Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
13
Lýðháskólinn í Voss í vetrarskrúða.
Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður og
sendiherra, Sigurður Greipsson,
Haukadal, Haraldur Leósson, skóla-
stjóri Isafirði, Sigurður Jónasson,
Arnór Sigurjónsson, Laugum, Guð-
jón Á. Sigurðsson, bústjóri og ráðu-
nautur Búnaðarsambandsins,
Gunnlaugur Björnsson, kennari Hól-
um, Jón Þorsteinsson, íþróttakenn-
ari, Guðjón Guðjónsson, skólastjóri
Hafnarfirði, Björn Guðmundsson,
skólastjóri Núpi, Sigrún Ingólfsdótt-
ir, skólastjórafrú Hólum, Helga Vil-
hjálmsdóttir, kennari Ólafsfirði,
Andrés Þormar, aðalgjaldkeri
Landsbankans, Knútur Þorsteins-
son, kennari, Jón Björnsson, rithöf-
undur, Skúli Þorsteinsson, skóla-
stjóri Eskifirði, Helga Aspelund,
ísafirði, Guðmundur Guðmundsson,
Núpasveit, Þórarinn Kristjánsson,
skólastjóri í Svarfaðardal, Rannveig
Líndal, barnakennari, Valgerður
Björg Björnsdóttir, Kristinn Pét-
ursson, listmálari, Halldór Hall-
dórsson, Torfustöðum, Vopnafirði,
Árni Hallgrímsson, ritstjóri Iðunn-
ar, Grímur Grímsson, skólastjóri,
Aðalheiður Albertsdóttir, Egils-
stöðum, Magnús Magnússon, Isa-
firði, Þorsteinn Sigurðsson, Vatns-
leysu í Biskupstungum, formaður
Búnaðarfélags Islands.
Frá 1960 til 1971 stunduðu nám,
Edda Aðalsteinsdóttir, Hólmfríður
Garðarsdóttir, Elín Bjarney Jóhann-
esdóttir, Elín Guðrún Óskarsdóttir,
Bára Guðmundsdóttir, Inga Dóra
Þorsteinsdóttir, Svanhildur Eiríks-
dóttir, Eygerður Jónasdóttir, Hólm-
fríður Alexandersdóttir, Sigrún Er-
lendsdóttir, Lísa Kjartansdóttir,
Valgerður Ólafsdóttir, Hjörleifur
Kristinsson, Sigfrid Þormar, Tómas
Jónsson og Guðmundur Pálsson.
„Fjölmargir íslendingar hafa
stundað nám hér í Voss en því miður
hefur þeim fækkað hin síðari ár.
Okkur þykir það miður; Islendingar
eru samofnir sögu skólans og okkur
kærir,“ sagði 0ystein Tveita, kenn-
ari við lýðháskólann, þegar blaða-
maður var þar á ferð í sumar.
Voss er mikill skólabær, liðlega
100 kílómetra frá Bergen. í Voss búa
um fimm þúsund manns og meðal
margra skóla er lýðháskólinn. Lýð-
háskólinn var stofnaður árið 1895 og
helsti forvígismaður að stofnun skól-
ans var Lars Eskeland. Voss er
ákaflega fallegur bær við samnefnt
vatn. Skógi klædd fjöllin umlykja
bæinn. Eins og víða í Noregi eru
ágætar skíðabrekkur við Voss og má
nefna, að í Voss fer árlega fram
skíðakeppni í heimsbikarnum.
Náminu í Voss er skipt í svokall-
aðar „námslínur“. Þær helstu eru
handavinnulína, þar eru kenndar
m.a. smíðar, keramik, útskurður i
tré, saumar og vefnaður. Iþróttasvið
er til staðar, þá músíksvið og
félagsvísindasvið. H.IIalIs.
GESTIR Á ÍSLANDI
Frá Hafnarfirði
til Dubai...
Lovísa Guðjónsdóttir ættuð úr
Hafnarfirði hefur búið í Dubai í
Sameinuðu arabisku furstadæm-
unum sl. tvö ár og var í heimsókn
hjá foreldrum sínum á dögunum.
Maður hennar Syed Rashed Afzal
starfar þar sem framkvæmda-
stjóri hjá stórfyrirtæki sem er
kennt við eiganda sinn Awgaldari,
en sá rekur aðskiljanleg fyrirtæki
á þessum slóðum. Syed Rashed er
ættaður frá Austur-Pakistan, sem
nú heitir Bangladesh. Móðir hans
var af virðulegri ætt þar í landi,
og faðir hans Indverji. Fyrstu
búskaparár sín bjuggu þau Lovísa
og Syed Rashed — kallaður Toni
— í Á-Pakistan, en þegar styrjöld-
in brauzt þar út urðu þau að flýja
þar sem Toni taldist ekki hreinn
Bengali. Þau hjón fluttu því til
Karachi í Pakistan og voru þar í
tvö ár, að þau fluttu til Dubai.
Lovísa kvaðst kunna einkar vel
við sig þar, loftslagið væri þægi-
legt og fólkið viðfelldið. Þar eru
Arabar eins konar yfirstétt, en
mikill fjöldi útlendinga er í land-
inu við störf, þ.á m nokkrir íslend-
Omar og Zeba uppábúin og Zayn
Illugi i kjöltu bróður sins.
ingar. Fram til þessa hafa fursta-
dæmin ekki sótzt eftir að fá
ferðamenn, en Lovísa sagði að þar
væri nú að verða breyting á og
Þjóðverjar eru farnir að venja
þangað komur sínar og Skandi-
navar munu væntanlega hugsa sér
til hreyfings á þessar slóðir. Lov-
ísa sagði að ýmislegt væri upp á
að bjóða fyrir ferðamenn, skoðun-
arferð um borgir furstadæmanna,
ferðir út í eyðimörkina, og síðast
en ekki sízt væru þarna mestu
afbragðs strendur. Heppilegasti
tími fyrir ferðamenn eru frá því i
október og fram í apríl, en þá fer
hiti varla upp fyrir 33 stig.
Lovísa sagði að það væri mikill
kostur að þarna væri friðsælt og
átök þekkist ekki, en hún kvaðst
gera ráð fyrir að furstadæmin
myndu þó halla sér að Saudum ef
til þess kæmi.
í Dubai búa um 450—500 þús-
und manns og Lovísa sagði, að á
síðustu árum hefði verzlun og
viðskipti blómstrað þar, svo að
margir kalla Dubai nú smækkaða
útgáfu af Hong Kong.
Lovísa er nú farin utan aftur.
Hún bjó víða með foreldrum
sínum, Guðjóni Illugasyni skip-
stjóra og konu hans, en hann var
við störf á vegum Sameinuðu
þjóðanna bæði í Asíulöndum og
Afríku.
Lovisa Guðjónsdóttir ásamt börnum sinum Omar 15 ára, Zeba Lisa 13 ára og Zayn Illugi 4ra ára.
BANKAR EÐA SPARISJÓÐIR
„ÍJtibúamál
virðast meira
og minna vera
grundvölluð á
pólitísku
poti...
MEÐAN bankaútibú spretta upp
viða um land fjölgar sparisjóðum
ckki og eru ráðamenn sparisjóða að
sjálfsögðu óhressir með þessa
þróun. Þetta er ekki nýtt mál.
heldur hafa sjónarmið sparisjóð-
anna um að þeirra hlutur sé fyrir
horð borinn af hálfu stjórnvalda
alltaf skotið upp kollinum annað
slagið. I nýjasta hefti Frjálsrar
verslunar er viðtal við þá Sigurð
Hafstein, framkvæmdastjóra Sam-
hands ísl. sparisjóða. og Baldvin
Tryggvason. formann samhandsins.
en spurningum var einkum beint til
Sigurðar. I viðtalinu segir hann
meðal annars:
Hér hreyfirðu máli, sem er ákaf-
lega viðkvæmt í okkar herbúðum þar
sem eru útibúamál. Það eru auðvitað
takmörk fyrir því hve ein afgreiðsla
getur annað miklu og hversu hentug
hún er fyrir viðskiptavinina vegna
staðsetningar, t.d. hér í Reykjavík.
Ef þróunin er skoðuð hjá bönkunum,
kemur í Ijós, að aukning viðskipta er
öll í útibúunum en minnkandi í
aðalbönkunum. Þetta sýnir, að útibú-
in eru vaxtarbroddur viðkomandi
stofnana. Hinir 42 sparisjóðir á
landinu hafa frá upphafi fengið að
stofna 2 útibú á áama tíma og
bankarnir hafa fengið að stofna tugi
útibúa.
Við fullyrðum því að við njótum
ekki jafnréttis við bankana í þessu
tilliti eða þar sem útibúamál virðast
meira og minna vera grundvölluð á
pólitísku poti — ekki sömu velvildar
stjórnvalda á hverjum tíma. Þetta er
geysilega alvarlegt mál fyrir spari-
sjóðastarfsemina í landinu, þar sem
þetta getur ekki leitt til annars,
þegar horft er yfir lengra tímabil, en
þess, að hlutdeild okkar í innláns-
markaðnum minnki. Á sama tima og
við verðum fyrir þessari mismunun,
gera opinberir aðilar æ meiri kröfur
til sparisjóðanna um fjármögnun
hinna ýmsu verkefna.
Ég vil í þessu sambandi minna á
nýlegar umræður um útibúamál
Sparisjóðs Kópavogs og benda á það,
að t.d. bæði Sparisjóður Reykjavíkur
og Sparisjóður vélstjóra eiga um-
sóknir um útibú sem ekki er sinnt.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn-
is hefur á næsta ári starfað í 50 ár og
þjónað Reykvíkingum dyggilega, en
hann fær ekki útibú á sama tíma og
hagsmunabankar, sem starfað hafa
brot af starfstímabili Sparisjóðs
Reykjavíkur hafa fengið útibú í
Reykjavík á færibandi á undan-
gengnum árum. Þetta gengur auðvit-
að ekki og því hlýtur það að verða
keppikefli allra réttsýnna manna að
kippa þessum málum í tag, þannig að
sparisjóðirnir í landinu geti starfað
áfram að þeirri þjóðfélagsuppbygg-
ingu og valddreifingu, sem er velferð
þjóðfélagsþegnanna svo mikilvæg.
íldóinni...
Flýtiverkadagatal
Lausnin á
erf iðleikum \
íslensks
atvinnulifs?J
f FLYTIVERKA DAGATAL \
KRAFT FÖST FÖST FÖST FIMM MIÐV PRIÐ T
5 8 7 6 5 4 3 2 2
f 15 14 13 12 11 10 9 •
• 22 21 20 19 18 17 16 •
$ 29 28 27 26 25 24 23 •
• 36 35 34 33 32 31 30 •
Á skrifstofunni hjá Berki hf. í
Hafnarfirði vinna mjög hugvits-
samir menn. Þeir höfðu átt við það
sama að stríða og margir iðnað-
armenn aðrir, að stundum getur
verið erfitt að skila verkunum á
tilsettum tíma. Þess vegna tóku
þeir sig til og settu saman nýtt
dagatal, Flýtiverkadagatal, til
hagsbóta jafnt fyrir fyrirtækið og
viðskiptavini þess. Nú er ekki
lengur nein hætta á að þeir hjá
Berki lofi upp í ermina á sér og
viðskiptavinirnir fá verkin unnin
fljótt og vel, stundum jafnvel áður
en þeir báðu um þau.
Ékki fer á milli mála, að ef
Flýtiverkadagatalið væri almennt
notað hjá íslenskum atvinnufyrir-
tækjum, stæði hagur þeirra með
meiri blóma en nú er. Hlaðvarpan-
um finnst því vel til fallið að kynna
lesendum sínum þessa nýjung og
lætur fylgja leiðbeiningarnar, sem
Flýtiverkadagatalinu fylgja.
Þetta er sérstakt dagatal, sem
nota skal, þegar vinna þarf þau
verk, sem mikið liggur á. Eins og
allir vita, þarf að afgreiða öll
flýtiverk í gær, þess vegna fer
dagatalið aftur á bak. I þessu
dagatali getur viðskiptavinur
pantað verk sitt þann 7. og fengið
það afgreitt þann 3.
Allir vilja fá verkefnin afgreidd
á föstudögum svo að það eru hafðir
þrír föstudagar í hverri viku.
Það eru hafðir fimm nýir dagar í
enda mánaðarins fyrir „í lok-
mánaðarins“-verkefni.
Það er enginn 1. dagur mánaðar-
ins, svo að það getur ekki orðið of
sein afgreiðsla á „í lok-mánaðar-
ins“-verkefnum.
Enginn er hrifinn af mánudög-
um svo að þeir hafa verið þurrkað-
ir út. Laugardögum og sunnudög-
um er sleppt til þess að yfirvinnu
megi halda í lágmarki.
I viku hverri er sérstakur dagur,
kraftadagur, til þess að gera
kraftaverk.
1500 íslendingar deyja á ári hverju
MEÐALÆVILÍKUR nýfædds meybarns voru á árunum 1850 til 1860
þrjátíu og átta ár, og sveinbarns þrjátíu og tvö ár, segir í nýútkomnu riti
Framkvæmdastofnunar ríkisins um Mannfjölda og fleira hér á landi. Á
tímabilinu 1850 til 1860 dóu að meðaltali 27% allra barna áður en þau
náðu eins árs aldri, en nú er sú tala um 1%.
Þegar komið var fram að aldamótunum 1900 náðu um 56% karla
fimmtugsaldri, og um 64% kvenna. Síðustu ár hafa þessar tölur á hinn
bóginn orðið 91% og 96%, með öðrum orðum: Um 9% karla og um 4%
kvenna deyja nú áður en fimmtíu ára aldri er náð. í sömu bók og áður er
til vitnað, kemur í ljós að um 1500 íslendingar deyja nú árlega.
Meðalævilengd karla hér á landi er nú um 73 ár, og kvenna um 79 ár, og
mun þetta vera einna lengst meðalævi sem þekkt er í heiminum í dag.
500 lestir af sorpi viku hverja
ÞAÐ FINNST væntanlega flestum eðlilegt og sjálfsagt að losna við
úrgang frá heimilum sínum og vinnustöðum, en sennilega eru það færri
sem gera sér grein fyrir umfangi sorphreinsunarinnar. í ársskýrslu
gatnamálastjóra fyrir síðastliðið ár getur að líta ýmsar athyglisverðar
tölulegar staðreyndir.
Þar kemur fram að um síðustu áramót voru 40.485 sorpílát í notkun í
Reykjavík og fjölgaði þeim um 1.246 á síðasta ári. Alls sáu 93 menn að
jafnaði um að losa Reykvíkinga við 232.500 rúmmetra af sorpi sem
samtals vógu 29.000 lestir og samsvarar það um 513 lestum á viku. Þar að
auki losuðu einkabílar og hreinsunarbílar verulegt sorpmagn á
sorphaugana í Gufunesi, svo alls voru losaðar þar um 76.200 lestir af
sorpi.
„Yrðill málaþunni"
Þegar Jörundur Gestsson á Hellu við Steingrímsfjörð sá Tímann í hinum
nýja búningi orti hinn kunni hagyrðingur sem m.a. á nýyrðið
happatappinn í einni vísna sinna. í þessari vísu um „nýja“ Tímann er
einnig nýyrði, yrðill. Vísan er svohljóðandi.
Ekki vantar á þig skraut,
yrðill málaþunni,
og nóg að sleikja af nýjum graut
í niðurtalningunni.