Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1901 Þorlákshöfn: Engin síld hefur borist enn I>orlákshöfn. 28. septemh<‘r. ENGIN síld hefur borist hingað enn sem komið er. „Þeir finna enga síld,“ sagði Gestur Amundason á hafnar- voginni hér þegar ég spurði hann frétta af aflabrögðum. Hann sagði þetta vera óvenju daufan septembermánuð hvað löndun afla snerti. Engin loðna hefur heldur borist hingað. Þrír bátar hérna eru með hringnót og fjórir á rek- netum, í leit að silfri hafsins. Tekið verður á móti síld á þremur stöðum — hjá Meitl- inum hf. til frystingar er salt- að verður hjá Glettingi hf. og í Söltunarstöð Guðna Stur- laugssonar. Fjórir bátar hafa verið á netaveiðum, og hafa þeir siglt með aflann til Færeyja. Einn þeirra er nú á förum með afla til Þýzkalands. Togararnir hafa fiskað sæmilega og hefur afli þeirra haldið uppi stöð- ugri vinnu hér í frystihúsinu. Að undanförnu hefur verið unnið þar til kl. 19.00 alla virka daga. — Ragnheiður Ljósprentun Guðbrandsbiblíu VEGNA fréttar Morgunblað- sins 23. september sl. um fyrir- hugaða útgáfu ljósprentunar Guðbrandsbiblíu 1984 skal þess getið, að þessu máli hreyfði fyrst sr. Jón Einarsson í Saurbæ með tillögu á 11. kirk- juþingi 1978. Málinu var vísað til kirkjuráðs, sem fól sr. Eiríki J. Einarssyni undirbúning þess og flutti hann svo tillögu á 12. kirkjuþingi 1980 um þá útgáfu, sem nú er ákveðin. Týndi gkóla- gjaldinu Unglingsstúlka til heimilis að Barðaströnd 16, á Seltjarn- arnesi, varð fyrir því óhappi í versluninni Víði, um kl. 16.30 í fyrradag, að gleyma þar 370—380 krónum í seðlum, sem fara átti að mestu til greiðslu kennslugjalds í Námsflokkum Reykjavíkur. — Seðlarnir voru lausir. — Skilvísum finnanda er heitið fundarlaunum. Síminn að Barðaströnd 16 er 22119. Ráðinn iðnþróun- arfulltrúi fyrir Suðurland I ágústmánuði sl. var Þor- steinn Garðarsson, viðskipta- fræðingur, ráðinn iðnþróun- arfulltrúi fyrir Suðurland. Þorsteinn var áður sveitar- stjóri í Þorlákshöfn og hefur unnið mikið í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, í atvinnumálanefnd og við upp- byggingu Iðnþróunarsjóðs Suðurlands. Hann hóf störf 3. september sl. Leiðrétting RANGHERMT var í frétt Mbl. um lát Júlíusar R. Júlíussonar golfmanns, að hann léti eftir sig 8 börn. Hið rétta er að hann lét eftir sig 6 börn. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistök- um. eftir Hannes Hafstein skrifstofustjóra Furðuleg skrif í síðdegisblöð- unum í gær knýja mig til að fjalla nú um mál, sem ég hafði ætlað mér að skrifa opinberlega um, en aðeins þegar ég hefði fengið þær upplýsingar, sem ég bað um fyrir hálfum mánuði og þá aðeins ef þær hefðu staðfest atriði, sem ástæða væri til að vekja athygli á. Sá dráttur, sem orðið hefur á því að ég fengi þær upplýsingar, er ég taldi nauðsynlegar til að geta gert mér hlutlausa heildarmynd af málavöxtum, hefur nú verið skýrður með yfirlýsingum Kristjáns deildarstjóra Pét- urssonar í viðtölum, sem hann virðist hafa látið síðdegisblöðin eiga við sig í gær. Um þátt þessa manns í málinu var mér ókunnugt þar til ég las yfirlýs- ingar hans í gær og mun ég láta það ógert að eiga orðaskipti við þann mann, enda hygg ég að eftirfarandi frásögn nægi. Málavextir eru í sjálfu sér einfaldir, en þar eð ég hef heyrt um allt of margar hliðstæður taldi ég fulla ástæðu til spurn- inga. Dóttir mín og unnusti hennar komu til Keflavíkurflugvallar fimmtudaginn 10. september sl. Þegar þau voru nýkomin í gegn- um vegabréfaskoðun og biðu eftir farangri sínum gengu til þeirra tveir óeinkennisklæddir lögregluþjónar úr Reykjavík. Samkvæmt frásögn lögreglu- þjónanna framvísuðu þeir lög- regluskilríkjum sínum og báðu þau að fylgja sér til sérstaks skoðunarherbergis. Hafa lög- reglumenn þessir gefið þá skýr- ingu, að þeir hafi verið sendir til Keflavíkurflugvallar að til- hlutan fíkniefnalögreglunnar til þess að taka á móti pilti, sem kom með þessari sömu vél. Að dóttir mín og unnusti hennar hafi verið svo óheppin að kann- ast við þennan pilt úr skóla og verða honum samferða gegnum vegabréfaskoðun hafi, að mati lögreglumanna, verið næg ástæða til að láta gera á þeim nákvæma leit. Þar með lýkur, að ég bezt veit, afskiptum þess- ara lögreglumanna af dóttur minni, nema hvað annar þeirra bað unnusta hennar að skila til hennar afsökunarbeiðni eftir að leit á þeim báðum var lokið og að því er hann varðaði á tiltölu- lega mannúðlegan hátt. Dóttir mín lýsir gangi mála á þessa leið: Þegar hún beið eftir farangri sínum gekk til hennar óeinkennisklæddur maður og sagði: „Ætlarðu að koma hérna." Hún gekk með honum að sérstöku rannsóknarherbergi í afgreiðslusalnum og þar tóku þeir á móti henni tveir tollverð- ir, kvenkyns. Tóku þær for- málalaust til við að róta í tösk- um, sneru öllu við og tóku allt í sundur, sem á nokkurn hátt var unnt að taka í sundur. Næst var tekin handtaskan og meðhöndl- uð á sama hátt, og svo rösklega var gengið til verks, að kreist var úr túpum með snyrtikremi og kinnalitur mulinn niður í duft. Að þessu loknu fékk hún stuttorða fyrirskipun: „Komdu hérna yfir,“ og fylgdi hún þess- um tollvörðum inn í næsta klefa. „F’arðu úr fötunum," hljóðaði pæsta fyrirskipun. „Úr öllum?" spurði stúlkan. „Já, úr öllu,“ var svarið. Þegar síðustu fyrirskipun hafði verið hlýtt var henni skipað að snúa hér í hringi og eitthvað potað í hana. Síðan voru henni rétt aftur föt- in og þegar hún hafði klætt sig og fengið farangur sinn opnaði annar tollvörðurinn hurðina og sagði: „Gjörðu svo vel.“ Svona hljóðaði frásögn dóttur minnar og ég hvorki hafði, né hef, nokkra ástæðu til að draga hana í efa, sízt eftir blaðaskrif- in í gær. Lái mér hver sem vill, en mér fannst þessi frásögn minna mig óþægilega á frá- sagnir af meðferðinni á gyðing- um fyrir nokkrum áratugum og því sneri ég mér til lögreglunn- ar í Reykjavík og óskaði eftir að fenginn yrði framburður lög- reglumanna, svo og sneri ég mér til lögreglustjóra á Kefla- víkurflugvelli og óskaði eftir framburði tollvarða, svo gera mætti sér grein fyrir öllum hliðum málsins. Lögreglan í Reykjavík veitti fúslega þær upplýsingar, sem ég bað um. Hef ég greint frá þeim fyrr í þessari frásögn, en til viðbótar upplýsti lögreglustjóraemb- ættið, að hvorki dóttir mín né unnusti hennar hefðu nokkru sinni komið á skrá yfir fólk, sem grunað væri um meðferð fíkni- efna, né heldur hefði nokkuð grunsamlegt fundizt við þá leit, sem á þeim var gerð hinn 10. september sl. Á lögreglustjóra á Keflavík- urflugvelli var á hinn bóginn að skilja, að koma þyrfti fram kæra til þess að hann gæti feng- ið sjónarmið tollvarða. Að vel íhuguðu máli ákvað ég að snúa mér til varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins og óska eftir ákveðnum upplýsingum. Lét ég þess jafnframt getið, að væri það talið nauðsynlegt að óska upplýsinganna í kæru- formi þá mætti líta á beiðni mína sem kæru. Mér var vel Ijóst, að mér kynni að verða nú- ið því um nasir að ég væri að misnota aðstöðu mína sem skrifstofustjóri utanríkisráðu- „Líkamsleitin og það andlega áfall. sem svona aðförum hlýtur að fylgja, er staðreynd og engar kærur eða aðgerð- ir geta neinu um það breytt. Hins vegar hefur þetta mál og æði mörg önnur, svipaðs eðlis, sem mér hafa borizt fréttir um á undanförnum vik- um, vakið með mér spurningar, sem ég held, að okkur Islendingum beri öllum að hugleiða vandlega.“ neytisins og því hugleiddi ég málið betur en ella. Um málefni Keflavíkurflugvallar er fjallað í varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins undir beinni yfir- stjórn ráðherra og því hef ég í starfi mínu ekkert með þessa deild að gera og get ekki gefið henni fyrirskipanir um eitt eða annað. Starf mitt í utanríkis- ráðuneytinu gat því að mínu mati ekki svipt mig rétti til að spyrja áleitinna spurninga, sem öllum íslendingum hlýtur að vera heimilt að bera fram. Spurningarnar, sem ég óskaði eftir að lagðar yrðu fyrir toll- verði á Keflavíkurflugvelli voru þessar: 1. Hver hafi verið aðdragandinn að þessari nákvæmu líkams- rannsókn, hver hafi tekið ákvörðun um hana og á hvers ábyrgð hún hafi verið fram- kvæmd (þ.e. fíkniefnalögreglu eða tolls). 2. Hvort sérstök ástæða hafi verið til þessarar rannsóknar, svo sem grunur, og á hverju hann hafi þá verið reistur. 3. Hver formáli sé hafður yfir þeim, sem leitað skal á, áður en svona rannsóknir séu fram- kvæmdar. 4. Hversu nákvæm rannsóknin hafi verið og hvernig hún hafi verið framkvæmd. 5. Hver niðurstaða þessarar rannsóknar hafi verið. 6. Hvort beðizt hafi verið afsök- unar eftir að leit var lokið og þá, hver hafi borið fram slíka afsökun. 7. Hvort sérstakir aldursflokkar geti öðrum fremur átt von á slíkum rannsóknum. Þessar spurningar voru ein- faldlega settar fram til þess að ég hefði í höndum sjónarmið allra aðila um helztu þætti málsins áður en ég tæki ákvörð- un um annað miklu veigameira mál en þessa tilteknu líkams- leit. Því miður hefur frásagn- argleði deildarstjórans á Kefla- víkurflugvelli orðið til þess, að ég verð að skrifa þessa frásögn án þess að hafa fengið í hendur svör tollvarða við spurningum mínum. Lögreglan í Reykjavík hefur hins vegar svarað sumum þessara spurninga á fullnægj- andi hátt og verður við það að sitja. Líkamsleitin og það andlega áfall, sem svona aðförum hlýtur að fylgja, er staðreynd og engar kærur eða aðgerðir geta neinu um það breytt. Hins vegar hefur þetta mál og æði mörg önnur svipaðs eðlis, sem mér hafa bor- izt fréttir um á undanförnum vikum, vakið með mér spurn- ingar, sem ég held að okkur ís- lendingum beri öllum að hug- leiða vandlega. Vaxandi smygl og neyzla fíkniefna er eitt alvarlegasta vandamálið, sem við eigum nú við að glíma. Lögregla og aðrir aðilar, sem berjast gegn þessum vágesti, eru í erfiðri afstöðu og eiga rétt á fullum skilningi og stuðningi almennings. í samtöl- um við fulltrúa lögreglu og fíkniefnadómara hef ég ítrekað lagt áherzlu á að ég dragi ekki í efa nauðsyn líkamsrannsóknar, þegar ástæða er til, þ.e. vænt- anlega þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Jafnvel hef ég ekki dregið í efa réttmæti ná- kvæmra skyndikannana á fólki, þótt ekki sé bein ástæða til. Ef kurteislega og nærfærnislega hefði verið að farið og hefðu vingjarnlegar skýringar verið gefnar á ástæðum til leitar, hefði ég látið þetta mál kyrrt liggja. Mér dettur ekki í hug, að dóttir mín eigi rétt á betri með- ferð en aðrir, en mér dettur hins vegar sterklega í hug, að hún eigi líka sín lágmarks mannréttindi eins og aðrir. Þar með læt ég skilið við hennar þátt í þessu máli. Spurningarnar, sem við öll verðum síðan að hugleiða vand- lega, eru þessar: 1. Fíkniefnasmygl er nýtt vandamál og við því verður óhjákvæmilega að bregðast á viðeigandi hátt. En getur það verið geðþóttaákvörðun ein- stakra lögregluþjóna eða toll- varða, hvort gera skuli niður- lægjandi líkamsleit á fólki þeg- ar stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma sérstakt ákvæði um svo miklu sársaukaminna atriði sem friðhelgi heimilisins? Getur það t.d. verið frambæri- leg ástæða, að viðkomandi sé svo óheppinn að þekkja ein- hvern samferðamanna sinna til Islands og vera honum sam- ferða gegnum vegabréfaskoð- un? Gæti það e.t.v. líka verið frambærileg ástæða að viðkom- andi kæmi til landsins í galla- buxum eða er það e.t.v. næg ástæða að viðkomandi sé yfir- leitt bara að koma til Islands. 2. Getum við sætt okkur við að íslenzkir unglingar séu með- höndlaðir sem glæpamenn þar til þeir hafa sannað sakleysi sitt með nektarsýningum frammi fyrir tollvörðum — og mega svo jafnvel í kveðjuskyni eiga von á augnaráði sem segir: „Þú varst heppinn að sleppa núna, en við náum þér vonandi næst.“ 3. Ef svör okkar við þessum meginspurningum eru jákvæð þá liggur beint við að spyria þriðju spurningarinnar: Er ís- land hætt að vera réttarríki en komið í sísta'kkandi hóp lög- regluríkja? Ef svör okkar við þessum spurningum eru hins vegar neikvæð, þá hljótum við að krefjast þess, að löggjafinn fjalli sérstaklega um þessa nýju hlið löggæzlu, sem nú er komin upp og jafnframt — og ekki síð- ur — að þeir löggæzlu- og toll- gæzlumenn, sem þetta vanda- sama verkefni er falið, fái ítar- lega tilsögn í því, hvernig þeir eiga að bera sig að — áður, á meðan og eftir að líkamsleit er framkvæmd. 30. september 1981, llannes llafstein. Réttarríki eða lögregluríki? - eða er bannað að spyrja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.