Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 28
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
Boðhlaup með kampavín
KEpPT verður í hoAhlaupi meft
kampavín. hyrjar það lau^ardaK-
inn 5. septemher klukkan 3 á
Keflavíkurfluiívelli. ætlunin er
að setja heimsmet.
Hlaupið verður með 3 lítra
kampavínsflösku og eru það tíu
einstaklingar úr Ferðafélagi
Landfara, sem hlaupa með flösk-
una til Hollywood í Reykjavík og
hleypur hver hlaupari 1 kílómetra.
Þar verður svo tekið veglega á
móti hlaupurunum með blómum,
einnig mun Lúðrasveitin Maka-
laus hylla hlauparana með fögrum
tónum, eins og segir í fréttatil-
kynningu frá Ferðafélaginu Land-
fara.
Einnig á að vera sýning í
Hollywood, sem sýningarflokkur
Ferðafélags Landfara sér um, er
hún klukkan 19 sama dag.
MYNDLIST
Þrjár sjálfstœðar sýning-
ar að Kjarvalsstöðum
ÞRJÁR sjálfsta'ðar sýningar
verða opnaðar laugardaginn 5.
september að Kjarvalsstöðum.
í vestursal sýnir Septem-hópur-
inn, þau Valtýr Pétursson, Sigur-
jón Ólafsson, Jóhannes Jóhann-
esson, Karl Kvaran, Kristján Dav-
íðsson, Þorvaldur Skúlason og
Guðmunda Andrésdóttir.
í öðrum forsal Kjarvalsstaða
mun Ása Ólafsdóttir sýna mynd-
vefnað. I hinum forsalnum verður
Ilallsteinn Sigurðsson með skúlp-
túr, einnig sýnir hann verk úti á
stétt Kjarvalsstaða.
LEIKLIST
Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu
GESTALEIKUR frá Sænska leik-
húsinu í Ilelsingfors verður sýnd-
ur í Þjóðleikhúsinu laugardaginn
5. september og sunnudaginn 6.
september. Ileitir leikritið Kon-
urnar í Niskavuori. Sýningarnar
hefjast klukkan 20 ba.'ði kvöldin
og er aðeins um þessar tvær
sýningar að ræða.
Konurnar í Niskavuori er eftir
einn þekktasta leikritahöfund
Finna, Helle Wuolijoki, sem er
meðal annars fræg af samstarfi
sínu við Bertolt Brecht.
Sýning þessi hefur notið mikilla
vinsælda undanfarna mánuði í
Finnlandi og hlaut hún afbragðs-
góðar viðtökur gagnrýnenda.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
sænska leikhúsið í Finnlandi
sendir hingað leikhóp, en það hefur
í þrígang tekið á móti leikhópum
frá Þjóðleikhúsinu og almennt sýnt
íslenskri leiklist lifandi áhuga.
Leikstjóri sýningarinnar er
Kaisa Korhonen. Er hún íslending-
um að góðu kunn, en hún leikstýrði
sýningunni á Þrem systrum, eftir
Tsjekov, sem sýnd var hér á síðustu
Listahátíð.
Einn íslendingur tók þátt í
uppfærslu leiksins en það er með-
leikstjórinn Kári Halldór.
Með helstu hlutverk fara: Marte
Laurent, Tom Wentzel, Laila
Björkstam og Johanna Ringbom,
en í hópnum eru alls 27 manns.
Leikurinn fer fram á finnlands-
sænsku.
Félagsmiðstöðin í Arbœj-
arhverfi opnuð almenningi
ÁRSÆLSVAKA, þ.e. iipnun félag.s-
miðstiiðvarinnar í Árbæjarhverfi
fyrir almenning. verður haldin á
sunnudag. Að sögn Valgeirs Guð-
jónssonar. forstöðumanns félags-
miðstöðvarinnar. verður þar bæði
songur og hljóðfærasláttur og þeir
aðiiar. sem fengið hafa inni í
félagsmiðstöðinni munu kynna
• tarfsemi sína þar.
Valgeir kvað hugmyndina þá að
Ársælsvaka yrði eins konar fjöl-
skylduhátíð í félagsmiðstöðinni,
þar sem yrði glaumur og gleði og
hvað hann það tilmæii forráða-
manna félagsmiðstöðvarinnar að
fólk gæfi henni pottablóm til þess
að lífga upp á glæsilegt hús. Eru
það tilmæli til fólks, að það komi
með pottablóm á sunnudag.
Frá skemmtun „Sumargleðinnar“ í sumar.
„Sumargleðin“ í Tónabœ
fyrir fattaða og þroskahefta
Á SUNNUDAGINN heldur
„Sumargleðin” skemmtun fyrir
fatlaða og þroskahefta i Tóna-
hæ kl. 16. „Sumargleðin“ gefur
alla vinnu og er ekki að efa að
kátt verður á hjalla í Tónahæ
og að fatlaðir og þroskaheftir
munu kunna að meta þetta
framtak.
Um síðustu helgi hélt Sumar-
gleðin unglingahátíð í Tónabæ
ÞÓRSKABARETTINN skemmtir
eina helgi í viðbót úti á landi
vegna fjölda áskorana og verður
í Sjálfstæðishúsinu, Akureyri, á
föstudaginn kl. 10 og vcrður
dansleikur á eftir.
Þá verður hann í Miðgarði í
Skagafirði á laugardagskvöldið
frá kl. 9. Eftir að þeir hafa
og tókst hún í alla staði sérlega
vel. Húsið var troðfuilt og
skemmtu krakkarnir sér vel. Á
sunnudaginn verður gleðin
endurtekin fyrir börn og ungl-
inga og hefst hún kl. 20.30.
Meðal annars verður bingó.
Vinningar verða utanlandsferð,
hljómtæki og bíli og verður
miðaverði mjög stillt í hóf.
skemmt Skagfirðingum verður
dansleikur fram eftir nóttu.
Á sunnudaginn verður svo
Þórskabarettinn með fjölskyldu-
skemmtun á Blönduósi í bíóinu
þar og hefst hún kl. 9.
Þetta eru þeir staðir sem kabar-
ettinn hefur ekki komið á í sumar
og bæta þeir úr því hér með.
MYNDLIST
Myndir frá
Grúsíu á
Listasafni
Alþýðu
UM þessar mundir stendur yfir
sýning á vegum MÍR á myndum
frá Grúsíu. Sýningin er opin frá
klukkan 14—19 virka daga en um
helgar 14—22. Stendur sýning
þessi yfir til 13. september.
Viðar Alfrcðsson
TÓNLIST
Viðar Alfreðs-
son í Stúdenta-
kjallaranum
VIÐAR Alfreðsson trompetleikari
ásamt hljómsveit spila í Stúdenta-
kjallaranum sunnudaginn 6. sept-
ember. Búast má við þrælmögnuð-
um jazzi úr þessari áttinni.
MYNDLIST
Málverkasýn-
ing í Rauða hús-
inu á Akureyri
í RAUÐA húsinu á Akureyri
verður opnuð málverkasýning
Magnúsar V. Guðlaugssonar laug-
ardaginn 5. september. Sýningin
verður opin frá klukkan 16—20
dagana 5.—13. september.
Þórskabarett á Norðurlandi
TÓNLIST
Sinfóníutónleikar undir
stjórn Paul Zukofsky
EINS og fram hefur komið í
fjolmiðlum hcfur bandariski
fiðiusnillingurinn og hljómsveit-
arstjórinn Paul Zukofsky dvalið
hér á landi undanfarin hálfan
mánuð vegna tónlistarnám-
skeiðs, scm við hann er kennt og
Tónlistarskólinn í Reykjavík
stendur fyrir.
Þetta er í fimmta sinn sem
haldið er Zukofsky námskeið hér
á landi og er tilgangur þess, að
stefna saman ungum tónlistar-
mönnum, sem vilja kynnast tækni
og túlkun samtímatónlistar undir
leiðsögn reyndra og viðurkenndra
kennara. Paul Zukofsky hefur
verið aðalleiðbeinandi á nám-
skeiðinu frá upphafi en til liðs við
Paul Zukofsky
hann hafa komið aðrir mikilhæfir
kennarar, á síðasta ári til dæmis
hinn heimsfrægi kanadíski
flautusnillingur Robert Aitken.
Þátttakendurnir á námskeiðinu
í sumar voru rúmlega eitt hundr-
að að tölu, þar af 17 útlendingar
frá 5 löndum. Lokatónleikar nám-
skeiðsins fóru fram síðastliðinn
laugardag i Háskólabíói.
Efnt verður til annarra tón-
leika laugardaginn 5. september.
Mun Sinfóníuhljómsveit íslands,
ásamt fjölda þátttakenda af nám-
skeiðinu halda tónleika í Háskóla-
bíói kl. 14.00 undir stjórn Zuk-
ofskys. Verða þar flutt tvö verk,
sem annars væri ekki unnt að
flytja hér á landi af Sinfóníu-
hljómsveitinni, vegna fámennis
hennar. Hér er um að ræða tvö af
öndvegisverkum tónbókmennt-
anna frá aldamótum, Fimm þætt-
ir fyrir hljómsveit op. 16 eftir
Arnold Schönberg og Sinfónía nr.
1 í D-dúr eftir Gustav Mahler.