Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 190. tbl. G8. árg. LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hérað í Angóla á valdi S-Afríku london. 1. soptrmber. AP. ANGÓLSKA fréttastofan sa«fti í da« frá nýjum hernaðarumsvifum Suður-Afríkumanna i suðurhluta Angóla <>k sakaði þá um að koma fyrir jarðsprenKjum, sem mundu torvelda umferð á svæðinu í lanKan tíma. Varnarmálaráðuneyti Angóla seg- ir að 11.000 suður-afrískir hermenn suður-afrískir hermenn hefðu fellt tvær sovézkar konur í Angóla og sagt að sovézkum yfirvöldum hefði verið tilkynnt um alla Rússa, sem hefðu fallið í innrásinni. Suður-afríski herinn segir að nokkrir Rússar hafi tekið þátt í bardaga í innrásinni, að nokkrir hafi fallið og einn verið tekinn til fanga. Önnur konan, sem féll, var kona undirofursta, sem einnig féll í bar- dögunum, að sögn vestrænna full- trúa í Pretoria, og hin var gift yfirliðþjálfanum, sem var tekinn til fanga. Stjórnin í Pretoria hefur neitaö að sýna yfirliðþjálfann, Nicolai Feodor- ovich Pestretsov, fréttamönnum, en mynd af honum hefur verið birt og í dag sýndu yfirvöld einkennisbúning hans, skilríki, stígvél og leðurbelti. í Windhoek var sagt að 85 Angóla- menn hefðu flúið með suður-afríska I hernum. Einkennishúningur og skilriki rússneska liðþjálfans Nicolai Pestr- etsov, sem suður-afriski herinn kveðst hafa tekið til fanga i árás- inni á Angóla. hafi sótt inn í landið og hafi næstum því allt héraðið Cunene og höfuðborg þess, Ngiva, á valdi sínu. Angolamenn segja að suður- afríska herliðið sé búið þungum skriðdrekum og suður-afrískar flugvélar hafi gert nýjar árásir á þorp í Angóla. Því hefur verið haldið fram í Luanda að Suður-Afríkumenn ætli að mynda hlutlaust svæði milli Angóla og Suðvestur-Afríku, Nami- bíu. I Pretoria var staðfest í dag að Jarðskjálfti I>oh AnKules. 4. september. AP. SNARPUR jarðskjálftakippur fannst i miðborg Los Angeles i dag, en samkvæmt fyrstu fréttum varð ekki manntjón cða eigna- tjón. Jarðskjálftinn mældist 5,8 stig á Richterskvarða og fannst einnig í Santa Barbara í norðvestri og San Diego í suðri. Sovézkt barn inn í sendiráð Moskvu, 4. september. AP. SOVÉZK lögregla handtók konu með barn i fanginu i dag er hún reyndi að fara inn i franska sendiráðið i Moskvu. Sex ára gamalli dóttur kon- unnar tókst að fara inn i sendiráðið og taia við franska sendiráðsmenn. Að sögn stúlkunnar vill móðir hennar fara með hana til Frakklands til að leita lækn- inga við nýrnasjúkdómi. Sendiráðsmennirnir reyndu að fá sovézk yfirvöld til að leyfa konunni að koma inn í sendi- ráðið, en henni var ekið burt eftir langar viðræður og dóttir hennar fór með henni. Konan heitir Marina Pitakv- aria og kom til Moskvu í síðasta mánuði frá Grúsíu. Fyrir viku kom sovézkur maður ásamt aldraðri móður sinni í bandaríska sendiráðið og ræddi við starfsmenn um klögu- mál sín, m.a. vinnuuppsögn, en þau fóru að þremur tímum liðnum. Á mánudaginn kom annar Rússi í bandaríska sendi- ráðið og ráðfærði sig við starfs- menn, en fór síðan. Hákarlar gæta peningaskápsins, sem bjargað var úr flaki Andrea Doria, i sædýrasafninu i New York. Hákarlarnir eiga að gæta peningaskápsins þar til skömmu áður en hann verður opnaður i sjónvarpsþætti. Sendiherra myrtur í Líbanon Beirút. I. september. AP. ARABÍSK sáttanoínd. sem reynir að lcysa dcilumálin í Líhanon. lauk í dag tvcggja daga fundum mcð bjartsýnni yfirlýsingu um að allir vopnaflutningar til Lihanon á sjó yrðu bannaðir. En yfirlýsingin hvarf í skugga banatilræðis er franska sendiherr- anum, Louis Delamare, var sýnt nokkrum klukkustundum eftir að forsætisráðherra Líbanons, Shafik Wazzan, kvað yfirlýsingu sátta- nefndarinnar „marka upphaf heild- arlausnar". brír vopnaðir menn veittu bíl sendiherrans fyrirsát fyrir utan bústað hans í vesturhluta Beirút. Sjö kúlur hæfðu sendiherrann í höfuðið, kviðinn, brjóstkassann og hálsinn. Iraska fréttastofan sagði að sam- tök er fylgja Irönum að málum segðust bera ábyrgðina, en fréttin fékkst ekki staðfest. Líbanskar heimildir herma að lögreglan rann- saki hvort stuðningsmenn Irana beri sökina. Francois Mitterrand Frakklands- forseti fordæmdi morðið og kallaði það „níðingslegt tilræði". Sýrlenzki utanríkisráðherrann, Abdul-Halim Khadda, sagði um vopnabannið að sáttanefndin færi eftir „nákvæmri áætlun er hingað til hefði borið árangur". Rússar leyna f jölda hermanna í æfingnm Washinjíton. I. september. AP. BANDARlKJASTJÓRN kvartaði opinberlega í dag yfir því að Rússar neituðu þrátt fyrir skuldbindingar samkvæmt samn- ingum að skýra frá fjölda þeirra hcrmanna sem taka þátt i meiri- háttar hcra'fingum í norðvestur- hiuta Sovétríkjanna. Bandarískir embættismenn gengu ekki svo langt að lýsa ugg um að tilgangurinn með heræfing- Stóð KGB á hak við tilræðið við páfann? Ltmdon. t. september. AP. TALSMENN í Páfagarði vilja ckkcrt scgja um frétt hrczka Thamcs-sjónvarpsins um að sov- ézka lcyniiögrcglan KGB kunni að hafa xtaðið á bak við tilraun- ina til að ráða Jóhannes Pál páfa II af dögum í mai. Aðalástæðan til þess að KGB kann að hafa verið flækt í tilræðið er sögð stuðningur páfa við óháðu verkalýðshreyfinguna Samstöðu í Póllandi. Önnur ástæðan var sú að páfinn ætlaði að tilkynna fyrir- hugaða hcimsókn til Póllands til að fylgja Stefáni kardinála Wysz- inski til gráfar. Thames-sjónvarpið hafði eftir Francesco Mazzola, fyrrum að- stoðarráðherra í öryggismálaráðuneytinu: „Ástæð- una til tilræðisins hlýtur aðeins vera hægt að rekja til þessa heimshluta,“ — þ.e. kommúnistar- íkjapna. Tvær myndir, sem sjónvarpið sýndi, gefa til kynna að annar maður hafi tekið þátt í tilræðinu. Hann stóð hjá tilræðismanninum Mehmet Ali Agca og sjónarvottur sagði að hann hefði verið vopnað- ur. Blaðið Guardian segir í dag að yfirvöld í Páfagarði hafi sagt Reagan-stjórninni að þau gruni KGB. „Ásökunin er tekin alvarlega í Washington þar sem háttsettir ráðamenn hafa rætt hana og CIA og Þjóðaröryggisráðið hafa rann- sakað hana,“ segir blaðið. unum væri að ógna pólsku verka- lýðshreyfingunni Samstöðu eða að þær væru undanfari hernaðar- íhlutunar þar. En þeir sögðu að hvers konar heræfingum nálægt Póllandi fylgdi sá möguleiki að tilgangurinn væri ógnun. Og þeir endurtóku óbeinlínis viðvaranir til Sovétríkjanna um að grípa ekki til íhlutunar í Póllandi með hervaldi. Landher og sjóher taka þátt í æfingunum, sem standa í níu daga, með stuðningi hermanna úr varahernum, þotna og þyrlna. Heræfingarnar eru ekki beinlínis settar í samband við þróunina í Póllandi í sovézkum fréttum, en æfingarnar fara fram á tveimur herstjórnarsvæðum, sem liggja að Póllandi, og fyrsta þing Samstöðu, sem Rússar hafa fordæmt, hefst á morgun, laugardag. í sovézkum fréttum er í þess stað lögð áherzla á að Sovétríkj- unum stafi enn hernaðarhætta frá Bandaríkjunum og öðrum NATO- ríkjum og sovézki heraflinn verði að vera viðbúinn að hrinda „hvers konar ágangi" gagnvart Sovétrikj- unum. Sovézka sjónvarpið sýndi í kvöld hermenn á göngu, fjarskiptaturn, tugi skriðdreka í fylkingu og stórar eldflaugar sem geta borið kjarnaodda. Tass sagði að sókn yfir ár á bráðabirgðabrúm væri liður í æfingunum. Um 1.000 félagar Samstöðu streymdu í dag til Gdansk að sitja þingið sem hefst á morgun á sama tíma og mikil úlfúð ríkir vegna ólgu verkamanna á ýmsum stöðurn. Mieczysla Rakowski varafor- sætisráðherra sakaði Samstöðu í sjónvarpi um að fara yfir mörkin — reyna að hrifsa til sín völdin og víkja frá samningunum í fyrra. Hann kvað „róttæk öfl og öfgasinna“ reyna að gera Sam- stöðu að stjórnmálaflokki og reyndi að gera lítið úr heræfing- unum. „Þær munu hafa áhrif á stemmninguna í landinu ... en við erum vanir gróusögum." Bændur í þorpinu Glinsk nálægt Zielona Gora í Vestur-Póllandi hófu setuverkfall í dag í félags- miðstöð út af deilu við ríkisbænd- ur um landréttindi. Reiðir verka- menn í Bydgoszcz hófu verkfalls- viðbúnað og prentarar í Olzstyn og Rzezow héldu áfram verkföll- Skotið inn i Búlgariu Sofia. I. scptemlM'r. AP. BÚLGARSKA utanríkisráðuncytið mótma'lti í dag atburði á landa- mærunum þar scm það scgir að júgóslavncskur varðflokkur hafi skotið húlgarskan rikisborgara til hana. Ráðuneytið krafðist þess að Júgó- slavar grciddu fjölskyldu Kouzman Petrov Antonov skaðabætur. Samkvæmt fréttinni skaut júgó- slavneskur varðflokkur yfir landa- mærin á þrjá Búlgara „að ástæðu- lausu“ og Antonov beið bana. Ant- onov var að veiða i ánni Gaberska nálægt bænum Dolna Nevlya.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.