Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 41

Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 41 um sökum ekki auðveldlega heim- angengt nota símann því meira til að vera í sambandi við umheiminn. Þótt útgjöld símnotenda vegna bæjarsímtala aukist um 35%, 1) vegna hækkunar á verði um- framskrefa eða 2) samkvæmt áætl- un um fjölgun skrefa með tíma- mælingu, hækkar símreikningur notandans alls ekki sem þessu nemur. Fastagjaldið verður óbreytt og langlínuskrefum fækkar vegna lengingar þeirra. Gísli Jónsson prófessor hefur reiknað, miðað við símnotkun 1979, samkvæmt síðustu ársskýrslu Pósts og síma, að nýj- ustu upplýsingar um skiptingu umframskrefa milli bæjarsímtala og langlínusímtala, 1) að rcikning- ur meðalnotanda á Rcykjavíkur- svæðinu hækki um 6.5% og 2) að rcikningur mcðalnotanda utan Rcykjavíkursvæðisins lækki um 9,4%. Hér má enn á ný ítreka að tímamælingin getur leitt til óút- reiknanlegra hækkana á síma- reikningum þar eð hún byggist á áætlun. Vcstmannacyjakaupstaður er einn þeirra bæja sem yrðu illa fyrir barðinu á fyrirhuguðu skrefagjaldi þar eð tímamæling yrði tekin upp innanbæjar en langlínusímtöl til Reykjavíkur yrðu þó jafndýr og áður vegna þess að ekki er fyrir- hugað að lengja skref í viðkomandi langlínugjaldflokki. Á ofangreind- um grundvelli hefur verið reiknað að skrefagjaldið leiði til 4,0% hækkunar á reikningi meðalsím- notanda í Vestmannaeyjum (miðað við að 90% Ianglínuskrefa séu vegna hringinga til Reykjavíkur). Með því að fara hins vegar þá leið að hækka verð á umframskrefum um 35% en lengja öll langlínuskref mundi reikningur meðalsímnot- anda í Vestmannaeyjum lækka um 9%. Svipaður óhagsta“ður kostnað- arlcgur munur á lciðum þessum kann að koma fram, skrcfagjald- inu í óhag, í öðrum bæjum sem ekki mundu fá langlínuskrefin til Reykjavíkur stytt við tilkomu skrefagjaldsins, m.a. Búðardal, Grundarfirði, Hellu, Hellissandi, Hólmavík, Hvammstanga, Hvols- velli, Kirkjubæjarklaustri, Ólafs- vík, Stykkishólmi og Vík í Mýrdal. Pósti og síma ætti að vera treystandi til að leysa úr stað- bundnum eða tímabundnum álags- vandamálum án tímamælingarinn- ar eins og hingað til og á sama hátt og þorri vestrænna þjóða sem allar eru fjölmennari og flestar tækni- þróaðri en við. Sama gildir um gjaldtöku vegna annarrar notkun- ar símaþjónustu en símtala eins og gagnasendinga til og frá tölvum. Flestar vestrænar þjóðir hafa leyst það mál án skrefagjalds á almenna símnotendur, t.d. Banda- ríkjamenn sem státað geta af meiri tölvuvæðingu en allir aðrir. Margir mundu fagna því ef Stcingrímur Ilcrmannsson sam- gönguráðhcrra hyggi á hnútinn í máli þessu og hætti við áformin um hina óvinsælu tímamælingu innan- bæjarsímtala (allra nágrennis- símtala innan nokkurra ára). I þess stað mætti fara jafnárangursríka leið til að jafna símnotkunarkostn- að landsmanna í formi 35% hærra verðs á umframskrefum jafnhliða tvíþættri lengingu allra langlinu- skrefa, þ.e. 1) til að eyða áhrifum hækkunarinnar á langlínusímtöl og 2) til að nýta aukatekjur af innanbæjarsímtölum til jöfnunar. Einnig gæti komið til greina blönd- uð leið, þ.e. minna en 35% hækkun verðs á umframskrefum auk frí- númerakerfis og jafnvel breytinga á fjölda skrefa í fastagjaldi, sam- anber t.d. grein mína í Velvakanda hinn 21. ágúst sl. Ráðherrann ætti ekki að þurfa að óttast óheppilegar stjórnmálalegar afleiðingar þess að hatta við skrefagjaldið þar cð aðrir valkt>stir cru ekki óhag- kva*mari fyrir landsbyggðarmenn kostnaðarlcga séð og jafnvcl tölu- vert betri fyrir Vestmanneyinga o.fl. Skrefagjaldið yrði hins vegar eilífur höfuðverkur símnotenda og stjórnmálamanna þar eð það skerðir málfrelsi hvers einasta íslendings á óeðlilegan hátt. Nokkur þakkarorð fyrir birtingu greinar Heiðraði Velvakandi. Mig langar til að koma á framfæri nokkrum þakkarorðum til Morgunblaðsins fyrir birtingu greinar minnar um stjórnarfarið á Islandi eins og það er nú. Þessi grein virðist hafa orðið mörgum umhugsunarefni enda held ég að tímabært sé að reifa málin á þann hátt sem ég gerði og leyfa sann- leikanum að koma í ljós. Margir hafa sýnt mér þakklæti fyrir að hafa skrifað hana og er fólk enn þá að þakka mér fyrir greinina. Jón Thorarensen, prestur, segir mér, að hann hafi þegar að loknum lestri greinarinnar hringt til mín en síminn hjá mér alltaf verið á tali, þó hann hafi hringt nokkrum sinnum til mín þann dag. En hann náði til mín um hádegi á mánudag og lét þá þau orð falla að greinin væri frábær og hann hefði ekki getað hugsað sér annað en hafa samband við mig og tjá mér innilegasta þakk- læti. Jóni Thorarensen get ég sagt það um grein þá, er ég nefndi við hann að myndi birtast í Alþýðu- blaðinu, að hún varð þar innlyksa einmitt um það leyti sem spreng- ingin varð þar, og hef ég ekki innheimt hana enn. En ætli maður bregði sér ekki í eftirleitir inr.an tíðar og mun þá þessi grein að öllum líkindum einnig sjást á prenti áður en langt líður. Sæmundur G. Lárusson Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Sæmundur G. Lárusson. Sem sagt, gos og aftur gos Kæri Velvakandi. Ég hefi undanfarið verið að virða fyrir mér hina ýmsu litríku menningar- og athafna- vita í voru nýtísku velmegunar- þjóðfélagi, og verður manni þá fljótt starsýnt á og getur ekki gengið framhjá formanni ísl. iðnrekenda sem hefir margflutt þjóðinni sínar skoðanir og er í engurn vafa. Hér skilst að núm- er eitt sé þar hjöðnun verðbólgu og það sé enginn vandi að gera það með því að hækka alla álagningu og þjónustu, lækka gengið verulega og um leið vöruverðið. Mér var að detta í hug ef maður setti svo þessar leiðir og markmið í tölvu, sem allt er að yfirtaka í þjóðfélaginu, hvað myndi þá koma út úr þessu. Það væri fróðlegt að vita. Að undanförnu hefir hann verið á fullri ferð um landið að kynna sínar ágætu gosdrykkja- vélar sem hvergi má vanta í uppbyggingu menningarþjóðfé- lagsins, og þannig sett fútt í mannskapinn. Þetta er vissulega gert til að renna styrkari stoðum undir gosdrykkjaiðnaðinn í landinu sem ekki er of beisinn fyrir. Sem sagt, gos og aftur gos ... en svo kemur froðan. Með kærri kveðju Árni Helgason. Dvalarheimili fyrir aldraða vigt í vik- unni á Eskifirði Kskifirði. 3. soptomber. NYTT dvalarhcimili fyrir aldraða var tckið í notkun hér á Eskifirði í vikunni. Bætir það úr brýnni þörf því slik aðstaða hcfur cngin vcrið hér í bæ fram til þessa. Heimilið, sem er- hið vistlegasta, stendur við Botnabraut og var breytt til þessara nota. Fjölmargir aðilar hafa unnið að þessu máli með framlögum í vinnu, fjárgjöfum til framkvæmda, og gefið heimilis- tæki og annan útbúnað. Til dæmis hafa konur Kvenfélagsins Daggar- innar gefið flest öll heimilistæki og margt fleira. Félagar Lionsklúbbs- ins hafa einnig lagt drjúga hönd að verki, málað húsið, dúklagt og unnið margvísleg önnur störf. Frið- þjófur hf. gaf litasjónvarp og þannig mætti lengi telja. Vistmenn á heimilinu eru nú átta og eru þeir mjög ánægðir með alla aðstöðu. Bryngerður Marías- dóttir veitir heimilinu forstöðu. — Ævar. I gæsluvarðhald ERLENDUR ferðamaður var á mánudagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. september, en hann hefur verið kærður fyrir tilraun til nauðgunar. Maðurinn er 23ja ára gamall, en stúlkan sem manninn kærði er 17 ára gömul. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er rannsókn málsins á byrj- unarstigi, og neitar maðurinn sak- argiftum. Kvennaleikfimi veröur hjá Gerplu í vetur að Skemmu- vegi 6. Góð aöstaöa. Sauna og hvíld. Kennari Guörún Gísladóttir. Innritun í síma 74925 — 42015. Jassleikfimi veröur hjá Gerplu í vetur aö Skemmu- vegi 6. Kennari Jónína Karlsdóttir. Innritun í síma 74925 — 41015. Snoghej Fotkehejskole er norraann lýöháskóli sem nær yfir ýmis norræn viðfangsefni t.d. getur þú valið ó mllll margra tilboöa: hljómlist, bókmenntir, vefnaður, kera- mik, samféiagsfræöl, sálfræöl o.fl. Þú munt hitta marga nemendur frá hinum Noröurlöndunum. Fariö veröur í kynnisferöir. Námskeiöstímabil: 2. nóv. — 24. apríl eöa 4. jan. — 24. apríl. Skólastjórí: Jens Rahbek Pedersen. Skrifió eftir stundaskrá. SNOGH0J NORDISK FOLKEH0JSKOLE DK 7000 Fredericia Blaðburðarfólk óskast VESTURBÆR Tjarnargata 3—40 Tjarnargata 39 og uppúr AUSTURBÆR Snorrabraut, Freyjugata 28—49 Miöbær Háahlíö WÁ imÞIiifeib: . 5 Hringið í símaH 35408

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.