Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
218. thl. 68. árg.
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Korchnoi bcnti á vinstri hönd Karpovs sem hafði að geyma hvítt peð. Hann mun því eiga fyrsta leikinn
í heimsmeistaraeinvíginu sem hefst í dag.
Sjá fréttir á bls. 22 og 30.
Erum öflugir því við
höfum rétt fyrir okkur
- sagði í samþykkt Samstöðu í dag
(■dansk. 30. scptombpr. AP.
SAMSTAÐA fordæmdi „sálfræðilegt stríð“ yfirvalda gegn þjóðinni á
landsþingi óháðu verkalýðsfélaganna í Gdansk i dag og umræður
hófust um umbótatillögur samtakanna sem eiga að koma í veg fyrir
„hörmungar" i Póliandi. Umræðurnar munu væntanlega taka þrjá
daga en 135 fulltrúar eru á mælendaskrá. Tillögurnar eru í 34 liðum.
Samtökin leggja til meiriháttar
félagslegar umbætur, en frétta-
skýrendur telja þær nógu hófsam-
ar til að komist verði hjá árekstr-
um við yfirvöld. Þó sagði sovéska
fréttastofan Tass í dag, að tillögur
Samstöðu „væru ekki tillögur
verkalýðsfélags heldur stefnuyf-
irlýsing stjórnmálaflokks sem vill
stjórna þjóðfélaginu og landinu
öllu“.
Umræðurnar munu væntanlega
seinka kjöri forystusveitar Sam-
stöðu. Fulltrúar á þinginu sögðu
að þrír myndu bjóða sig fram á
móti Lech Walesa, leiðtoga sam-
takanna. Þeir eru Andrzej Gwi-
azda, maður númer tvö á eftir
Walesa, Marian Jurczyk frá
Szczecin og Jan Rulewski frá Byd-
goszcz en þeir þykja báðir rót-
tækir.
Samþykktinni, sem þingið sam-
þykkti í dag, var beint gegn aukn-
Verðbréf hækka
London. 30. scptcmhcr. AP.
VERÐBRÉF ha'kkuðu í verði í
London í eftirmiðdag eftir áfram-
haldandi sig fyrripart dags.
Kaupsýslumrnn notuðu sér hið
lága verð og eftirspurn jókst.
Bandaríkjadollar hækkaði
nokkuð í verði en reiknað er með
frekari vaxtahækkunum í Banda-
ríkjunum og Evrópu á næstunni.
Gullverð lækkaði lítilsháttar í
Ijondon og Zurich.
um árásum Kommúnistaflokksins
og ríkisstjórnarinnar á Samstöðu
síðan fyrri hluta landsþingsins
lauk 16. september. „Við erum
varaðir við að þjóðin geti misst
sjálfstæði sitt,“ sagði í samþykkt-
inni. „Við getum ekki haft í hótun-
um með skriðdrekum eða barefl-
Ársþing Verkamannaflokksins í Brighton:
Samþykkt ein-
hliða afvopnun
BrÍKhton. 30. scptcmbcr. AP.
Verkamannaflokkurinn í Bret-
landi studdi með næstum tveimur
þriðju hlutum atkvæða tillögu um
einhliða kjarnorkuafvopnun Bret-
lands á ársþingi sinu i Brighton í
dag en felldi tillögu um úrsögn
Bretlands úr NATO. Þctta er í
fyrsta sinn sem ársþing flokksins
tekur svo einarða afstöðu i afvopn-
unarmálum en samþykktin getur
haft áhrif á stöðu Bretlands innan
um. Við erum sannfærðir um að
við séum öflugir af því að við höf-
um rétt fyrir okkur og ef allt ann-
að bregst þá höfum við verkfalls-
rétt“.
Kolanámuamenn í Szczeglowice
hættu í verkfalli í dag en námu-
verkamenn í Silesian-héraði, sem
er mikið kolanámusvæði, hafa
hótað verkfalli ef stjórnvöld
standa ekki við samninga um
laugardagsfrí. Verkamenn í 5
verksmiðjum í Czestochowa hót-
uðu verkfalli í dag vegna hand-
töku prentara sem ákærður er um
að hafa sýnt andsovésk auglýs-
ingaspjöld.
2 lífum
bjargad
Bcirút. 30. scptcmhcr. AP.
KIÆRKASTJÖRNIN í Iran
greindi frá því í dag að hún
hefði komið í veg fyrir fyrirætl-
anir vinstrisinna um að myrða
Ahdulkarim Ardabili. yfirdóm-
ara. og Ihrahim Ilejazi. lög-
regluforingja. I yfirlýsingu frá
stjórninni sagði að gögn hefðu
fundist um fyrirætlanirnar við
húsleit í Teheran og þau hefðu
gert henni kleift að koma í veg
fyrir morðtilræðin.
Til átaka kom milli andstæð-
inga klerkastjórnarinnar og bylt-
ingarvarða á götum í Teheran í
dag, tveimur dögum áður en
gengið verður til þriðju forseta-
kosninganna síðan í febrúar
1979.
Fjórir herforingjar úr hernum
fórust þegar vél með særða her-
menn frá landamærum íraks til
Teheran hrapaði 20 km fyrir
utan borgina á þriðjudagskvöld.
Varnarmálaráðherrann var með-
al þeirra sem létust.
NATO og ákvörðun stjórnar íhalds-
flokksins að leyfa staðsetningu
handarískra kjarnorkueldflauga i
Bretlandi.
Hófsamir flokksmeðlimir, þar á
meðal Brynmor John, talsmaður
varnarmála í flokknum, og Denis
Healey, varaformaður flokksins,
fögnuðu því að tillagan hlaut ekki
tvo þriðju hluta atkvæða. Það hefði
gert hana sjálfkrafa að stefnu næstu
ríkisstjórnar flokksins. „En sam-
þykktin á eftir að valda miklum erf-
iðleikum," sagði John eftir atkvæða-
greiðsluna.
Þetta er í annað sinn sem meiri-
hluti fulltrúa á ársþingi flokksins
styður tillögu um einhliða afvopnun.
Fréttaskýrendur telja að til veru-
legra vandræða kunni að koma inn-
an flokksins ef ekki verður tekið til-
lit til samþykktarinnar í stefnuyfir-
lýsingu flokksins fyrir næstu kosn-
ingar. „Ég mun taka samþykkt
þingsins alvarlega," sagði Healey, en
hann hefur áður sagt að hann myndi
ekki sitja í stjórn Verkamanna-
flokksins sem boðaði kjarnorkuaf-
vopnun.
Times í hættu
I.nndon. 30. scplcmbcr. AP.
PRENTARAR við dagblaðið Times
í London felldu í kvöld samþykkt
sem Rupert Murdoch. hlaðakóng-
ur. gerði við leiðtoga verkalýðsfé-
lagsins á þriðjudagskvöld. Times
hefur ekki komið út síðan á mánu-
dag en á að koma út á morgun,
fimmtudag. Murdoch hefur hótað
að ha'tta útgáfu Times og Sunday
Times ef deilurnar verða ekki
leystar innan skamms.
Ólympíuleikar í Seoul
Badcn-Badcn. 30. scptcmbcr. AP.
ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN
samþykkti i dag að ólympíulcik-
arnir 1988 verði haldnir í Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu. Það var
samþykkt með 52 atkvæðum en
japanska iðnborgin Nagoya
hlaut 27 atkvæði. Þetta verður í
fyrsta sinn sem leikarnir verða
haldnir í þróunarlandi.
Vetrarólynipíuleikarnir 1988
verða haldnir í Calgary, Kanada.
Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut
Calgary 35 atkvæði, Falun í Svíþjóð
25 atkvæði og Cortina d’Ampezzo í
ítölsku Olpunum 18 atkvæði.
Fyrsta skák heimsmeistaraeinvígisins í dag:
Keppendur tókust ekki
í hendur við setninguna
Mcrano. ítalíu. 30. scptcmbcr. AP
„SETNINGARATIIÖFNIN íór vel íram í alla staði,“ sagói Fridrik
Ólafsson. forseti FIDE, í samtali við Morgunhlaðið í gærkvöldi,
Íiegar heimsmeistaraeinvígið í skák hafði verið sett í Merano á
talíu.
Keppendurnir Victor
Korchnoi, áskorandi, og Anatoly
Karpov, heimsmeistari, stóðu
hlið við hlið við athöfnina en
tókust ekki í hendur. Það kom í
hlut Korchnois að draga um lit
úr hendi Karpovs og hefur
áskorandinn hvítt í fyrstu skák-
inni. Þjóðsöngvar Sovétríkjanna
og Sviss voru leiknir og fánar
landanna skreyttu salinn.
Fyrsta skák keppninnar verð-
ur tefld á fimmtudag. Teflt verð-
ur á fimmtudögum, laugardög-
um og mánudögum og biðskákir
á sunnudögum, þriðjudögum og
föstudögum. Keppendurnir
munu hvílast á miðvikudögum.
Sigurvegarinn hlýtur 500.000
svissneska franka í verðlaun;
jafnvirði tæpra tveggja milljóna
króna, en 300.000 frankar falla í
hlut hins.
Miklar árásir birtust á
Korchnoi í sovéskum blöðum í
dag. Hann var ákærður um sið-
leysi og raunverulegur áhugi
hans á að fá konu sína og son til
sín frá Sovétríkjunum dregin í
efa. „
Korchnoi mætti ekki á blaða-
mannafundi sem boðað hafði
verið til. Starfsmenn hans sögðu
að hann hefði ekki viljað lenda í
deilum við Tass. Þeir sögðu að
hann væri miður sín eftir símtal
sem hann átti við konu sína um
ástand sonar þeirra, en hún
heimsótti hann nýlega í fanga-
búðirnar, þar sem hann er í
haldi. Tass fréttastofan sagði í
dag að sovésk yfirvöld hefðu
brottfararleyfi mæðginanna til
athugunar.
Karpov sagði á blaðamanna-
fundi í dag, að engir kærleikar
væru með honum og áskorand-
anum. Samt sem áður sagði
hann Korchnoi verðugan and-
stæðing, sem hefði unnið sér
áskorandaréttinn og því vildi
hann tefla við hann um heims-
meistaratitilinn í skák.