Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 tt€fc/V\fifí • 1981 Univrtot Pr»M Syndicof „ Eg ðetla kcxupa. bókum hfaklesfear- og 65 re.'\bxra.." ást er... ... að trúa honum fyrir leyndarmál- um sínum. TM Rag U.S. P»t 0(1.—»« rights raservsd • 1981 Los Angetes Times Syndtcate Gæti þaf> ekki verið ánæKÍuefni íyrir vinnufélaKa þína. ef þú ta-kir þér aukalega svo sem fi dajja frí? Með morgunkaffinu Nei. konan mín er heima hjá henni módur sinni um þessa helKÍ. HÖGNI HREKKVISI terrA KAU*sr„/./iA//w&6oA/"// /./rrÆÆ-o//?/ ri/A-7 " Ingólfshöfði, Hjörleifs- höfði og Helgufell Skúli Ólafsson skrifar: „UppKröftur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum hefur nú verið kynntur í sjónvarpi og þar hafa ungar konur unnið gott starf. Sé vitnað í Landnámu, útgáfu Jakobs Benediktssonar, um byggð í Vest- mannaeyjum: Þá bjó Herjólfur í Herjólfsdal og er getið þar um hraun brunnið og blásið allt við Hamar. Herjólfur hét maður Bárðarson Herjólfssonar, frændi Ingólfs landnámsmanns. Þeim Herjólfi gaf Ingólfur land á milli Vogs og Reykjaness. Herjólfur hinn yngri fór til Grænlands þá er Eiríkur rauði byggði landið. Bjarni, sonur Herjólfs, var farmaður þegar faðir hans hraktist til Grænlands, nokkuð við aldur. Afi hans og nafni, Herjólfur eldri, gat verið sonur Helgu, systur Ingólfs, ófeðr- aður, fæddur í Herjólfsdal, og hef- ur hann hlotið Herjólfsdal í tannfé, ef að líkum lætur. Það má telja mjög ósennilegt að ekkert ör- nefni í Vestmannaeyjum sé tengt nafni Heigu, systur Ingólfs, þar sem eyjarnar (og nafn Dufþaks) eru nátengdar sögu Helgu. Ekkert er líklegra en að afritari hafi bætt einu Helgafellinu við þau, sem fyrir voru, með því að breyta Helgufelli í Helgafell. Þegar hafist var handa um að græða upp Herjólfsdal, eftir gosið á Heimaey, reyndist erfitt að hemja uppblástur, þar til það ráð var tekið að flytja túnþökur af meginlandinu, þ.á m. úr hinum nafnfræga Votmúla, til að þekja dalinn. Af þessu má ráða að brunnið hraun hefur komið í ljós, þegar allur jarðvegur blés í burtu, innan við öld eftir komu Ingólfs og Helgu til Eyja, og eftir það var þar veiðistöð og lítil veturseta eða engin." Þessir hringdu . . . Jákvæður málflutningur „Lesandi“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég þakka sjónvarpinu fyrir þáttinn „Umferðin og við“. Sérstakar þakkir færi ég Halldóri Rafnar fyrir hans jákvæða málflutning gagnvart hjólreiðafólki á gangbrautum. Full ástæða hefði verið til að ætla að einmitt hann væri því mótfallinn að umtöluð breyting næði fram að ganga. En mér flaug í hug: „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns.“ Hver verður ábyrgur? „Gangandi vegfarandi“ hringdi og sagði: — Ég er 71 árs gömul en er svo lánsöm að vera við góða heilsu, og ég geng mik- ið. En nú fer víst að þrengjast fyrir dyrum hjá okkur gangandi vegfarendum. Knúin hefur verið fram illa undirbúin lagasetning um heimild til að hjólreiðamenn megi nota það litla umráða- svæði sem okkur var áður ætlað einum. Og hvernig erum við bú- in undir þessa breytingu? Mér er t.d. spurn: Er leyfilegt að hjóla hvort sem er á vinstri eða hægri helmingi gangbrautar? Á maður e.t.v. von á því að fá hjólreiðafólkið aftan á sig hvar og hvenær sem er? Hver verður ábyrgur, ef slys verða af völdum númerslausra reiðhjóla, sem hvergi eru tryggð? Hjólreiða- mennirnir geta jafnvel horfið af vettvangi og skilið eftir slasað fólk, bæði börn og gamalmenni, án þess að viðkomandi fái rönd við reist. Talað hefur verið um að hér geti heimilistrygging komið til skjalanna, en allt er óklárt í þessu efni og óútkljáð. Þar sem ég á heima er snjó- þungt og er ruðningi af götunni gjarna ýtt upp á gangstéttirnar. Það setur að manni ugg við að hugsa til vetrarins, þegar gang- andi og hjólríðandi vegfarendur fara að keppa um þröngar slóðir á gangstéttunum. Ætli útkoman verði ekki sú, að margur sitji þá heima, þó að hann gæti rólað um við eðlilegar aðstæður. Ekkert í staðinn M. Vald. hringdi og kvaðst hafa orðið fyrir sams konar reynslu og fram hafi komið í bréfi „umsækjanda" sem birtist hér í þættinum í gær: — Maður sendir umsókn í góðri trú, ásamt nafni, heimilisfangi, símanúm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.