Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 25

Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 25 „Friðurinn44 og seinni heimsstyrjöldin Eftir Birgi ísl. Gunnarsson Að undanförnu hafa ýmsar svonefndar friðarhreyfingar lát- ið allmikið að sér kveða víða um Evrópu. Þjóðviljinn og Alþýðu- bandalagið hafa mjög reynt að tengja þessa hreyfingu við sína stjórnmálabaráttu, á sama hátt og Sovétríkin fagna þessum straumum, sem farið hafa um ýmis Evrópulönd. Allt venjulegt fólk þráir frið og vissulega geta slík friðarsamtök komið góðu til leiðar, ef starfsemi þeirra gæti orðið til að draga úr spennu í heiminum og því gífurlega víg- búnaðarkapphiaupi, sem ein- kennir starfsemi stórveldanna. Einhliða barátta Því er hins vegar ekki að leyna, að þótt margt sé af góðum huga gert hjá mörgum forystu- mönnum þessara samtaka, þá er oft um mjög einhliða og einsýna baráttu að ræða af hálfu þessara aðila. Stjórnmálasagan kennir okkur að slík friðarbarátta getur verið hættuleg og jafnvel boðið ófriði heim. Besta dæmið úr okkar heims- hluta eru stjórnmálaviðburðir áranna fyrir síðustu heimsstyrj- öld. Ljóst er, að þeir, sem vildu vita, gerðu sér fullkomna grein fyrir því að þjóðernissósíalistar í „Eftir styrjöldina von- uðust flestar þjóðir til, að nú væri unnt að láta af vopnabúnaði. Því miður reyndist það ekki rétt. Eitt ríki, Sovétríkin, tóku upp vígbúnaðar- merki þjóðernissósíalista í Þýzkalandi. Þeir víg- bjuggust af kappi og tóku að leggja undir sig hvert Evrópulandið á fætur öðru.“ Hitlers-Þýskalandi lögðu gífur- legt kapp á að vígbúast. Sá vopnabúnaður var ekki eingöngu til varnar, heldur voru árásar- vopn mjög mikill þáttur í víg- búnaði Þýskalands. Ekki veldur sá er varar Þetta er mörgum stjórnmála- mönnum í Evrópu ljóst. Þeir sáu mikla hættu í því, ef Þjóðverjar næðu miklum yfirburðum í vopnastyrk fram yfir aðrar þjóð- ir Evrópu. Þeir töldu að slíkt ójafnvægi yrði hinum herskáu þjóðernissósíalistum hvöt til árásar. Yfirburðir þeirra yrðu þeim freisting til að ná undir sig löndum og landsvæðum, sem þeir girntust. Þessir stjórnmálamenn áttu ekki upp á pallborðið hjá al- menningi á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Hörmungar fyrri heimsstyrjaldarinnar voru þá mörgum í fersku minni. Þá hafði komið til sögunnar ný kynslóð, sem ekki þekkti stríð af eigin raun og taldi það óhugsandi. Priðarsinnar voru því mjög áhrifamiklir í stjórnmálum margra Evrópulanda. Þeir börð- ust harðri baráttu gegn því, að nágrannaþjóðir Þjóðverja kæmu sér upp vopnum, þó ekki væri nema til að halda uppi sæmi- legum vörnum. Áhrif þessara aðila urðu m.a. til þess, að á meðan Þjóðverjar kepptust við að vígbúast héldu Englendingar og Frakkar að sér höndum. Deilurnar í Bretlandi Þessi andstæðu sjónarmið „friðarsinna" og þeirra, sem vildu vígbúast til varnar, spegl- uðust t.d. mjög í breskum stjórn- málum á þessum árum. Forsæt- isráðherra Bretlands var Neville Chamberlain, einlægur friðar- sinni, sem trúði fram í rauðan dauðann á heiðarleika þýsku þjóðernissósíalistanna og að hægt væri að semja við þá. Hámarki náði friðarstarfsemi Chamberlains, þegar hann fór til Miinchen í september 1938 til að semja við Hitler. Þar „heimilaði" breski forsætisráðherrann Þjóð- verjum að hernema Súdetahér- uðin í Tékkóslóvakíu, en á móti skyldi friður tryggður. Chamberlain kom heim, veifaði samningnum og hrópaði til mannfjöldans: „ ... í Þýskalandi var saminn friður með sæmd. Ég trúi það verði friður á vorum dögum." Mannfjöldinn fagnaði sem von var og „friðarsinnar“ töldu mikinn sigur unninn. Churchill var á hinn bóginn ekki eins trúaður. Hann hafði hvatt til þess, að Englendingar ykju stórlega vígbúnað sinn. Sterkt England myndi halda Þjóðverjum í skefjum. Hann talaði fyrir daufum eyrum, var kallaður stríðsæsingamaður og hafður utangarðs í breskum stjórnmálum. Af svipuðum toga spunninn var ágreiningur Chamberlains og Anthony Edens, en Eden var utanríkis- ráðherra í stjórn Chamberlains, en sagði af sér vegna ágreinings við forsætisráðherrann. Hernaðaryfirburðir Þjóðverja Allir vita hvernig fór. Vegna hernaðaryfirburða sinna hóf Þýskaland stríðið, þegar því hentaði og lagði undir sig hvert landið á fætur öðru. Frakkland féll fljótlega, enda alveg óviðbú- ið og England var nærri fallið, enda varnir í ólestri. Eftir styrj- öldina vonuðust flestar þjóðir til, að nú væri unnt að láta af vopnabúnaði. Því miður reyndist það ekki rétt. Eitt ríki, Sovétrík- in, tóku upp vígbúnaðarmerki þjóðernissósíalista í Þýskalandi. Þeir vígbjuggust af kappi og tóku að leggja undir sig hvert Evrópulandið á fætur öðru. Bandaríkin og Vestur-Evrópa ákváðu þá að taka höndum saman og láta ekki söguna frá 1939 endurtaka sig. Sovétríkin skyldu ekki fá tækifæri til að ná slíkum hernaðaryfirburðum, að þeir freistuðu frekari landvinn- inga. Varnarpólitík Vestur- Evrópu hefur síðan við það miðast að geta varist árásum Sovétríkjanna. Hvernig þau mál standa nú verður fjallað um í annarri grein. ekki styrkt stöðu sjóðsins sem stofnunar. Alþýdu- bandalagið: orsök og afleiding Alþýðubandalagið hefur verið forystuflokkur í borgarmálum Reykjavíkur rúmlega þrjú ár. Það hefur setið í tveimur ríkisstjórn- um nær því jafn langan tíma og fer nú með húsnæðismál í lands- stjórninni. Hvern veg er svo ástandið á húsnæðismarkaði höf- uðborgarinnar eftir þessa ára- löngu forystu Alþýðubandalags- ins? Ástandið er í stuttu máli þannig að hátt í 1600 manns, fjölskyldur og einstaklingar, eru í húsnæðishraki. Það á enn eftir að versna þegar skólaæskan kemur til náms í framhaldsskólum höf- uðborgarinnar, hafandi í höndum lögbundið fyrirheit stjórnvalda um jafna aðstöðu til náms. Tals- menn leigendasamtaka segja hús- næðiskreppu hafa haldið innreið sína í Reykjavík. Hvad veldur? Orsök þessa vandræðaástands, sem verið hefur að skapast á höfuðborgarsvæðinu, er marg- þætt. Orsakaþættir, þeir er mestu valda, bera allir svipmót Alþýðu- bandalagsins. Þar á meðal má nefna: • 1) Lánsfjárstýringu, sem stórlega hefur dregið úr hlut hins almenna veðlánakerfis. Þann veg hefur framtak hinna almennu borgara verið lamað, það framtak, sem var aflið í því byggingarsögu- lega afreki í húsnæðismálum þjóð- arinnar, sem blasir við í hverju byggðu bóli landsins. • 2) Stefnu- og aðgerðarleysi borgarstjórnarmeirihlutans, sem komið hefur fram í misheppnuðu úthlutunarkerfi byggingarlóða og alhliða aðgerðarleysi í húsnæð- ismáium, leiguíbúðir á vegum borgarinnar ekki undanskyldar. Það er nú fyrst, þegar kjörtímabil borgarstjórnar er nær á enda og í algjört óefni er komið í húsnæð- ismálum, að vaknað er af værum blundi og kunngerð ný byggingar- áform, sem að bróðurhluta hlýtur að koma í hlut næstu borgar- stjórnar að efna. • 3) Ný húsaleigulöggjöf, sem sjálfsagt er um margt til bóta, sýnist hafa fremur dregið úr húsnæðisframboði en aukið það. Það er ekki hægt að loka augum fyrir svo augljósri staðreynd. Eng- inn vandi verður leystur með því að stinga höfðinu í sandinn, eins og Þjóðviljamenn kjósa að gera. Það er vissulega ástæða til að taka undir kröfuna um hlutlausa rann- sókn á því, hvort og hve mikið þessi löggjöf hefur dregið úr framboði leiguhúsnæðis. Það er að skapast A-Evrópu- ástand í húsnæðismálum höfuð- borgarinnar. Er það máski óska- staða Alþýðubandalagsins að fá að skammta borgurunum húsnæði sem og aðrar lífsþurftir, líkt og „bræðraflokkar“ gera austur í aldingörðum sósíalismans? Þann- ig getur hið miðstýrða vald haft allt ráð hins sauðsvarta almúga í höndum sér. Sjálfseignarform á íbúðum og hið almenna húsnæð- islánakerfi eru þröskuldar á veg- inum til slíks stjórnkerfis. Það er athyglisvert að Sigurjón Pétursson, borgarstjómarforseti, ýjar að valdstýringu á einkahús- næði í viðtali við Þjóðviljann, er hann segir, „að finna þurfi leiðir til að koma slíku húsnæði í notkun," þ.e. húsnæði, sem fleirum má koma fyrir í en nú eru. Var nokkur að tala um eignarrétt? Heilindi Sigurjóns í garð sam- starfsflokka koma svo fram þegar hann afsakar „húsnæðiskrepp- una“ með þá sem blóraböggul. „En þetta gefur kannski hugmynd um,“ segir borgarstjórnarforset- inn, „að ýmislegt kynni að vera með öðrum hætti í borginni, ef við ættum hér hreinan meirihluta." Árinni kennir illur ræðari! Mergurinn málsins er sá, að jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar á húsnæði næst aldrei nema með því að virkja þann hvata og það framtak hins al- menna borgara, sem verið hefur lyftistöng í húsnæðismálum þjóð- arinnar fram á þennan dag, þ.e. með eflingu hins almenna veð- lánakerfis. Samhliða þarf að tryggja að leiguhúsnæði sé til staðar, bæði hjá einstaklingum og sveitarfélögum, en þetta leigu- húsnæði hefur ekki aukizt í tíð núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta. Hann hefur að vísu orð- gnótt mikla þar um, en „dettur svo ofan í kjaftinn á sjálfum sér“ þegar til framkvæmdanna kemur. Benzínskatt- ar og vega- framkvæmdir Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn hafa farið með stjórn vegamála og ríkisfjármála allar götur síðan 1978. Á þessum tveimur heilu árum, sem liðin eru og því ári sem nú líður verða vegaframkvæmdir að magni til jafn miklar að meðaltali, þ.e. 1979, 1980 og 1981, og þær vóru fjögur ár ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar. Á sama tíma hafa benzín- skattar hækkað um 35% að raun- gildi og lántökur til vegamála verið tvöfaldaðar. Framlög ríkisins til vegamála af skatttekjum eru nánast óbreytt að raungildi á sama tíma og raun- gildishækkun benzínskatta er 35%, eins og fyrr segir. Þetta merkir m.ö.o. að öll sú hrikalega hækkun á benzínsköttum, sem hefur orðið síðan 1978, hefur í engu flýtt vegagerð í landinu, heldur gengið öll í almenna eyðslu ríkissjóðs. Skattahækkunin í benzínverði, sem er að gera al- menna bifreiðaeign að munaði hinna betur stæðu, hefur verið notuð, ásamt margháttuðum öðr- um skattahækkunum, til að þenja út ríkisbáknið og ríkisútgjöldin. Til þess að halda í horfinu um vegaframkvæmdir á þeim árum, þegar skattar af umferðinni vóru mun hóflegri, hafa tvær síðustu ríkisstjórnir gripið til þess ráðs að tvöfalda lántökur til vegamála á starfstíma sínum. Ragnar Arnalds, núverandi fjármálaráðherra, var samgöngu- ráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar. Hann sagði orðrétt á Alþingi, er hann var samgöngu- ráðherra: „Gera má ráð fyrir að næsta stóra stökkið upp á við (í vegaframkvæmdum) verði ákveðið við endurskoðun vegaáætlunar 1981,“ þ.e. líðandi árs. Þetta „stóra stökk“ fjármálaráðherrans, sem stökkva átti 1981, kom fram í stórfelldum niðurskurði vega- framkvæmda, þrátt fyrir skatta- hækkanirnar og þrátt fyrir stór- auknar lántökur! Þannig hafa þeir Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, og Ragnar Arn- alds, fjármálaráðherra, „brotið blað í vegamálum", eins og þeir komust að orði um „stóra stökkið", sem endaði í „niðurtalningu" vegaframkvæmda. Það mun eina niðurtalningin sem stendur undir nafni hjá framsóknarráðherrun- um. Fáar þjóðir munu jafn aftarlega á merinni í varanlegri vegagerð og við íslendingar, og engin, ef miðað er við svokallaðar velmegunar- þjóðir. Engin fjárfesting skilar sér jafnfljótt aftur til þjóðfélagsins og hún. í minna vegaviðhaldi, í minni viðhaldskostnaði, í minni benzíneyðslu og í lengri endingu ökutækja. Engu að síður er var- anleg vegagerð olnbogabarn hjá núverandi ríkisstjórn, rétt eins og virkjunarframkvæmdir og nýr orkuiðnaður, enda hvorugt á oddi Alþýðubandalagsins, sem víggirt er neitunarvaldi á stjórnarheimil- inu, og hefur reynzt pólitískur þröskuldur á vegi þjóðarinnar til aukinnar þjóðarframleiðslu, auk- inna þjóðartekna og bættra lífs- kjara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.