Morgunblaðið - 05.09.1981, Side 2

Morgunblaðið - 05.09.1981, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 nt>eKar menn eru að tala um uppsafnaðan KenKÍshajjnað þá veit ég ekki alveg hvað þeir eru að tala um því Seðlahankinn sér um að lána til atvinnuveganna ok það fé sem hann hefur eru erlend lán, sem að meginhluta til eru í dollurum. Þannig að það er ekki hægt að segja að Seðlahankinn hafi haft ein- hvern sérstakan hagnað. Það hefur einnig lengi staðið til boða af hálfu Seðlahankans fyrir alla þá. sem selt hafa á Evrópugjaldeyri, að taka afurð- arlán i sama gjaldmiðli. Iðnaðurinn hefur ekki haft áhuga á þvi fyrr en nú að taka lán í Evrópugjaldmiðli," sagði Halldór Ásgrímsson, stjónar- INNLENT Kjaradeila bankamanna og bankanna til sáttasemjara: Einu launþegarnir, sem fá skertar verðbætur BANKASTARFSMENN eru einu launþegarnir í landinu, sem búa nú við skerta visitölu launa. en viðsemjendur allra annarra hafa ákveðið að greiða fullar verðbætur á laun, hæstu prósentu á alla launataxta. Vinnuveitendasamband íslands ákvað að gera þetta við verðbótaút- reikning hinn 1. júni síðastliðinn og við verðbótaútreikning hinn 1. september ákvað Vinnumálasamband samvinnufélaganna, ríkið og Reykjavíkurborg ásamt öðrum sveitarfélögum að gera slíkt hið sama. Ástæður þess, að Vinnuveitendasamband íslands ákvað að greiða hærri töluna á öll laun, eru þær reglur, sem settar hafa verið um verðbótagreiðslur, þ.e.a.s. það þak, sem var við síðasta verðbótaútreikning við mánaðarlaunin 8.304 krónur. Þá átti að greiða samkvæmt lögunum 8,92% upp að þeirri tölu, en síðan lægri hlutfallstölu, eða 7,90%, á mismun hærri launa og áður- nefndra mánaðarlauna. Þessi mis- munur er það lítill, en mikil vinna að reikna þetta út, að ekki þótti svara kostnaði að inna hana af hendi og var ódýrara hverjum vinnuveitanda að greiða hærri hlutfallstöluna á öll laun. Morgunblaðið ræddi í gær við Vilhelm G. Kristinsson, formann Sambands íslenzkra bankamanna, og kvað hann rétt, að bankamenn hefðu enga tilkynningu fengið frá bönkunum um breytingu á launa- útreikningi bankanna. Því hefði verið greitt um síðustu mánaða- mót í samræmi við lögin. Rétt væri, að bankamenn væru nú einu launþegar landsins, sem „beittir væru þessari verðbótaskerðingu". Hann kvað bankana hafa gefið út launatöflu með skerðingu og í gær gaf SÍB út launatöflu með gerðar- dómnum inni, en skertum verðbót- um, „vegna þess, að við höfum ekki fengið tilkynningu um annað en að skerðingin gildi". Bankamenn hafa nú þegar hafið viðræður við samninganefnd bankanna um nýjan kjarasamn- ing. Fyrsti fundur hjá sáttasemj- ara ríkisins var haldinn í gær og tók Guðlaugur Þorvaldsson þar formlega við deilunni. Á fundinum í gær var ákveðið, að samninga- nefndir aðila ræddu aftur saman á mánudag án nærveru sáttasemj- ara. Þessi kjaradeila, banka- manna og bankanna, er fyrsta málið, sem kemur til kasta emb- ættis ríkissáttasemjara í þeirri allsherjarsamningalotu, sem nú hefst með haustinu. r * Halldór Asgrímsson um vanda iðnaðardeilda SIS: Það er alltaf meira öryggi að hafa mömmu einhvers staðar nálægt. formaður Seðlabankans, m.a. er Mbl. spurði hann álits á þeim hugmyndum sem fram hafa komið í fréttum um hvernig staðið yrði að því að aðstoða iðnaðardeild SÍS, en ein af þeim hugmyndum er, að endurgreidd- ur verði svonefndur uppsafn- aður gengishagnaður. Halldór sagði einnig: „Ég vil ekki meina að það hafi verið tekið neitt af iðnaðinum. Það hafa komið upp sérstakir erfið- leikar sem eru mjög alvarlegir og stjórnvöld hljóta náttúrulega að gera allt sem þau geta til að mæta þeim, en mér finnst út í hött að vera að þræta um það að einhver hafi tekið eitthvað. Það er nú bara barnskólapólitík. Þá er ekki viðeigandi í stöðu málsins að menn séu að vísa hver á annan. Það er náttúrulega iðnað- arráðuneytið, Seðlabankinn, fjármálaráðuneytið og allir þeir aðilar, sem þarna eiga hlut að máli, sem ættu að reyna að taka höndum saman um að leysa þetta." Halldór tók fram, að hann hefði verið fjarverandi og hefði því ekki fylgst með athugun þessa máls í Seðlabankanum. Viðskiptaráðherra ræddi mál þetta við stjórn Seðlabankans í gær og mun ákvarðana að vænta eftir helgi. Kári Halldórsson Nýtt Farfuglaheimili rís í höfuðborginni Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, tók í gær fyrstu skóflustung- una að nýju Farfuglaheimili í Reykjavík, sem reist verður á horni f Sundlaugarvegar og Laugarásveg- ar. Nýja farfuglaheimilið verða fjögur samtengd hús og verða þjónustu- og gistihús reist fyrst og síðan gisti- og félagshús eftir því sem aðstæður leyfa. Fullbyggt rúm- ar nýja farfuglaheimilið 200 gesti í fjögurra manna herbergjum og niðurskiptum sölum. Bjarni Sig- björnsson kennari látinn Hrönn Ásmundsdóttir Maria Sjöfn Vil ekki meina að neitt hafi verið tekið af iðnaðinum íslenska frímerkjasafnið slegið á 18.000 pund hjá Sotheby’s í London Úr uppboðssal Suthebys við Bond Strcot í London. Mvndin var tekin í gær. þegar íslenzka frímerkjasafnið var á uppboði. Símamynd: AP. Frá llildi IIcIku SÍKurðardóttur í London. I. soptcmhor. SAFN íslenskra frímerkja var í gær slegið óþekktum kaupanda í fyrsta boði á 18.000 sterlings- pund. eða um 270.000 ísl. kr.. á upphoði hjá Sotheby’s í London. Aðeins einn aðili. erlendur umboðsmaður kaupanda. bauð í safnið. sem áadlað hafði verið að færi á 18—22.000 pund. Bæði kaupandi og seljandi nutu nafnleyndar. Frímerkin eru frá árunum 1873 — skildingafrímerkið frá 2—15 sk. — til ársins 1959, öll í mjög góðu ásigkomulagi að því er fulltrúi Sotheby’s tjáði blaðamanni Morgunblaðsins. En flest merkin hafa aldrei verið notuð á bréf. f. nokkrum eldri merkjanna, frá árunum 1902—1903, snúa gildisstimplar og vatnsmerkið öfugt og eykur það verðgildið til muna. Mikið er um merki með myndum danakonunga, frá Kristjáni 9., frá 1902-1904 til Kristjáns 10., frá árinu 1933. Er stimplað hópflug ítala á þau merki, þrjú að tölu, og eru þau merki verðmætust í safninu. íslenska safninu er helgað mikið rúm í sýningarskrá Soth- eby’s enda var það langverðmæt- ast þeirra frímerkjasafna sem boðin voru upp í gær, eða um 14.000 pundum fyrir ofan næst- dýrasta safnið, sem í voru bandarísk frímerki. Fjöldi fólks var viðstaddur uppboðið og höfðu menn jafnvel buist við meiri slag um íslensku merkin. Hið háa verð þeirra kann að hafa ráðið þar nokkru um að ekki var farið fram úr áætluðu verði. BJARNl Sighjörnsson, íslenzku kennari við Menntaskólann í Reykjavík. varð bráðkvaddur á þriðjudaginn. 43ja ára að aldri. Bjarni fæddist í Borgarfirði eystra, sonur Sigbjörns Guðmunds- sonar og Jóhönnu Steinsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri og stundaði íslenzkunám við Háskóla íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Bjarni hóf kennslu við M.R. 1969, fyrstu árin sem stundakennari, en var fastráðinn 1973. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Anna Gunnarsdóttir. Þau eignuðust eitt barn. Bjarni Sighjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.