Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
Northrop
flugvélin, sem bjargað var úr Þjórsá og síðan endursmíðuð
Skrokkurinn kominn upp úr Þjórsá, illa leikinn.
Annað flotholtió komið á pall eftir að hafa legið í Leir og möl spúlað út úr hægra hæðarstýri en
möl og leir í Þjórsá í 3G ár. stélflöturinn hefur losnað frá búknum.
TIL SÝNIS í REYKJAVÍK
UM HELGINA
Nú um helgina, nánar tiltekið laugardag, sunnudag og mánudag,
verður til sýnis í skýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli, Northrop-
flugvélin, sem bjargað var úr Þjórsá 1979 og endursmíðuð var síðan í
stöðvum Northrop-fluvélaverksmiðjanna í Kaliforníu. Flugvélin nauð-
lenti í Þjórsá í apríl 1943 og hafði því legið þar í 36 ár er henni var
bjargað. Hún tilheyrði norskri flugsveit er hafði bækistöðvar í
Nauthólsvík við Skerjafjörð, á Akureyri og á Búðareyri við Reyðarfjörð,
og hafði yfir 12 Northrop N-3PB flugvelum að ráða, en aðeins 24
flugvélar af þessari gerð voru smíðaðar á sínum tíma. Flugvélin, sem nú
hefur verið endursmíðuð, er eina eftirlifandi flugvél sinnar tegundar, og
héðan fer hún til Noregs, þar sem hún mun væntanlega skipa veglegan
sess í fyrirhuguðu flugminjasafni norska flughersins.
Northrop N-3PB var fyrsta flugvélin sem hinar nýstofnuðu
flugvélaverksmiðjur, Northrop Aircraft Inc., hönnuðu og smíðuðu, en
þær voru smíðaðar á árunum 1940 til 1941 og þá eingöngu fyrir
Norðmenn. Hefur sögu þessara flugvéla, sögu norsku flugsveitarinnar
hér, og þá einkum sögu flugvélarinnar, sem hingað er komin, verið gerð
ýtarleg skil í tímariti íslenzka flugsögufélagsins.
í tímaritinu kemur m.a. fram, að aðstæður til björgunar flugvélarinn-
ar úr Þjórsá hafi verið lítt ákjósanlegar. Vélin hefði verið á u.þ.b.
tveggja metra dýpi og að mestu hulin möl og leir. Þunginn af björgun
vélarinnar hefði því hvílt á höndum kafaranna, sem dögum saman hefðu
mátt berjast við ískalda og straumharða jökulána, án þess að sjá nokkru
sinni handa sinna skil. Um 35 menn störfuðu að staðaldri við
björgunina, 18 stundir á dag, og undir lokin allan sólarhringinn, en það
var þó ekki fyrr en á áttunda degi, er nær 200 rúmmetrum af möl og leir
hafði verið dæjt frá, og innan úr flugvélinni, að hún losnaði úr viðjum
árinnar. Auk íslendinga, sem veg og vanda áttu að undirbúningi og
framkvæmd björgunarinnar, tóku Norðmenn, Bandaríkjamenn og
Bretar þátt í björgunarleiðangrinum.
Björgun flugvélarinnar og tildrögum nauðlendingar, en flugvélin laut
stjórn ungs norsks liðsforingja, W.W. Bulukins, er m.a. tók þátt í
björgunarleiðangrinum, voru á sínum tíma gerð rækileg skil hér í
Morgunblaðinu.
Þess má hins vegar geta, að meðan flugvélin var og hét, fór hún
samtals 76 ferðir i hernaðarlegum tilgangi, 29 frá Reykjavík og 47 frá
Búðareyri og var samtals 342 klst. og 20 minútur í þessum ferðum. Af
þessum ferðum voru 31 til verndar skipalestum, 36 til kafbátaleitar og
níu til orrustuflugs. Tók hún þátt í öllum aðgerðum flugsveitarinnar frá
upphafi til loka Íslandstímabils sveitarinnar, auk þess sem hún á
heiðurinn af því að hafa gert, hvorki meira né minna en helming allra
árása Northrop-flugvéla flugsveitarinnar á kafbáta Þjóðverja.
Flugvélin var endursmíðuð, eins og áður segir, í Hawthorne í
Kaliforníu. Tóku þátt í smíðinni 300 starfsmenn Northrop og margir
menn sem tóku þátt í smíði vélanna fyrir 40 árum. Var endursmíðaðri
flugvélinni „rúllað út“ í nóvember 1980 á fæðingardegi stofnanda
Northrop-verksmiðjanna, John K. Northrops. Voru margir Islendingar
viðstaddir þá athöfn.
Sænska leikhúsið í Helsinki
Nokkur fróðleikskorn í tilefni
fyrstu íslandsheimsóknar leikhússins
k> A.i Tli.VrUUN
í]
Sænska leikhúsið í Helsinki telst
vera stofnað árið 1860 og er því orðið
rúmlega 120 ára gamalt. Það hét þó í
fyrstunni Nya Teatern, eða Nýja
leikhúsið, en árið 1887 var nafninu
breytt í Svenska Teatern. Leikhúsið
stendur í miðri Helsinki-borg við
Esplanaden, sem er breiðgata sem
liggur frá miðborginni niður að
höfn, falleg bygging sem nýtur sín
vel í umhverfi sínu, enda rúmt um
hana. Það var G.T. Chiewitz sem
teiknaði bygginguna og leikhúsið var
vígt 28. nóvember með ævintýraleik
eftir Zacharias Topelius, við tónlist
eftir Fredrik Pacius. Þremur árum
síðar brann byggingin og var þegar
hafist handa við að endurreisa hana.
í þetta skifti var það Nicolas Benois
sem gerði teikningarnar og árið 1866
gátu sýningar hafist að nýju.
Um aldamótin 1900 eignuðust
Finnar sitt Þjóðleikhús og hófst þá
þegar barátta finnska-sænska
minnihlutahópsins fyrir því að
sænska leikhúsið fengi samskonar
hlutverk og bar sú barátta árangur
árið 1919 er Nicken Rönngren varð
leikhússtjóri. Varð Sænska leikhúsið
þá Þjóðleikhús Finnlands-Svía.
Skömmu síðar hófust menn handa
viö að gera umtalsverðar breytingar
á leikhúsinu í samræmi við kröfur
tímans og voru arkitektar feðgarnir
Eliel og Eero Saarinen ásamt Jarl
Ekelund. Leikhúsið var endurbyggt,
«nema hvað salurinn eftir Benois
fékk að standa óbreyttur. Nýbygg-
ingin var vígð árið 1935. — Árið 1954
tók Runar Schauman við leikhús-
stjórnaembættinu af Nicken
Rönngren og árið 1963 tók Dr. Carl
Öhman við embættinu og gegnir
hann því enn.
Eins og í öðrum ieikhúsum hafa
skipst á skin og skúrir í sögu Sænska
leikhússins, en þar hafa starfað
margir afburða listamenn og ýmsar
sýningar leikhússins hafa orðið
frægar. Verkefnavalið er yfirleitt
fjölbreytilegt og leikið er á tveimur
leiksviðum. Af frægum sýningum
frá seinni árum má nefna Erfiða
tíma, sem Bengt Ahlfors samdi upp
úr sögu eftir K.A. Tavaststjárna, en
aðstoðarleikstjórinn var íslenskur,
Borgar Garðarsson. Ennfremur má
nefna sýningu leikstjórans Ritvu
Siikala á Brúðuheimili Ibsens, sýn-
ingu Kaisu Korhonen á Long Day’s
Journey into Night, eftir O’Neill, en
það er einmitt Kaisa Korhonen sem
leikstýrir sýningunni á Kvinnorna
pá Niskavuori, sem við fáum að sjá í
Þjóðleikhúsinu nú um helgina, vin-
sælan kabarett um og úr verkum
Evert Taube sem fór víða um
Norðurlönd, sýningu á Póstmannin-
um og Van Gogh, eftir Ernst-Bruun
Olsen, Dauðadansinn, eftir Strind-
berg, o.fl. o.fl.
Um þessar mundir er verið að
undirbúa í Sænska leikhúsinu sýn-
ingu á íslensku leikriti, Blessuöu
barnaláni, eftir Kjartan Ragnarsson
í leikstjórn höfundar og Borgars
Garðarssonar. Auk þess var Fjalla-
Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar
sýndur í leikhúsinu árið 1914, með
danska leikarann Adam Poulsen
sem gest í hlutverki Kára. Þjóðleik-
húsið íslenska hefur í þrígang verið
gestur Sænska leikhússins. Árið
1948 fór Leikfélag Reykjavíkur í
nafni Þjóðleikhússins í leikför með
Gullna hliðið til Helsinki og var það
í fyrsta skipti að íslenskur leikflokk-
ur sýndi á erlendri grund. Voru
viðtökur í þessari ferð frábærar.
Árið 1968 sýndi Þjóðleikhúsið
Galdra-Loft eftir Jóhann Sigur-
jónsson í Sænska leikhúsinu í leik-
stjórn Benedikts Árnasonar, og á
síðast liðnu hausti var svo Stundar-
friður Guðmundar Steinssonar
sýndur þar í uppfærslu Stefáns
Baldurssonar, sem þá hafaði nýlega
vakið mikinn fögnuð á alþjóðaleik-
listarhátíðinni í Belgrad.
Leikflokkur frá Sænska leikhús-
inu hefur aldrei sýnt á Islandi áður,
en ein af helstu leikkonum hússins
May Pihlgren, hafði ljóðakvöld í
Þjóðieikhúskj*M»ranum fyrir tæp-
um tveimur árum í boði Þjóðleik-
hússins og Norræna hússins; Þess
má og geta hér í leiðinni að fyrir
nokkrum árum var Gullbrúðkaup,
eftir Jökul Jakobsson leikið í finnska
útvarpið, í leikstjórn og þýðingu
Sveins Einarssonar, og lék May
Pihlgren þá einmitt annað aðalhlut-
verkið.
Kaisa Korhonen, sem er leikstjóri
sýningar Sænska leikhússins á
Kvinnorna pá Niskavuori, er íslensk-
um leikhúsgestum að góðu kunn.
Hún stjórnaði sýningu KOM-leik-
hússins á Þrem systrum, efti Tsjek-
hov, sem hér var sýnd á Listahátíð í
fyrra og í vor sem leið hafði hún hér
námskeið með starfandi leikurum,
enda hefur hún mjög mikið fengist
við leiklistarkennslu og kennslu í
leikstjórn í Finnlandi. Hún er einn
þekktasti leikstjóri sinnar kynslóðar
í Finnlandi og hefur stýrt mörgum
leiksýningum bæði í sænskumælandi
leikhúsum og finnskumælandi.
Einkum hefur farið orð af sýningum
hennar á verkum Maxíms Gorkí.
Annars kom Kaisa Korhonen fyrst
til Islands sem söngkona, en ekki
sem leikstjóri. En á þeim árum sem
hún starfaði við Stúdentaleikhúsið,
gat hún sér ekki síður orð sem
söngkona og eru til hljómplötur með
túlkun hennar á finnskum lögum og
ljóðum Brechts. Þannig var mál með
vexti að þegar Norræna húsið var
vígt, var listamönnum frá öllum
Norðurlöndunum boðið og komu þeir
fram á sérstakri dagskrá sem að
hluta til var sjónvarpað. Þar söng
Kaisa Korhonen finnsk lög við und-
irleik manns síns, Kaj. Chydenius,
sem er eitt þekktasta tónskáld Finna
í dag og hefur m.a. samið mikið af
tónlist fyrir leikhús. Og tónlistin við
sýningu Sænska leikhússins á
Kvinnorna pá Niskavuori er einmitt
eftir hann.
Árni Ibsen