Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 25 Benediktsson hefði bent á að mikið hafi verið byggt á mörgum undan- förnum árum, á sama tíma og íbúatalan hefur staðið í stað, þá er það ekki einhlítur mælikvarði á þörfina, vegna þess að það sýnir sig hér eins og alls staðar annars staðar, að með bættum efnahag búa menn rýmra en áður, og þar er meðal annars að finna skýringuna á hinum mikla íbúðaskorti," sagði Magnús L. Sveinsson. Sigurjón ítrekar steínu um lei^unám Sigurjón Pétursson sagði í ræðu, að sjálfstæðismenn væru á móti byggingu leiguíbúða. Hélt hann því fram, að frá því í marz 1966 og þar til að núverandi meirihluti tók við stjórn borgarinnar, hefði engin ný leiguibúð verið samþykkt. „Neyðarástand krefst neyðarúr- ræða,“ sagði Sigurjón er hann vék að þeim upplýsingum, sem Markús Örn skýrði frá, að síðan vinstri meiri- hlutinn tók við, hefði mörgum leigj- endum verið vísað úr íbúðum borg- arinnar, þótt viðkomandi aðilar hefðu kosið helzt að leigja áfram. „Þetta hefur ekkert að gera með stefnu Alþýðubandalagsins um að fólk eigi að hafa frelsi til að velja um hvort það leigir eða kaupir eigin íbúðir," sagði Sigurjón. Sigurjón sagði, að það væri rangt, að skortur væri á íbúðum í Reykja- vík og vísaði hann í því sambandi til fasteignaauglýsinga Morgunblaðs- ins. „Það er hins vegar skortur á íbúðum sem fólk hefur efni á að kaupa eða leigja," sagði hann. Sigurjón sagði í tilefni ummæla Magnúsar L. um leigunámið, aö leita bæri leiða til að hvetja fólk til að leigja út frá sér. En ef engar slíkar leiðir fyndust á sama tíma og hundruð eða þúsundir Reykvíkinga væru í nauðum staddir meðan íbúðir standa auðar, gætu borgaryfirvöld og sveitarstjórnir ekki setið aðgerð- arlausar. Þau þyrftu að skerast í leikinn og taka autt húsnæði leigu- námi, sagði Sigurjón. „Ég er að túlka mína stefnu og Alþýðubandalags- ins,“ bætti hann við. Aðgerðarleysi afhjúpað Davíð Oddsson sagði að umræð- urnar sýndu og afhjúpuðu algjörlega aðgerðarleysi meirihlutans í hús- næðismálum, og þar væri engum blöðum lengur um að fletta. Vinstri meirihlutinn reyndi að sýna fram á það, að ástandið mætti að einhverju leyti rekja til sjálfstæðismanna, og ekki sízt legðu þeir áherzlu á það, að sjálfstæðismenn hefðu fylgt þeirri stefnu, að ekki mætti byggja leigu- íbúðir. Hins vegar hefði nú komið á daginn, að 800 leiguíbúöir hefðu verið byggðar í valdatíð sjálfstæð- ismanna, en engar slíkar hefðu bæzt við síðan vinstri meirihlutinn kom. Davíð sagöi, að um eignaríbúðirn- ar þyrfti ekki að ræða, því allar tölur sýndu að lóðaúthlutanir hefðu dreg- ist stórkostlega saman, og megin- ástæðan fyrir því væri öngþveitið í skipulagsmálunum. Ef horft væri til framtíðarinnar, væri ljóst, að lóða- úthlutun til einstaklinga dregst enn meir saman, því nú væru ekki fyrirsjáanleg nein svæði til úthlut- unar nema Artúnsholtið og Selásinn, að mati meirihlutans. 150 lóöir á ári „Borgin mundi ekki fá lóðir til úthlutunar í Selási nema í hæsta lagi fyrir 450 íbúðir. í Ártúnsholti gætu það orðið tæplega sexhundruð íbúðir, þannig að í raun eru það rétt um 900 íbúðir sem í sjónmáli eru. Þessum 900 lóðum er þegar búið að ráðstafa þannig, að verkamannabú- staðir hafa fengið fyrirheit fyrir allt að 200 lóðum, búið er að taka frá fyrir byggingasjóð borgarinnar 175 lóðir, og nú síðast í samningi um Grafarholtsland hefðu erfingjar Björns Birnis fengið 78 lóðir. Þarna eru komnar rúmlega 450 lóðir, þann- ig að til úthlutunar á næstu þremur árum til einstaklinga eru í mesta lagi ekki nema 450 lóðir, það eru um 150 lóðir á ári, sem er ekki nema fjórðungur af því sem við sjálfstæð- ismenn vorum vanir að úthluta á ári hverju, áður en vinstri meirihlutinn tók við. Fyrirsjáanlegt er því, að þessi mál munu halda áfram að vera í stórkostlegu óefni, ef vinstri meiri- hlutinn verður áfram við stjórnvöl- inn,“ sagði Davíð að lokum. FRAMSÖGUMENN um orku- og iðnþróunarmál á fjórðungsþinginu á Húsavik, Gunnar Ragnars í ræðustól, Katrin Eymundsdóttir, þingforseti, Finnbogi Jónsson, Hörður Jónsson og Pálmi Jonsson. (Símamynd Ragnar Axelason.) sem ekki hafa verið teknar veiga- miklar ákvarðanir um virkjanir eða uppbyggingu iðnaðar. Taldi hann hættu á atvinnuleysi vera fyrir hendi ef þessi mál yrðu ekki tekin föstum tökum. Finnbogi Jónsson ræddi um orkuþróun og iðnað tengdan henni og rakti þá kosti, sem mögulegir eru á stóriðju. Hann lagði áherzlu á að íslendingar ættu meirihluta í stóriðjufyrirtækjum og hefðu þar forræði. Niðurstaða hans var þess efnis, að heppilegast væri fyrir íslendinga að halla sér í auknum mæli að áliðnaði með hlutdeild ríkisins í álverinu í Straumsvík og stækkun þess, eða með byggingu nýs álvers, sem mögulegt væri að taka í notkun í lok þessa áratugar. Það færi þó eftir virkjunum. Hann benti á, að arður í álver- inu í Straumsvík hefði verið nær enginn og væri það vísbending um að Islendingar þyrftu að gæta sín í samskiptum við erlenda auð- hringi. Gunnar Ragnars ræddi um upp- byggingu iðnaðarins og þær for- sendur, jákvæðar eða neikvæðar, sem fyrir hendi væru. Hann benti á, að nægar orkulindir væru fyrir hendi til uppbyggingar iðnaðar, en Pálmi Jónsson á Fjórðungsþingi Norðlendinga: 5,3 milljónir króna í vegagerð og rannsóknir vegna Blönduvirkjunar Iðnaðar- og orkumál rædd á þinginu í gær llúsavik. 1. soptomhor fra Hirti Oíslasyni hlaöamanni MorKunhlaásins á llúsavík. I»I N(í I Fjórðungssamhands Norðlendinga var fram haldið hér á Húsavík i dag og hófst með umræðufundi um orku- og iðn- þróunarmál. Framsögumenn voru Pálmi Jónsson. landbúnað- arráðherra og formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins, Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri, Finnhogi Jónsson, deildarstjóri i iðnaðarráðuneytinu og Gunnar Ragnars. forstjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri. Fjölluðu þeir um virkjunarkosti á Norðurlandi, iðnþróun næstu ára, möguleika uppbyggingu stór- iðju og starfsskilyrði iðnaðar á Norðurlandi. Pálmi Jónsson hvatti til virkjunar Blöndu og taldi það óverjandi að ganga frá þeim virkjunarkosti, sem væri miklum mun hagkvæmari í öllum tilvikum en aðrir virkjunarkostir nú, svo sem Fljótsdals- og Sultartanga- virkjanir. Ef samstaða næðist meðal virkjunaraðila um fyrsta virkjunarkost við Blöndu, yrði hægt að hefja útboð gagna og undirbúning framkvæmda á næsta ári og framkvæmdir gætu hafist af fullum krafti 1983 þannig að 1987 ætti að vera hægt að gangsetja fyrstu vél virkjunarinn- ar. Sigríður Gyða. Sigríður Gyða í Þrastarlundi • NÚ STENDUR yfir sýning í veit- ingastofunni Þrastarlundi á verk- um Sigríöar Gyðu. Á sýningunni eru 16 verk, en þetta er önnur einkasýning Sigríðar Gyðu. Sýn- ingunni lýkur 6. sept. Hann sagði ennfremur, að nú hefði verið varið 4 milljónum króna til vegagerðar í tengslum við væntanlega Blönduvirkjun, 600 þúsund krónum til ræktunar- tilrauna og uppgræðslu vegna þess gróðurlands, sem fara mun undir vatn við virkjunina. Ennfremur hefði 700 þúsund krónum verið varið til rannsókna á vatna- og veiðisvæðum Blöndu. Pálmi sagöi, að nú væru samningar um þessi mál við landeigendur að komast á lokastig, en ef það drægist sagðist Pálmi telja rétt, að komið yrði á samráðsnefnd til að jafna ágrein- ing aðila svo að af virkjun gæti orðið. Þó bæri þess að gæta, að það væri Álþingis að ákveða hvaða virkjunarkostur yrði fyrir valinu en áður en Alþingi gæti tekið slíka ákvörðun þyrftu samningar virkj- unaraðila að liggja fyrir. Hörður Jónsson ræddi um iðn- þróun framtíðarinnar í Norðlend- ingafjórðungi. Kom fram hjá hon- um að framundan eru miklir óvissutímar í þessu sambandi, þar þar á móti kæmi stefna yfirvalda um „núllrekstur", sem stæði allri atvinnuþróun fyrir þrifum, svo og nábýli við sjávarútveg. Gengis- skráning væri miðuð við sjávar- útveg og hans þarfir, en í því tilviki gleymdist að gæta hags- muna iðnaðarins. Fram kom í máli Gunnars, að hann væri hlynntur auðlindaskatti á sjávar- útveginn. Með því sagði Gunnar, fengi ríkið tekjur, sem síðan mætti nota til lækkunar gjalda og tolla á iðnaðinum og jafnframt sjávarútveginum. Nú opnum við aftur á laugardögum: Af því tilefni höfum við opið til kl. 1+ í dag og húsgagnasýningu á morgun sunnudag kl. 2—5. Vegghillusamstæöur í bæsuöum aski, bæsaöri eik, maghoni og Ijósri eik. Verö frá kr. 6.245. Bókahillur í bæsuöum koto. Verö: Hilla kr. 960. Tréhurö kr. 300. Glerhurð kr. 400. Eöa samtals kr. 1.660. Höfum einnig bókahullur úr Ijósri eik. Hjónarúm og einstaklingsrúm í miklu úrvali í bæsaöri eik, aski, Ijósri furu o.fl. Mjög hagstætt verö. Ath. Nú er hægt aö fá svampdýnur eöa springdýn- ur í öll rúm, og á sama verði. Hægindastóll meö skemli. Verð kr. 935. Þetta er aðeins sýnishorn af hinu mikla úrvali er við höfum á boðstólum. Höfum einnig speglasett, stereobekki, skrifborð, kommóður o.fl. Notið helgina til að skoða og gera hagstæö húsgagnakaup. SfMI 77440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.