Morgunblaðið - 05.09.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.09.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 31 eftir Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason „Lífið er saltfiskur" sagði þjóð- skáldið í Sölku Völku. Ergo, salt- fiskurinn er e.t.v. nátengdari ís- lenskri hagsögu en flest annað. Þrátt fyrir framfarir undangeng- inna áratuga á flestum sviðum þjóðlífsins, vil ég leyfa mér að halda því fram að alger stöðnun hafi ríkt í saltfisksölumálum okkar íslendinga sl. 50 ár. Þar er við ríki alger einokun og öll þau höft og ógnun er henni fylgja. 1 tilraunum mínum til að fá útflutningsleyfi fyrir saltfisk á þessu ári og hinu fyrra, hef ég staðfastlega reynt að sýna fram á að kjör og þar af leiðandi líf og afkoma útvegsmanna, sjómanna og fólks í fiskiðnaði gætu verið mun betri ef að einokun Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda verði aflétt á okkar saltfiskút- flutningi. Eins og kunnugt er hef ég bæði samið við aðila i Portúgal og Grikklandi um sölu á saltfiski á mun hærra verði en SÍF fær fyrir sinn fisk. Ekki er þar með sagt að ég sé að rýra markaði SIF í þessum löndum, heldur er hér um nýja markaði að ræða, og er nóg til af fiski hér til að verka og flytja út í þeim tilgangi. Viðskiptaráðherra, háttvirtur, eyðilagði fyrir mér samning við Portúgali á siðasta ári sem hljóð- aði á um sölu á 7000 tonnum af blautverkuðum saltfiski að and- virði 20 milljón dollurum, og var afhendingartími ágúst—desember 1980. Meðalverð á gengi dollarans á þeim tíma var 542,49 gkr. og var samningurinn að andvirði 10.849. 800.000 gkr. fyrir ein 7000 tonn. Árssala SÍF til Portúgal á síðasta ári var 23.642,3 tonn á 20.315.488. 700 gkr. samkvæmt Hagtíðindum. Þessar tölur sýna að tal fram- kvæmdastjóra SÍF um 20.000 tonna árssamning við Portúgali er staðleysa. Ráðherra leyfði undir- boð á umframmagni viðbótar- samnings. 17. des. sl. samdi ég við gríska aðila um sölu á 10—20.000 tonnum af saltfiski (blautverkuðum) að verðmæti frá 180.757.000 nýkr. (18.757.000.000 gkr.) 10.000 tonn til 361.514.000 nýkr. (36.151.400.000 gkr.) 20.000 tonn. Afgreiðsla þessa fisks átti að hefjast nú í ágúst, og hefur viðskiptaráðherra enn ekki afgreitt útflutningsbeiðni mína, þrátt fyrir hina gífurlegu þjóðar- hagsmuni sem hér eru að veði. Þjóðarskömm Meðferð þessa máls hjá Við- skiptaráðuneytinu hefur verið með þeim hætti að um þjóðar- skömm er að ræða. Viðskiptaráð- herra einn getur veitt þetta leyfi, og hefur hann ekkert gert þrátt fyrir þrýsting frá ráðherrum rík- isstjórnarinnar og þingflokki sín- um. Virðist svo vera að aðrir en viðskiptaráðherra hafi tögl og hagldir í saltfisksölumálum okkar. Það liggur í augum uppi að á meðan SÍF einokar saltfiskút- flutninginn er verið að arðræna íslensku þjóðina á þeim vettvangi. íslenski saltfiskurinn sem seldur er í verslunum í Portúgal er á þre-fjórfalt hærra verði en út- flutningsverð hans er. Þrátt fyrir þá verkun sem gerð er á fisknum í Portúgal og milliliði, þá er hér um óeðlilegt bil að ræða á útflutnings- og smásöluverði fisksins. Og hvert fer þessi mismunur? Ekki til fólks í fiskiðnaði á íslandi, og hingað vil ég fá þennan mismun í beinhörð- um gjaldeyri. (Þess má geta að Dundas, aðalræðismaður Islands í Lissabon og einkaumboðsmaður SÍF þar í landi fær a.m.k. 1% umboðslaun. Laun hans til júní- loka á þessu ári eiga því að nema samkvæmt Hagtíðindum um 4.000.000 nýkr. eða 400 milljónum gkr.) Grikklands- samningur I desember sl. náði ég samning- um við Grikki eins og áður sagði. Tilraunasending 100 tonn strax og hægt var og síðan 10—20.000 tonn árlega stæðumst við grískt gæða- mat. SÍF var ekki lengi að komast í mín skjöl í ráðuneytinu og degi eftir að ég lagði inn útflutnings- beiðni mína kom frétt frá þeim um að þeirra verð væri hærra en mitt. Eg hafði stuðst við tölur gefnar Alþingi af viðskiptaráð- herra sem svar við fyrirspurn alþingismannanna Matthíasar Bjarnasonar og Geirs Gunnars- sonar. Eg hafði strax samband við viðskiptaráðherra vegna tilkynn- ingar SÍF og vegna þess að þeir kæmust óáreittir í mín skjöl í ráðuneytinu. Lofaði viðskiptaráð- herra mér því þá að ef ég fengi hærra verð en SÍF fengi ég umrætt útflutningsleyfi þar sem mínir viðsemjendur hefðu inn- flutningsleyfi og fjárráð í lagi. Um leið og ráðherra hafði tjáð mér þetta, hafði ég samband við Björgvin Guðmundsson og fóru hann og Stefán Gunnlaugsson í Viðskiptaráðuneytinu strax á fund ráðherra og fengu ummæli hans staðfest, sbr. eftirfarandi bréf mitt til ríkisstjórnarinnar frá 2. mars sl. Til Ríkisstjórnarinnar. Hinn 17. des. siðastliðinn sótti ég um útflutningsleyfi fyrir 300 tonnum af blautverkuðum þorski á 1900 $ U.S.A., tonnið eða 808 £, upp í væntanlegan sölusamning um 10—20 þús. tonn. Sá samning- ur gerir ráð fyrir 50% hækkun til sjómanna og útgerðarmanna á núgildandi verðlagsráðsverði sjáv- arútvegsins. Þeirri umsókn minni var synjað á þeirri forsendu að verðið væri ekki nægilega hátt. Fékk ég að gefa Grikkjunum nokkra fiska, sem stóðust grískt gæðamat. „Sölusamtök, sem ekki skila framleiðend- um þeim peningum fyrir þeirra afurð til að útgerð og verkun beri sig, geta ekki talist hagsmunasamtök, held- ur þvingunarsamtök; úrelt í lýðræðisþjóðfé- lagi. Hvers vegna fæ ég ekki tækifæri til að sanna mitt mál? Hvað óttast einokunin?“ Mér var tjáð af tveim starfs- mönnum viðskiptaráðuneytisins, hr. deildarstjóra Stefáni Gunn- laugssyni og hr. skrifstofustjóra, Björgvini Guðmundssyni, að ef ég fengi hærra verð en SÍF hafði viðskiptaráðherra sagt að útflutn- ingsleyfi yrði veitt. Hinn 19. febr. síðastliðinn sótti ég á ný um fyrstu 100 tonnin upp í hin væntanlegu 10—20 þús. tonn. Tókst mér að fá Grikkina til að hækka verðið upp í 2300$ fyrir gæðaflokk 40—60-III og 60-100- III og var þá verðið hærra eins og óskað hafði verið eftir af við- skiptaráðuneytinu. Verð þetta er 1000 $ hærra á tonnið en selt var af sama gæðaflokki til Portúgals í fyrravor. Samningur minn er í hættu ef ekki fæst umsvifalaust svar. Bið ég því háttvirta ríkisstjórn að bregðast skjótt við og hjálpa viðskiptaráðherra að standa við sín orð. Virðingafyllst, Jóhanna Tryggvad. Hinn 10. mars hunsar ráðherra þennan samning með synjun. Endurnýjaði ég beiðni mina fljót- lega og stendur enn á svarinu. Ilvað gengur á? Viðskiptaráðherra leyfði mér að senda Grikkjum tilraunasendingu upp á 20 kíló. Ég sendi tilrauna- sendinguna flugleiðis út og reyndi að tryggja öryggi hennar á allan hátt. Sendingin týndist hins vegar á flugvelli í Hollandi og komst ekki til skila í Aþenu fyrr en eftir þrjá daga og var þá hætta á að fiskurinn hefði eyðilagst vegna hita. (Fiskurinn stóðst hins vegar gríska gæðamatið, þrátt fyrir þessar hrakfarir.) Iscargo flutti pakkann út og fór framkvæmda- stjórinn sjálfur með pakkann til KLM í Hollandi, til að tryggja að hann kæmist örugglega á leiðar- enda. Þar hvarf pakkinn sporlaust og þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki fyrr en eftir þrjá daga og hefur INTERPOL upplýst að hann var kyrfilega falinn á flug- velli í Hollandi og allar merkingar rifnar af. Þetta atvik minnir óneitanlega á þegar ég sendi 22 tonn af frystum þorskhausum til Portúgal sl. sumar, og var sendingin kærð til Reguladora, sem smygl á þorski. Reguladora í Lissabon tók mark á hinum ónefnda kæruaðila og kærði áfram til tollyfirvalda. Tollyfirvöld beittu sér þegar við viðsemjendur mína og vofði yfir þeim fangelsisvist og svipting á verslunarleyfi þeirra reyndist varningurinn vera smygl. Send- ingin, 13.000 kassar af þorskhaus- um var öll rifinn upp við mikinn hamagang, og fannst að sjálfsögöu ekki eitt einasta þorskflak. Þessi atburður hefur haft gífurlega neikvæð áhrif á sölu mína á þorskhausum til Portúgal. Þrýstingur ríkis- stjórnar og þing- flokks ómerkur Ráðherrar lögðu hart að við- skiptaráðherra að veita útflutn- ingsleyfið á ríkisstjórnarfundi eft- ir að ég hafði sent nokkrum þeirra skeyti og beðið um viðbótarlið- veislu í máli þessu. Einnig lagði þingflokkur Framsóknarflokksins allur að ráðherra rétt fyrir þing- slit að veita mér útflutningsleyfið og lofaði hann þeim þvi. Þing- menn framsóknar höfðu þá kynnt sér skýrslu frá Sveini Aðalsteins- syni í Viðskiptaráðuneytinu, um samanburð á saltfisksölu til Portúgal og Grikklands. Ljóst er að viðskiptaráðherra einn hefur vald til ákvörðunar í útflutningsmálum íslendinga og kemur hann fram sem verndari einokunar saltfisksölu. Þetta at- hæfi ráðherra getur vart talist lýðræðislegt. Ráðherra sem leyfir útflutning fyrir 20% lægra verð en ég gat fengið, og gengur auk þess á bak orða sinna, sýnir að honum virðist standa algerlega á sama um hag útgerðar, sjómanna og fiskverkunarfólks. Éða eru- þarna e.t.v. önnur öfl að verki? Tómas Árnason eyðilagði fyrir mér 20 milljón dollara samning minn við Portúgali í fyrra, með því að leyfa viðbótarsölu SIF á skíta prís. Talsmaður SÍF segir þennan samning vera staðleysu, en hins vegar ber tölum hans og Hagtíðinda ekki saman. I Hagtíð- indum kemur fram að SÍF seldi 3.642,3 tonnum meira en 20.000 tonna samningur þess við Portú- gali hljóðaði upp á. Þessi viðbót eyðilagði minn góða samning og er viðskiptaráðherra einn ábyrgur fyrir því. Og enn stendur við- skiptaráðherra einn í vegi fyrir bættum þjóðarhag. Grikkir vilja stórauka kaup sín á saltfiski frá íslandi sem þeir ætla síðan að selja Grikkjum bæði heima og erlendis. Saltfiskinn á að afhenda á tímabilinu ágúst ’81—marsloka ’82. Mínir viðsemjendur vilja greiða svo ríflegt verð að það nægir til að greiða fyrir blaut- verkaðan saltfisk af 1., 2., og 3. gæðaflokki, 40—60, og 60—100. Þótt skáldið segi „saltfiskinn vera lífið" sér viðskiptaráðherra engin tengsl milli saltfisks og betra lífs á íslandi. Embættisrekstri ráð- herra ábótavant Af framansögðu má sjá að viðskiptaráðherra hefur haldið svo á málum þessum að við hneyksli jaðrar. Hann lofar þing- flokki sínum að veita umrætt leyfi, en tefur afgreiðslu mánuð eftir mánuð, og er nú Grikk- landssamningur minn á heljar- þröm. Æ ofan í æ hefur hann tjáð mér að hann hafi ekki gert upp hug sinn. Hann leyfði SÍF að undirbjóða mig þannig í fyrra að íslenska þjóðin stórtapaði. Maður sem hugsar fyrst og síðast um þjóðarhag leyfir ekki slíkt undir- boð. Ég mun fara þess á leit við Alþingi að látinn verði fara fram opinber rannsókn á sölumálum SIF. ísiendingar njóta aðeins hluta af útsöluverði okkar dýr- mæta lífgjafa, saltfisksins, á er- lendum mörkuðum. Sölusamtök sem ekki skila framleiðendum þeim peningum fyrir þeirra afurð til að útgerð og verkun beri sig, geta ekki talist hagsmunasamtök, heldur þvingunarsamtök; úrelt í lýðræðisþjóðfélagi. Hvers vegna fæ ég ekki tækifæri til að sanna mitt mál? Hvað óttast einokunin? Einnig mun ég fara þess á leit við Alþingi, að það leggi fyrir Landsdóm, samkvæmt lögum númer þrjú frá 1963, um embætt- isrekstur ráðherra, það athæfi viðskiptaráðherra að hann leyfir útflutning fyrir 20% lægra verð en samningar mínir kváðu á um, og komi þannig í veg fyir að sjómenn, útvegsmenn og fólk í fiskiðnaði fái hærra verð fyrir fiskinn, betri laun og styttri vinnutíma. Hafnarfirði 3. sept. 1981, Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason. SALTFISKUR OG BETRA LÍF Rotaryklúbburinn veitir viðurkenningar Breiðás 1, eigendur Ásrún Guðbergsdóttir og Kristján P. Viihelmsson. Rotaryklúbburinn Görðum hefur veitt viður- kenningar fyrir fagra skrúðgarða í Garðabæ. Eigendum tveggja garða voru veittar slíkar viður- kenningar. Þær hlutu hjónin Kristín Guð- mundsdóttir og Ingibjartur Þorsteinsson fyrir vel skipulagð- an og vel hirtan skrúðgarð að Espiiundi 1 og einnig hjónin Ásrún Guðbergsdóttir og Krist- ján P. Vilhelmsson fyrir fagran skrúðgarð með fjölbreyttum gróðri að Breiðási 1. Garður Kristinar Guðmundsdóttur og Ingibjarts Þorsteinssonar að Espilundi 1. Ljúsm. MM. RAX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.