Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
35
nFóIk vill lifa lífinu án þess að koma sér i vandræði.“ Konur við störf i sovéskri
reiðhjólaverksmiðju.
í SOVÉT
úrskurðurinn kemur. Sumum ung-
um mönnum, sem gegnt hafa
herþjónustu, er sagt, að þeir þekki
hernaðarleyndarmál og verði að
bíða í 10 ár, öðrum er sagt að bíða
i 5 ár.
Það virðist valda yfirvöldum
áhyggjum, að tiltölulega margt
fólk með mikilvæga starfsreynslu
hefur verið í hópi þeirra brott-
fluttu, og þau eru að grípa í
taumana. Ein aðferðin er að gera
fólki æ erfiðara fyrir, þegar það
sækir um leyfi, önnur aðferð er að
krefjast þess, að boð komi frá
nánum ættingja erlendis.
Sp: Er það rétt að Sovétmenn
séu „andlega örmagna" eins og
Haig utanríkisráðherra orðaði
það?
Sv: Mér finnst ég verða var við
andiega þreytu meðal Moskvubúa.
En þar er ekki um að ræða að
menn séu að þrotum komnir.
Menn hafa ekki lengur eldlegan
áhuga á að endurskapa heiminn í
samræmi við boðorð rússnesku
byltingarinnar. Fólk hér vill eiga
betri og ánægjulegri ævi. Það er
eftirtektarvert að sjá, af hve
mikilli alúð menn þvo og gera við
bílana sína um helgar.
Mig grunar, að þessi þreyta
standi í sambandi við, að fólk
hefur það betra og gerir meiri
kröfur. Fólki finnst það hafa verið
svikið, því að ýmsum efnahags-
legum og andlegum þörfum hefur
ekki verið sinnt nægilega. En á því
leikur enginn vafi að stjórnin í
Kreml gæti fengið mikinn meiri-
hluta þjóðarinnar til að sameinast
um að verja ættjörðina, ef raun-
veruleg hætta steðjaði að landinu.
Sp: Hverjar eru þær andlegu
þarfir, sem þú segir að ekki sé
nægilega sinnt?
Sv: Mér finnst menn vera að
leita að einhverju umfram fram-
leiðslukvóta, hugmyndafræðileg
markmið og jafnvel einkaneyzlu.
Rússi nokkur sagði við mig í
trúnaði: „Veiztu hvað, unga fólkið
er hætt að trúa á hugmyndafræði
leiðtoga okkar."
Það er einnig aukinn áhugi
meðal Rússa á uppruna sínum, á
keisurunum og jafnvel á hinu
skammvinna lýðræðistímabili frá
1905—1917. Hópur sem kallar sig
„Samtökin um varðveizlu sögu-
legra minja" hefur, með nokkrum
árangri, barizt fyrir endurbygg-
ingu rússneskra rétttrúnaðar-
kirkna.
Sp: Hvað um efnahagslegar
þarfir?
Sv: Það er skortur á ferskum
matvælum og kjöti, sem væri
talinn óþolandi á Vesturlöndum.
Rússi nokkur sagði við mig: „Ég
skil ekki hvað hefur eiginlega
gerzt. Á síðustu öld var Rússland
meiriháttar landbúnaðarríki og
flutti út umframframleiðslu sína
af korni til annarra Evrópulanda."
Það er þokkalegt úrval matvæla
í Moskvu, og ef þú leitar vel og
lengi finnurðu sennilega það sem
þig vantar, þó er það nú ekki víst.
Það kostar bæði fé og fyrirhöfn.
Bandarískur stúdent, sem er við
nám hér, sagði við mig: „Vörurnar
eru til, en aldrei þegar þú ert að
„Það er skortur á ferskum matvælum ... sem væri talinn óþolandi á Vesturlondum.“
Sovésk bóndakona plægir akur sinn.
leita að þeim. Þess vegna neyðast
menn til að hamstra allt, sem
kemur, t.d. að kaupa ókjör af
appelsínum, ef þær eru á boðstól-
um.“
Um það bil tvær milljónir
manna ferðast til og frá Moskvu á
degi hverjum. Þúsundir þeirra eru
fólk úr öðrum landshlutum, sem
komið er til að afla nauðsynja.
Ferðamenn hafa sagt mér, að
Evrópuhluti Sovétríkjanna virðist
verr settur en Mið-Asíulýðveldin.
Það sem virðist einna erfiðast að
fá er gott kjöt og ferskt grænmeti.
Stundum er erfitt að fá egg og
mjólk. Nóg virðist vera af brauði
og ostum.
Sp: Ef svo mikill vöruskortur er
ríkjandi, hvernig fer fólk þá að?
Sv: Vinir og sambönd verða
haldreipið. Kunnáttan í að gefa
rétta „gjöf“ — raunverulega mút-
ur — þróast í hreina listgrein. Um
leið á sér stað alls kyns misferli í
efnahagslífinu í heild. Það fer
bæði fram svartamarkaðsbrask og
hamstur. Afgreiðslufólk tekur frá
vörur fyrir vini sína. Neðanjarð-
arfyrirtæki verða til.
Sp: Yrði það til bóta ef stjórn-
völd tækju upp skömmtun?
Sv: Það yrði mikill álitshnekkir,
ef grípa þyrfti til skömmtunar,
þegar friður hefur ríkt í 36 ár, auk
þess yrði óhemju erfitt að stjórna
skömmtun í svo stóru ríki. En í
nokkrum héruðum og bæjum er í
gildi skömmtun á fáelnum vöru-
tegundum. Ég heyrði um einn bæ
þar sem íbúarnir fá einn kjúkling
á mánuði. í Moskvu er líka dulin
skömmtun þegar við lýði.
Sp: Hvað áttu við með „dulin
skömmtun"?
Sv: Því hærra sem menn eru
settir, þeim mun auðveldara eiga
þeir með að útvega sér vörur.
Starfsmenn stjórnarinnar og fólk
sem starfar við stórar stofnanir
getur pantað vörur gegnum sér-
stakar skrifstofur í tengslum við
vinnustaðina. Fólk í utanríkis-
þjónustunni, en það er í miklum
metum hjá stjórnvöldum, kaupir
sérstaka gjaldeyrismiða og getur
verslað í sérstökum verzlunum
þar sem selt er gegn greiðslu í
erlendum gjaldeyri, en þar er
vöruúrval nokkuð sæmilegt.
Sp: Gremst ekki almenningi að
fáeinir útvaldir skuli njóta slíkra
forréttinda?
Sv: Eflaust, en þá koma vinirnir
og múturnar til skjalanna. Nú á
dögum skiptir ekki mestu að vera
efnaður heldur að hafa sambönd.
Sp: Gefa sovézkir fjölmiðlar
rétta mynd af atburðum utan
Rússlands — t.d. í Póllandi og
Afghanistan?
Sv: Blöðin hérna hafa fjallað
mikið um atburðina í Póllandi.
Það er mismikill sannleikur í þeim
fréttum og þeir, sem lesa blöðin
vandlega, geta fengið nokkuð góða
mynd af því, sem er að gerast.
Sovézkir fjölmiðlar reyna að láta
líta þannig út, að vestrænir „aft-
urhaldsseggir“ hafi æst til vand-
ræða í Póllandi, og að kommún-
istaflokkurinn sé að gera sitt
bezta til að ná valdi á ástandinu.
Það er nauðsynlegt að hafa í
huga, að sovézk stjórnvöld hafa
allt aðra skoðun á hlutverki fjöl-
miðla en Bandaríkjamenn. Þeir
eru ekki tæki til að koma sann-
leikanum á framfæri. Pravda lýsir
hlutverki blaðanna á þennan hátt:
„Sovézkir blaðamenn sjá til þess,
að hið prentaða orð komi þjóðfé-
laginu að sem mestu gagni, hvetji
þjóðina til nýrra afreksverka."
Sp: Áttu við að sovézkir fjöl-
miðlar blekki fólk?
Sv: Ég á við að fjölmiðlarnir
segja oft ekki alla söguna. Þeir
reyna að láta líta svo út að stefna
stjórnvalda þróist á árangursrík-
an hátt. Þeir deila á mistök við að
framfylgja áætlunum, en almennt
reyna þeir að láta hlutina líta vel
út. Sú staðreynd að mikilvægum
þáttum upplýsinga er sleppt, leiðir
af sér, að sú mynd sem sovézkur
og bandariskur almenningur fá af
sömu atburðum verður mjög ólík.
Tökum Afghanistan sem dæmi.
Bandaríkjamenn telja að Sovét-
rikin, sem hafi haft áhyggjur af
uppreisn, sem var að breiðast út
sunnan landamæra þeirra, hafi
gert innrás í Afghanistan, drepið
Amin forseta og komið til valda
manni á sínum snærum, Babrak
Karmal. Sovétmenn telja aftur á
móti að stjórnin í Kabul, sem hafi
átt í höggi við andstöðu við
sósíalísku byltinguna, sem gerð
var í apríl 1978, hafi beðið um
hjálp. Sovétríkin hafi komið til
aðstoðar eftir að hafa gaumgæft
málið. Dauði Amins á að hafa
orðið vegna skotbardaga af völd-
um einkalífvarða Amins, þegar
sovézkir hermenn komu á vett-
vang.
Séu sovéskir fræðimenn og emb-
ættismenn, sem fylgjast vel með,
spurðir í þaula, kemur nákvæmari
útlistun, sem ekki birtist í fjöl-
miðlum. Þeirra skoðun er á þessa
leið: „Sovétríkin eru stórveldi og
þau urðu að vernda þegna sína
sem verið var að slátra í Afghan-
istan. Innrásin bendlast ekki á
neinn hátt við aðgang vestrænna
ríkja að olíunni í Persaflóaríkjun-
um. Moskvustjórnin er ekki svo
skyni skroppin að reyna að ná
valdi á olíusvæðunum þar og ögra
þannig Vesturveldunum á mjög
alvarlegan hátt.“
Sp: Vita almennir borgarar um
aukningu þá á hernaðarmætti
Sovétríkjanna, sem hefur valdið
svo miklum áhyggjum á Vestur-
löndum?
Sv: Sovézkur almenningur veit
afar lítið um dreifingu vopna og
herafla, sem rætt er opinskátt um
á Vesturlöndum. Sovézkir fjöl-
miðlar skýra hreinlega ekki frá
hernaðarleyndarmálum eins og
staðsetningu 250 SS-20 eldflauga,
sem mörgum er beint gegn Vest-
ur-Evrópu, eða SS-19 flaugunum,
sem miðað er á eldflaugastæði í
Bandarikjunum. Þeir ræða ekki
aukningu sovézka flotans. Þeir
reyna að varpa sökinni af vígbún-
aðarkapphlaupinu á Vesturlönd
með því að segja, að verið sé að
„endurnýja" sovézka herliðið ein-
ungis vegna þess, að Vesturlönd
haldi miskunnarlaust áfram að
koma sér upp nýjum vopnabúnaði.
Sp: Hefur aukinn hernaðar-
máttur veitt leiðtogum Rússlands
aukna öryggiskennd eða gert þá
vogaðri?
Sv: Sumir embættismenn eru
greinilega roggnir. Þeir segja með
illa dulinni kæti, að „hugmynda-
fræðileg barátta" kommúnismans
og vestrænna lýðræðisríkja muni
halda áfram. Þeir sýna engin
merki þess, að dregið verði úr
aðstoð við hópa eins og Frelsis-
samtök Palestínu, sem þeir segja
að stefni að „þjóðfrelsi".
En mér virðast æðstu forystu-
mennirnir áfram sýna varkárni.
Þeir eru gamlir, reyndir menn,
sem enn muna glöggt hörmungar
síðari heimsstyrjaldarinnar. Á
þeim árum var Rússland vissulega
í hinni mestu hættu. Um það bil
tíundi hluti þjóðarinnar týndi lífi.
Nazistar fóru rænandi og myrð-
andi um vesturhluta ríkisins. Það
eina sem er sambærilegt í sögu
Bandaríkjanna er eyðileggingin í
Suðurríkjunum í borgarastyrjöld-
inni.
Sp: Hafa Sovétmenn minni-
máttarkennd gagnvart Banda-
ríkjamönnum?
Sv: Að vissu marki, þótt þeir
vilji ekki viðurkenna það. Svo
einkennilegt sem það kann að
virðast, þá fellur Rússum ágæt-
lega við Bandaríkjamenn. Ég held
raunar, að almenningur í Rúss-
landi sé miklu síður andsnúinn
Bandaríkjamönnum, en margar
þjóðir Vestur-Evrópu. Þó vil ég
nefna að sú staðreynd, að sambúð
ríkjanna versnaði skyndilega ný-
verið, hefur leitt til mótmælaað-
gerða gegn Bandaríkjunum.
Rússar eins og Bandaríkjamenn
hugsa stórt. Þeir eru opinskáir og
vingjarnlegir í einkalífinu. Það er
ekki óvenjulegt að Rússi segi sem
svo við Bandaríkjamann: „Hvers
vegna getum við ekki komið okkur
betur saman? Við eigum svo
margt sameiginlegt, við höfum
aldrei átt í stríði hvorir við aðra
og það er engin ástæða til að svo
þurfi nokkurn tímann að verða.“
Sp: Hvernig meta sovézkir leið-
togar sambúð Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna?
Sv: Ég álít að leiðtogarnir í
Kreml séu áhyggjufullir vegna
stjórnar Reagans. Þeir eru að
reyna að gera sér grein fyrir,
hvort hvöss orð stjórnarinnar í
Washington eru bara orðin ein,
eða hvort þau séu til vitnis um
stríðsstefnu. Þeir sjá hættumerki
á lofti. Haig utanríkisráðherra
sagði, er þingið ræddi við hann
vegna staðfestingar á útnefningu
hans í embætti, að þeir hlutir
væru til, sem væru þess virði að
fyrir þeim væri barizt. Þetta
fannst leiðtogum Sovétríkjanna
líkjast herhvöt. Stjórnin í Kreml
fylgist einnig mjög nákvæmlega
með tillögum Reagan-stjórnarinn-
ar um aukinn vígbúnað.
Sovézkir ráðamenn efast um, að
Bandaríkin vilji í alvöru taka upp
aftur viðræður um takmörkun
vígbúnaðar. En þeir segja, að
Sovétmenn séu reiðubúnir til,
jafnvel mjög áhugasamir um, að
koma viðræðunum af stað aftur.
Sp: Hvaða stefnu heldur þú að
Sovétríkin muni fylgja á næstu
mánuðum einkum hvað viðkemur
Bandaríkjunum?
Sv: Rússar munu halda áfram
að framfylgja þeim málum sem
þeir telja sín lífshagsmunamál —
en þeir munu forðast beinar ögr-
anir við Bandaríkin. Þeir munu
verða um kyrrt í Afghanistan,
fara að öllu með gát í Póllandi og
reyna að auka áhrif sín í Mið-
Austurlöndum og Afríku.
Þeir munu hvetja aðrar þjóðir
til að beita áhrifum sínum á
Bandaríkin til að fá þau til að taka
upp aftur viðræður um takmörkun
vígbúnaðar, og þeir munu einskis
svífast er þeir reyna öðru hverju
að sannfæra heiminn um, að það
séu Bandaríkjamenn — en ekki
Sovétríkin — sem styðji alþjóð-
lega hermdarverkastarfsemi.
En þegar allt kemur til alls, þá
tel ég að Sovétmenn muni taka
fegins hendi einlægu tilboði frá
Bandaríkjunum um að hefja
samninga á ný og muni gæta þess
að ögra Bandaríkjamönnum
hvergi um of.