Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 t Móöir okkar og fósturmóðir, JÓHANNA JÓHANNSOÓTTIR, Dalbraut 27, andaðist í Landspitalanum aö kvöldi 28. september. Vilfríöur Guönadóttir, Lilja Guönadóttir, Hulda Guönadóttir, Þórir Guönason, Gísli Dagsson. t Eiginmaöur minn, JÚLÍUS R. JÚLÍUSSON, er andaöist 25. september sl., veröur jarösunglnn frá Dómkirkj- unni föstudaginn 2. október kl. 10:30. Jónína Þorsteinsdóttir. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ SIGRÍOUR FRIORIKSDÓTTIR, Löngufit 5, Garöabæ, lést þriöjudaginn 29. september. Siguröur Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn og faöir okkar, HAFSTEINN BERGÞÓRSSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 2. október kl. 13.30. Magnea Ingibjörg Jónsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Jón Bergþór Hafsteinsson, Gunnar Ingi Hafsteinsson, Hafsteínn Hafsteinsson. t Tengdamóðir mín, amma okkar og langamma, ANNA DANÍELSDOTTIR, Suöurgötu 14, Keflavík, sem andaöist laugardaginn 19. september, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. október kl. 14.00. María Kjartansdóttir, Anna Aradóttir, Siguröur Arason, Þorgeröur Aradóttir, Daníel Arason, og barnabarnabörn. Halldór Marteinsson, Ágústína Albertsdóttir, Örn Bergsteinsson, Ingibjörg Óskarsdóttir t Utför GUOBJARGAR S. GUDMUNDSDÓTTUR, Ásgarði, fer fram frá Búrfellskirkju laugardaginn 3. október kl. 14.00. Sigríöur Eiríksdóttir, Ásmundur Eiríksson. t Viö þökkum innilega auösýnda vináttu og samúö viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SOFFÍU ÁRNADÓTTUR, frá Rifi. Fyrir hönd vandamanna, Leó Kristleifsson. t Þökkum innilega auösynda samúö viö andlát og útför STEFANÍU BRYNJÓLFSDÓTTUR frá Starmýri. Oddný Þórarinsdóttir, Hermann Guöbrandsson, Elís Þórarinsson, Þorgeröur Karlsdóttir, Sigurður L. Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuorö: Þórleifur Bjarna- son frá Hœlavík Fa'ddur 30. janúar 1908. Dáinn 22. september 1981. Fyrir rúmum 73 árum fæddist sveinbarn í einni af afsekktustu víkum Hornstranda, Hælavík, nánar tiltekið 30. janúar 1908. Sveinn þessi var vatni ausinn og gefið nafnið Þórieifur. Hann átti þess ekki kost að alast upp hjá foreldrum sínum, en ólst að mestu leyti upp hjá afa sínum og ömmu í Hælavík, Guðna Kjartanssyni og konu hans Hjálmfríði ísleifsdótt- ur. Þrátt fyrir það mun hann ekki hafa farið á mis við ástríki móður sinnar. Hælavík er ein af afskekktustu og nyrstu byggðum Vestfjarða og raunar landsins alls. Fámenni, erfiðar samgöngur, vetrarhörkur, fannfergi flesta mánuði ársins, ofsaveður og brimöldur hafsins börðu ströndina ósleitilega, svo langtímum saman var ekki fært á sjó út. Sumur voru stutt en oft yndis- leg með sólskini og blíðu dögum saman. í steinum, hólum, hæðum og fjöllum bjuggu álfar, huldufólk og tröll. Ekki var víst nema úti- legumenn gætu leynst hér og þar. Hafísinn lét heldur ekki á sér standa á vetrum með bjarndýrum og öðrum illvættum. Draugatrú var heldur ekki alveg útdauð á þessum árum og örugg- ara að vera ekki einn á ferli á síð- kvöldum. í þessu umhverfi ólst hinn ungi sveinn upp, það hlaut því að hafa mikil áhrif á uppeldi hans og Hfsviðhorf er fram í sótti. Hann var snemma bráðgjör and- lega og líkamlega og leitaði þá mest til afa síns til þess að fá skýringar á því sem hann skildi ekki og fannst athygli og undrun- arvert. Þar fékk hann að sjálf- sögðu skýringar á mörgu, en um- fram allt skilning og áhuga afa síns á fróðleiksfýsn hans og for- vitni um alla hluti. Möguleikar til fræðslu og náms voru ekki miklir á þeirri tíð, og ekki um margt að velja í þeim efnum. Barnaskólakennsla var lítil sem engin, yfirleitt farkennsla nokkra mánuöi á ári og þar kennt aðeins undirstöðuatriði s.s. lestur, skrift, reikningur og að sjálfsögðu kverið. Hinn ungi sveinn var mjög fróð- leiksfús, svalg í sig sögur og annan fróðleik frá afa sínum og ömmu og öðru heimilisfólki. Guðni Kjartansson, afi hans, var að mörgum ekki talin við al- þýðuskap, sérlundaður, harður í horn að taka og einnig óvæginn við sjálfan sig og aðra ef svo bar undir. Hann mun þó manna best hafa skilið hina óslökkvandi mennta- þrá hins unga sveins og fróðleiks- fýsn og gerði allt sem í hans valdi stóð með að hjálpa honum til mennta. Með hjálp afa síns og annara' góðra manna tókst Þórleifi að ganga menntaveginn, sem kallaö er, og lauk kennaraprófi frá Kenn- araskólanum í Reykjavík 1929 og var þá stóru takmarki náð. Sjálfur hefur Þórleifur lýst þessu fyrsta skeiði æfi sinnar í bókum sínum, meðal annars bókinni Hjá afa og ömmu. Sá, sem þessar línur ritar, fædd- ist einnig í Hælavík nokkrum ár- um síðar eða 1924, sonur móður- systur Þórleifs. Þegar ég man fyrst vel eftir mér í Hælavík, var talað um þennan frænda minn með sérstakri lotn- ingu. Menn urðu alvarlegir og há- tíðlegir í fasi, ef að hans var von, allt snurfusað og þvegið eins og stórhöfðingja væri von. Það leynd- ist okkur ekki börnunum, að hér var hetja á ferð, ofurmenni, sem ekki ætti sinn líka þar um slóðir. Það voru sérsta.kir hátíðisdagar, þegar hann dvaldi í Hælavík. Ég sá hann þó aldrei nema í fjarska á þeim árum, dulmagnaða persónu, sem allir dáðu og litu upp til. Svo var það sumarið 1939 að móðir mín tekur mig á eintal, og segir mér, að Þórleifur frændi minn hafi boðið mér að vera hjá sér næsta vetur til náms í Gagn- fræðaskóla ísafjarðar, mér al- gjörlega að kostnaðarlausu. Ég varð steinhissa, mállaus um stund af undrun en jafnframt felmtri sleginn yfir að hugsa til að fara svo langt frá heimili foreldra minna sem þá var á Hesteyri, en til ísafjarðar hafði ég aldrei kom- ið, og fannst hann óralangt í burtu. Ég spurði móður mína hvort þau mættu missa mig frá bú- skapnum, sem þó var ekki mikill en faðir minn var þá sjúklingur. Hún hvað svo vera, það mundi bjargast. Það var því úr að haustið 1939, settist ég í fyrsta bekk Gagn- fræðaskóla ísafjarðar og bjó hjá Þórleifi frænda mínum og konu hans Sigríði Hjartar. Þannig byrj- uðu persónuleg kynni okkar frændana. Þórleifur hafði byrjað kennslu strax að loknu námi og var er hér var komið fastráðinn kennari við Barnaskóla Isafjarðar og stunda- kennari við gagnfræðaskólann þar. Hann hafði siglt til Kaup- mannahafnar og dvalist þar 1934—’35 við Kennaraháskólann þar og numið fyrst og fremst sögu, landafræði, ensku og uppeldis- fræði. Hann var virtur og dáður kennari. Þau hjón áttu þá eina dóttur barna, Þóru, rúmlega árs gamla. Umskiptin voru mikil fyrir mig, sveitadrenginn, það var sem ég kæmi allt í einu inn í ævintýra- heim, sem mig hafði tæpast nokk- urn tíman dreymt um. Hjá þeim bjó ég í þrjá vetur og lauk gagn- fræðaprófi, frá Gagnfræðaskóla ísafjarðar 1942. Við frændurnir urðum oftast samferða í skólann á morgnanna. Þá var oft skrafað og ég fræddur um hitt og þetta. Hann kenndi þá sögu í Gagnfræðaskóla ísafjarðar. Hann hafði sérstakt kennslulag í sögu. Ekki yfirheyrsluform en kryddaði text- an með sögum um aðalpersónurn- ar sem festu aðalatriðin í minni lærisveinsins. Það var alltaf graf- arþögn í tímum hjá honum. Nem- endur voru sem dáleiddir af kennslu hans. Þannig varð Þórleifur frændi minn raunverulegur örrlagavald- ur í lífi mínu og þar með skipti sköpum um mína framtíð. A þessum árum var mikiö menningarlíf á ísafirði. Þórleifur tók mikinn þátt í því. Hann var gæddur frábærum leiklistarhæfi- leikum og tók mikinn þátt í leik- list á ísafirði og síðar á Akranesi, en þangað fluttu þau hjónin 1954, er hann gerðist námsstjóri á Vest- urlandi. Hann var einnig frábær upplesari og er mér minnisstæðar enn í dag ýmsir upplestrar hans frá þessum árum, á sviði Alþýðu- hússins á ísafirði, þar sem fólk var sem bergnumið af lestri hans, bæði kvæðum sögum og þáttum úr leikritum og er mér sérstaklega minnisstæðir þáttur sem honum var mjög hugleikinn úr Gullna hliðinu, en það var vani hans að þegar hann ias leikrit, lék hann hverja persónu fyrir sig. Því mið- ur mun þessari listgrein, þ.e. upp- lestrar hafa hnignað mjög hin síð- ustu ár sem skemmtiatriði og er það nú viðburður ef maður heyrir slíkt á skemmtunum. Hann tók einnig mikinn þátt í söngstarfi Karlakórs ísafjarðar um árabil. Þórleifur tileinkaði sér hugsjónir jafnaðarstefnunnar og var all framarlega í stjórn Alþýðuflokks- félags Isafjarðar, en þá voru helstu valdamenn þar Finnur Jónsson, alþingismaður, Hannibal Valdimarson, skólastjóri og rit- stjóri Skutuls og Guðmundur G. Hagalín, ritstjóri. Þetta var harð- snúið pólitískt lið og stóðu and- stæðingar þess því ekki snúning um árabil og margar sögur fóru af áróðurstækni Hagalíns, og er mér minnisstæð ein saga er sagði frá því er Hagalín var að reyna að snúa andstæðingi sínum til réttr- ar trúar og hélt því fram að þing- maður hans hefði aldrei náð langt I þingmannsstörfum sínum, því að hann ætti ennþá sæti í neðri deild og hefði aldrei komist í efri deild Alþingis. Hvort þessi röksemda- færsla leiddi til hugarfarsbreyt- ingar kjósandans veit ég ekki. Annars var Hagalín fastagestur eitt kvöld, hjá þeim hjónum, Þór- leifi og Sigríði, en það var á Þor- láksmessu, en þá kom hann alltaf í hádegismat og skötustöppu, sem var uppáhaldsréttur Vestfirðinga á þeim árum á Þorláksmessu. Þórleifur var stakur bindindis- maður allt sitt líf og starfaði í Góðtemplarareglunni til dauða- dags og var þar ávallt virkur fé- lagi. Ekki ætla ég mér þá dul að telja hér og meta öll þau margvís- legu og fjölþættu störf Þórleifs, svo sem ritstörf hans og margt fleira, það munu vafalaust aðrir mér færari gera. Ég vil þó geta þess, að hann gleymdi aldrei sinni fæðingar- sveit, sem hann hefur gert ódauð- lega í bókum sínum, svo sem Hornstrendingabók og mörgum fleiri. Þórleifur kvæntist konu sinni Sigríði Hjartar, 1935 og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn sem öll eru á lífi. Sigríður var mikil myndar og merkiskona, glæsileg og frjálsleg í fasi og hin mesta íþróttakona á yngri árum. Hún reyndist mér sem einlæg móðir þau ár sem ég dvaldi hjá þeim hjónum. Þórleifur missti konu sína árið 1972, eftir langvarandi og erfið veikindi. Sjálfur var hann þá þegar kominn með þann sjúk- dóm er varð banamein hans. Aldrei heyrði ég hann kvarta vegna sjúkdóms síns eða annara erfiðleika enda ekki lenska á upp- vaxtarárum okkar að bera tilfinn- ingar sínar, harma og sorgir á torg. Ég vil að leiðarlokum þakka Þórleifi og konu hans, fyrir hjálp þeirra og vináttu frá okkar fyrstu kynnum, en þó einkum og sér í lagi fyrir þá þrjá vetur sem ég dvaldi á heimili þeirra, en það er það tíma- bil námsferiis míns, sem ég minn- ist best og gleymist aldrei og lýsir sem skærar perlur í sjóði minn- ingana. Honum verður aldrei þakkað sem vert væri. Kristján Sigurðsson. læknir ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein. sem birtast á í miðvikudagshlaði. að herast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggcfnu tilefni. að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með goðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.