Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 Nýir skattar í Frakklandi París. 30. sopt. AP. STJÓRN Francois Mitterrands Frakklandsforseta samþykkti í da« driijí að fjárlaKafrumvarpi, þar scm jjert er rád fyrir mesta halla á fjárlöKum i söiíu Frakk- lands <>k nýjum skattaálöxum sem munu koma við huddu næst- um hverrar franskrar fjölskyldu. Áætlað er að útgjöld verði 95,4 milljörðum franka meiri en tekjur og miklum hluta fjárins verður varið til að örva efnahagslífið og berjast gegn atvinnuleysi. Frumvarpið verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman á fimmtudaginn og verður örugg- lega samþykkt, þar sem stjórnin hefur yfirgnæfandi þingmeiri- 'hluta. Pierre Beregovoy, yfirmaður starfsliðs forsetans, kynnti fjár- lögin og sagði að þau væru tilraun til að ná fram fjárhagslegu rétt- læti og „lýstu þeim vilja ríkis- stjórnarinnar að berjast fyrir at- vinnu með því að örva efnahaginn og hvetja til þjóðarsamstöðu". „Þú virðist hafa ruglast eitthvað í ríminu, félagi. Þú hefur kosið Valla víðförla í varaformannsembættið og mælir með því að Tony Benn verði sleppt í Grænlandshaf.“ Lokatilraun Haigs til að bjarga flugvélasölunni VV ashington, 30. sept. AP. RONALD REAGAN forseti hefur ákveðið cftir margra mánaða um- hugsun að koma fyrir 100 MX-kjarnorkueldflaugum í 1.000 skýlum í vesturhlutum Bandarikjanna samkvæmt áreiðanlegum heimildum í öldungadeildinni. Reagan mun kunngera ákvörðunina á föstudag. Samkvæmt heimildunum vill Reagan einnig framleiða B-l-sprengjuflugvélina, sem Cart- er fyrrum forseti lagði á hilluna, smíða „Stealth“-sprengjuflugvélar er geta smogið fram hjá ratsjám óvinanna og efla loftvarnir í Bandaríkjunum. Alexander Haig utanríkisráð- herra gerði jafnframt í dag loka- tilraun til að reyna að bjarga sölu AWACs-ratsjárflugvélanna til Saudi-Arabíu og aflýsti fundum með sex utanríkisráðherrum í New York. Hann reynir að finna málamiðl- unarlausn þannig að gengið verði að kröfi m þingmar na um að Bandaríkjamenn hafi nokkra stjórn á vélunum. Án slíkra trygg- inga er sala þeirra dauðadæmd. Leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni, Howard Baker, sagði Reagan í dag, að stjórnin hefði ekki nógu mörg atkvæði í deild- inni til að fá söluna samþykkta. En Baker sagði að hann teldi að Reagan fengi söluna samþykkta að lokum. Formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildarinnar, Clement J. Zablocki, sagði í dag að stefna stjórnarinnar í vopnasölumálum gæti ýtt undir hættulegt her- gagnakapphlaup í Þriðja heimin- um og dregið úr hernaðargetu Bandaríkjamanna þar sem her- gagnabirgðir þeirra mundu minnka. I Lundúnum gagnrýndi Josef Luns, framkvæmdastjóri NATO, Bandaríkjastjórn harðlega í dag fyrir meðhöndlun sína á ákvörð- uninni um smíði nifteinda- sprengju og skilningsskort á áhyggjum Evrópubúa af kjarn- orkuvopnakapphlaupinu. Luns sagði: Klofningurinn inn- an NATO er- „ekki eingöngu hræðslugjörnum Evrópumönnum að kenna. Washington (stjórnin) hefur einnig stuðlað að vandamál- inu ... í hreinskilni sagt var (nift- einda) ákvörðunin ekki dæmi um lipurð og lagni í alþjóðamálum." John Nott, landvarnaráðherra Breta, sagði í dag að könnun bandaríska landvarnaráðuneytis- ins á hernaðarmætti Rússa sýndi að tal um einhliða afvopnun væri „hættulegt bull og vitleysa". (í Bonn sagði einn af leiðtogum kris- tilegra demókrata, Heiner Geissl- er, að Bonn-stjórnin ætti að dreifa bæklingi þar sem segði frá þessari könnun.) Kunnur sérfræðingur í varn- armálum, William G. Hyland, seg- ir í nýju riti frá Herfræðistofnun- inni í Lundúnum, að viðræður austurs og vesturs í næsta mánuði um fækkun eldflauga sé mikið hættuspil fyrir vestræn ríki og Bandaríkjamenn ættu að gera Rússum tilboð, sem þeir yrðu að samþykkja eða hafna. Hann segir að pólitískur þrýst- ingur í Evrópu knýi NATO til samninga, en Rússar ætli að nota viðræðurnar til að lama meiri- háttar átak í varnarmálum. Kína frið- mælist við Taiwanbúa Pckinjí. 30. sept. AP. KÍNVERJAR gerðu í dag grein fyrir tillögum um sam- einingu Kína og Taiwan, þar sem gert er ráð fyrir að leið- togar Taiwans taki þátt i stjórn Kína og Peking-stjórn- in lofar að skipta sér ekki af innri málum Taiwan. Vestrænir sendimenn segja, að kínverskir leiðtogar hafi tekið fram að harðorðar yfirlýsingar í blöðum eigi að búa kínversku þjóðina undir versnandi sambúð við Bandaríkin, ef bandarísk hergögn verða seld til Taiwan í miklum mæli. Tillaga Kínverja kom fram í viðtali kínversku fréttastofunn- ar við þjóðhöfðingja Kína, Ye Ji- anying. Hann lýsti í fyrsta skipti opinberlega yfir að valdamenn og fulltrúar ýmissa afla á Tai- wan gætu tekið við forystustörf- um í pólitískum stofnunum í Kína og tekið þátt í stjórn ríkis- ins. Taiwan fengi að njóta sjálf- stjórnar sem sérstakt hérað og halda herafla sínum. Ye hvatti til viðræðna á jafn- réttisgrundvelli og ítrekaði til- lögur um beinar póstsamgöngur, farþegaflutninga og skipaferðir og sagði að Taiwanbúar gætu haldið efnahags- og þjóðfélags- kerfi sínu, lífsvenjum, eigna- rétti, húsum, jarðnæði og fyrir- tækjum. Viðskipti og menning- arsamskipti við erlend ríki gætu haldið áfram. Vestrænn fulltrúi sagði, að þótt Kínverjar væru að reyna að eyða ótta Taiwanbúa væri til- gangurinn einnig sá, að torvelda Ronald Reagan forseta að rétt- læta hergagnasölu til Taiwan. Kínverjar vildu ýta Taiwan- deilunni til hliðar og hefjast handa áður en ný kynslóð valda- manna kæmi til skjalanna á Tai- wan og beitti sér e. t. v. fyrir auknu sjálfstæði gagnvart Kína. Chiang Ching-Kuo núverandi forseti er sammála því að Tai- wan sé kínverskt hérað, en segir þjóðernissinna réttmæta vald- hafa Kína. í Taipei sagði talsmaður stjórnar þjóðernissinna að til- lögur Kínverja væru áframhald á „áróðri um samfylkingu". Hann sagðpi að ekkert nýtt kæmi fram í tillögunum, er mið- uðu að því að ofurselja Tai- wanbúa stjórn kommúnista. Spánverjar í órétti við Svalbarða Frá Jan-Frik Lauró í Ósió. SPÁNSKIR togarar valda norsku strandgæzlunni ennþá erliðleikum með ólöglcgum veiðum við Sval- harða. Spönsku skipstjórarnir hafa meinað norsku strandga‘zlunni að koma um horð til að kanna aflann. Norsk yfirvöld hafa grun um að spönsku togararnir veiði miklu meira magn en þeir tilkynna yfir- völdum. Þeir munu jafnvel vciða fjórum sinnum meira aflamagn en þeir gefa upp. Spönsku togaraskipstjórarnir vísa til fyrirmæla frá spönskum yfirvöld- um þegar þeir neita að sætta sig við að sæta eftirliti. Norsk yfirvöld telja að þetta sé misskilningur. Þótt Spánn hafi ekki formlega viðurkennt norska fiskveiðilögsögu umhverfis Svalbarða, fara Spánverjar eftir kvótaákvæðum. Norska utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við ríkisstjórn Spánar til að eyða hugsanlegum misskilningi og þess er vænzt að norsk strandgæzluskip láti til skarar skríða hið skjótasta og skoði skipin. Moskvu. 30. sept. AI’. EIGINKONA Viktors Korchnois skákmeistara sagði í gær, að hún hefði enn engar fréttir fengið frá sovézkum yfirvöldum um vega- hréfsáritanir handa sér og Igor syni sínum. „En ef yfirvöld hafa eitthvað að segja láta þau mig vita,“ bætti hún við. Bella Korchnoi kveðst svartsýn á lausn málsins, þar sem engin hreyfing virðist vera á því. Hún heimsótti Igor á föstudag- ínn í vinnubúðir þar sem hann af- hjúpar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að koma sér undan her- skyldu. Hún sagði: „Hann var föl- ur og tekinn í andliti af því að hann veit ekki hvað mun gerast nú þegar heimsmeistaraeinvígið er hafið." Frú Korchnoi kvaðst enn ekkert svar hafa fengið frá Leonid Brezhnev forseta við nokkrum bréfum sem hún hefur sent hon- um. „Ég var þakklát framlagi Fide. Kannski að það hjálpi upp á sak- irnar. En ég hef beðið í 5ár og er farin að örvænta," sagði frú Korchnoi. í Merano, þar sem eivígið fer fram hefur Emanuel Sztein, pólskættaður blaðafulltrúi Korchnois, (nú búsettur í Orange, Connecticut), dreift spjöldum stíl- uðum til Brezhnevs, þar sem for- setinn er beðin að. leyfa mæðgin- unum að fara úr landi. Framan á póstkortinu er teikning af tveim- ur taflmönnum og á hliðinni á öðrum þeirra er áletrað „Gulag“. Frú Korchnoi orðin svartsýn Guiílaiime ekki lengur í haldi Bonn. 30. sept. AP. GUNTHER GUILLAUME, sem með njósnum sínum neyddi Willy Brandt fyrrum kanzlara að segja aí sér, hefur verið fluttur úr Rheinbach-fangelsi í sjúkrahús háskólans í Bonn og bíður þess að verða látinn laus að sögn vestur þýzkra blaða. Talsmaður Bonn-stjórnar- innar neitaði að staðfesta fréttina eða bera hana til baka. Guillaume mun þjást af nýrnaveiki. Guillaume var einn nánasti samstarfsmaður Brandts, en var dæmdur í 13 ára fangelsi 1975 fyrir njósnir í þágu Austur-Þjóðverja. Vestur-þýzk blöð segja að hann verði látinn laus í skipt- um fyrir 35 pólitíska fanga í austur-þýzkum fangelsum og gegn því að um 3.000 Austur- Þjóðverjar til viðbótar fái leyfi til þess að fara úr landi. „Die Welt“ hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Guillaume sé undir öryggis- vernd og bíði þess að ferðast til Austur-Berlínar. Blað í Köln sagði, að Guill- aume væri í háskólasjúkra- húsinu í Bonn. Talsmaður þess sagði að hann „hefði ekki leyfi til að veita upplýsingar um málið". Blöðin segja að Vestur- Þjóðverjar muni afhenda austur-þýzku njósnarana í Frakklandi, Danmörku og Suður-Afríku. Þeir 3.000 Austur-Þjóðverj- ar, sem búizt er við að fái að fara vestur á bóginn, eru kon- ur og börn manna er hafa stungið af til Vestur-Þýzka- lands samkvæmt blaðafrétt- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.