAR
Þórhól, Neskaupstaó.
Margrét Árnadóttir,
Salgeröur Ólafsdóttir, Árni Víglundsson,
Lóra Ólafsdóttir, Guöjón Guömundsson,
Hafsteinn Ólafsson, Eygló Garöarsdóttir,
og barnabörn.
+
Alúöar þakkir færum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö
og vinarhug, viö andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdafööur og afa
INGIMUNDAR KR. GESTSSONAR
fró Reykjahlíö,
Seljalandi 3, Reykjavík.
Kristín Guömundsdóttir,
Guómundur Ingimundarson, Rósa Einarsdóttir,
Einar Þór Guðmundsson, Ingimundur Kristinn Guömundsson.
Kristín Guömundsdóttir,
Vegna jaröarfarar
frú Ragnheiðar Hafstein Thorarensen
verður fyrirtæki okkar lokað eftir hádegi
þriöjudaginn 1. september.
Stefán Thorarensen hf.
ust þau 7 börn. Þrjár dætur þeirra
hafa verið búsettar í Bandaríkjun-
um um áratuga skeið. Þrátt fyrir
miklar fjarlægðir hafði hún stöð-
ugt samband við þær, stundum
með heimsóknum en þó einkum
með bréfunum, sem hún var
óþreytandi að skrifa, og fékk
jafnóðum bréf aftur. Sjaldan hef
ég séð stærri stafla af fallegum
mæðrakortum en þann, er dæt-
urnar hafa sent henni um langt
árabil.
Ágústa starfaði árum saman við
framreiðslustörf og var því mörg-
um kunn hér í borg. Hún var
greind vel, sjálfmenntuð og fylgd-
ist vel með öllu. Hún var fædd á
öldinni sem leið, tilheyrði alda-
mótakynslóðinni, sannur fulltrui
þeirra hugsjóna, sem þá ríktu
meðal æskufólks. Ágústa var ljóð-
elsk og hafði yndi af lestri góðra
bóka. Veit ég að er hún var í
húsmæðrafríi að Hrafnagili í
Eyjafirði, var haft orð á því hve
vel hún flutti kvæði og las sögur
fyrir gesti.
Ágústa var sérlega ungleg, létt í
spori og sístarfandi fram á síðustu
ár. Minnist ég þess er hún áttræð
hélt mikið afmælisboð, þar sem
saman voru komnir margir vinir
og ættingjar, sumir frá fjarlægum
löndum. I veislu þessari voru að
sjálfsögðu haldnar margar ræður,
en minnisstæðust er mér hin
snjalla og innilega þakkarræða,
sem afmælisbarnið sjálft flutti og
bar hún ekki með sér að þar færi
háöldruð kona. Þannig hélt hún
lífsgleði og persónutöfrum sínum.
Naut hún virðingar og vináttu
þeirra sem hana þekktu.
Síðustu árin var hún hætt að
starfa utan heimilis, en aðstoðaði
Birnu dóttur sína, sem orðin var
ekkja og vann úti.
Ágústa var dóttur sinni stoð og
stytta við uppeldi barna og heimil-
ishald.
Ágústa er kvödd með þakklæti
fyrir margar ánægjulegar sam-
verustundir og fjölskyldu hennar
flyt ég innilegar samúðarkveðjur.
Sigþrúður Friðriksdóttir
Margar stundir lagði amma
okkur lið. Við nutum þeirra
stunda, sem staðið var við. Við
gleymum ekki. Stundin er liðin en
minningin geymist.
Við systkinin höfðum mikið af
Ágústu ömmu okkar að segja
gegnum tíðina. Hún var mjög
hreinskilin kona, hreinskiptin og
vel gerð. Hún hafði mikla ánægju
af kveðskap og fór iðulega með
stökur og ljóðmæli. Sjálf var hún
ágætlega hagmælt. Hún hafði
yndi af hannyrðum, útsaumi og
hekli og það sem eftir hana liggur
er allt einstaklega fíngert. —
Rithönd hennar var og mjög
falleg.
Amma okkar var gjafmild kona
og góð. Barngóð var hún og hafði
mikla ánægju af börnunum í
fjölskyldunni ekki hvað síst langa-
ömmubörnunum sínum, en þau
eru nú 16 talsins.
Við flytjum Ágústu ömmu
okkar innilegustu þakkir fyrir allt
það, sem hún var okkur og gerði
fyrir okkur og okkar börn. Við
biðjum góðan Guð að varðveita
hana.
Systkinin i Miðtúni