Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 Rauour fyrirlcstur eftir Þorstein Gylfason Saminn handa Helga Hálfdanarsyni sjötugum og fluttur í Rauöa húsinu á Akureyri sunnudaginn 23dja ágúst 1981. Fyrri hluti. I Þessi lestur minn er ekki einasta gerðui handa þessu húsi þótt nafn hans bendi til þess, heldur er hann fyrst og fremst saminn handa vini mínum Helga Hálfdan- arsyni sjötugum sem varð hinn 14da ágúst síðastliðinn. Þetta sjötugsafmæli átti að fara leynt, en svo ljóstraði Hjörtur Pálsson því upp með því að setja saman afmælisdagskrá handa útvarpinu. Helgi sagði mér af samtali sona sinna tveggja þegar útvarpsdagskráin var birt. Annar sagði: „Nú verður karlinn alveg kolvit- laus.“ „Já,“ svaraði hinn, „og ég ætla bara að vona að þeir fari nú ekki að skrifa um hann í blöðin." „Nei, nei,“ sagði sá fyrri. „Þeir leggja ekki í það því þeir vita að hann mundi ábyggilega svara þeim.“ Guð láti gott á vita. Ætli það sé ekki kunnasta hlutverk heimspekinnar frá fornu fari að leita uppi skilgrciningar á ýmsum hinum mikiivæg- ustu hugtökum? Eins og allir vita sem eitthvað vita um heimspeki er það meðal helztu viðfangsefna heimspekinga að reyna að svara spurningum á borð við þessar: Hvað er réttlæti? Hvað er þekk- ing? Hvað er ást? Hvað er list? Hvað er frelsi? Og mætti nú lengi telja. En sómasamleg svör við þvílíkum spurningum kallast skilgreiningar á réttlæti, þekkingu; ást, list og frelsi eða hverju einu öðru. I ljósi þessa þarf enginn að vera hissa á því að ein fornfrægasta kenning allrar heim- speki fjallar einmitt um skilgreiningar, og er tilraun til að veita svar við þeirri spurningu hvað skilgreining sé. Þessi kenning er svonefnd frummyndakenning Platóns, en samkvæmt henni eru skil- greiningar lýsingar á frummynd hvers fyrirbæris: skilgreining ástarinnar lýsing á frummynd ástarinnar. Nú er eftir að vita hvað frummynd er. Látum okkur nægja að segja að frummyndir séu æðri veruleiki en sá sem við höfum daglega fyrir augunum, þær séu ósýnilegar og óáþreifanlegar, en þar fyrir fullkomnar, eilífar og óbreyti- legar. Til nánari lauslegrar skýringar hefði Platón nefnt dæmi af stærðfræðileg- um frummyndum. Bein lína sem slík hefur enga breidd og er því ósýnileg og óáþreif- anleg; og hún er íullkomlega bein sem engin dregin lína getur verið, og hún hefur aldrei orðið bein, ekki einu sinni orðið til, né heldur hættir hún nokkurn tíma að vera bein og vera til. Hún er eilíf og óbreytileg. Enginn þarf heldur að vera hissa á því, þó ekki væri nema vegna fornrar frægðar frummyndakenningarinnar, að ein merk- asta, frumlegasta og afdrifaríkasta kenn- ing heimspekings á 20stu öld er líka kenning um skilgreiningar sem reyndar er sett til höfuðs frummyndakenningunni. Höfundur þessarar 20stu aldar kenningar vár austurríski heimspekingurinn Lúðvík Wittgenstein, en kenninguna sjálfa má kalla ættarmótskenninguna. Þessi kenn- ing kveður í fyrra lagi á um það að skilgreining sé ekki lýsing á frummynd af einu eða neinu tæi, heldur á notkun orðs í mannlegum samskiptum, og í síðara lagi — og af þessu dregur kenningin nafn sitt — að hlutir eða fyrirbæri sem falla undir eitt og sama orðið þurfi ekki að eiga neitt eitt sameiginlegt til að réttlætanlegt sé að nota sama orðið um þá, heldur dugi það til að ættarmót eða ættarsvipur sé með þessum hlutum. Hér þarf sem fyrr nánari skýringar við. Ættarmót er oftar en hitt með þeim hætti að ættmennum sem svipar saman er ekkert eitt sameiginlegt, heldur geta sumir í ættinni haft svipað nef, aðrir svipaðan vöxt, enn aðrir svipað tungutak eða svipaða skapgerð. Og eins er það þegar við notum eitt orð um marga hluti, segir Wittgenstein. Sjálfur tekur hann skýr- ingardæmi af orðinu ‘leikur’. Þó að við segjum oft um létt verk að þau séu leikur einn, þá eru ekki allir leikir auðveldir, til dæmis ekki leikurinn að teningi Rubiks sem kvað nú vera að svipta fólk vitinu víða um lönd. Hvað þá að allir leikir séu barnaleikir eða kappleikir eða sjónleikir. Né heldur eru allir leikir til skemmtunar, því að við leikum sorgleiki ekki síður en gleðileiki meðal sjónleikja. Og þessu fylgir að hvaðeina sem við köllum leik er ekkert eitt: það er ekki til nein frummynd leikja sem festa mætti hendur á í einni skilgrein- ingu. Við höfum aðeins margvísleg og breytileg kennimörk leikja, sambærileg við ættareinkennin sem gæða fjölda fólks einu og sama ættarmótinu. Ættarmótskenningin er ekki einungis sett frummyndakenningunni til höfuðs, heldur líka annarri skyldri kenningu sem við höfum þegið í arf frá Aristótelesi fremur en Platóni og kalla má eðlis- hyggju. Eðlishyggja er sú kenning að hlutirnir — einhverjir hlutir eða allir hlutir — hafi eitthvert innra eðli sem festa megi hönd á og lýsa í skilgreiningum af því tæi sem Aristóteles nefndi eðlisskil- greiningar. Og bersýnilega er fólgin í ættarmótskenningunni afneitun allrar eðlishyggju: samkvæmt henni er ekkert til sem heitið gæti innra eðli leikja til dæmis, einhver eðlislæg einkenni sem gerðu hvern leik að leik. Þess má geta að í andstöðu sinni við eðlishyggju eða eðlistrú er Wittgenstein fjarri því að vera einn á báti meðal heimspekinga síðari alda. öðru nær, því segja má að það sé ein uppistaða í allri nýaldarheimspeki — frá John Locke á 17du öld og Immanuel Kant á 18du öld til Bertrands Russell, Jóhanns Páls Sartre, Karls Popper og Willards Quine á 20stu öld — að andæfa hvers konar eðlishyggju eða eðlistrú. Ættarmótskenningin er ein- ungis hin máttugasta af mýmörgum and- ófskenningum við eðlishyggju Aristóteles- ar og fylgismanna hans á síðari öldum. Nú beitti Wittgenstein ættarmótskenn- ingu sinni óspart, meðal annars í viðureign við vandánn um samband líkama og sálar með þeim afleiðingum að sú viðureign varð ein hin frjósamasta í gervallri sögu heimspekinnar. Sjálfur hef ég — ef mér leyfist að nefna sjálfan mig í sömu andránni og Wittgenstein — lagt mikla stund á það síðustu árin að gagnrýna sálarfræði sem fræðigrein í ritsmíðum og fyrirlestrum, og þá einkum og sér í lagi fyrir þau fræðiheitakerfi sem sálfræð- ingar hafa rembzt við að koma sér upp. Ein meginhugsunin að baki slíkri fræði- heitasmíð sálfræðinga — um sjálf og yfirsjálf, eða jákvæða og neikvæða umbun — er sú að hversdagslegt mál okkar um sálarlífið sé ónákvæmt og óvísindalegt, og því beri brýna nauðsyn til að taka upp fræðiheiti sem geri okkur kleift að taka sálarlíf manneskjunnar vísindalegum tök- um — sálarlífið í innsta eðli sínu. Og eitt höfuðatriði gagnrýni minnar á sálarfræði er einmitt sótt í ættarmótskenninguna, því ég vil spyrja: hver segir að sálarlífsfyrir- bæri hafi eitthvert „innsta eðli“, hafi nokkur önnur einkenni en þau kennimörk sem ráða notkun hins fjölbreytilega hvers- dagslega orðaforða okkar um mannlega hugsun, tilfinningar og háttalag? Ein- hvern tíma vitnaði ég á prenti í svofellda mannlýsingu sálfræðings: „NN hefur erf- iðleika að ná kontakt og kontaktinn vill vera flatur. Hann artikúlerar illa og persónuleikatruflanir hanga saman við það. Hann á auðvelt með agressionir." Nú sé ég í nýlegri orðaskrá Kennaraháskólans úr uppeldisfræði og sálarfræði að í staðinn fyrir útlenda orðið ‘agression’ er stungið upp á íslenzka nýyrðinu ýgl sem stofn þess er kunnur úr orðinu ‘mannýgur’. Ég ætla ekki að þreyta sjálfan mig og aðra á því að tíunda hér hvernig sálfræðingar mundu skilgreina orðið ‘ýgi’, hver eftir sinni grillu, svo að ljóst mætti vera nákvæmlega hvað ýgi er í sínu innsta eðli. Hugleiðum heldur hvernig sálfræðingar þykjast með þessu gerviorði, sem á sér enga fótfestu í mæltu máli, enga notkun, vera að betrum- bæta þá fjölskrúðugu greiningu sálarlífs og háttalags sem við látum í ljósi með hversdagslegum orðum eins og ‘ágengni’, ‘áleitni’, ‘græðgi’, ‘frekja’, ‘ósvífni’, ‘ýtni’ og mætti lengi telja. Þessi hversdagslegu orð kunna allir fullvaxnir íslendingar nema sálfræðingar að fara með, og eiga oft ítarlegar og skynsamlegar rökræður um kennimörk til að mynda frekju og segja þá kannski að lyktum: „Ég mundi aldrei segja að hún Sveinsína sé frek, en ýtin er hún.“ Ég gæti nefnt fjölda dæma af geigvæn- legum áhrifum eðlishyggju á hugsun manna. í Þjóðviljanum um síðustu helgi (15da—16da ágúst 1981) reyndi ég að lesa ruglingslega grein eftir Halldór Stefáns- son mannfræðing, „Nokkrar athugasemdir um (kvenna)menningu“. Halldór rekur þar ýmsar tilraunir fræðimanna á fyrri tíð til að skilgreina hvað menning sé, og segir að því búnu: „Er líða tók að seinni heims- styrjöld voru margir, ef ekki velflestir, fræðimenn komnir á þá skoðun, að líkleg- ast væri Menningin (með stóru emmi) bara alls ekki til, nema sem sértak í hugum spekinganna. Altént væri merking hugtaksins svo yfirgripsmikil, að hún táknaði svona hérumbil allt og ekki neitt.“ Svo er Halldór ekki fyrr búinn að sleppa þessu orði en hann skilgreinir sjálfur menninguna sem „margbrotið samspil þess veruleika, er gerir konum jafnt sem körlum kleift að draga fram lífið við ákveðin skilyrði í tíma og rúrni"; fínt skal það vera. Síðan notar hann þessa skil- greiningu sína til að berja á einhverri Kristjönu Gunnarsdóttur fyrir að hafa skrifað í Þjóðviljann um kvennamenn- ingu. Eðlið skal hún hafa, menningin, og jafnvel stóra stafinn líka! Ég gæti líka reynt að rekja annað og miklu fróðlegra og miklu flóknara dæmi af ráðstefnu sem sálfræðinemar í Háskóla Islands héldu í vetur leið um sjúkdóms- hugtakið, en þangað stefndu þeir fjórum lærðum mönnum til að rökræða hvað í ósköpunum sjúkdómur væri. Enginn þeirra fjórmenninganna hafði látið þá einföldu hugsun Wittgensteins hvarfla að sér að kannski væri sjúkdómur ekki neitt eitt. Um sjúkdómshugtakið gæti ég haldið marga fyrirlestra, en það er kannski eins gott ég hætti áður en ég byrja á einhverjum þeirra. II Öllu sem nú er sagt var ekki ætlað að vera nema svolítið forspjall að meginefni mínu í þessum lestri. Það var væntanlega auglýst, eins og ég bað um, að ég ætlaði að tala hér um frjáíshyggju. Og því hef ég hafið lesturinn á þessu langa máli um skilgreiningar og ættarmótskenningu, að ég hygg að við fáa eigi ættarmótskenning og annað andóf við eðlistrú brýnna erindi en við þá sem fylkja sér um lífsskoðanir, þjóðmálastefnur eða áþekkar hugsjónir, hvort sem þær heita frjálshyggja eða félagshyggja, kristindómur eða innhverf íhugun, nýlist eða gúanórokk. A öllum þessum hugsjónasviðum er af einhverjum ástæðum eins og innbyggð í okkur sú máttuga trú að hlutirnir hafi eðli. Kannski ég byrji á svolitlu sögulegu dæmi. Þegar ég var að alast upp í Reykjavík var það eitt mesta hitamál í andlegu lífi þessa lands hvort atómljóð væru ljóð eða ekki. Einn höfuðsmaður í því atómstríði, skáldið Jón Óskar, hefur sýnt okkur þann sóma að vera hér í dag. Báðir deiluaðiljar stóðu á því fastar en fótunum að vitaskuld hefði ljóðlistin eðli; spurningin var hvort brag- arhættir væru partur af þessu eðli eða brytu ef til vill öldungis í bága við það. Svo kom að lokum, sem þakkarlaust er, að menn urðu þreyttir á þessu rifrildi, nema hvað Helgi minn Hálfdanarson hóf það aftur fyrir fáeinum árum í Morgunblað- inu. En hann varð þá að skapa sér mann sem hann nefndi Magnús Björnsson til að geta rifizt við. Ég veit ekki nema þeir Magnús séu enn að. Um þjóðmálastefnur eins og frjáls- hyggju og félagshyggju er það kunnara en frá þurfi að segja hvað mönnum er tamt að hugsa sér að þessar stefnur hafi eitt- hvert innra eðli sem sé hin eina sanna frjálshyggja eða hin eina rétta félags- hyggja. Þess vegna er rifizt um það hvort það sé sannur sósíalismi sem Rússar búa við, þar sjái menn heldur betur hið rétta eðli kommúnismans, eða hvort þeir hafi ef til vill brugðizt hinni einu sönnu hugsjón. Eða þá menn þrátta um hvort til að mynda ameríski hagfræðingurinn John Kenneth Galbraith sé sannur frjálshyggjumaður eða eitthvað allt annað. Hann kallar sig frjálshyggjumann; nýjasta ritgerðasafn hans heitir Annálar þráláts frjálshyggju- manns (Annals of an Abiding Liberal). En hann er líka einn höfuðfjandi íslenzkra frjálshyggjumanna; þeir hafa haldið heila ráðstefnu á móti honum. Skyldi annars Sjálfstæðisflokkurinn vera sannur frjáls- hyggjuflokkur, Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið sannir félagshyggju- flokkar? Og svo þegar einhver frjálshyggja eða félagshyggja bregzt vonum manna, þá er ekki verið að kannast við það með þeim hætti að stefnunni sem brást sé vísað á bug, heldur skal hún standa. En það er beðið um nýja skilgreiningu, nýja afhjúp- un á eðli hennar. „Það verður að skilgreina hugmyndirnar frá degi til dags,“ segir Halldór Laxness í samtali við Matthías Johannessen, „annars tapa þær allri merk- ingu. Á okkar dögum þarf að skilgreina sósíalismann á nýjaleik með stuttu milli- bili ... Við lifum á tíma þegar þarf að skilgreina sérhvert hugtak á nýjaleik ef mennirnir eiga að halda velli sem skyni gæddar verur." (Skeggræður gegnum tíðina (1972), 68—69.) Ef mér leyfist að vitna aftur í Þjóðvilj- ann 15da—16da ágúst, þá var þar öldungis kostuleg ritsmíð eftir Þröst Olafsson sem er háttsettur embættismaður í fjármála- ráðuneytinu. í yfirskrift segir: „Breytingin sem við keppum að felst í því að koma á meira þjóðfélagslegu jafnvægi og menn- ingarlegri festu." Síðan hreykir Þröstur sér og sínum af „ábyrgri fjármálastjórn", hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir „einstrengingslega hugmyndafræði", en kýs sjálfur það sem hann kallar „stjórn- vizku og skynsemi" umfram allar hugsjón-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.