Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 36 Rætt við Kristínu Bjarnadóttur leikkonu um „Ástar sögu aldarinnar“ og ffleira Kristín Bjarnadóttir í hlutverki sfnu í „Ástarsðgu aldarinnar". Myndin var tekin í æfingu. „Húsmóðir sem skrifar, skúrar, þvær og fyrirgefur" Sl. miðvikudagskvöld var frumsýnd á, Litla sviði Þjóð- leikhússins leikgerð ljóðabókarinnar „Ástarsaga aldar- innar44 eftir finnsku skáldkonuna Mörtu Tikkanen. Leikgerð þessi er unnin af Kristbjörgu Kjeld leikstjóra og Kristínu Bjarnadóttur leikkonu, en hún hefur auk þess þýtt verkið úr sænsku og leikur eina hlutverkið í sýningunni. Nú er það ekki alveg á hverjum degi sem þýðandi, leikgerðarsmiður og einleikari í leikverki er ein og sama manneskjan. Því var það að undirrituðum þótti vel við hæfi að ræða við Kristínu Bjarnadóttur um hana sjálfa og leikferil hennar sem og verk það sem hún hefur eytt jafn miklum tíma og vinnu í að koma á framfæri við landann og raun ber vitni. „Tekur enginn mark á neinum“ „Eg hiýt ennþá að vera Húnvetning- ur að hálfu ... Mamma er reyndar frá Önundarfirði. Ég er ein af sex systkin- u um. Kristín talar hægt og einatt með löngum hléum milli setninga. Hún gef- ur sér góðan tíma til að hugsa. Ég bið hana um dálítinn sögulegan fróðleik og hann kemur. Smátt og smátt. „Ég þráði að verða leikkona. Til að þurfa ekki alltaf að vera eins. Alltaf sama manneskjan í augum annarra. Ef maður ætlaði að gera allt í einu eitthvað annað en maður var vanur, þá tók enginn mark á því. Þetta er svona. Okkar samfélag er líka svo lítið að það er eiginlega ómögulegt til dæmis að flytja eitthvert langt í burtu og byrja upp á nýtt. Það þekkja allir alla. Tekur enginn mark á neinum ... Ha ... Eða þá að maður er settur á bás, þar sem maður verður svo að dúsa, kannski til æviloka. Ég lærði hjá Ævari Kvaran í tvö ár. Leiklistarskóli var eini skólinn sem ég gat hugsað mér að fara í og það varð úr að ég fór í leiklistarskólann í Odense í Danmörku árið 1971. Þaðan útskrifaðist ég árið 1974. Síðan fékk ég fasta stöðu hjá leikhúsi á Jótlandi, en hélt til Kaupmannahafnar eftir nokkra viðdvöl þar. Á meðan á dvöl- inni í Kaupmannahöfn stóð starfaði ég mikið með leikhópum. M.a. með barna- leikhúsinu „Baadteatret", sem sýndi í yfirbyggðum pramma sem flaut fyrir utan menntamálaráðuneytið. Um þetta leyti fékk ég stórt þögult hlutverk í sjónvarpsmyndaflokki sem var byggður á fornu dönsku gaman- kvæði, „Fattige Anne“. Þetta varð vin- sæll þáttur, sem byggðist á léttri þjóð- félagsádeilu og erótískum húmor. Ég lék Önnu og gerði nú ekki mikið annað en að hoppa um og vera sæt, en það var nóg til að komast á forsíður blað- anna. Þetta varð reyndar til að hjálpa okkur í þeim leikhópi sem ég vann með. Við vorum að sýna einþáttunga eftir Tennessee Williams og fengum heilmikla umfjöllun í fjölmiðlum fyrir bragðið. Upp úr þessu fékk ég líka hlutverk í kvikmyndinni „Skytten", sem var sýnd hér fyrir nokkru." ,4 huganum eda flugvél“ „Enda þótt þetta væri allt saman skemmtilegt og gengi vel, þá bjó alltaf innra með mér einhver asnalegur draumur um að fara heim. Til að missa ekki tengslin við upprunann. Maður getur það nú reyndar aldrei al- veg. Maður leitar alltaf til baka. Á einhvern hátt. Annað hvort í huganum eða flugvél. Það er erfitt að lýsa því hvernig það var að koma svo heim 1978. Ég er búin að vera að reyna að átta mig á því allar götur síðan. Þess vegna er ég ekki farin aftur. Ég var reyndar úti í júní og júlí í sumar. Lék eilítið hlutverk í kvikmynd sém verið var að gera um farand- verkamenn í Danmörku í byrjun ald- arinnar. Þá var unnið við járnbrauta- lagnfngu á jósku heiðunum. Það var Klaus Rifbjerg sem gerði handritið, en það eru Lena og Sven Gronlokke sem gera myndina. Þetta var geysilega gaman. Að vinna aftur með ýmsum sem ég þekkti. Þar á meðal var ein af aðalleikkonunum í myndinni, sænsk- finnska leikkonan Stína Ekbland, en hún útskrifaðist með mér úr leiklist- arskólanum forðum. Síðan ég kom heim hef ég fengist við ýmislegt. Ég lék í sýningu Þjóðleik- hússins á Syni skógarans og dóttur bakarans og í Hemma hjá Leikfélag- inu. Svo vorum við Nína Björg Árna- dóttir með útvarpsþætti um danskar skáldkonur og ég hef þýtt nokkrar smásögur og lesið eða birt. Já. Það hafa birst eftir mig nokkur ljóð í blöðum. Ég hef nú ekki hugsað neitt um að safna þeim saman í bók. Kannski einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég hendi ekki öllu sem ég skrifa. Þetta er jafn nauðsynlegt og að dreyma. Jafn lífsnauðsynlegt." „Kemst ekki hjá því ad hrífast“ Nú víkur talinu að „Ástarsögu ald- arinnar" og afskiptum Kristínar af því verki. „Það sem hreif mig við þetta verk var þetta einfalda mál, þessi hvers- dagslegi orðaforði sem Mörtu tekst að nota á svo sannfærandi hátt að maður kemst ekki hjá því að hrífast. Textinn er líka settur fram af svo ríkum skiln- ingi á eigin aðstöðu og annarra. Þessi bók kom út 1978 og ég fékk strax áhuga á að þýða hana. Mér fannst hér vera á ferðinni efni sem þyrfti að koma til skila. Ég hitti svo Mörtu Tikkanen ári síðar og hún gaf mér leyfi til að þýða verkið. Það var mikið verk og oft hefði ég viljað að það væri styttra á milli okkar Mörtu, en raunin var. En þetta hafðist og bókin kom út hjá Iðunni í vor. Það er víst komið á annað ár síðan ég sýndi Sveini Einarssyni drög að þýðingunni og fékk þá uppörvandi móttökur og við Kristbjörg settumst svo niður í vor til að koma þessu sam- an í leiksýningu. Þetta verk hefur ver- ið sett upp i leikhúsum á öllum Norð- urlöndum, í mörgum leikgerðum, m.a. lék Stina Ekbiad þetta verk í Stokk- hólmi og var það sýnt þar í heilt ár fyrir fullu húsi. Við höfum unnið okkar leikgerð óháð sýningunum í Skandinavíu, enda höfum við enga þeirra séð. Það var ákaflega inspírer- andi að vinna með Kristbjörgu og án hennar hefði þessi sýning aldrei orðið til.“ ,4»aö er einhver allt önnur kona“ „Þetta fjallar um mjög almenn vandamál, drykkjuskap og hefð- bundna kúgun konunnar. Þetta er lýs- ing á fjölskyldulífi Mörtu og eigin- mannsins, rithöfundarins Henriks Tikkanen. Hann er frægur höfundur, en drykkjusjúklingur. Hún er líka rit- höfundur, en einnig „bara húsmóðir". Hann er rithöfundur sem drekkur. Hún er húsmóðir sem skrifar. Og skúrar og þvær og fyrirgefur. Þó ekki allt. Þegar verkinu lýkur, er í raun allt líkt og það var, en áhorfendur eða les- endum er látið eftir að hugleiða hvort það verður svoleiðis áfram. Hvort það á að vera svoleiðis áfram. Það er mjög ólíkt að þýða og leika. Það er allt annað að sitja á stól við borð heima í stofu og reyna að koma sænskunni hennar Mörtu yfir á ís- lensku, heldur en að standa á sviðinu og koma þessum hugsunum til skila milliliðalaust. Þá er maður ekki lengur maður sjálfur, þá er maður að leika, túlka einhverja aðra manneskju. Kon- an á sviðinu er hvorki Marta Tikkanen né Kristín Bjarnadóttir. Það er ein- hver allt önnur kona. Saga Mörtu er saga ótal kvenna um allan heim. Saga baráttu fyrir að koma hugsunum sínum á framfæri við umheiminn, baráttu við eigin tilfinn- ingar, eins og „hatur sem ekki má koma i ljós“, baráttu fyrir eigin sjálf- stæði. Eitt helsta vopnið í þessari bar- áttu er að læra að horfast í augu við sjálfan sig, viðurkenna sjálfan sig, enda þótt þá sé reyndar ekki nema hálfur sigur unninn." —SIB. Hvarvefna leitaöi ég þín sem allsstaöar varst í tilveru minnl. Ég reyndi aö breyta tilveru minni svo hún hentaöi þér leitaöi þín hvarvetna og aö lokum fann ég mig („Ástarsaga aldarinnar" e. Marta Tikkanen. Þýö. Kristín Bjarnadóttir. löunn, Reykjavík 1981. Bls. 143).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.