Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 17 Jón Kr. Ólafsson, Bíldudal Muggur „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir,“ segir á einum stað. Sann- arlega detta manni þessi orð í hug, þegar afhjúpaður verður minnis- varði um Guðmund Thorsteinsson eða Mugg eins og hann var ávallt kallaður. Ekki er það á mínu valdi að fjalla ítarlega um þennan mikla Iistamann og góða dreng, til þess eru flestir mér færari. En svo mikil áhrif hefur lífshlaup og listaverk hans haft á mig að ég get ekki stillt mig um að minnast hans með örfáum orðum á þessum degi. Hann fæddist á Bíldudal hinn 5. september 1891, sonur Péturs Thorsteinssonar sem var á þessum árum einn umsvifamesti útvegs- maður landsins og konu hans Ásthildar Guðmundsdóttur. Á Bíldudal hafa allar götur frá því staðurinn byggðist oftlega dvalist miklir andans menn. Margir listamenn hafa sótt sér yrkisefni í náttúrufegurð Arnar- fjarðar. Pétur J. Thorsteinsson ræður t.d. til sín Þorstein Erlingsson einn framsæknasta hugsjóna- mann sinnar tíðar og stofnar blaðið Arnfirðing undir ritstjórn hans. Á Bíldudal var á þeim árum, eins og nú, leiklistarstarfsemi í miklum blóma. 1901—1902 voru sýnd þrjú leikrit og lék Þorsteinn Erlingsson í einu þeirra. Nokkrum árum áður meðan annar listamað- ur, Ásgrímur Jónsson, var á Bíldu- dal, var einnig fjörugt leiklistarlif og málaði Ásgrímur leiktjöldin í einni uppfærslunni. Af þessu má sjá að menningar- líf var með miklum blóma hér á Bíldudal þegar Muggur vex úr grasi. Systkinahópurinn var stór, sex stúlkur og fjórir drengir. Árið 1903 fluttist fjölskyldan til Kaup- mannahafnar. Þar voru allar að- stæður hinar ágætustu til þess að koma þessum stóra barnahóp til góðrar menntunar. Barn að aldri sýndi Muggur hvert hugur hans stefndi. Á ungl- ingsárunum undi hann sér löngum við hverskonar listföndur. Hann saumaði, bjó til myndir úr tuskum og hafði afskaplega gaman af því að breyta flíkum systra sinna með ýmsu móti. Þjóðsagriamyndir Muggs eru mér sérstaklega hugleiknar, trú- lega vegna þess að ég er sannfærð- ur um að uppeldi hans hér á Bíldudal lagði grunninn að hinum ógleymanlegu þjóðsagnamyndum hans. Meðan fjölskyldan bjó hér „Muggur var glæsi- menni í sjón... Hann var hvers manns hug- lji$ og kímnigáfa hans og allskonar uppátæki koittu hverj- um þeim sem hann umgekkst í gott skap... Gjafmildi hans og samúð með lítilmagnanum var við brugðið ...“ Guðmundur Thorsteinsson — Muggur Jón Kr. Ólafsson móður sinni og iðulega sat hún fyrir hjá honum. Hann var ekki nema unglingur þegar hann fór til Þýskalands og skoðaði listasöfn Berlínar. Eftir það ferðaðist hann vítt og breitt um heiminn og ávallt hafði hann mynd af móður sinni með í farangrinum. Muggur var glæsimenni í sjón, hávaxinn og fríður sínum og karlmannlegur, sem m.a. varð til Álútur ríður hann núna, hlessaður ... greiddi faðir hans konu laun fyrir að segja börnunum sögur og ævintýri. Þessar sögur drakk Muggur i sig og fyrstu myndir hans voru einmitt sprottnar af sögum um tröll, huldufólk, kon- ungsdætur og karlssyni. Muggur var ákaflega elskur að þess að hann var valinn í hlutverk Ormars Örlygssonar í kvikmynd- inni um „Sögu Borgarættarinnar". Hann var hvers manns hugljúfi og kímnigáfa hans og allskonar uppátæki komu hverjum þeim sem hann umgekkst í gott skap. Einn kennari hans sagði við Mugg, þegar hann kom í skólann eftir nokkra fjarvist, „Naar du er borte, Gudmund, er Klassen som en Kaktus uden Blomst." Gjafmildi hans og samúð með lítilmagnanum var viðbrugðið. Nokkrir velunnarar hans höfðu stofnað félag, þar sem þeir lögðu fram ákveðna fjárupphæð mánað- arlega honum til styrktar. Eitt sinn er Mugg hafði verið afhent upphæðin og var um það bil að leggja af stað í ferðalag, þá kom heim til móður hans gömul og fátæk vinkona þeirra, og sat hjá þeim fram eftir kvöldi. Þegar hún fór fylgdi Muggur henni til dyra. Móðir hans spurði hann rólgga er hann kom aftur „Gafstu henni allt Muggur minn?“ „Nei, mamma mín,“ svaraði hann, „bara helm- inginn." Öldruð kona, Ingibjörg Þ. Waage, búsett á Bíldudal var eitt sinn samskipa Mugg. Sagði hún frá því hve glæsilegur hann var og skemmtilegur. Um borð skemmti hann farþegum með gamanvísum og lék hann á alls oddi og smitaði alla með gáska sínum og uppá- tækjum. Undirleikari hans í þess- ari för var Dúna Böðvarsdóttir, prests á Hrafnseyri. Muggur kvæntist Inger Naur og bjuggu þau í Kaupmannahöfn í íbúð sem faðir hans hafði búið öllu sem þurfti. Þau slitu samvistum eftir stutta sambúð en góður vinskapur var ævinlega milli þeirra. I endurminningum sínum segir Inger m.a.: „Hann var sann- færður um, að hann mundi deyja ungur." 1923 er Muggur fluttur á Vífils- staðahæli með lungnaberkla. í fyrstu var hann ekki þungt hald- inn. Hannn fór til Cannes eins fljótt og þrek hans leyfði, en það var hans síðasta ferð. Hann trúði því að veðurfar suðrænna landa mundi lækna hann, en það fór á annan veg. Heilsu hans hrakaði jafnt og þétt og að lokum var hann fluttur á sjúkrahús í Nizza. Móðir hans sendi honum peninga fyrir fargjaldi heim, en þá bjuggu foreldrar hans í Hafnarfirði. Muggur komst aldrei lengra en til Sollerod á Sjálandi. 26. júlí 1924 dó hann. Vinir hans bjuggu um lík hans og sendu heim með Gullfossi. Með þessum fáu orðum mínum hef ég reynt að koma á framfæri þeirri skoðun minni að þótt Mugg- ur hafi ekki unnið listræn stór- virki, þá hafi hann sjálfur með sínum einstaka persónuleika og listfengi markað djúp spor í hug og hjörtu samferðamanna sinna, og verk hans munu hrífa og gleðja lærða og leika um ókomna fram- tíð. I dag, laugardaginn 5. septem- ber, verður haldin minningarhátíð um Mugg á Bildudal. JAKOB MAGNÚSSON í heimsókn á íslandi. HLJÓMLEIKAR Jakob Magnússon er nú um þessar mundir á hljómleikaferð um Evrópu. Hann kemur fram ósamf hljómsveit sinni The Magnetics á Hótel Akranesi í kvöld kl. 9. Gestur hljómleikanna verður Bubbi Morthens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.