Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 3 Þau voru feimin, rjóð og undirleit... I>AÐ ER alltaf stórviðburður að fara i skólann i fyrsta skipti á vrturna, einkum ef maður er bara 7 ára og ef til vill vanur því að vera undir verndarvæng mömmu og pabba. í Melaskólanum í gær voru 7 ára krakkarnir einmitt að koma í skólann í fyrsta skipti. Allir voru þeir í samfylgd mömmu, pabba eða systkina sinna. Skólastjórinn Ingi Kristinsson las upp nöfn krakkanna og áttu þau að fafa til þess kennara, sem á að hafa umsjón með þeim í vetur. Sum krakkanna voru ósköp feim- in, rjóð og undurleit, þegar þau slepptu hendi foreldra sinna og gengu hikandi í röðina. Önnur voru mun upplitsdjarfari þegar nafnið þeirra var kallað upp og hlupu í átt til krakkanna í sínum bekk. Þau urðu líka mikil fagnaðarlætin þeg- ar það uppgötvaðist að góðir félag- ar lentu í sama bakk. Þegar skólastjórinn var búinn að lesa.upp þá krakka, sem áttu að fara í hvern bekk, þá þrammaði hver kennari með halarófuna á eftir sér inn í skólastofuna, sem á að vera aðsetur þeirra í vetur. Þegar inn í skólastofuna var komið settust krakkarnir í sætin og kennarinn bauð þá velkomna. Sið- an las hann aftur upp nöfnin þeirra ... Ásta Bára ... Birgir ... Dröfn ... öll réttu þau samviskusamlega upp hendina. Síðan minntist kennarinn á nokkur atriði, sem hann vildi koma á framfæri eins og það, hvað krakkarnir ættu að hafa í skóla- töskunni sinni. Það var pennaveski með blýanti, strokleðri, yddara og svo lítil skæri og litir. Sagði kennarinn ennfremur, að ef einhver ætti eftir að kaupa skólatösku handa barninu sínu, þá skyldi sá hinn sami kaupa það Sagt frá fyrsta skóladeginum í lífi fyrstu- bekkinga Melaskólans stóra tösku að A4 blöð og möppur kæmust ofan í hana. Þá minntist kennarinn á, að það væri nauðsynlegt að krakkarnir hefðu með sér nesti, það er að segja brauðsneiðar með hollu áleggi og eitthvað að drekka. Brýndi kennarinn fyrir nemend- unum að koma alltaf stundvíslega í skólann og væri hyggilegra að skilja hjólin eftir heima, því bæði væri hættulegt fyrir 7 ára krakka að vera úti í umferðinni auk þess sem hjólunum gæti verið stolið eða þau skemmd í skólanum. Beindi kennarinn síðan þeim tilmælum til foreldranna að merkja fatnað krakkanna, því á vorin yrði alltaf eftir mikið af fatnaði í skólanum sem enginn kannaðist við. Einnig bað kennar- inn foreldrana að sauma endur- skinsmerki á skólaúlpur barna sinna. Þegar kennarinn var búinn að gefa ráðleggingar og segja frá reglum skólans, þá kvöddu börnin og hver hélt til síns heima en á mánudaginn hefst svo alvara lífs- ins aftur með ýmiss konar lær- dómspuði. Hvernig ætli krökkunum þyki nú að byrja í skólanum? Við spurðum þrjá krakka þessarar spurningar en það eru þau María Sjöfn, Hrönn og Kári. Ég hlakka til að byrja í skólan- um á mánudaginn, sagði María Sjöfn og mér finnst skemmtilegast að læra að lesa. Hrönn sagði aftur á móti: Mér finnst leiðinlegt að lesa en skemmtilegast í leikfimi, þegar ég fæ að hanga í köðlunum og svo í frímínútunum. Annars finnst mér reglulega gaman að byrja í skólan- um. Mér finnst ágætt að vera að byrja í skólanum, sagði Kári, en ég ætla að verða skíðamaður, þegar ég er orðinn stór. Skemmtilegast finnst mér að skrifa og stundum hjálpa pabbi og mamma mér að læra. Hvort ég er duglegur í skólanum: það vil ég ekkert segja um. Eigum við að sitja saman? Kennarinn sagði bæði nemendum og foreldrum þeirra hvað krakkarnir ættu til dæmis að hafa i skólatöskunni. Já, nú er tækifærið að gera helgar innkaupin í rólegheitunum, því í dag er Viö vonum að viöskiptavinir okkar notfæri sér þessa auknu þjónustu og gefi sér góöan tíma í aö verzla góöa vöru á góöu veröi. OPIÐ TIL KL. 4 Okkar Skráð verð verð Ávaxtasalat 100 gr. 6,00 Síldarsalat 100 gr. 5,30 Rækjusalat 100 gr. 6,50 ítalskt salat 100 gr. 6,50 ítalskt salat 100 gr. 3,40 Lauksalat 100 gr. 3,40 Skinkusalat 100 gr. 6,80 Hrásalat kr. per kg. 3,20 Ódýra kindahakkið 29,90 41,40 Svtnahakk 49,00 73,50 Nautahakk 55,50 81,35 Lambahakk 39,00 57,50 Saltkjötshakk 39,00 57,50 Úrvals saltkjöt 39,50 Nýreykt hangikjötslæri 59,40 Úrbeinuð hangikjötslæri 88,00 109,15 Úrvals hangikjötsframpartar 36,40 77,70 Úrbeinaðir hangikjötsframpartar 69,00 77,70 Frosin ýsuflök (sérvalin) kr. kg. 25,00 Nautagrillsteikur 39,50 51,50 Nauta Roast Beef 97,50 122,40 Nautaschnitzel 107,50 155,55 Nautagullasch 88,50 119,65 Nautainnanlæri 113,00 155,55 Nautahamborgari 4,70 7,00 T-Bonesteik 64,00 84,10 Nýr frosinn lax 80,00 (ath.: góður smálax, sneiddur) 65,80 Ódýra lambalifrin 18,50 37,15 (Ath.: þetta er á hálfviröi.) Svínaschnitzel, það bezta 89,00 121,00 Svínakótelettur 107,50 134,75 Verzlið í rólegheitum CS=Ð^crnMD{D@Tr^tDD[R£l Laugalæk 2 s. 36475 — 35020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.