Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 48
5 krónur eintakið FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 Biskupsskipti HISKUF’SSKII’TI verða í daK. rr herra Pétur SÍKurKeirsson tekur við störíum af herra Si«- urhirni Einarssyni. fráfarandi hiskupi. InnsetninK hins nýja biskups fór hins ve«ar fram í Dómkirkjunni á sunnuda^inn eins <>k skýrt hefur verið frá. Herra Pétur SÍKurgeirsson segir, að ekki verði að vænta mikiila breytinga á störfum kirkjunnar, nú er hann tekur við embætti biskups. Hann kvaðst taka við kirkjunni í góðum byr, þar sem starfsemi hennar sé mun öflugri en oft hafi verið á seinni árum. Kveðst hann munu leggja áherslu á þá þætti í starfi kirkjunnar er mest hafa verið áberandi hin síðari ár, svo sem Hjálparstofnun kirkjunnar, Æskulýðsstarfsemina, sjó- mannastarfið og söngmálin, auk útgáfustarfsemi og þess sem mikilvægast sé, að aðstoða presta í daglegum störfum þeirra úti í söfnuðunum. Herra Pétur kveðst vera því fylgjandi að biskupsstólar verði endur- reistir í Hóltastifti og Skál- holtsstifti hinum fornu og verði biskupar á Islandi þá þrír, því einn sitji áfram í Reykjavík. Sjá svipmynd af herra Pétri á miðopnu hlaðsins í dag, svo og forystugrein Morgunblaðsins í dag. Fjárfestingarfélagið og Vatnsleysustrandarhreppur: Samningar um leigu lands fyrir laxeldistöð FJÁRFESTINGARFÉLAG íslands og Vatnsleysustrandarhreppur undirrituðu í ga-rkveldi samninga um leigu lands til 30 ára, fyrir lax- eldisstöð scm reisa á í Vogum, í samvinnu við handariska fyrirtæk- ið Wyerhauser, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunhlaðið fékk hjá Svcini Eiðssyni, sveitarstjóra í gærkveldi. Landið er um 10 hektar- ar að stærð og er í syðri hluta Voga- víkur. undir Vogastapa. Eigna- skipting í fyrirtækinu mun verða sú að Wyerhauser mun eiga 49% hlutafjár, en innlendir aðilar 51%, en hlutahréfin verða hoðin út á frjálsum markaði. ÖII tilskilin leyfi munu vera fyrir hendi. til að unnt sé að hrinda laxeldisstöðinni í fram- kvæmd. Fyrir hönd Fjárfestingarfélagsins undirrituðu samninginn þeir Eyjólf- ur Konráð Jónsson, Gunnar Frið- riksson og Guðmundur B. Ólafsson, en fyrir hönd Vatnsleysustrandar- hrepps undirrituðu samninginn þeir Magnús Ágústsson, oddviti, og hreppsnefndarmennirnir Hreinn Ásgrímsson, Guðlaugur R. Guð- mundsson, Sæmundur Þórðarson og Helgi Davíðsson. Fjárfestingarfélagið hyggst reisa stóra laxeldisstöð á svæðinu og verð- ur þar komið upp tilraunastöð fyrstu fjögur árin, og verður sú stöð gerð fyrir um 400.000 laxaseiði. Á grund- velli þeirrar tilraunastöðvar verður stöðin síðan stækkuð og er áformað að endanleg stærð hennar verði fyrir 10 milljón seiði. Tilraunaboranir eft- ir vatni hefjast næstu daga, en að áliti sérfræðinga Orkustofnunar mun vera nægilegt vatn á svæðinu fyrir þessa starfsemi, en vatnsþörf fyrirtækisins mun vera um 700 sek- úndulítrar, að sögn Sveins Eiðsson- ar. Stofnkostnaður endanlegu laxeld- isstöðvararinnar mun vera á bilinu 11-14 milljónir króna og er talið að með 5% endurheimtu' laxa á ári verði útflutningsverðmæti stöðvar- innar 150 milljónir króna. Sam- kvæmt upplýsingum Sveins, er talið að í stöðinni muni starfa 30-40 manns og líkur eru á að starfsfólkið verði úr Vogum. Einnig er áformað að afli stöðvarinnar verði fullunninn í frystihúsinu í Vogum, en miðað við 5% endurheimtu yrði afli til vinnslu um 3000 tonn. Betri vatnsstaða í Þórisvatni: Forgangsorka ekki skömmtuð Landsvirkjun sækir um 25% hækkun 1. nóvember Mikill rekstrarhalli fyrirsjáanlegur þrátt fyrir, að hækkun fengist LANDSVIRKJUN heíur sótt um 25% hækkun á töxtum sínum frá og með 1. nóvemher nk.. að sögn Ilall- diirs Jónatanssonar. aðstoðar- framkvamdastjora fyrirta'kisins. — Landsvirkjun hefur hins vegar fengið alls 53.8% ha'kkun timahilið janúar-ágúst. sem svarar aðeins til um 32% meðaltalshækkunar á gjaldskrám á árinu. Aðspurður sagði Halldór, 1 að Landsvirkjun myndi ekki nándar nærri ná upp jöfnuði í rekstrinum, þótt 25% hækkun fengist 1. nóv- ember nk. — Samkvæmt okkar áætlunum frá því í agústmánuði sjáum við fram á, að rekstrarhalli Landsvirkjunar verði í árslok um 26 milljónir króna, eða 2,6 milljarðar gkróna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinni hækkun 1. nóvember. Fengist hins vegar hækkun upp á 25%, þá myndi rekstrarhallinn minnka niður í 18 milljónir króna, eða um 1,8 milljarða gkróna. Þá er miðað við óbreyttar for- sendur frá því í ágústmánuði. Þær hafa hins vegar breyst töluvert okkur í óhag og því fyrirsjáanlegt að rekstrarhallinn verður meiri en gert er ráð fyrir í þessari áætlun okkar frá því í ágúst, sagði Halldór Jóna- tansson ennfremur. Halldór sagði, að svo mikil hækk- un þyrfti að koma til hinn 1. nóv- Notkun bíl- belta orðin að lögum LÖG um notkun bílbelta hér á landi taka gildi í dag, en þó verða engin viðurlög við brotum á lögun- um fyrst í stað. Þá tekur einnig í dag gildi sú breyting að hjólreiðar eru leyfðar á gangstéttum. Sjá nánar á bls. 13. ember, ef jöfnuður ætti að nást á árinu, að þær væru ekki raunhæfar miðað við núverandi ástand. — Að okkar mati er hins vegar nauðsyn- legt, að hækkunin 1. nóvember verði rífleg, bæði til að minnka fyrir- sjáanlegan rekstrarhalla svo um muni og svo til að búa í haginn fvrir næsta ár, þegar Hrauneyjafoss- virkjun kemur til með að vega mjög þungt í rekstrarafkomunni á sínu fyrsta ári, sagði Halldór Jónatans- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar, að síðustu. „MIÐLUN úr Þórisvatni hófst 8. september sl. og þá var vatnsborðsha-ðin í 575,43 metrar yfir sjávarmáli. eða tæpum meter hærra en á sama tíma árið 1980.“ sagði Halldór Jónatansson. aðstaðarframkva'mdastjóri Landsvirkj- unar, í samtali við Mbl. „Hins vegar vantaði enn 1 — 1,5 metra upp á hæsta vatnsborð, auk þess sem álagið á stöðvar Landsvirkjunar hefur aukizt frá því í fyrra. Ástæðan fyrir þessum vatnsskorti er sú, að það sem af er ársins, hefur úrkoma reynzt undir meðallagi, fimmta árið í röð. Þar af leiðandi hefur rennsli í ám verið með rýrara móti. Af þessum ástæðum og með hliðsjón af því, að fyrsta vél Hraun- eyjafossvirkjunar kemur ekki í rekstur fyrr enn 1. nóvember og önn- ur vél ekki fyrr enn í febrúar, þá er fyrirsjáanlegt að afgangsorka til Valli er kominn heim Valli víðförli er vonandi heill á húfi og við góða heilsu. en myndina hér að ofan tók Steinar Clau- sen hátsmaður á Tý, þegar Valla var sleppt i fyrradag á borgarísjaka við vesturströnd Græn- lands. Verndarar hans og fjölmennt fylgdarlið erlendra fréttamanna komu til Reykjavíkur í gærkvöldi og halda utan í dag, þannig að segja má að málið sé komið í höfn, nema e.t.v. peninga- hliðin. Mbl. er kunnugt um að Flugleiðir sendu forsætisráðherra í gær reikning upp á helming kostnaðar við ferðalag Valla frá London til Kefla- víkur. en kostnaðurinn nam 21 þúsund 214 krón- um. Hinn helminginn borga Flugleiðir. Forstjóri Landhclgisgæzlunnar, Gunnar Bergsteinsson, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að ógerlegt væri að greina frá hver bcinn kostnaður gæzlunnar væri af ferðalaginu með Valla rostung og þess bæri að geta, að meirihlutinn af ferðinni hefði verið inn- an islenzkrar lögsögu og eftirlitssvæðis Land- helgisgæzlunnar. stóriðju verður óhjákvæmilega af skornum skammti. Á hinn þóginn verður ekki um að ræða neina skerðingu á forgangs- orku, hvorki til almenningsrafveitna né stóriðju," sagði Halldór ennfrem- ur. Halldór sagði að hér væri fyrst og fremst að þakka, að áætlanir um Hrauneyjafoss virðist ætla að stand- ast hvað tímasetningu snertir. „Að því er varðar afgangsorkuna, þá ræðst það fyrst og fremst af veð- urfari að hve miklu leyti Landsvirkj- un verður aflögufær á komandi vetri, en eðli málsins samkvæmt þá er afgangsorka fyrst og fremst fyrir hendi á sumrin, þegar nægjanlegt vatn er og álag á stöðvar Landsvirkj- unar vegna almenningsrafveitna er í lágmarki. Þannig var Landsvirkjun það innan handar, að láta stóriðju í té afgangsorku á sl. sumri í eins rík- um mæli og samningar gera ráð fyrir, án þess þó, að hvorki ÍSAL né Járnblendifélgið tækju slika orku að fullu," sagði Halldór Jónatansson ennfremur. Snjókoma á Norðurlandi Spáð áframhald- andi norðanátt SÍÐDEGIS í gær fór aö snjóa á Norðurlandi og var frost víðast hvar um 2 stig og samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar er bú- ist við áframhaldandi norðanátt og kulda um allt land. éljavcðri á Norðurlandi og eitthvað suður eftir Austfjörðum. Sumstaðar var búist við nokkuð samfclldri snjókomu. Bjart og frostlaust verður að deginum á Suðurlandi, en líkur á næturfrosti. Víða á landinu var í gær talsverður vindstrekkingur, nema helst vestast á landinu, en búist er við norðanátt og kulda á landinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.