Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 U ndir búningur inn gæti ráðið úrslitum í DAG heísl í Merano á ftallu einvÍKÍ þeirra Karpovs ok Korchnois um heimsmeistarat- itilinn i skák. Eins áður fyrir slík uppKjör hafa skáká- hugamenn dcilt sin á milli um það hvor fari með sigur af hólmi. Allir muna spennuna fyrir einvÍKÍ þeirra Fischers ok Spasskys 1972. bá sýndist sitt hverjum um það hvort Banda- ríkjamanninum tækist að rjúfa áratuKa cinokun Sovétmanna á titlinum ok menn skiptu jafnvel um skoðun frá deKÍ til daKs. Að þessu sinni byrjuðu vanKavelturnar um leið ok Korchnoi vann sér áskorunar- réttinn á Karpov. Fyrri einvÍKÍ þeirra voru rifjuð upp. skákst- íll þeirra ræddur. hvort sömu veikleikar hrjáðu þá <>k í Buku- io 1978 <>k hvort einhverjir nýir hefðu bæst við. Akkillesarhæll áskorandans var þá fyrst og fremst tímahrak- ið og fyrir sum mistök hans hefði byrjandi jafnvel skammast sín. Að eyða of miklum tíma er ávani sem hrjáir marga skák- menn en er lítt afsakanlegur í jafn mikilvægri keppni og heimsmeistaraeinvígi. Að vísu tókst Karpov ekki alltaf að not- færa sér tímahrak Korchnois síðast, en það færði honum þó nokkra mikilvæga vinninga. Veika hlið heimsmeistarans var hins vegar skortur á úthaldi og skákþreyta. Þetta kann að hljóma nokkuð þverstæðukennt því Karpov er 20 árum yngri en Korchnoi, en engu að síður er það staðreynd að undir lok Baguio-einvígisins. Þegar sigur Karpovs virtist svo gott sem í höfn, virtist hann vera orðinn þreyttur á viðfangsefni sínu. í þremur lakari endataflsstöðum, þar sem heimsmeistarinn var í afar óskemmtilegri vörn, ein- kenndist taflmennska hans af úrræðaleysi og hálfgerðu von- leysi sem hlýtur að mega rekja beint til þreytu. Þetta slen á ör- lagastundu Karpov kostaði næstum því titilinn dýrmæta. Að þessu sinni verður einvígið í mesta lagi 24 skákir þannig að svo lengi ætti Karpov að geta haldið út. Hann er líka reynsl- unni ríkari og nú veit hann að ekki þýðir að hrósa sigri gegn Korchnoi fyrr en síðustu skák- inni er lokið. Askorandinn getur einnig lært af mistökum sínum. í sínum verstu martröðum hlýtur hann að sjá fyrir sér góðu stöðurnar í Merano breytast í rjúkandi rúst á sama hátt og gerðist í Baguio fyrir þremur árum í sumum skákanna. Karpov sagði einu sinni er hann var spurður hvernig hann gæti teflt svona hratt: „Það er betra að leika næstbesta leikn- um en eiga það á hættu að missa allt út úr höndunum í tíma- hraki." Það er e.t.v. fyrir neðan virðingu Korchnois sem lista- manns að reyna ekki að finna bezta leikinn, en til slíkrar leik- aðferðar verður hann þó stund- um að grípa ef hann ætlar sér að verða næsti heimsmeistari. En meistararnir eiga sér auð- vitað einnig sínar sterku hliðar þar sem enginn stendur þeim á sporði. I tvísýnum endatöflum nýtur Korchnoi áratuga reynslu sinnar og sem marghertur bar- áttujaxl veit hann allra manna bezt að enginn vinnur skák á því að gefa hana. Þegar öðrum virð- ast öll sund lokuð finnur hann stundum leiðina til lífsins og hefur oft tekist að bjarga gjör- töpuðum töflum gegn sterkum meisturum. Korchnoi er hins vegar langt frá því að vera jafn alhliða skák- maður og heimsmeistarinn. Það er nærri því sama hvernig að- stöðu Karpov lendir í skákborð- inu, hann virðist alltaf vera á heimavelli, hvort sem er í sókn eða vörn, lokaðri stöðubaráttu eða hvössum sviptingum, þá er hann alltaf fljótur tii að leika öflugum og hnitmiðuðum Ieik. Af þessu stutta yfirliti um helstu einkenni keppinautanna sézt hversu gjörólíkir þeir eru á sumum sviðum. Svarið við þeirri spurningu hvor fari með sigur af hólmi i Merano fæst því ekki með að meta kosti þeirra og galla heldur miklu fremur með því að kanna hvor þeirra mætir betur undirbúinn til leiks og gengi þeirra að undanförnu í kappmótum. Það er geysilegur munur á styrk sumra skák- manna eftir því hvort þeir eru í formi eða ekki og ef annarhvor þeirra Karpovs og Korchnois er í lægð um þessar mundir mun hinn ekki bíða boðanna með að ganga frá honum. ÁratuKa reynsla mótar undirhúning Karpovs Sovétmenn leggja gríðarmikið upp úr því að halda heimsmeist- aratitlinum og allra síst vilja þeir missa hann til útlagans Korchnois, sem hefur verið stimplaður föðurlandssvikari í sovézkum fjölmiðlum. Hætt er við að ef heimsmeistaratitillinn skipti um eigendur nú myndi mörgum áróðursmeistaranum vefjast tunga um tönn. Ekkert er því til sparað til að heimsmeistarinn megi verða sem bezt undirbúinn nú þegar einvígið hefst. Fjöldl stórmeist- ara er á hans snærum við rann- sóknir á byrjunum og skákstíl áskorandans og einnig hefur hann fengið ráðleggingar frá sovézkum mótherjum Korchnois í áskorendakeppninni. Aðstoðarmenn Karpovs í Mer- ano verða hinir sömu og í Bagu- io, þ.e. stórmeistararnir Balash- ov og Zaitsev. I fylgdarliði hans eru síðan auk konu hans, mat- reiðslumaður, blaðafulltrúi, líf- vcrðir að ógleymdum fulltrúum sovézka skáksambandsins. Þá er við því að búast að sovézku skákblöðin, sem eru þau lang- stærstu sinnar tegundar í heimi, sendi sterka stórmeistara á vettvang og þeir gætu einnig lagt Karpov lið. í Baguio 1978 var Mikhail Tal t.d. á staðnum sem fréttaritari „64 blaðsins", en aðalstarf hans var þó greinilega að vera Karpov til aðstoðar. Síðustu fjórum mánuðum hef- ur heimsmeistarinn varið heima í Moskvu með aðstoðarmönnum sínum. Hann hefur tekið þátt í fjórum skákmótum á þessu ári, en aðeins tekist sérlega vel upp í Skák eftir Margeir Pétursson einu þeirra. Upp á síðkastið hef- ur Karpov reyndar verið brokk- gengari en á fyrstu árum sínum sem heimsmeistari. Fyrir ára- mót átti hann t.d. mjög slæmt mót í Buenos Aires þar sem hann tapaöi fyrir Timman og Friðriki Ólafssyni, en náði sér síðan vel á strik á Ólympíumót- inu, þar sem sovézka sveitin sigraði naumlega. í ár hafa úrslit í mótum þar sem hann hefur tekið þátt orðið á þessa leið: Linarcs á Spáni í janúar: 1,—2. Karpov og Christiansen 8 v. af 11. 3. Larsen 7 v. 4 Ribli 6V4 v. 5.-6. Kavalek og Spassky 6 v. 7. Portsch 5'/2 v. 8.-9. Ljubojev- ic og Gligoric 5 v. 10. Quinteros 4 v. 11. Bellon 3!4 v. 12. G. Garcia 1 'k v. Þótt Karpov hafi náð góðu vinningshlutfalli á þessu öfluga móti var taflmennska hans ekki í alla staði sannfærandi og hann var í mikilli taphættu gegn þeim Christiansen og Bellon, þótt hann slyppi frá mótinu án þess að tapa skák. Sigurskák hans við Portisch var hins vegar sérlega vel tefld. Moskva í marz: Þar fór fram æfingakeppni á milli sveita. Karpov gerði tvö jafntefli við bæði Kasparov og Smyslov og komst í hann krappann í annarri skák sinni við hinn fyrrnefnda. Hann vann síðan Romanishin í annarri skák þeirra, en hinni lauk með jafntefli. Stórmótið i Moskvu í april: 1. Karpov 9 v. af 13. 2.-4. Polugaj- evsky, Smyslov og Kasparov 7'/2 v. 5.-6. Gheroghiu og Portisch 7 v. 7.—8. Balashov og Beljavsky 6'h v. 9.—10. Petrosjan og And- erson 6 v. 11.—13. Smejkal, Torre og Timman 5‘h v. 14. Gell- er 4 v. Allar fimm vinningsskákir Karpovs voru með hvítu og á löndum sínum hafði hann undraverð tök, því þá Smyslov, Balashov, Beljavsky og Geller lagði hann alla að velli á sérlega sannfærandi hátt. Auk þess náði hann að hefna sín á Timman, sem var í slæmu formi á mótinu. Mótið var ekki hvað sízt haldið með það fyrir augum að veita Karpov þjálfun fyrir einvígið við Korchnoi og það vakti athygli að heimsmeistarinn lék 1. e4 aðeins í einni skák. IBM-mótið í Amsterdam i maí: 1. Timman! 7'h v. af 11. 2.-3. Karpov og Portisch 7 v. 4.-6. Hort, Smyslov og Kavalek 6'h v. 7. Ree 6 v. 8.-9. Ljubojev- ic og Miles 5 v. 10. Polugajevsky 4'k v. 11. Donner 2'k. v. 12. Langeweg 2 v. Frammistaða Karpovs í þessu síðasta móti hans fyrir heims- meistaraeinvígið var óvenju slök af heimsmeistara að vera. Strax í fyrstu umferð tók Hort hann eftirminnilega í bakaríið og hon- um tókst aðeins að vinna Miles og Ljubojevic auk þeirra sem lentu í tveimur neöstu sætunum. Allir gera sér þó ljóst að árangur skákmanns í mótum áð- ur en hann teflir heimsmeistara- einvígi er ekki fyllilega mark- tækur því aukaorkan og nýju af- brigðin eru auðvitað spöruð fram að einvíginu. Karpov hefur reynt margt nýtt á árinu og tefl- ir nú fleiri byrjanir en áður þannig að erfitt hefur reynst fyrir Korchnoi og hjálparkokka hans að henda reiður á við hverju megi búast frá heims- meistaranum — þegar alvaran byrjan. Undirbúninsur Korchnois heíur vakið furðu Það hefur verið venja þeirra sem hyggjast tefla heimsmeist- araeinvígi í skák að draga sig algjörlega í hlé nokkrum mánuð- um áður en það byrjar og hætta algjörlega taflmennsku fyrir utan æfingarskákir við aðstoð- armenn og vini. Eftir þessu hef- ur Korchnoi hins vegar alls ekki Símamynd AP. farið og allar götur síðan hann vann sigur í einvíginu við úbner hefur hann þeyst um heiminn þveran og endilangan til að taka þátt í ýmiss konar skákviðburð- um. Svo sem kunnugt er neita Sov- étmenn að tefla á mótum þar sem Korchnoi tekur þátt nema þegar um mót á vegum FIDE er að ræða. Af þessu leiðir að hon- um er ekki boðið í allra sterk- ustu mótin því margir mótshald- arar vilja endilega fá Karpov og sterkustu sovézku stórmeistar- ana á mót sín og fallast því á að útloka Korchnoi. Öll boð á öflug mót þiggur Korchnoi því fegins hendi. Síðasta mótið sem Korchnoi tók þátt í var í Suður-Afríku í ágúst þannig að hann hefur ein- ungis varið rúmlega mánuði við undirbúning ásamt aðstoðar- mönnum sínum, Bandarikja- manninum Seirawan og Eng- lendingnum Stean. Vissulega knappur tími og margir stór- meistarar hrista nú höfuð sín í vandlætingu. Auk þess hefur frammistaða áskorandans upp á Korchnoi og Karpov hittast við setningarathöfn heimsmeistaraeinvígisins í skák í gærkvöldi. síðkastið verið síður en svo upp á það bezta. Það er óumdeilt að sigur Korchnois í áskorendakeppninni í fyrra var knappari en þegar hann ávann sér áskorunarrétt- inn fyrir einvígið 1978. Nú átti hann t.d. í miklum brösum við Polugajevsky sem hann hafði gjörsigrað árið 1977 og í upphafi einvígis síns við Húbner var hann í hræðilegu formi þótt með heppni og seiglu hafi honum tek- ist að snúa atburðarásinni sér í vil. Með frábærri frammistöðu sinni á mótum á fyrsta hluta þessa árs tókst Korchnoi hins vegar að gjörbreyta því áliti manna að honum hefði farið aft- ur frá því 1978. Skyndilega töldu flestir að útlit væri fyrir geysi- spennandi einvígi milli tveggja framúrskarandi skákmanna á hátíndi ferils síns. En aftur skiptu skákgagnrýnendur um skoðun er Korchnoi fór að vegna afar illa á mótum í sumar. Eng- um dylst að ef hann verður í jafn slæmu formi og þá verður hann malaður af Karpov. En lítum á árangur Korchnois síðan hann bar sigurorð af Húbner um síðustu áramót: Banco di Roma á Ítalíu i febrúar: 1. Korchnoi 8 v. af 9 mögulegum! 2. Csom 5'k v. 3.-4. Parma og Tatai 5 v. 6.-9. Makr- opoulos, Mariotti, O. Rodriguez og Toth 3‘k v. 10. Zichichi 3 v. Korchnoi sýndi eftirminnilega fram á að hann væri mörgum styrkleikaflokkum fyrir ofan keppinauta sína, sem voru þó margir stórmeistarar. Lone Pine i Kaliforniu i apr- íl: 1. Korchnoi 7 v. af 9 möguleg- um. 2. Seirawan, Sosonko og Gligoric 6'k v. 5.—12. Christi- ansen, Tarjan, Henley, Jusupov, Ivanovic, Pfleger, Campora og Alburt 6 v. o.s.frv. Þátt tóku 60 skákmenn og teflt var eftir Monrad-kerfi. Korchnoi tefldi nú í fyrsta sinn við Rússa eftir að hann flýðí 1976, ef einvígin eru undan- skilinn er hann vann hinn unga og efnilega stórmeistara Jus- upov í frábærri skák. Mótið var enn ein fjöður í hatt Korchnois sem að auki tók með sér 20.000 dala fyrstu verðlaun. Ekki ónýtt, því hann verður auðvitað sjálfur að standa allan straum að kostn- aði við undirbúning sinn, t.d. greiða aðstoðarmönnum sínum o.n. Bad Kissingen. apríl og maí: 1. Korchnoi 9 v. af 10 möguleg- um! 2.-3. Hort og Seirawan 6 v. 4. Sosonko 3'k v. 5. Wirthensohn 3 v. 6. Lobron 2‘k v. Mótið var teflt eftir tvöfaldri umferð en það var sérstaklega sett á laggirnar til að veita Korchnoi æfingu fyrir einvígið. Nú töldu flestir að hann ætti að láta staðar numið og huga að fræðilegum undirbúningi en í staðinn skemmdi hann frábæran árangur sinn með frekari tafl- mennsku. Las Palmas i júní: 1. Timman S'k v. af 10! 2. Larsen 6'k v. 3.-4. Seirawan og Korchnoi 6 v. 5. -6. Bellon og Garcia Padron l'k v. Mótið var teflt eftir tvö- faldri umferð. Baden-Baden í júli: 1,—2 Mil- es og Ribli 9'k v. af 13 möguleg- um. 3. Korchnoi 8'k v. 4.-7. Hort, Uzicker, Gheorghiu og Ivk- ov 8 v. o.s.frv. Á þessu móti tap- aði Korchnoi fyrir bandaríska alþjóðameistaranum deFirmian og óþekktum þýzkum skák- manni, Bastian að nafni, sem hefur 2320 stig og er því lakari en nokkrir þeirra sem Korchnoi tefldi við í íslenska sjónvarpinu í vor. S-Afríka í ágúst: Af þessu móti hafa ekki borist nákvæmar fréttir, en frammistaða Korchnois var slæm því hann tapaði báðum skákum sínum við enska stórmeistarann og stærðfræðinginn John Nunn. Það má segja að þrjú seinni mótin séu jafnslök og hin fyrri frábær af hálfu Korchnois. Það er þó vart ástæða til að afskrifa möguleika hans, því auðvitað leggur hann öll helstu leynivopn- in til hliðar til þess að geta notað þau í einvíginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.