Morgunblaðið - 01.10.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.10.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 Hvernig verður húsnæðisvandi framhaldsskólans leystur? Að undanförnu hafa málcfni Menntaskúlans í KópavuKÍ verið mjöK til umræðu, en skúlinn er mjöj; aðkrepptur sökum húsnan)- isleysis. Framhaldsskúlanefnd, sem bæjarstjúrn Kúpavoss skip- aði á sínum tíma. taldi að hugsanleg lausn á þessu máli væri sú, að Menntaskúlinn yrði fluttur í Þinjíhúlsskúla, en í þeim skúla hefur nemendum fækkað jafnt og þétt síðustu árin. Gerði nefndin tillöKU um þetta til bæjarstjúrnar. Skyldi Menntaskúlinn flytjast í binKhúlsskúla samkvæmt tillögu nefndarinnar en nemendur í>in>?húls.skúla fara í Kársnesskúla og nokkra aðra grunnskóla í Kúpavogi eftir því sem best hentaði. Á fjölmennum fundi sem haldinn var í Þinghúlsskúla hinn 23. þ.m. og boðað var til af foreldrafélögum Þinghúls- og Kársnes- skúla og kennarafélögum Þinghúls- og Víghúlaskúla. urðu harðar umræður um málið. Samþykkti fundurinn tillögu þess efnis, að ekki yrði af þessum flutningum og Þinghúlsskúli starfaði áfram eins og verið hefur. I>á var einnig í tillögunni lagt til að stofnað- ur yrði fjölhrautaskoli í Kúpavogi og þegar hafist handa um að finna verknámsdeildum hans húsnæði. Einnig að byggt verði sérstakt húsna“ði yfir fjölbrautaskúlann sem fyrst. I>á var og samþykkt á fundinum tillaga frá Andrési Péturssyni nemanda í MK. þar sem skorað er á hæjarstjúrn og menntamála- ráðuneytið að leysa húsnæðisvanda MK svo hann geti vaxið og þrúast i fjölbrautaskúla. Morgunblaðið ræddi við nokkra aðila sem hafa látið sig málið varða og fara samtölin hér á eftir. Ingólfur A. Þorkelsson: Nýbygging eina var- anlega lausnin Fundurinn í Þinghólsskóla með nemendum „Það er ef til vill rétt að ég skýri málið í nokkrum orðum í upphafi svo menn hafi yfir- lit yfir hvað hér hefur verið að gerast í þess- um málum síðustu árin," sagði Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. „Menntaskólinn í Kópavogi var settur á stofn 1973 og ráðherra lýsti þvi þá yfir, í samræmi við það sem ákveðið hafði verið af þeim er unnið höfðu að því að skólinn yrði settur á stofn, að hann skyldi starfa með fjölbrautasniði. Byggingarnefnd var skipuð árið eftir og átti hún að gera tillögur um framtíðarskipulag skólans og sjá til þess að byggt yrði yfir starfsemi hans. Nefndin skil- aði áliti ’77 um fjölbrautaskóla — þar er gert ráð fyrir að í skólanum verði bóknámsbrautir og 5—6 aðrar brautir. Þá var einnig ákveðið að byggt skyldi yfir skólann og gert sam- komulag um það milli bæjarfélagsins og menntamálaráðuneytisins. Þetta var á sínum tíma fullákveðið — búið að veita fé til bygg- ingarinnar, útvega lóð og meira að segja teikna húsið. Ég var í byggingarnefndinni á þessum tíma og get borið um það vitni hversu mikið var barist fyrir þessari fjárveitingu. Því miður verður það að segjast eins og er að þeir menn sem hæst hafa nú um þessi mál hér í Kópa- vogi, helstu orðkapparnir, þeir gerðu ná- kvæmlega ekki neitt til að létta okkur róður- inn. Þvert á móti snerust þessir sömu menn gegn þessum áformum ’78 og tókst því miður að koma í veg fyrir það að byrjað yrði á því að byggja. Þetta vildi ég gjarnan að kæmi fram vegna ásakana í minn garð og okkar í bygg- ingarnefnd um að við hefðum ekki gert neitt hér til að koma upp fjölbrautaskóla. Þvert á móti erum það við sem höfum haft forystuna og það vorum við sem mörkuðum stefnuna. Bæjarstjórn skipar hér nefnd 1978 til að fjalla um framhaldsmenntun hér í Kópavogi og skilaði hún áliti ári seinna. I því eru gerð- ar tillögur um svipaðar námsbrautir og við í byggingarnefnd höfðum stungið upp á. Jafn- framt gerir nefndin tillögu um að Þing- hólsskóli skuli tekinn og nýttur undir starf- semi framhaldsskólans. Ennfremur að sumar brautir skuli verða til húsa í Víghólaskóla. Þetta var ekki óskalausn okkar í mennta- skólanum og sjálfur barðist ég gegn þessu meðan stætt var, og benti á að nauðsynlegt væri að byggja yfir fjölbrautaskólann. Það er leitt til þess að hugsa að ekki var farið á sínum tima að tillögum byggingarnefndar- innar, því þá væri hér risinn fyrsti áfangi þessa fjölbrautaskólahúss. Hér hafa verið mikil fundahöld um fram- haldsskólamálið. Nú síðast var fjölmennur fundur í Þinghólsskóla um þetta mál sem Foreldrafélög Þinghólsskóla og Kársnesskóla og Kennarafélög Þinghólsskóla og Víghóia- skóla boðuðu til. Þessi fundur var með ein- dæmum, það verður að segja það eins og er. í fyrsta lagi var formanni skólanefndar, Ás- geiri Jóhannessyni, neitað um orðið í upphafi fundarins. Síðan er þetta skipulagt þannrg frá hendi fundarboðenda að framsögumenn þeirra tala samfellt hátt á annan klukkutíma en síðan hafa aðrir aðeins fimm mínútur til að skýra sín mál. Þessir framsögumenn gerðu harkalegar árásir á menn og málefni. Guðjón Jónsson, formaður Foreldrafélags Þinghóls- skóla byrjaði t.d. strax í framsöguræðu sinni að ráðast á mig og virtist alls ekki hafa neinn skilning eða þekkingu á forsögu þessa máls. Mér þótti miður hvernig þessi fundur fór, því ég stóð í þeirri meiningu að þarna ætti að ræða fyrst og fremst hvort leggja ætti niður Þinghólsskóla. Ég skil það mæta vel að starfsmenn Þinghólsskóla snerust gegn því að hann yrði lagður niður. En þeir hefðu átt að halda sig við að rökstyðja það að ekki ætti að leggja niður skólann í stað þess að ráðast á bæjarfulltrúa og síðan þá sem voru í fram- haldsskólanefndinni, sem ekki fengu svo tækifæri til að svara fyrir sig. Þá var og ráðist á okkur í menntaskólanum með óbil- gjörnum hætti. Ég er samt ekki óánægður með niðurstöðu fundarins því fundurinn samþykkti tillögu, og það var eina tillagan sem samþykkt var einróma og mótatkvæðalaust, frá Andrési Péturssyni, sem er nemandi í fjórða bekk menntaskólans, þess efnis að skora á mennta- málaráðuneytið og bæjarstjórn að leysa hús- næðisvanda Menntaskólans í Kópavogi svo hann geti vaxið og þróast í fjölbrautaskóla. Þetta er aðalniðurstaða fundarins og út af fyrir sig er ég harðánægður með þetta. Nú setjast menn væntanlega niður, og von- andi einnig æsingamennirnir, og velta því fyrir sér af skynsemi hvernig hægt sé að ieysa málin. Menntaskólinn hér hefur ekki getað þróast í fjölbrautaskóla vegna húsnæð- isleysis. Eftir þessar umræður allar skrifaði ég bæjarstjórn eftirfarandi bréf dagsett 25. sept. sl.: „1. Af umræðum þeim um skólamá) sem verið hafa í Kópavogi að undanfömu er ljóst að menn eru sammála um þrennt hvað varðar framhaldsskóla. í fyrsta lagi að sam- ræma námsefni í áfangakerfi og í þriðja lagi að byggja yfir fjölbrautaskólann í Kópavogi og leysa þannig húsnæðisvanda menntaskól- ans til frambúðar. Nokkur ágreiningur er um hversu víðtækt og yfirgripsmikið fjölbrauta- kerfið eigi að vera og hvernig sameiningunni skuli háttað, hve stór skólabyggingin eigi að vera og hvar hún eigi að rísa. Ég bið bæjar- stjórn að beita sér fyrir formlegu og víðtæku samkomulagi um áðurnefnda meginþætti. Grundvöllur samkomulagsins verði sem hér segir: Unnið verði að stöðlun og samræmingu námsefnis og áfangakerfis. Stefnt verði að kennslu- og námskerfi sem hæfi skólanum hezt og bezt er fallin til samræmingar. 2. Þinghólsskóli starfar áfram sem grunnskóli með fornám. 3. Byggt verði yfir fjölbrauta- skólann á miðbæjarsvæðinu eins og áformað var og ákveðið af bæjarstjórn og ráðherra, í meginatriðum samkvæmt þeirri teikningu sem til er. Athugaðar verði breytingar á henni með tilliti til þess að minnka bygging- una og færa hana fjær Borgarholtinu. 4. Víghólaskóli starfi með svipuðu sniði náms og kennslu og hingað til, skólinn taki fyrst um sinn í vaxandi mæli við nemendum á grunnskólaaldri í Austurbæ Kópavogs. 5. Menntaskólinn fái þrjár til fjórar stofur til afnota í Kópavogsskóla þar til fyrsti áfangi hinnar nýju byggingar fyrir framhaldsskóla rís af grunni. Þessi lausn kæmi í bili harðast niður á MK sem áfram yrði í all mikilli spennitreyju, en að fengnu samkomulagi hér í Kópavogi um fyrrgreind atriði og með bygg- ingu í sjónmáli er unnt enn um sinn í þrjú ár að þreyja þorrann og þola þrengslin." Þetta bréf liggur nú fyrir bæjarstjórn. Að lokum mætti það koma fram að þegar við eygðum hér möguleika á að það fengist nýtt húsnæði, fórum við strax að vinna að undir- búningi nýs kennsluskipulags fyrir væntan- legan fjölbrautaskóla og eru ýmsar grund- vallarbreytingar nú þegar í burðarliðnum hjá okkur í menntaskólanum. I umræðunni að undanförnu hafa ýmsir menn talað mikið um að það stæðu til boða fjölbrautir hér í nágrannasveitarfélögunum t.d. í Garðabæ, en þá jafnframt gleymt að minnast á að hér í Kópavogi er menntaskóli. Hvort skyldi nú vera betra að eiga mennta- skóla þar sem eru um 400 nemendur og þegar hefur verið hafist handa um að breyta í átt til fjölbrautaskóla eða nokkrar fjölbrautir eins og komið hefur verið upp annarsstaðar. Menntaskólinn er og verður burðarásinn í framhaldsnáminu, menn geta ekki komist framhjá því að í menntaskólann verður að- sóknin alltaf lang mest af öllu framhalds- námi. Það verður þess vegna ekki hægt að svelta menntaskólann öllu lengur hvað snert- ir húsnæði," sagði Ingólfur. Guðjón Jónsson: Húsnæðis- vandi MK ekki leyst- ur á kostn- að grunn- skólans. Vantar verknámsbrautir - ekki nýjan menntaskóla „í stuttu máli getum við sagt að viðhorf okkar í Foreldrafélagi Þinghólsskóla sé að grunnskólahúsnæði hér í Vesturbænum sé síst of mikið — við þurfum með öðrum orðum á öllu þessu grunnskólahúsnæði að halda," sagði Guðjón Jónsson formaður Foreldrafé- lags Þinghólsskóla. „Við gerum okkur ljóst að Menntaskóli Kópavogs býr við ákaflega þröngan húsakost — en húsnæðisvandi hans verður ekki leystur á kostnað grunnskólans, það er tómt mál að tala um. Það er rétt að bent hefur verið á að fylg- ismenn tillögunnar um að leggja niður grunnskólakennslu í Þinghólsskóla fengu ekki að tjá sig nema takmarkað á fundinum sem við héldum í Þinghólsskóla. Ég vildi hins vegar benda þessum ágætu mönnum á að á borgarafundi sem þeir héldu 14. þ.m. í Þing- hólsskóla bar þetta mál á góma og fengum við, andstæðingar tillögunnar, þá ekki einu sinni að koma í ræðustól. Þessi fundur var haldinn á vegum bæjarins, þar takmarkaðist málfrelsið við að Þera mátti fram spurningar til bæjarráðsmanna, sem síðan var snúið út úr á alla kanta. Ef þessir menn eða áhangendur þeirra eru að gagnrýna fundinn sem við héldum ættu þeir að líta í eiginn barm. Á fundinum sem við boðuðum til voru haldnar þrjár stuttar framsöguræður en orðið síðan gefið frjálst. Ræðutími var takmarkaður við 5 mínútur til þess að sem flestir kæmust að og fundurinn drægist ekki um of á langinn. Ég vona að þessi óviturlega tillaga um að flytja MK í Þinghólsskóla sé nú úr sögunni og tel að fundurinn eigi sinn þátt í því. Ég vil leggja á það áherzlu að við þurfum að koma upp góðum fjölbrautaskóla hér í Kópavogi sem allra fyrst — skóla sem hefði bæði bók- legar og verklegar brautir og þyrfti að vinda að því bráðan bug að útvega húsnæði fyrir verklegu brautirnar. Með því myndi þegar létta mikið á þeirri óeðlilegu aðsókn sem er að menntaskólanum núna og rýmkaði þá um nemendur hans. Að vísu vildi ég gjarnan að Menntaskólinn gæti fengið nýtt húsnæði en það er ekki hægt að gera allt í einu — hinar verklegu deildir fjölbrautaskólans verða að ganga fyrir, en húsnæði handa þeim ætti að vera auðvelt að útvega t.d. með því að leigja undir þær iðnaðarhúsnæði. Þetta mál hefur þegar setið allt of lengi á hakanum og þyrftu verknámsdeildirnar í síðasta lagi að hafa tek- ið til starfa næsta haust,“ sagði Guðjón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.