Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
3
Hilmar Guðlaugsson, stjórnarmaður í Byggingarsjóði Reykjavikur:
Fjármagnið á að nýta til
byggingar fleiri söluíbúða
Fyrsta verk nýs meirihluta að koma þessum málum í eðlilegt horf
„ÞAÐ ER mesti misskilning-
ur að við sjáifstæðismenn
séum á móti leiguíhúðum,
eða að Reykjavíkurborg
byggi íbúðir á félagslegum
grundvelii, ef það er gert
innan ákveðinna marka. Það
sem við gagnrýnum fyrst og
fremst er, að okkur finnst
ekki nægilegt að samþykkja
tillögur á tillögur ofan, slík-
ar samþykktir verða að vera
raunhæfar og byggjast á
tryggu fjármagni, en það er
ekki hægt að segja um sam-
þykktir meirihluta stjórnar
Byggingasjóðs Reykjavíkur-
borgar,“ sagði Hilmar Guð-
laugsson í samtali við Morg-
unhlaðið, en Hilmar á sæti i
stjórn Byggingasjóðsins.
„Ný stjórn fyrir Bygg-
ingasjóðinn var kosin árið
1979, eftir viðræður við
verkalýðshreyfinguna um ný
markmið í húsnæðismálum. í
Byggingasjóðnum átti að
leggja megináherslu á bygg-
ingu verkamannabústaða,
byggingu nýrra íbúða í stað
heilsuspillandi húsnæðis,
hagkvæmar íbúðir fyrir aldr-
aða og byggingu eða kaup á
leigu- og eða söluíbúðum.
Stjórn Byggingasjóðsins
hefur samþykkt að óska eftir
úthlutun á lóðum fyrir 119
íbúðir, vegna bygginga í stað
heilsuspillandi húsnæðis. Þá
hefur sjóðurinn samþykkt að
byggja 100 leiguíbúðir, en
sjálfstæðismenn í stjórninni
greiddu því ekki atkvæði. í
bókun um þetta mál kemur
fram að stefna sjálfstæð-
ismanna sé sú að sem flestir
einstaklingar eignist sitt eig-
ið húsnæði. Nú á borgin um
800 leiguíbúðir, og á meðan
hún getur ekki uppfyllt óskir
leigutaka sinna um kaup á
íbúðum, byggðum á félagsleg-
um grundvelli, þá á ekki að
auka við leiguíbúðir. Það á að
nýta það fjármagn sem hægt
er að útvega, til byggingar
fleiri söluíbúða og losa þann-
ig leiguhúsnæði. Borgar-
skipulag hefur m.a. gert til-
lögur um úthlutun lóða á
Hilmar Guðlaugsson
árunum 1981 og 1982, en
borgarráð hefur haft þessar
tillögur í salti og ekki tekið
neina ákvörðun," sagði Hilm-
ar.
„Það ér augljóst að ástand-
ið í húsnæðismálum höfuð-
borgarinnar er í miklum
ólestri og lóðaframboð á
þessu kjörtímabili vinstri-
meirihlutans í borgarstjórn
er í algeru lágmarki, og bitn-
ar það ekki síst á bygginga-
framkvæmdum við eignar-
íbúðir borgaranna. Vegna
væntanlegra ákvarðana
meirihluta borgarstjórnar,
um byggingu íbúða á svoköll-
uðum félagslegum grundvelli,
og þar á meðal leiguíbúða,
mun lóðaframboð til frjálsrar
byggingastarfsemi almennra
húsbyggjenda þrengjast.
Reyndar blasir það nú við,
þegar húsbyggjendur mega
síst við auknum erfiðleikum.
Það þarf að vera fyrsta verk
nýs meirihluta í borgar-
stjórn, sem vonandi verður
Sjálfstæðisflokksins, að koma
þessum málum í eðlilegt horf
og auka lóðaframboðið veru-
lega,“ sagði Hilmar Guð-
laugsson.
Nefnd kannar
fóðurbirgð-
ir bænda
Landbúnaðarráðherra hefur
skipað nefnd til þess að athuga
fóðurbirgðir bænda. í henni eru:
Gísli Hjörleifsson, bóndi. Unnar-
holtskoti að tillögu Stéttarsam-
bands bænda. Jónas Jónsson,
búnaðarmálastjóri, að tillögu
stjórnar Búnaðarfélags íslands
og Stefán Á. Jónsson, bondi,
Kagaðarhóli, sem er formaður.
í frétt frá upplýsingaþjónustu
bænda segir, að nefndin hafi tekið
til starfa og skrifað öllum sveitar-
stjórnum með beiðni um að kann-
aðar verði hið fyrsta, eða strax og
séð verður fyrir lok heyskapar,
hvort um verulegan fóðurskort
verði að ræða í sveitarfélaginu eða
hjá einstökum bændum.
Reiknað er með því að síðar
verði boðað til funda með oddvit-
um á þeim svæðum þar sem
horfur eru taldar alvarlegar.
Bændur eru jafnframt hvattir
til að hafa samband við sveitar-
stjórnir og greina frá því hvort
þeir þurfi að kaupa hey eða annað
fóður umfram venju, eða hvort
þeir telji sig hafa hey til sölu.
Þá er vakin athygli á því að
sveitarstjórnir hafa heimild til að
stöðva heysölu út fyrir sveitarfé-
lagið ef heyskortur er talinn
yfirvofandi innan þess.
Nefndin leggur áherslu á að
könnun þessi fari hvarvetna fram
svo fljótt sem tök eru á og að
henni berist umbeðnar upplýs-
ingar fyrir 20. sept.
Eyjaflotinn á
Hallveigarstöðum
Bátamyndasýningu Jóns
í Bólstaðarhlíð Björnssonar
lýkur á sunnudagskvöld á
Hallveigarstöðum, en Jón
Kóra- og organ-
istanámskeið
haldið í Skálholti
NÚ STENDUR yfir í Skálholti
námskeið fyrir kóra og organista
og lýkur því í dag, sunnudag,
með sameiginlegri þátttöku nám-
skeiðsmanna í messu i Skálholti.
Námskeiðið hefur staðið yfir frá
því á síðastliðinn þriðjudag og
hófst með námskeiði organist-
anna, en síðar bættist söngfólkið í
hópinn, sem telur á 3. hundrað
manns. I gærkvöldi var samkoma
helguð ritverkum herra biskups-
ins yfir íslandi, Sigurbjörns Ein-
arssonar og í dag verður messa í
Skálholtskirkju með þátttöku
allra organistanna og söngfólks-
ins. Framhald mun svo verða á
námskeiðinu í Reykjavík í næstu
viku.
sýnir þar liðlega 400 mynd-
ir af bátum úr Eyjaflotan-
um allt frá síðustu öld.
Safn Jóns er einstakt í
sinni röð yfir bátaflota í
stærstu verstöð landsins á
þessari öld.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN Morgunblaðsins af
svonefndu Zukofsky-tónlistar-
námskeiði í gær er sagt, að Rut
Ingólfsdóttir hafi haft umsjón
með námskeiðinu fyrir hönd Tón-
listarskólans í Reykjavík. Þetta er
ekki rétt, því að Rut Magnússon
söngkona hefur annast umsjónina.
Eru viðkomandi beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
ÞAU mistök urðu við myndbirt-
ingu með frétt um Hótel ísafjörð í
Morgunblaðinu í gær, að með
fréttinni birtist mynd af nýja
sjúkrahúsinu á ísafirði, en ekki
hótelinu, eins og til stóð.
Brottfór 17. september
2 vikur í Torremolinos
eða Marbella
2 nætur í London
á Cumberlandhóteli
Verð frá kr. I .ööU.“
með morgunverði
TAKMARKAÐ SÆTAMAGN
PANTIÐ TIMANLEGA
1. október - 3 vikur
Síðasta brottför í sumaráætlun
Portoroz
4. september - 4 vikur
Örfá sæti laus.
ÞAÐ BESTA ER ÓDÝRT í ÚTSÝNARFERÐ
Austurstræti 17,
símar 20100 - 26611
UTSYN