Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 Bjartsýni laxveiði- mannsins í MÓRGUM laxveiðiám er veiðitímabilinu lokið, en í öðrum ám mega menn veiða fram til 15. eða 20. september. Veiði hefur verið dræm þegar á heildina er litið og í flestum ám er veiðin minni en í meðallagi. Menn stytta sér helzt stundir við að spá í hvers vegna og þá hvort seiðin hafi króknað fyrir tveimur árum eða hvort Færeyingar hafi dregið þau á línu. Hvað um það, menn hafa alltaf laxveiðisögur á hraðbergi, og sú sem hér fer á eftir er e.t.v. einkennandi fyrir sumarið ’81, en hún er fengin að láni úr Akureyrar-Degi: Maður kom niður á árbakkann við Laxá í Aðaldal fyrir skömmu og hitti þar fyrir veiðimann, sem „dorgaði" í hyl einum, en veiðideginum var að Ijúka. Aðkomumaður spurði veiðimann hvaö hann væri búinn að fá marga laxa þann daginn. Svarið kom um síðir: „Þegar ég er búinn að fá þeman, sem bítur á núna rétt strax og tvo til viðbótar, þá er ég búinn að fá þrjá í dag.“ I Likan af fyrirhuguðum og núverandi byggingum á lóð Borgarspítal ans. Na’st á myndinni cru þjónustuálmur, slysadeildin o.fl. i öðru húsi frá vinstri. cn lágu byggingarnar hafa ekki risið enn. Lengst til hægri á myndinni er B-álman, sem nú er i byggingu. (Úr heilbrigðismálum.) Byggingar- saga, sem þegar spann- ar 30 ár RÖSK þrjátíu ár eru liðin síðan fyrstu uppdrættirnir voru gerðir að bæjarsjúkrahúsi í Reykjavík. Grunnur var grafinn árið 1952 og teikningar lagðar fram nokkrum mánuðum síðar. Fyrsta deildin, sem hóf starfsemi á Borgarspítal- anum, var röntgendeildin og var það 6. maí 1966. Fyrsti legusjúkl- ingurinn lagöist ekki inn á spítal- ann fyrr en 28. desember 1967 og telst sá dagur stofndagur spítal- ans. Flestar deildir tóku til starfa árið 1968. Nú er unnið að byggingu B-álmu spítalans, en þar eiga að vera 174 rúm fyrir langlegusjúkl- inga. Á því verki að ljúka á næsta TVÆR vikur eru nú eftir af j hreindýraveiðitímanum. í byrjun | ágúst mátti byrja að skjóta þessi í fallegu dýr og veiðitímanum lýkur ' 20. september. Leyft var að skjóta > 615 dýr og dýrafjöldanum skipt niður á hreppa austanlands. I einstaka hreppum er líklegt að leyft verði að skjóta fleiri dýr, en reiknað var með í upphafi. Sérstakir eftirlitsmenn eiga að skjóta dýrin eða að hafa umsjón með veiðunum og aðaleftirlits- maður er Egill Gunnarsson á Egilsstöðum í Fljótsdal. í samt^li við Mbl. í vikunni sagðist hann ekki hafa miklar fréttir af veið- inni, en sagðist þó ætla að hún hefði gengið vel. Hann sagðist sjálfur hafa farið einu sinni á slóðir hreindýra og séð þá 5—600 dýr í fjórum hjörðum. Hefðu dýrin verið sérlega vel á sig komin. Hann var spurður hvort hann hefði haft fregnir af því, að Leyfishafar mega skjóta hreindýr i tvær vikur enn Suðurfjarðarmenn hefðu verið að hreindýraveiðum inni við Snæfell, en Mbl. barst slíkt til eyrna í vikunni. Sagðist Egill ekki hafa heyrt um neitt slíkt, enda væri það kolólöglegt, þar hefðu engir leyfi til að veiða, aðrir en þeir sem búa í viðkomandi hreppum. Yfirleitt sagðist Egill ekki hafa heyrt um nein kærumál á þessu sumri og ekki heldur hafa fregnir af deilum á milli manna eða ómannúðlegu drápi á hreindýrum. Hreindýrahjarðirnar, sem Egill sá og fyrr eru nefndar, sagðist hann hafa séð á þeim slóðum þar sem fyrirhugað mun vera að sökkva landi undir vatn vegna virkjanagerðar á Fljótsdal. Þar sagði hann vera eilífar bonanir og sprengingar í rannsóknaskyni. Hreindýraveiðimenn byrjuðu veiðar víða seint í ár, enda var í nógu að snúast hjá bændum við heyskap fram eftir sumri. Þá munu hreindýrin einnig hafa verið horuð í fjarðahreppunum, en veið- arnar hafa gengið sæmilega þar sem menn hafa stundað þær. ' Mikið byggt af guðshúsum IVENJU margar kirkjur eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu um :essar mundir. í fréttabréfi biskupsstofu eru þær taldar upp og reiknast ■ ,kkur til að um einn tugur „guðshúsa" sé í byggingu á fyrrnefndu svæði. -í byggingu eru nú Áskirkja, Langholtskirkja, Breiðholtskirkja og Vrbæjarkirkja að ógleymdri Haligrímskirkju. Verið er að byggja safnaðarheimili Garðasóknar, sem er fullbúið að alla og einnig safnaðarheimili við Laugarneskirkju. Fleiri nýjar kirkjubyggingar eru í undirbúningi. í Breiðholti er indirbúningsvinna að byggingu kirkna fyrir hina ungu söfnuði í Fella- g Hólasókn, svo og í Seljasókn, komin vel á veg. Víðistaðasókn byrjaði kirkjubyggingu í sumar og 16. ágúst var tekin rsta skóflustungan að kirkju Seltjarnarnessóknar," segir í fréttabréf • íleióinni Lýðháskólinn í Voss Þar hafa margir íslend- ingar stundað nám „ENGINN norskur skóli er eins vel kynntur á íslandi og lýðháskólinn í Voss. Margir landskunnir Islend- ingar stunduðu nám í Voss. Þeirra á meðal má finna skáld, stjórnmála- menn, bændur og skólamenn," skrif- aði Þorsteinn Víglundsson, fyrrum skólastjóri í Vestmannaeyjum, í 75 ára afmælisrit lýðháskólans í Voss árið 1970. „Það er eftirtektarvert, að margir nemendur á lýðháskólanum urðu málsmetandi skólamenn og rithöf- undar og lýðháskólinn átti stóran þátt í að móta þessa menn. Skólamál voru hugsjón Lars Eskeland, helsta frumkvöðuls skólans, jafnframt því að lýðháskólarnir voru baráttutæki í sjálfstæðisbaráttu Norðmanna. Lýð- háskólinn í Voss var hugsjón og skólastarf mitt í Vestamannaeyjum var mér hugsjón," sagði Þorsteinn í samtali við Mbl. „Ég stundaði nám í tvo vetur, 1921 til 1923. Fyrri veturinn var ég eini íslendingurinn en síðari veturinn vorum við Islendingarnir fimm, Haraldur Leósson, Guðjón Sigurðs- son, Jón Benediktsson og Sigurður Jónsson. Ég kom svo til Islands og hóf kennslu í Eyjum árið 1927 og starfaði að skólamálum í Eyjum í 36 ár,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn tók á sínum tíma saman lista yfir íslendinga, sem stunduðu nám í Voss frá 1895 fram til ársins 1960 og birtist hann í tímaritinu Blik. Meðal nemenda voru; Krist- mann Guðmundsson, rithöfundur, Þorsteinn Víglundsson, skólastjóri, Guðmundur Hagalín, rithöfundur, Sverrir Sigfússon, skólastjóri, . HLAÐVARPINN RÚTUBÍLSTJÓRI OG VÍNGARÐSBÓNDI „Eg kunni vel við þá frá því fyrsta64 * * Spjallað við Ivan, sem ekur Islendingum og öðrum í Júgóslavíu Hér á landi var nýlega staddur Júgóslavinn Ivan Zaletelj — rútu- bílstjóri að mennt og atvinnu. Hann er íslendingum að góðu kunnur og hefur, eftir því sem blm. Mbl. er fortalið, ekki ekið færri en fjögur þúsund íslending- um og þar með gefið þeim kost á að sjá og skoða herlegheitin þar austurfrá. Ivan ók fyrstu Utsýn- arfarþegunum sem komu til Júgó- slavíu og síðan hefur hann ekið öllum farþegum sem þangað hafa farið á vegum Útsýnar. Ivan kann vel við íslendinga, segir að þeir séu opnir persónu- leikar og drengir góðir. Og ívan þessi er líka vinsæll af íslending- um. Ferðaskrifstofan Útsýn bauð honum hingað til lands í stutta kynnisferð og segja förunautar hans hér að í Reykjavík hafi honum verið heilsað á öðru hvoru götuhorni og hvar sem hann kom á ferð sinni um landið var fólk sem þekkti hann og vildi við hann kannast. „Það var haldið að ákaflega erfitt yrði að ná sambandi við Islendinga fyrst þegar þeir byrj- ívan Zaletelj uðu að ferðast til Júgóslavíu. Ég ók þá rútu fyrir ferðaskrifstofuna Kompas í Júgóslavíu, sem Útsýn skiptir við, og taldist eiginlega einskonar sérfræðingur í að aka með Ameríkumenn. Þeir héldu því að ég myndi helzt ráða við að komast í samband við Islendinga, sem reyndar var svo enginn vandi því Islendingum gengur alls ekki ílla að komast í samband við fólk í Júgóslavíu," sagði ívan í upphafi viðræðna við blm. Mbl. Ivan ferðaðist töluvert um land- ið meðan hann var hér — fór til Akureyrar, Grímseyjar, Mývatns og auðvitað „Gullhringinn". Hann sagði að það væri gaman að aka um íslenzku vegina þó þeir færu auðvitað illa með bílana — svona vegir þekktust líka í Júgóslavíu og væru þeir óneitanlega góð til- breyting frá steypunni og malbik- inu, þó vandasamt væri að aka þá. Þegar leið á samtalið kom upp úr kafinu að ívan á lítinn búgarð uppi í fjöllum í heimalandi sínu og fylgir honum stór víngarður. Þar ræktar hann það sem þarf til vínframleiðslu og bruggar um 1.000 lítra af víni ár hvert. En hann selur ekki vínið heldur drekkur það. Ekki einn heldur með vinum sínum og kunningjum —1 því ívan á marga vini og kunningja. Um Islendinga sagði ívan. „Ég kunni vel við þá frá því fyrsta. Þeir eru góðir farþegar, stundvísir sem skiptir miklu máli fyrir bílstjórann, vingjarnlegir og í alla staði hinir mestu prýðismenn. Mér líst vel á mig á Islandi enda hefur mér verið tekið hér með kostum og kynjum. Að lokum langar mig til að biðja fyrir kærar kveðjur til allra sem ég þekki hér á landi og vona að ég muni sjá sem flesta þeirra aftur." VERZLUN OG VIÐSKIPTI 4 Verzlunin Amatör við Kirkjustræti 10, myndin er trúlega tekin árið 1929. Úr nýju verzluninni að Laugavegi 82. Gamalgróin verzlun á nýjum stað VERZLUNIN Amatör flutti um mánaðamótin starfsemi sína að Laugavegi 82 þar sem áður var matvöruverzlun Silla og Valda í áratugi. Það var í febrúarmánuði árið 1926, sem Þorleifur Þorleifsson ljósmyndari stofnsetti verzlunina Ámatör og var megin tilgangur verzlunarinnar að þjóna áhuga- mönnum í ljósmyndaiðju og þá með sölu á myndavélum og filmum og framköllun. Þegar tímar liðu varð verzlunin allt eins þekkt fyrir sölu á leikföngum og árlegur jólabasar Amatör varð þekkt fyrirbæri í bæjarlífinu á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þorleifur var með verzlun sína í Austurstræti og Kirkjustræti og reyndar í upphafi á þeim stað þar sem nú er veitinga- húsið Óðal. Sigurður Þorleifsson hefur síð- ustu sjö ár rekið verzlunina Amatör ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Elíasdóttur. Oddur H. Þorleifsson rekur hins vegar ljósmyndastofu og er hún til húsa að Laugavegi 55, þar sem verzlunin var áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.