Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 25 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ; Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. „Virðing fyrir gildi mannsins og frelsi hans66 Idag verða þau tímamót í sögu íslenzku kirkjunnar, að Sigur- björn Einarsson byskup lætur af embætti og Pétur Sigurgeirs- son tekur við. Sr. Sigurbjörn hefur verið byskup á þriðja áratug og farizt það starf svo vel úr hendi, að eftirmaður hans hefur lýst því í samtali, að hagur kirkjunnar sé nú með þeim hætti, að hann muni fremur leggja áherzlu á að fylgja þeim málum fram til sigurs, sem nú eru efst á baugi en ýta undir stórvægilegar breytingar. Sr. Sigurbjörn hefur mjög sett svip sinn á allt starf kirkjunnar og hefur hún verið hátt á hrygginn reist í byskupstíð hans. Hann er svipmikill persónuleiki og listrænn ræðumaður, sem ávallt er hlust- að á af gaumgæfni, ekki sízt þegar hann hefur prédikað í sjón- varpsmessum á jólum. Það er vandaverk að taka við af slíkum kennimanni, en þá ber þess einnig að minnast, að málstaður kirkju og kristni er bezta veganesti, sem unnt er að hafa með sér í embætti. Af þeim sökum og ekki síður miklum mannkostum herra Péturs Sigurgeirssonar eru miklar vonir bundnar við hann í nýju starfi, enda hefur hann unnið sér ágætt orð í prestsstarfi sínu og þá ekki sízt meðan hann gegndi vígslubyskupsembætti fyrir norðan. Herra Pétur hefur lagt ást og alúð við starf sitt í þágu kirkjunnar og íslenzkrar kristni, enda er hann friðflytjandi og ekki sízt mun áhugi hans á æskulýðsmálum styrkja innviði kirkjunnar á válegum tím- um. Það sýndi mikið raunsæi, þegar herra byskupinn lét þá skoðun í ljós ekki alls fyrir löngu, að hann teldi, að þjóðfélagsleg áhugamál kirkjunnar rúmuðust innan þeirra stjórnmálaflokka, sem fyrir eru í Iandinu, en ástæðulaust væri að stofna nýjan kristilegan flokk. Að sjálfsögðu færi vel á því, að kirkjan hefði meiri áhrif á stefnu og störf stjórnmálaflokkanna en nú er, en hitt er ekki síður jafnrétt, að hugsjónir kirkjunnar eiga mikinn hljómgrunn í þeim flokkum, sem efla vilja vestrænt lýðræði og það mannúðarþjóðfélag, sem íslend- ingar hafa byggt upp á kristnum arfi og undir þeirri leiðsögn, sem kristnir menn hlíta í róstusömum heimi. Hitt er svo annað mál, að kirkjan mætti eflast að málgögnum og sú stefna, sem tekin hefur verið í því að efla fjölmiðlun á vegum hennar, er í senn brýn og rétt. Þá er það skylda okkar að hlú vel og rækilega að því, sem fyrrum byskup telur einna minnisstæðast úr byskupstíð sinni, en það er endurreisn Skálholts. Það efldi með Islendingum stolt og gleði, þegar staðurinn fékk aftur þá reisn, sem efni stóðu til, og nú er hann setinn með sóma. Skólinn í Skálholti og æskulýðsstarf það, sem þar er unnið, er vísir að miklum meið. Vonandi verður þetta starf eflt í byskupstíð herra Péturs. Hann er manna vísastur til að standa vörð um Skálholtshugsjónina og hlú að þeim gróðri, sem þar skýtur nú rótum. Tekizt var á um byskupsembættið. Mátti jafnvel heyra geirinn gjalla. Tvísýnt var um einingu innan kirkjunnar um tíma og höfðu leikir sem lærðir af því þó nokkrar áhyggjur. En svo var þroska keppendanna og stuðningsmanna þeirra fyrir að þakka, að friðar- klukkur hljómuðu og fylkingar sameinuðust, svo að unnt er að horfa björtum augum og þakklátum huga fram á veginn. Það var eftir- tektarverð og táknleg athöfn, þegar keppinautur herra Pét.urs, Ólaf- ur Skúlason, dómprófastur, las guðspjallið, þegar byskupinn var settur inn í embætti við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Þar söfnuðust prestar landsins saman í bæn um velferð kirkju og kristni og eflingu þeirrar menningar, sem hefur í þúsund ár sogið næringu úr þeim arfi sem beztur hefur reynzt, en hans hefur nú einmitt verið minnzt á kristniboðsári. Velferð kirkjunnar fléttast saman við heill og hamingju íslenzku þjóðarinnar. Framtíð kirkjunnar er framtíð hennar, á sama hátt og arfur hennar er dýrmætasta eign þjóðarinn- ar. Alls þessa er minnzt við þessi tímamót, þegar svipmikill byskup lætur af störfum og nýr kirkjuhöfðingi tekur við. Á válegum tímum er ekki sama, hver situr á byskupsstóli. Herra Pétri Sigurgeirssyni og íslenzku kirkjunni fylgja heilar óskir um heillaríka framtíð, um leið og vitnað er hér í lokin í prédikun herra Péturs, þegar hann tók við byskupsembætti, en þá sagði hann m.a.: „Friðurinn krefst þess, að menn sýni réttlæti og kærleika til náungans, að virðing sé borin fyrir gildi mannsins og frelsi hans. Þannig vaxa menn frá grimmilegri samkeppni til ástúð- legrar samvinnu — frá fjandskap til samúðar. Þjónustan við Guð kennir okkur að spyrja fyrst, hver sé vilji hans í því, sem hugurinn girnist og möguleikar leyfa." En í helgum bókum er hvergi sagt, að friðurinn sé fólginn í því, að gefast upp fyrir þeim, sem fara með ófriði á hendur öðrum og vilja eyða mönnum og þjóðum. Við horfumst nú um stundir í augu við slíka friðarspilla. Þeir hafa lagt höfuðáherzlu á að afkristna land sitt — og er það ekki sízt tímanna tákn. Vonandi verður íslenzka þjóðin aldrei að bráð heiðinni alræðishyggju samtímans. Um það skulum við standa vörð, minnug þess arfs sem við eigum. Herra Pétur Sigurgeirsson Biskupshjónin, herra Pétur Sigurgeirsson og frú Sólveig Ásgeirsdóttir. Biskupsskipti verða í dag, en ný- kjörinn biskup, herra Pétur Sigur- geirsson tekur við af herra Sigur- birni Einars- syni, sem verið hefur biskup Is- lands frá árinu 1959. Hinn nýi biskup var kjör- inn með naum- um meirihluta atkvæða, eins og landsmönnum er enn í fersku minni. Ekki mun það þó verða honum fjötur um fót í starfi að mati þeirra er best þekkja til, né koma í veg fyrir að herra Pétri takist að sameina kirkjunnar menn að baki sér, lærða sem leika. Bjartsýni ríkir nú innan íslensku þjóðkirkjunnar, þar sem menn telja að kirkjan standi traustari fótum en oft áður í seinni tíð, og almennt er talið að nýr biskup taki við „góðu búi“ af fyrirrennara sínum. Ekki er búist við miklum breyt- ingum á starfi kirkjunnar nú við biskupsskipti, og hefur herra Pét- ur raunar sjálfur sagt að slíks sé ekki von. „Eg tek við kirkjunni í góðu starfi," sagði biskup í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins, „og ég mun leitast við að halda í horfinu. Margvísleg starf- semi er nú í gangi innan kirkjunn- ar, sem ég tel mikils virði, og sem ég vil hlú að eftir bestu getu. Þar má nefna Hjálparstofnun kirkj- unnar, Æskulýðsstarfsemina, Sjó- mannastarfið, söngmálin og ýmsa aðra þjónustu ekki síður mikil- væga en þau atriði er ég taldi upp. Þar er mikilvægast að aðstoða prestana í daglegu starfi þeirra úti í söfnuðunum, sem er höfuð- verkefni hvers dags. Fleira mætti nefna, svo sem útgáfustarfsemi, sem nú er mikil og er mjög mikil- væg. En annars verður tíminn að skera úr um hvernig starfið verð- ur, þar getur svo margt komið upp sem þarfnast umfjöllunar, en við sjáum ekki fyrir í dag.“ Herra Pétur leggur áherslu á, að kirkjan hafi góðan byr nú, og hið sama nefna þeir prestar er Tekur við starfi biskups ídag rætt er við um þessar mundir. Er til dæmis bent á að skortur á prestum sé nú úr sögunni, og mun fleiri leggi nú fyrir sig nám í guð- fræði en var fyrir fáum árum. Þá er starfsemi safnaðarfélaganna nú öflugri en verið hafði, og aug- Ijóst virðist að fólk laðast nú að kirkjunni í ríkari mæli en verið hefur undanfarna áratugi, og prestar telja trúarþörf og trú- hneigð fólks nú meiri en var um skeið. Ekki er mönnum jafn Ijóst hverju beri að þakka þessa já- kvæðu afstöðu til trúar og kirkju, en bent er á að einhverju leyti breytt viðhorf fólks til lífsins og umhverfisins frá því sem var á rótleysistímum sjöunda og átt- unda áratugarins. Þá er einnig nefnt að fráfarandi biskup hafi lyft kirkjunni, og að honum hafi tekist betur að ná til fólks en öðr- um kennimönnum um langt skeið. Einn þeirra er Morgunblaðið ræddi við úr hópi klerka orðaði þetta svo, að fyrir fáum árum hefði verið litið á þá sem hófu nám í guðfræði sem hálfgerða einfeldn- inga eða í besta falli sem skrýtna sérvitringa. Nú væri þetta gjör- breytt, og aðsókn að guðfræðideild Háskóla íslands hefði stóraukist, og ungu fólki þætti ekkert athuga- vert við það að leggja slíkt nám fyrir sig. „Ég varð snemma ákaflega trú- hneigður,“ segir herra Pétur, þeg- ar hann er spurður hvort hann hafi snemma hugleitt að gera prestsstarfið að ævistarfi sínu. „Síðan hvarf ég þó aftur frá því, á vissu aldursskeiði eins og svo margir gera,“ segir biskup enn- fremur. „En þegar ég hafði lokið stúdentsprófi var ég ákveðinn í að leggja stund á guðfræðinám." Ekki hefur það dregið úr trúar- áhuga hans að faðir hans var bisk- up íslands 1939 til 1953, herra Sig- urgeir Sigurðsson. Pétur Sigur- geirsson fæddist á ísafirði annan dag júnímánaðar, árið 1919, sonur séra Sigurgeirs er þá var prestur á ísafirði, og konu hans frú Guðrún- ar Pétursdóttur. Herra Pétur er því sextíu og tveggja ára er hann tekur við embætti biskups. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940, og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands lauk hann ár- ið 1944. Framhaldsnám í guðfræði stundaði hann í Mt. Airý Semin- ary í Philadelphia í Bandaríkjun- um 1944 til 1945, og hann nam blaðamennsku, guðfræði og ensku við Stanfordhskóla í Kaliforníu frá hausti til ársloka 1945. Hann starfaði við ritstjórn Kirkjublaðs- ins í Reykjavík 1946 til 1947, en þá varð hann aðstoðarprestur séra Friðriks J. Rafnar á Akureyri, og árið eftir verður hann sóknar- prestur á Akureyri, er samþykkt var að þar skyldu starfa tveir prestar. Það var faðir hans, Sigur- geir biskup er vígði hann til prests, og hann gaf einnig Pétur og konu hans, frú Sólveigu Ás- geirsdóttur, saman í hjónaband árið 1948. Þau hafa átt heimili á Akureyri alla tíð síðan, þar til nú er þau flytja suður yfir heiðar til ábyrgðarmeira embættis. Faðir frú Sólveigar var Ásgeir Ásgeirs- son, kaupmaður í Reykjavík, og ólst hún upp á Bergstaðastræti, en þar verður nú heimili biskups- hjónanna, er þau flytja í bisk- upsbústaðinn við Bergstaðastræti 75. Kristín móðir hennar var dótt- ir séra Matthíasar Eggertssonar, er var prestur í Grímsey lengur en aðrir prestar, eða í 42 ár. Síðar varð séra Pétur Sigurgeirsson prestur Grimseyinga, þjónaði þeim frá Akureyri og fór þangað meira en 100 ferðir í prestserind- um. Pétur Sigurgeirsson varð snemma virtur sóknarprestur á Akureyri, og fljótlega náði sú virðing langt út fyrir prestakallið, og hann varð vígslubiskup í Hóla- biskupsdæmi hinu forna 1969, vígður til þess embættis af Sigur- birni Einarssyni í Hóladómkirkju. Á Akureyri lét séra Pétur, — eins og hann jafnan er kallaður af sóknarbörnum sínum — þegar í upphafi æskulýðsmál mjög til sín taka. hann var um skeið formaður Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti, formaður barnavernd- arnefndar Akureyrar, ritstjóri Æskulýðsblaðsins og formaður Æskulýðsráðs Akureyrar. Þá hóf hann sunnudagaskólastarfið á Ak- ureyri, og svo mætti áfram telja. Störf þessi tóku mikinn tíma, en Pétur segist ekki sjá eftir honum, enda veiti fátt aðra eins gleði og það að fá að vinna með börnum og unglingum. Störf hans að æsku- lýðsmálum eru ótrúlega fjöl- breytt, allt frá því að hafa umsjón með sunnudagaskólanum og til þess að vera þjálfari unglinga á Akureyrarpolli í kappróðri. „Ég minnist þess með ánægju að ungl- ingar er ég þjálfaði í kappróðri urðu eitt sinn íslandsmeistarar í sinni grein,“ segir hann þegar þetta ber á góma. „Æskulýðsstörf- in hafa verið mjög ánægjulegur þáttur í störfum mínum," segir Pétur, „sem og hin almenna prestsþjónusta. Þegar ég lít til baka yfir starfsferil minn finnst mér eiginlega sem ég sjái ekkert nema sólskin. Þó er það auðvitað svo að þetta starf er ákaflega krefjandi, og oft eru vandamál fólksins mikil, sem verður að reyna að leysa. En mér finnst sem ég eigi heima í starfinu með fólk- inu, bæði í gleði þess og sorg, það hefur verið mér mikil blessun og veitt mér mikla ánægju." En hvernig maður er svo hinn nýkjörni biskup? Hvernig ver hann frítíma sínum, og hvað segja þeir sem til hans þekkja? Um áhugamálin er það að segja, að þau tengjast starfinu órjúfanleg- um böndum, og sjálfur hefur hann ekki mikið um þau að segja annað en það, sem að starfi hans sem sóknarprests snýr, enda hafi tími ekki verið til mikilla tómstunda- iðkana í venjulegum skilningi. Vinir hans og þeir sem hafa orðið honum samferða um lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni, segja frá honum stafa hlýju og vináttu, og einlægni hans er við brugðið. — Einlægni, sem sumir segja allt að því barnslega, en flestir segja þó aðeins jákvæða í hörðum heimi þar sem stundum virðast þeir mestir menn, sem best dylja til- finningar sínar. „Einlægnin er honum eiginleg" sagði einn við- mælenda blaðsins, „og hann getur leyft sé að segja ýmislegt sem álit- ið væri hræsni og yfirdrepsskapur hjá öðrum." Um hann segja menn einnig sem kirkjuhöfðingja, að hann sé fulltrúi „kirkjulegs stíls", þar sem menn sjái kirkju feðra sinna um leið og hann er þó frumkvöðull að nýjungum er til batnaðar mega verða. Á prestastefnum að undan- förnu hefur verið rætt talsvert um kirkjuna í dag, og framtíð kirkj- unnar, en séra Pétur minnti á það í boði er herra Sigurbjörn hélt fyrir presta á heimili sínu eftir síðustu prestastefnu, að menn mættu ekki alveg gleyma kirkj- unni frá í gær. — Þetta kemur að nokkru heim við það sem nefnt er, þegar spurt er um hvað hafi verið kosið í nýafstöðnum biskupskosn- ingum. Þar var ekki kosið um kirkju- eða trúarstefnur segja menn, og ef til vill ekki nema að litlu leyti um menn. Þar hafi öðru fremur verið kosið um stíl, eða áhersluatriði, þar sem stuðnings- mönnum Péturs fannst sem áherslumunur væri á mönnum er þeir hugsuðu um yfirbragð kirkj- unnar, með biskup hennar í huga. Sem kennimaður hefur herra Pét- ur getið sér ágætt orð, en þar segja menn þó að hafa verði í huga að fráfarandi biskup beri höfuð og herðar yfir aðra kirkjunnar menn á Islandi í dag, og þótt lengra væri leitað í tíma og rúmi. Herra Sigur- björn Einarsson sagði er hann kvaddi presta sína, að þeir mættu eða ættu aðeins að bera eftirmann sinn saman við sig á þeim sviðum er eftirmaðurinn tæki sér fram. Þetta fannst mörgum vel að orði komist, og segja þetta verði að hafa í huga er rætt er um nýjan biskup sem kennimann. Þetta seg- ir vafalaust margt um kenni- mennskuna segja ýmsir, en það segir fyrst og fremst ýmislegt um kennimennsku herra Sigurbjörns. Af mörgu er að taka þegar rætt er um nýjan biskup. Nefna má að hann hefur sagt að ekki sé þörf á sérstökum kristilegum stjórn- málaflokki hér á landi. Hann legg- ur áherslu á samstarf safnaða og presta, þar sem leikir menn ekki síður en lærðir hafi miklu hlut- verki að gegna. Það er í samræmi við það, að hann gekkst fyrir skólahaldi í námskeiðsformi á Hólum í Hjaltadal fyrir leikmenn er starfa innan kirkjunnar, er hann var vígslubiskup. Herra Pét- ur segir, að hann sé samþykkur frumvarpi er liggur fyrir frá hendi kirkjuþings, um skipulagsbreyt- ingar á kirkjunni í þá átt að endurreistir verði biskupsstólar í hinum fornu stiftum Hóla og Skálholts, þar sem þá verði þrír biskupar á Islandi. Fyrsta skref í þá átt, segist hann telja að geti verið, að gera vígslubiskupana undanþegna störfum . sóknar- presta, svo þeir geti helgað sig störfum þeim er vígslubiskups- starfi fylgja. Hann segist telja Akureyri um margt ákjósanlegri til biskupssetu en Hóla, en ekki megi gleyma hinu mikla sögulega gildi er Hólar hafi, og þar geti biskup setið hluta árs, verði Akur- eyri fyrir valinu. Þetta atriði hef- ur verið nokkurt hitamál innan kirkjunnar og manna á meðal á Norðurlandi, en ekki er fyrir- sjáanlegt að þær deilur muni blossa upp og torvelda nýkjörnum biskupi störf hans Bjart virðist framundan hjá kirkjunni, og herra Pétur Sigurgeirsson tekur við starfi hennar í hámarki. - AH. Svip- mynd Spnrt & svarað Geir Hallgrímsson svarar spurningum lesenda um stjómmálaviðhorfið Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um stjórnmálaviðhorfið. Þeir sem óska að bera fram spurningar við Geir Ilallgrímsson eru beðnir um að hringja i síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstu- dags og verða þá spurningar teknar niður. Einnig er hægt að senda þær skriflega til ritstjórnar Morgunhlaðsins. óskað er eftir að spurn- ingar séu bornar fram undir fullu nafni. GARÐAR KARLSSON, 2519 -9464: Nú er það vitað að Sjálfstæð- isflokkurinn átti þátt í sfaukn- um ríkisafskiptum á undanförn- um áratugum i samstarfi við aðra flokka. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn kæmist til valda nú i samstarfi við aðra flokka — hver er þá stefnan? SVAR: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt gert sitt ítrasta til að koma í veg fyrir síaukin ríkis- afskipti. Þótt skipst hafi á skin og skúrir í þeim efnum og Sjálfstæðisflokkurinn oft verið í varnarstöðu, ber að minnast tím- amóta, sem sýna að barátta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið til einskis. Svo ekki sé-farið lengra aftur í tímann, var það Sjálfstæðisflokkurinn, sem með efnahagsráðstöfunum um ára- mótin 1949—1950, hafði frum- kvæði að frjálsræði í verslun og afnema biðraðir og'skort. Næsta áratug sótti í sama far leyfa-, hafta- og margfalds gengiskerfis, einkum undir vinstri stjórn 1956—58, en Sjálfstæðisflokkur- inn hélt ótrauður stefnu sinni og kom á, með viðreisnarráðstöfun- um 1960, frjálsræði í þeim mæli að óþekkt hafði verið þrjá ára- tugi áður. Enn á ný sótti í sama far auk- inna ríkisumsvifa og skatta með vinstri stjórn 1971, en þrátt fyrir að viðskiptakjör versnuðu um nær 30% á árunum 1974 og 1975 og þjóðartekjur minnkuðu tókst að koma í veg fyrir höft og síðan að draga úr opinberum umsvif- um og skattbyrði, svo að nam 3% af þjóðarframleiðslu, áður en vinstri stjórnir tóku aftur við fyrir þremur árum og féllu í fyrra far slíkra stjórna. Það liggur því í augum uppi, að Sjálfstæðisflokkurinn sækist eft- ir völdum einmitt til þess að létta skattbyrðina, minnka ríkis- umsvifin, auka frelsi einstakl- inga og efla framtak þeirra. Samstarf hans við aðra flokka fer eftir því, að hve miklu leyti honum verður ágengt í þeim efn- um. EINAR II. PÁLSSON 1826-0166: Mun Sjálfsta'ðisflokkurinn ekki beita sér af alefli við að draga úr ríkisafskiptum og þar með endurvekja stefnu Jóns heitins Þorlákssonar, þegar flokkurinn kemst til valda á ný, minnka fasteignaskatta og aðr- ar álögur? Mun flokkurinn ekki beita sér fyrir því, að dregið verði úr togarakaupum. þar sem rekstr- arkostnaður er miklu ha*rri en tekjumöguleikar? Mun flokkurinn ekki snúa al- gerlega baki við kommúnistum og þeirra fylgifiskum við stjórn- armyndun og samvinnu? SVAR: Ég get svarað fyrsta hluta fyrirspurnarinnar játandi, eink- um með tilvísun til þess, sem greindi í svari mínu hér á undan. Þar sem vitnað er til stefnu Jóns Þorlákssonar, er það skoðun mín, að hún sé enn í fullu gildi, og eftirmenn hans í formanns- sæti Sjálfstæðisflokksins hafi haft sömu stefnu í heiðri, um leið og þeir tóku eðlilegt mið af breyttum högum og þörfum ein- staklinga og þjóðfélagsins í heild. Við skulum ekki dylja okkur þess að meginvandi frjálsra þjóðfélaga er að sameina veiferðarríki frelsi og ábyrgð einstaklinganna án vaxandi ríkisumsvifa og forsjár, er grandar bæði frelsi og velferð eins og gerst hefur í austan- tjaldslöndum. Hækkandi fasteignaskattar og eignaskattar sem eru lagðir á eignamyndun, eftir að stighækk- andi tekjuskattar hafa verið inn- heimtir, eru vísasti vegur að draga úr sparnaði, fyrirhyggju og verðmætasköpun einstakl- inga, og því verður að draga verulega úr slíkri skattheimtu. Kaup togara verða að vera á ábyrgð kaupenda. Ef þeirri sjálfsögðu reglu er fylgt, hljóta togarakaup að dragast saman þegar rekstrarkostnaður er hærri en tekjur. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkur- inn er algerlega andstæður kommúnistum og getur ekki hugsað sér samskonar stjórn- armyndun og samstarf við þá eða fylgifiska þeirra eins og er í nú- verandi ríkisstjórn þar sem áhrifa þeirra gætir í vaxandi mæli um allt þjóðlífið. JÓN TRAUSTASON, HAFNARFIRÐI: Hvernig þjóðfélag telur þú að verði ef minnihlutinn fengi að stjórna hér á íslandi? SVAR: Ég tel, að annað tveggja verði hver höndin upp á móti annarri eða við hlytum hlutskipti austan- tjaldslandanna, þar sem þjóðirn- ar búa í einu stóru fangelsi í and- legum og efnalegum fjötrum. Það er umhugsunarefni lýð- ræðisþjóðum og víti til varnaðar, að í austantjaldslöndunum tókst minnihlutanum að koma á sósí- alisma og kommúnisma með ofbeldi í krafti þeirrar kenningar kommúnista, að ákveðinn vel skipulagður og harðsnúinn minnihluti getur á örlagastundu tekið völdin í sínar hendur. Vilhjálmur Hjálmarsson: Landbúnaðarráðherra á ekki að taka ákvörð- un um virkjun Blöndu Viljum virkjun og orkufrekan iðnað á Austurlandi „ÞAÐ ER ekki landbúnaðar- ráðherra sem á að taka ákvörð- un um hvort Blanda verður virkjuð nú. heldur er það iðn- aðacráðherra eða ríkisstjórnin öll. Við í Samhandi sveitarfc- laga á Austurlandi höfum fært mörg rök fyrir hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar, má þar henda á hina miklu miðlunar- miiguleika og ennfremur að hér höfum við ekki haft nein vand- kva*ði vegna samninga í héraði, og við teljum og vonum, að enn sé ckkert afgert í þessu máli,“ sagði Vilhjálmur lljálmarsson, formaður Samhands sveitarfé- laga á Austurlandi. þegar Morg- unhlaðið spurði í ga*r hvað hann vildi segja um þau ummæli Pálma Jónssonar, landhúnaðar- ráðhcrra. að nú væri svo til ör- uggt að ákvörðun um Hlöndu- virkjun yrði tekin fljótlega. „Við hér í Sambandi sveitarfé- laga á Austurlandi höfum reynt að fylgjast náið með málinu og reynt að vinna að því eins og kost- ur hefur verið. Samstaða manna um Fljótsdalsvirkjun hefur verið mjög góð og ennfremur er það vilji manna, að jafnframt virkjun í Fljótsdal verði komið á fót orku- frekum iðnaði í Reyðarfirði, hæfi- GOTT IJTLIT er með rækjuveiði í Arnarfirði og Húnaflóa í vetur, en ra'kjuveiðar inni á fjörðum byrja venjulegast i október. í ísa- fjarðardjúpi er hins vegar mikil seiðagengd og þar sem ungfiskur er yfir viðmiðunarmiirkum er ekki útlit fyrir að vertíð byrji þar alveg á næstunni. Litlar rann- sóknir hafa verið gerðar í Öxar- firði undanfarið. en þó er ástand rakjustofnsins þar talið lélegt og alls er óvíst með rækjuveiðar þar í vetur. lega stóru iðjuveri. Þetta hefur verið samþykkt samhljóða hvað eftir annað. Og við viljum að þessi mál haldist í hendur," sagði Vil- hjálmur að lokum. Hægt væri að byrja rækjuveiðar í Húnaflóa og Arnarfirði strax eft- ir mánaðamótin, en hugmyndir Bílddælinga munu vera að byrja 12. október. Við Húnaflóa er ekki hægt að byrja rækjuvertíð fyrr en sláturtíð er lokið bæði vegna mannfæðar og húsnæðis, sem jafn- vel er notað í sláturtíðinni. Það er sjávarútvegsráðuneytið, sem ákveður kvóta á rækjuvertíð- inni, en tillögur hafa enn ekki bor- izt frá Hafrannsóknastofnun. Óvíst með rækju- veiðar í Öxarfirði Gott útlit í Arnarfirði og Húnaflóa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.