Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 8 0. I í f i iílpöáttr á morgun DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dóm- kórinn synur. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl.ll árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa í Laugarneskirkju kl. 11. Sr. Árni Bergur SÍKurbjörnsson. BREIÐIIOLTSPRESTAKALL: Messa í Breiðholtsskóla kl. 2. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Ólafur Skúlason. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. ELLIIIEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10 árd. Sr. Lárus Halldórsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Halldór S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIIÍKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjud. 8. sept. kl. 10:30: Fyrirhænaguðsþjón- usta. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTÁLINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. IIÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Altarisganga. Sr. Árni Pálsson. LAUÍJARNESKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá Ásprestakalls. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson messar. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl.ll. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 2. Fyrsta guðs- þjónusta eftir sumarleyfið. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Sigurð- ur ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA KRISTS Kon- ungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúm- helga daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema á laugardögum þá kl. 2 síðd. FELLAIIELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safn- aðarguðsþjónusta kl. 2 siðd. Ræðumaður Jóhann Pálsson. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Ræðumaður Óli Ágústsson. J— Skírnarathöfn og fórn fýrir kristniboðið. IIJÁLPRÆÐISIIERINN: Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Brigadíer Ingibjörg Jónsdóttir talar. KIRKJA Jesú Krists hinna síð- ari daga heilögu (Mormónar) Skólavörðustíg 16: Sakrament- issamkoma kl. 14. Sunnudaga- skóli kl. 15. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.ll árd. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jóscfssystra Garðaba1: Hámessa kl. 2 síðd. VÍÐISTAðASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Sr. Sigurður H. Guðmundsson. IIAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Altaris- ganga. Sóknarprestur. Guðspjall dagsins: Mark. 7.: Hinn daufi og málhalti. FRlKIRKJAN í Ilafnarfirði: Guðsþjónusta safnaðarins verð- ur í kirkjunni í Þykkvabæ á Rangárvöllum í tengslum við safnaðarferðina. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. — Nánari uppl. um þessa ferð í síma 50303. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11 árd, samkvæmt hinni nýrri handbók kirkjunnar. Sóknar- prestur. IIVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sr. Ingólfur Guðmundsson prédikar. KIRKJUIIVOLSPRESTA- KALL: Guðsþjónusta í Hábæj- arkirkju kl. 2 síðd. með Frí- kirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði. Undirrituð og sr. Bernharður Guðmundsson fiytja samtals- prédikun. — Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14 (Ath. breyttan messutíma) Sr. Björn Jónsson. Hreggviður Hermannsson við verk. sem hann sýnir í Djúpinu. Teiknari sýn- ir í Djúpinu í GALLERÍI Djúpinu opnar Hreggviður Ilermannsson sýn- ingu á teikningum laugardaginn þann 5. september. Hreggviður er fæddur í Lang- holti í Flóa árið 1950 og hefur búið þar síðan. Hann hefur haldið sex einkasýningar, þar af fjórar í Árnessýslu og tvær í Nýja Gallerí- inu í Reykjavík. Hreggviður er teiknari og vinnur aðallega með tússpenna. Á sýningu hans í Djúpinu má sjá 27 verk unnin með þeirri tækni. Sýningin er opin daglega kl. 11—23 og stendur til 23. september. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meirihluti bæjarstjórnar Garðabæjar: Vísa alfarið á bug dylgj- um félagsmálaráðherra og aðstoðarmanns hans Hinn margumræddi Hafnarfjarðarvegur séður úr flugvél yfir Arnarnesi. Ljósm. Mbl. rax. Á FUNDI ha jarstjórnar Garðahæj- ar. sem haldinn var fimmtudaginn 3. sept. sl.. lagði meirihluti ha jar- stjórnar fram eftirfarandi bókun: „1. sept. sl. var gefin út fréttatil- kynning frá félagsmálaráðherra vegna framkvæmda við vegagerð í Garðabæ. í fréttatilkynningu þessari er, eins og í yfirlýsingum, sem áður hafa komið frá ráðherra og aðstoð- armanni hans, vafasamar yfirlýs- ingar um stöðu skipulagsmála í bænum. Meirihluti bæjarstjórnar vísar alfarið á bug öllum dylgjum um, að ástand þessara mála sé með óeðlilegum hætti í Garðabæ. Enn- fremur er vísað á bug fullyrðingum um að framkvæmdir við Hafnar- fjarðarveg séu brot á skipulagslög- um, enda hafa hvorki dómstólar né ráðherra treyst sér til að kveða upp úrskurð þess efnis: Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg nú, eru liður í heildarlausn vegamála á svæðinu. Þær hafa orðið til þess að samstaða er um fjárveitingu til Reykjanes- brautar, en lega hennar er skv. staðfestu skipulagi. Meirihluti bæjarstjórnar Garða- bæjar vill, um leið og vakin er athygli á því, að félagsmálaráðuneyt- ið hefur ekkert leitað eftir upplýsing- um frá bæjaryfirvöldum um þessi mál, gera eftirfarandi athugasemdir við fréttatilkynningu félagsmálaráð- herra: Samstaða um Ioru þj(K)vc>ía I fréttatilkynningu ráðherra kem- ur fram, að fjárveitingar til þjóðvega í Garðabæ, hafi ekki verið notaðar vegna óeiningar innan bæjarfélags- ins um legu þjóðvega um bæinn, og að ekki hafi verið gengið frá aðal- skipulagi. Skv. aðalskipulagstillögu fyrir Garðabæ, er gert ráð fyrir að aðalumferðaræðar um bæinn verði Reykjanesbraut og Sjávarbraut. Um þetta atriði er full samstaða í bæjarstjórn sbr. samhljóða sam- þ.vkkt bæjarstjórnar á aðalskipu- lagstillögunni í ágúst 1980. Lega Reykjanesbrautar er staðfest skipu- lag, þannig að þess vegna var hægt að nota fjárveitingu í hana ef samstaða hefði náðst meðal þing- manna kjördæmisins. Rangt að Hafnar- f jarðarvegur sé ekki á aðalskipu- lagstillögu Afstaða skipulaKsstjórnar Ráðherra heldur fram, að skipu- lagsstjórn ríkisins hafi ekki fallist á tillögur bæjarstjórnar Garðabæjar um legu þjóðvega í bænum. I bréfi skipulagsstjórnar kemur ekkert fram um að hún geti ekki „fallist á legu þjóðvega um Garðabæ," heldur kem- ur fram, að hún getur ekki að svo stöddu, fallist á að Hafnarfjarðar- vegur verði lagður niður sem umferð- aræð milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur. Tillaga skipulagsstjórnar ríkisins er, að sá vegur verði notaður sem umferðaræð, þar til skipulag liggur endanlega fyrir. Við þessa lausn opnuðust síðan möguleikar á samstöðu þingmanna um fjárveit- ingu til Reykjanesbrautar. Það hlýt- ur að vera Ijóst, að vandamál um- ferðar um Garðabæ minnkar veru- lega við tilkomu stofnbrautar utan byggðarkjarnans, og með því að samþykkja tillögu skipulagsstjórnar, var bæjarstjórn að ná fram margra ára ásetningi sínum að koma sem fyrst stærstum hluta umferðar út úr bænum með lagningu Reykjanes- brautar. Þessi ákvörðun nú breytir ekki samhljóða samþykktri aðal- skipulagstillögu, þar sem framtíðar- lausnin á vestursvæðinu er gerð Sjávarbrautar. Nú vill ráðherra helst fresta fram- kvæmdum, meðan skipulag er í vinnslu. Það álit ráðherrans gengur þvert á álit skipulagsstjórnar ríkis- ins, þar sem gert er ráð fyrir að öngþveiti umferðarmála sé leyst tímabundið meðan skipulagsvinna fer fram, og byggist það álit skipu- lagsstjórnar væntanleg á því, að þeir gera sér grein fyrir því að frágangur skipulags bæjarfélags þarfnast nokk- urs tíma, sérstaklega vegna sam- ræmingar þess við skipulag nærliggj- andi bæjarfélaga sem er nú í vinnslu. Að auki má nefna það, að stærsti hluti framkvæmda við Hafnarfjarð- arveg nýtist bæjarfélaginu síðar, þar sem gert er ráð fyrir á aðalskipu- lagstillögu og tillögu skipulags- stjórnar, að sá vegur verði tengi- braut innanbæjar, milli bæjarhluta, þ.e. núverandi byggðar og væntan- legrar byggðar á Álftanesi og í hrauninu sunnan bæjarins, og jafn- framt tenging Garðabæjar við Hafn- arfjörð. Samraomi framkvæmda og aðalskipulagstillögu I fréttatilkynningu ráðherrans, kemur fram, að framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg séu ekki í sam- ræmi við tillögur að aðalskipulagi. Þetta er rangt. Hafnarfjarðarvegur er á aðalskipulagstillögu, en við afgreiðslu hennar gerði bæjarstjórn fyrirvara um tengingu vegarins við væntanlega Sjávarbraut. Frestun framkvæmda til 1. september Fram kemur í fréttatilkynning- unni, að athugun á kæru minnihluta bæjarstjórnar hafi leitt af sér sam- komulag við samgönguráðuneytið, um frestun framkvæmda til 1. sept. Það vita allir sem til málsins þekkja, að ekki var um neina frestun að ræða, því samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins, gátu fram- kvæmdir ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. sept. vegna hönnunar- vinnu og undirbúnings og fram- kvæmda útboðs sem nú hefur farið fram og tilboð verið opnuð. Vald félaRsmálaráðherra Þar sem lega Hafnarfjarðarvegar nú, er í samræmi við aðalskipulags- tillögu Garðabæjar, sem samþykkt var samhljóða í ágúst 1980, eins og fyrr segir, og bæjarstjórn Garðabæj- ar og skipulagsstjórn ríkisins hafa samþykkt framkvæmdirnar í sam- ræmi við gildandi skipulagslög, verð- ur ekki séð að til þurfi að koma afskipti æðsta yfirmanns skipu- lagsmála, sem er félagsmálaráö- herra, nema hann kveði upp rök- studdan úrskurð, um að hér sé um lögbrot að ræða. Slíkan úrskurð hefur ráðherra færst undan að kveða upp, og er vandséð, að það sé hægt, þar sem hér er um að ræða tíma- bundna lausn á öngþveiti umferðar- mála, en eins og áður segir, eru framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg liður í því, að fá varanlega lausn á umferðarmálum þess svæðis, sem er í samræmi við staðfest skipulag. í fréttatilkynningu ráðherra kemur fram, að ráðherra treystir sér ekki við núverandi aðstæður, til að stöðva alveg framkvæmdir í þjóðvegamál- um í Garðabæ, sem samþykktar hafa verið af meirihluta bæjarstjórnar og skipulagsstjórn ríkisins. Á þessu má sjá, að afskipti ráðherra af fram- kvæmdum eru ekki til komnar vegna þess að hann sé að framfylgja skipulagslögum. Breyting á íyrir- huKuðum framkvæmdum l'élagsmálaráðherra fer fram á, við samgönguráðherra, í bréfi, sem er meginefni framangr. fréttatil- kynningar, að framkvæmdum við suðurhluta vegarins þ.e. frá Lyngási að Engidal, verði hagað þannig, að aðeins verði um minniháttar lagfær- ingar að ræða til að greiða úr umferð og draga úr slysahættu. Rétt þykir að benda á, að á þessum kafla vegarins, er blindhæð, og í næstu nálægð mikil umferð gangandi fólks. Þarna eru líka fleiri umferðarslys en á nokkr- um öðrum hluta þjóðvegakerfis landsins. Hvort hægt er að breyta framkvæmdum, þannig að öryggi vegfarenda sé tryggt, verður Vega- gerð ríkisins að ákveða. Afstaða bæjarstjórnar Garðabæjar, er sú, að hún hvorki vill né getur dregið sig út úr því víðtæka, samkomulagi um heildarlausn vegamála á svæðinu, sem komst á, á milli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, bæjarstjórnar Garðabæjar, skipulagsstjórnar ríkis- ins og þingmanna kjördæmisins fyrr á árinu, þó að það sé í samræmi við óskir hennar að auka framlög til Reykjanesbrautar, þar sem sú fram- kvæmd hefði að mati bæjarstjórnar átt að vera fyrsta framkvæmd í vegamálum á svæðinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.