Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 11
7 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 11 Hér gefur að líta hvíldarherbergi dagdeildarinnar. glugginn fyrir endanum er „gervigluggi** þ.e. fyrir honum er rúllugardína og Ijós lýsa hann upp að aftan. lagt sig og geta 10 hvílst í einu. Að auki eru herbergi fyrir starfsfólk, geymslur og hreinlætisaðstaða. Dagvistarmenn hafa einnig að- gang að miklu húsnæði utan dag- deildarinnar sjálfrar, svo sem borðsal og dagstofum á efri hæð. Guðm. Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson hönnuðu inn- réttingar en þeir eru arkitektar hússins. Gerir öldruðum kleift að dvelja sem lengst í heimahúsum Hlutverk dagdeildarinnar er framar öðru að mæta þörfum þeirra sem búa í heimahúsum en þarfnast verulegrar umönnunar og samfélags við aðra, sem erfitt er að veita á fullnægjandi hátt á einkaheimilinu. Boðið er upp á margvíslega þjónustu á staðnum, svo sem aðstoð við böð og persónu- leg þrif, sjúkraþjálfun, sjúkra- leikfimi og aðstoð við gönguferðir. Þá má einnig nefna ýmiss konar tómstundastarf og fjölbreytta handavinnu, matarþjónustu, fóta- aðgerðir og hárgreiðslu að ógleymdum flutningi til og frá heimilis fyrir þá sem ekki geta annast það sjálfir. Umsóknir ásamt læknisvottorði um vist á dagdeildum eiga að ber- ast Þjónustuíbúðunum, en forstöðumaður þeirra er Róbert Sigurðsson og deildarstjóri Karen Eiríksdóttir. Ellimáladeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar tekur einnig við umsókn- um, en sérstök nefnd á vegum Þjónustumiðstöðvar aldraðra fer yfir umsóknir og ákveður um vist- un. Námstefna um skrifstofu framtíðarinnar: Átján fyrirtæki sýna skrif- stofutæki framtíðarinnar STJÓRNUNARFÉLAG íslands, í samvinnu við Skýrslutækniféiag ls- lands, gengst 1. október nk. fyrir námsstefnu um skrifstofu framtíðar- innar að Hótel Loftleiðum. Þar flytja þrír erlendir gestir erindi, þar sem þeir gera grein fyrir hver þróunin mun líklega verða á skrifstof- um á komandi árum. Ennfremur munu íslenzkir fyrirlesarar fjalla um hvaða þróun hefur orðið í íslenzkum fyrirtækj- um, hvaða tæknivandamál hefur verið við að etja og einnig hvernig ætla má, að þróunin muni verða á allra næstu árum. Að námsstefnunni lokinni verð- ur opnuð sýning á skrifstofutækj- um framtíðarinnar og munu 18 fyrirtæki sýna þar ýmsan búnað, sem ætla má að verði tekin í notk- un á skrifstofum í íslenzkum fyrirtækjum á næstu árum. Sýn- ing þessi verður síðan opin al- menningi dagana 2.-4. október klukkan 14.00-20.00. Þá má geta þess, að á sýning- unni verður nánast eingöngu sýndur búnaður.sem ekki er notaður á skrifstofum í dag, en mun að öllum líkindum verða tek- in í notkun á næstu árum. Skyggnir Jarðstöðin Skyggnir var opin fyrir almenning í fyrradag í tilefni 75 ára afmælis Pósts og sima, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Ennfremur má geta þess, að sama dag var gefið út frimerki með mynd af jarðstöðinni Skyggni. Þess má geta að Skyggnir verður einnig tii sýnis almenningi á laugardag og sunnudag. RIO RIO ii / / Braziliufarar - og annað skemmtilegt fólk! 4. október RÍO DE JANEIRO — COPACABANA Hin heillandí heimsborg — ævintýraheimur suður- hvels — kynnt í fyrsta sinn á íslandi. Kl. 19.00 Húsið opnað með ókeypis fordrykk og forrétti. Afhending bingóspjaida og happdrættismiöa. Kvikmynd frá Brazilíu sýnd í innri sal og video-sýning frá Útsýnarferöum 1981 í gangi allt kvöldið. Kl. 19.45 stundvíslega hefst Ijúffengur kvöldveröur á brazilíska vísu: Carne de puerco con chile verde — Verö aöeins kr. 100.-. SKEMMTIATRIÐI: Tízkusýning: Módelsamtökin sýna stórglæsilegan tízkufatnaö frá verzluninni BLONDIE, Laugavegi 54. Heimsfræg óperusöngkona, Eugenia Ratti frá Milanó syngur óperuaríur viö undirleik Magnúsar Ingimundarsonar Danssýning Suöur-amerískir dansar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.