Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 15
MORÖUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 15 ÞEIR komu síðastir út ur vél- inni og voru þeir einu sem ekki biánuðu aí kulda þegar þeir stigu út i napra gjóluna i gærmorgun á Kefiavíkurflug- velli. enda allir svartir á hör- und. Það er greinilegt að ég verð að taka upp vetrarfatnaðinn strax, var það fyrsta sem Tom Boyd, framkvæmdastjóri The Mississippi Delta Blues Band, sagði þegar hann var sloppinn í gegnum toliinn. Hljómsveitin átti að baki tuttugu og sex tíma strangt ferðalag, alla leið frá San Fransico og því engin furða að Blúsinnu alltaf vinsæll þeir fyndu fyrir mismun hita- farsins þar og á íslandi. Hins vegar var hann ekki mikið að kvarta, lofaði hreina loftið og sagði að veðrið væri ekki verra en búast mátti við. Þeir höfðu verið á hljómleika- ferð um vesturströnd Banda- ríkjanna og héðan fara þeir síð- an í mikla för um Evrópulönd. Þeirri reisu lýkur ekki fyrr en í desember. Tom kvaðst mest hlakka til að spila fyrir Norðmenn, þar aetla þeir að halda tuttugu og fjóra tónleika, enda eru The Mississippi Delta Blues Band gamalkunnir hjá þeim frænd- um okkar og feikivinsælir. Aðspurður um stöðu blúsins í Bandaríkjunum, hvað Tom Boyd blúsinn alltaf vinsælan þar, enda þeim í blóð borinn í því landi og áhuginn væri sífellt að aukast. Sérstaklega á austur- og vesturströndinni. The Miss- issippi Delta Blues Band eru mjög vinsælir á þeim slóðum. Og hljómsveitin er ekki bara vinsæl í hinum vestræna heimi. Rúmenar halda mikið upp á þá, til dæmis mættu sautján þús- und manns á hljómleika hjá þeim síðast. Fylltu íþróttaleik- vang. Tom Boyd sýndi töluverðan áhuga á landi og þjóð. Hann hefur oft komið til íslands, millilent á þeim ótalmörgu ferðum sem hljómsveitin hefur farið til Evrópu, en aldrei séð meira af landinu en það sem sem hægt er að skoða út um kýraugað. Tom Boyd vissi allt um Eirík rauða, Leif heppna og aldur hraunsins á Reykjanesskaga, en einn hlut þurfti hann samt að spyrja um. Er mikið um glæpi á Islandi?- Nei, þú getur gengið öruggur um stræti borgarinnar hvenar sem er sólarhringsins, var svar blaðamanns, en hinsvegar ríkir hér fimmtíu prósent verðbólga. Meðlimir The Mississippi Delta Blues Band hvíla sig nú á Hótel Loftleiðum fram að tón- leikunum í kvöld, sem verða á Hótel Borg. Þeir sem missa af þeim í kvöld fá tækifæri til að sjá þetta blúsband í NEFS v/Hringbraut annað kvöld. Ef- laust hlakka margir til að heyra og sjá þetta víðförlasta blús- band sögunnar og vonandi líkar landanum jafnvel við tregablús- inn þeirra eins og Norðmönn- um. Vetrarstarf Kristilegs stúdentafélags að hefjast KRISTILEGT stúdentaíélag er um þessar mundir að heíja vetrarstarf sitt. Til kynningar á starfsemi fé- lagsins verður efnt til KSF-vöku í kvöld kl. 20.30 í Félagsstofnun stúdenta. Yfirskrift vökunnar verður: „Er Guð dauður eða hvað?“ Auk þess að fjallað verð- ur um yfirskriftina verður ým- islegt annað á dagskrá, svo sem létt klassísk tónlist, stuttur vitnisburður og kynning á félag- inu. Sönghópur mun einnig syngja og að lokum gefst mönnum tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla. Kristilegt stúdentafélag hefur þau tvö aðalmarkmið að sam- eina trúaða stúdenta til trúar- samfélags og benda utanfélags- mönnum á hinn upprisna Jesúm Krist og gildi þess að treysta honum fyrir lífi sínu. Starfsemi félagsins í vetur verður nokkuð fjölþætt að vanda. Ber þar að nefna að hvert föstudagskvöld er sam- vera í húsi félagsins að Freyju- götu 27 þar sem fjallað er um ýmis málefni tengd kristinni trú. Tvisvar á ári er félagið með mót á sínum vegum. Ætlunin er að hafa slíkt mót í Vindáshlíð helgina 9.—11. okt. næstkom- andi. Þátttaka er heimil öllum 18 ára og eldri. Hægt er að skrá sig til þátttöku í mótinu í aðal- anddyri Háskólans og Kennara- háskóla íslands 2. og 5. okt. kl. 11—14, eða á næsta fundi fé- lagsins, föstudaginn 2. okt. kl. 20.30. Innritunargjald er kr. 50. Að lokum má svo geta þess að í félaginu verða starfræktir OPNUM PRUTTMARKAÐ Laugavegi 66, 2. hæö, í dag kl. 1 Fyrir skólafólk Stakir ullarjakkar fyrir drengi og stúlkur. Buxur: Ull, flannel, sléttflauel, kakhi, den- im, hnébuxur, alullar- peysur, peysur, skyrt- ur, bolir, sportblúss- ur, jakkaföt (lítil núm- er). Fyrir dömur Ullar- og vattkápur. Buxnadragtir. Stakir jakkar: Ull, kakhi (5 sniö). Buxur: Flannel, ullar, fínflauel, rifflað flauel, denim, kakhi, hnébuxur, peysur, blússur, bolir, pils, sumarkjólar. Fyrir herra Jakkaföt. Ullarfrakkar (lítil númer). Stakir ull- arjakkar, buxur, skyrtur, bolir, bindt, ullarpeysur. Ótrúlegt úrval af alls kona. efnum Sértil 'TT. n n ri'j amii'u i'm v &■ n1 i ■ irnTTivi rmi Hljómplötur plötur plötur Hljómplötuveröið er svo hlægilega lágt að það er al- ger óþarfi að prútta. Verðið kemst varla neðar. Úrvalið er geysilegt og margar plöt- ur eru aðeins til í örfáum eintökum. Verðið er allt frá 5 kr. og hér er smá sýnis- horn. Willie Nelson Stardust 35 kr. Rod Stewart Greatest Hits 35 kr. r * A if L Allirgetafundið eitthvað við sitt hæfi á 30 kr. borðinu. Slyx - Paradise Theater Manhattan Transfer - Live Abba - Souper Trouper Blondie - Autoamerican Spandau Ballet - Journeys to Glory Gillan - Future Shock Mike Oldfield - Tabutar Bells, Platinum og QEZ Utangarðsmenn - Geislavirkir og 45 RPM B.A. Robertson - Bully For You Nýbyigja, popp, rokk, diskó og fleira og fleira og fleira og fleira og fleira. hópar, er hittast vikulega til biblíulestrar og umræðna. Þátt- taka í þessum hópum er öllum opin. Nánari upplýsingar fást á fundartíma að Freyjugötu 27. (FróttatilkynninK) Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Helgafell .. 7/10 Helgafell .. 21/10 Helgafell .. 4/11 Helgafell .. 18/11 ANTWERPEN: Helgafell .. 8/10 Helgafell ... 22/10 Helgafell .. 5/11 Helgafell ... 19/11 GOOLE: Helgafell ... 5/10 Helgafell ... 19/10 Helgafell ... 2/11 Helgafell ... 16/11 LARVIK: Hvassafell ... 12/10 Hvassafell ... 26/10 Hvassafell ... 9/11 GAUTABORG: Hvassafell ... 13/10 Hvassafell ... 27/10 Hvassafell ... 10/11 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ... 14/10 Hvassafell ... 28/10 Hvassafell ... 11/11 SVENDBORG: Dísarfell ... 12/10 Hvassafell ... 15/10 Arnarfell ... 26/10 Hvassafell ... 29/10 Dísarfell ... 9/11 Hvassafell ... 12/11 HELSINKI: Dísarfell ... 9/10 Dísarfell ... 6/11 HAMBORG: Dísarfell ... 5/10 Dísarfell ... 2/11 GLOUCESTER, MASS: Skaftafell ... 30/10 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 2/10 Skaftafell ....... 2/11 HARBOUR CRACE: Skaftafell ....... 5/10 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Al'GI.YSINGA- SIMINN ER:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.