Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi við umræður í borgarstjórn: „Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna samanburð við það neyðarástand sem nú ríkir í húsnæðismálum Reykvíkinga44 Við umra'ður í borxarstjórn Reykjavíkur í fyrrakvðld kum til snarpra orðaskipta um ástandið í húsna'ðismálum i hofuðhorKÍnni. Gagnrýndu horKarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mririhluta bortcar- stjórnar fyrir aðicerðarleysi í hús- næðismálum otc onfcþveiti i skipu- lafcsmálum. ofc var sérstakletca tcerð hörð hríð að Sifcurjóni Péturssyni. oddvita bortcarstjórnarmeirihlut- ans ofc bortcarfulltrúa Alþýðu- handalatcsins. fyrir ummæli hans í I>jóðviijanum upp á síðkastið varð- andi neyðarástandið, sem ríkir i húsnæðismálum Reykvikintca. Við umræðurnar endurtók Sitcurjón þá skoðun sína otc Alþýðuhandalatcs- ins. að taka ba-ri „autt húsnæði“ leitcunámi ofc að finna þyrfti leiðir til þess að koma í notkun stóru húsna'ði. sem ein manneskja hytcici í. Gatcnrýndu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þessa stefnu Alþýðu- handalatcsins harðletca. otc fulltrúar annarra meirihlutaflokka. Kristján Benediktsson. hortcarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. oic Sitcurður E. Guðmundsson. horicarfulltrúi Al- þýðuflokksins. lýstu siic alfarið andsnúna þessum leifcunámsáform- um. „Því fer víðs fjarri að orðið hafi einhver almenn hufcarfarsbreyting hjá fólki varðandi húsnæðismál í Reykjavík. Borgarbúar vilja fyrst og fremst búa í eigin húsnæði eins og áður. En sá vandi, sem nú blasir við í húsnæðismálum Reykvíkinga gerir það að verkum að vonleysið nær tökum á fólki og í neyð sinni gerir það kröfur um aukið framboð á leiguhúsnæði, af því að það á einskis annars úrkosti. Núverandi borgar- stjórnarmeirihluti á að stórum hluta sök á því neyðarástandi, sem nú ríkir.“ Þetta kom meðal annars fram í ræðu, sem Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti við umræður um húsnæðismál í borgarstjórn sl. fimmtudagskvöld. Hann sagði að lóðaskortur í tíð núverandi vinstrimeirihluta, stór- gallað „punktakerfi" við úthlutanir og lánastefna hins opinbera ættu stærstan þátt í þeim húsnæðiserfið- leikum, sem margir Reykvíkingar ættu nú í. Borgaryfirvöld ættu því að sjá sóma sinn í því að hverfa frá óheillastefnu sinni og leggja höfuð- áherzlu á að búa í haginn fyrir fólk til þess að það geti eignazt sitt eigið íbúðarhúsnæði, og beita jafnframt áhrifum sínum á önnur stjórnvöld til þess að hið opinbera húsnæðis- lánakerfi láni hærra hlutfall af byggingarkostnaði til almennra íbúðarbyggingaframkvæmda en nú er orðið og veiti lán með viðunandi kjörum. Markús nefndi sem dæmi um skipbrot „punktakerfis" í lóðaúthlut- unum vinstri meirihlutans, að emb- ættismaður borgarinnar hefði lýst því nýverið í sjónvarpi aö úthlutun á fjölbýlishúsalóðum hefði alls ekki nýtzt þeim sem helzt skyldi, þ.e. unga fólkinu. í staðinn hefði fólk, sem ætti íbúðir fyrir fengið úthlutað út á lengri búsetu og eldri umsóknir, sem yngra fólkið hefði ekki áunnið sér punkta fyrir í sama mæli. „Borgaryfirvöld eiga að hafa stjórn á þessum málum. Þau eru kjörin til að stjórna en eiga ekki að varpa öllum vandanum og ábyrgð- inni inn í meingallað „punktakerfi", sem þau ætlast til að vinni sjálf- krafa fyrir sig. Þannig starfar vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn," sagði Markús Örn. Enjíar lciiíuíbúðir byjfKÚ- ar í tilefni af umræðum undanfarið um opinberar aðgerðir í húsnæðis- málum, m.a. byggingu leiguíbúða á vegum borgarinnar, tók Markús fram, að í tíð núverandi borgar- * stjórnarmeirihluta hefði ekki verið byggð ein einasta leiguíbúð Reykja- víkurborgar og „valfrelsið" milli leiguhúsnæðis og eigin íbúða, sem Alþýðubandalagið þættist stuðla að um þessar mundir, væri í meira lagi mótsagnakennt. Kvað Markús það dæmigert fyrir blekkingarnar og ófyrirleitnina í málflutningi fulltrúa þess flokks, að á sama tíma og þeir þykjast gefa fólki frjálst val um hvort það leigir eða á það húsnæði, sem það býr í, er tugum fjölskyldna í leiguíbúðum borgarinnar sagt upp — að frumkvæði Alþýðubandalags- ins. Rangtúlkanir Sigurjóns Markús Örn gerði að sérstöku umtalsefni þær rangtúlkanir á að- gerðum sjálfstæöismanna í húsnæð- ismálum, sem hann taldi að fram hefðu komið í viðtali Þjóðviljans við Sigurjón Pétursson, forseta borgar: stjórnar, fyrir nokkrum dögum. í viðtalinu hefði Sigurjón haldið því fram að þær einu leiguíbúðir, sem byggðar hefðu verið í valdatíð sjálf- stæðismanna hafi verið á vegum framkvæmdanefndar byggingar- áætlunar í Breiðholti og af þeim hafi borgin fengið „nokkrar íbúðir". Markús benti á að reyndar hefðu þessar „nokkrar íbúðir" verið 250 talsins, sem Reykjavíkurborg fjár- magnaði, en áður hefði Reykjavíkur- borg byggt leiguíbúðir við Meistara- velli, Kleppsveg og Austurbrún, m.a. til útrýmingar bragga og annars heilsuspillandi húsnæðis. Fram kom í ræðu Markúsar, að borgin hefur nú yfir að ráða um 550 íbúðum, sem leigðar eru út almennt hjá félags- málastofnun. Síðustu íbúðirnar voru byggðar í Breiðholti í valdatíö Sjálf- stæðisflokksins en í þau rúm þrjú ár, sem núverandi meirihluti hefur far- ið með stjórn borgarinnar, hefur ekki ein einasta leiguíbúð verið byftgð til almennrar útleigu. Hins vegar hafa verið teknar í notkun leiguibúðir aldraðra, sem byggðar voru samkvæmt tillögum sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Markús kvað það grundvallarat- riði í stefnu sjálfstæðismanna að gera fólki kleift að komast í eigið húsnæði. Frá því yrði ekki hvikað. Þessu takmarki yrði náð með eðli- legu lóðaframboði handa einstakl- ingum og byggingarfyrirtækjum og stuðningi við verkamannabústaði fyrir hina efnaminni. Ennfremur hlyti það að vera skylda borgaryfir- valda að knýja á um breytingar á fjármögnunarmöguleikum fólks, er stæði í húsbyggingum. Ennfremur rifjaði Markús upp tillögu er hann flutti sem formaður félagsmálaráðs árið 1976, og samþykkt var af öllum fulltrúum í ráðinu, svohljóðandi: „Félagsmálaráði er kunnugt um allmargar fjölskyldur sem búsettar eru í leiguhúsnæði Reykjavíkurborg- ar og hafa nú sótt um íbúðir á vegum byggingarfélags verkamanna, sem nýlega voru auglýstar til úthlutunar. Félagsmálaráð skorar hér með á stjórn verkamannabústaða að taka fullt tillit til umsókna þessara að svo miklu leyti sem skilyrði úthlutun- arreglna eru uppfyllt enda hefur ekki verið litið á búsetu í leiguhús- næði Reykjavíkurborgar nema sem bráðabirgðaráðstöfun í húsnæðis- málum viðkomandi fjölskyldna og reyndar ekki æskilega ef annarra kosta er völ. Félagsmálaráð vill leggja sérstaka áherzlu á að þær íbúðir borgarinnar, sem með þessum hætti losna, munu að sjálfsögðu koma að beinum not- um fyrir aðrar fjölskyldur í húsnæð- isvandræðum." Að sögn Markúsar fékk félags- málaráð úthlutunarrétt á 15% af úthlutun íbúða í verkamannabú- stöðum fyrir leigjendur hjá Reykja- víkurborg í beinu framhaldi af þessari samþykkt félagsmálaráðs. Hefur það hlutfall haldizt síðan. Þannig hefði verði unnt að rýma leiguhúsnæði fyrir öðrum ver sett- um. Taldi Markús, að aukna áherzlu bæri að leggja á að nýta verka- mannabústaðakerfið með þessum hætti, gefa núverandi leigjendum borgarinnar kost á að festa kaup á húsnæöi þar með hagstæðum kjör- um og nota leiguhúsnæðið þannig sem viðkomustað í stað endastöðvar, þegar sérstakar aðstæður á annað borð krefðust slíkrar fyrirgreiðslu borgarinnar. Ókleift aö byjíjíja Magnús L. Sveinsson sagði að fara þyrfti marga áratugi aftur í tímann til að finna samanburð við það neyðarástand sem nú ríkti í húsnæðismálum Reykvíkinga. Hann sagði að næsta lítið hefði verið gert raunhæft í húsnæðismálum um tíð vinstri meirihlutans. Að vísu hefði hver tillagan af annarri verið flutt um stórátak og það blásið út í blöðum þeirra, en ekkert hefði orðið úr framkvæmdum. Frá borgar- stjórn Magnús sagði ástandið vera orðið þannig, að almenningur gæti ekki byggt á hinum almenna markaði. Hefði hann lýst þeirri stefnu sjálf- stæðismanna í sjónvarpsþætti fyrir síðustu kosningar, að leggja þyrfti höfuðáherzlu á, að sem flestir gætu eignast sína eigin íbúð. Hefði Guð- rún Helgadóttir (Abl.) svarað því til, að það væri næsta ókleift vegna vaxtakjaranna, sem þá voru í gildi. Sagði Magnús, að enda þótt vextir hefðu verið háir þá, þá hefðu þeir stórhækkað í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar, en þar réði Alþýðu- bandalagið, flokkur Guðrúnar, ferð- inni. Þá væru húsnæðismálalán komin niður í allt að 15% af kostnaðarverði meöalíbúðar, en fyrir nokkrum árum hefði það hlutfall verið uppundir 40%. Undirstrikaði Magnús að þróunin hefði orðið sú á síðustu árum, að það væri orðið útilokað fyrir nær allan almenning að byggja á hinum almenna mark- aði. Þá hefði stórlega dregið úr lóðaúthlutun, en hann lagði áherzlu á, að gera yrði eitthvað til þess að gera fólki kleift að byggja. Magnús sagði, að eina lausnin sem vinstri meirihlutinn sæi nú, þegar allt væri komið í óefni, vegna sofandaháttar, væri aö hlaupa til og bygKÍa leiguíbúðir. Hann sagði Reykjavíkurborg hafa yfir að ráða milli sjö og átta hundruð leiguíbúð- um, og að mikil ásókn hefði verið af hálfu leigjendanna í að eignast íbúðir sem byggðar hefðu verið á félagslegum grunni á viðráðanlegum kjörum. Sagði Magnús, að ef fjölgað yrði byggingum af því tagi, þá yrði hægt að losa núverandi leiguíbúðir og rýma þannig fyrir fólki sem engin fjárráð hefur til að eignast íbúð. Sagði Magnús það ekki ódýrara að byggja leiguíbúð en söluíbúð, nema síður væri. Borgin þyrfti í raun og veru að leggja meira fé til byggingar leiguíbúða en söluíbúða. „En þeir eygja nú síðast eina lausnina enn, og það er að taka íbúðir eignarnámi," sagði Magnús og las upphaf að viðtali við Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, í Þjóðviljanum í fyrradag. Öskaði Magnús svars frá fulltrúum hinna flokkanna í vinstri- meirihlutanum um hvort þeir væru sammála oddvita borgarstjórnarinn- ar í leigunámsmálinu. Sigurður og Kristján andvígir leijíunámi Sigurður E. Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins, las upp afrekalista núverandi meirihluta, sem hann kallaði svo, í húsnæðis- málum. Var það aðallega upplestur um það sem meirihlutinn ætlaði að gera, m.a. að fluttar hefðu verið tillögur um að byggðar yrðu leigu- íbúðir og íbúðír fyrir aldraða. Meðal þess sem Sigurður kallaði til afreka vinstrimeirihlutans um 250 íbúðir til endursölu, og að í þær skyldi sett fólk. Lýsti Sigurður því yfir í ræðu sinni, að hann væri andvígur leigu- námsaðferð Sigurjóns og Alþýðu- bandalagsins, og sagði að sú leið væri ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Kristján Bcnediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, taldi fjölmiðla hafa ýkt mjög þá mynd sem dregin hefði verið upp af íbúðaskortinum í borginni. Las hann upp tölur um íbúðabyggingu í Reykjavík undanfarin ár og hins vegar um fjölgun íbúa, og sagði, að þegar þessar tölur væru skoðaðar, væri ekki hægt að álíta annað en að ástandið í húsnæðismálunum væri viðunandi. Kristján taldi þó rétt, að leggja bæri áherzlu á byggingu leiguíbúða. Þá lýsti Kristján Benediktsson sig andvígan leigunámsleiðinni svo- nefndu. Magnús L. Svcinsson svaraði Sig- urði Guðmundssyni og sagði að fátt sýndi nú betur aðgerðarleysi vinstri- meirihlutans í húsnæðismálum en einmitt það að Sigurður teldi það til afreka meirihlutans, að íbúðir sem byggðar hefðu verið fyrir mörgum árum síðan, og kæmu til endursölu nú, að þeim yrði úthlutað til nýrra eigenda. Þetta sýndi betur en mörg orð, sagði Magnús, að ekki væri af miklu að státa hjá meirihlutanum. „Eitthvað er samvizkan ekki góð í þessum málaflokki, úr því að gripið er til þess að telja endurúthlutun íbúða til afreka í húsnæðismálum," sagði Magnús. Þá minnti hann á, að meirihlutinn hefði fyrir nokkru síð- an fellt tillögur sjálfstæðismanna um að auka fjárveitingu til verka- mannabústaða. Mikil eftirspurn eftir eignaríbúðum Svaraði Magnús síðan Kristjáni Benediktssyni, og sagði að það væri ekki nýtt að heyra það frá Kristjáni að hann teldi að það væri ekki íbúðaskortur í Reykjavík, en þær staðreyndir sem blöstu hins vegar við, að þegar íbúðir í verkamannabú- stöðum voru auglýstar á síðasta ári, hefðu um 600 umsóknir borist. „Ég staðhæfi," sagði Magnús, „að megin- hlutinn af þessum umsækjendum voru í mikilli þörf fyrir að fá húsnæði úthlutaö. Þá vil ég minna á, að þegar lóðir voru auglýstar á þessu ári, þá sóttu rúmlega 1500 um. Þessi fjöldi sýnir að vísu ekki alveg rétta mynd af þörfinni, þar sem hluti af umsækjendunum sækir eingöngu um til að safna stigum samkvæmt regl- um meirihlutans um úthlutun lóða, því eins og allir vita gilda þær fáranlegu reglur, að menn safna stigum með því að fá synjun.“ Jafnframt benti Magnús á, að hér væri ekki um sama fólk að ræða og sækti um íbúðir í verkamannabú- stöðum. Tölurnar sýndu því, að mikill skortur væri á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Enda þótt Kristján Markús Örn Antonsson Magnús L. Sveinsson Davíð Oddsson Sigurjón Pétursson Sigurður E. Kristján Benediktsson Guðmundsson Sigurjón Pétursson ítrekar leigunámsáform Alþýðubandalagsins en fulltrúar annarra meirihlutaflokka lýsa andstöðu við þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.