Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1981 Miklar breytingar á um- ferðarlögunum 1. október MIKLAR breytiniíar verda á um- ferðarlöKunum nú 1. október, eins og fram hefur komið i blaðinu. Breytinxarnar eru þessar: 1. Um notkun bílbelta: „Hver sá, er situr í framsæti bif- reiðar, sem búin er öryggisbelti, skal nota það við akstur á vegum. Eigi er skylt að nota öryggisbelti við akstur aftur á bak. Sama gildir um akstur á bifreiðastæðum, við bensínstöðvar eða við svipaðar aðstæður. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um undanþágu frá notkun ör- yggisbelta, ef heilsufars- eða læknis- fræðilegar ástæður eru taldar gera slíka undanþágu brýna. Eigi er skylt að nota öryggisbelti í leigubifreiðum til mannflutninga. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um undanþágu frá notkun öryggis- belta við annan sérstakan akstur, eða við erfið og hættuleg skilyrði utan þéttbýlis, svo sem í mikilli ófærð eða þar sem hætta getur verið á skriðuföllum eða snjóflóðum." Vanræksla á notkun bílbelta leiðir ekki til lækkunar eða niðurfellingar fébóta, og eigi skal refsa fyrir brot gegn lögunum fyrr en lokið er þeirri heildarendurskoðun á umferðarlög- um sem nú stendur yfir. 2. Um hjólreiðar: „Heimilt er að aka reiðhjóli og leiða reiðhjól á gangstígum og gangstéttum, ef það er ekki til hættu eða óþæginda fyrir aðra vegfarend- ur. Hjólreiðamenn, sem fara eftir gangstígum eða gangstéttum, skulu ævinlega víkja og hliðra til fyrir gangandi vegfarendum. Reglur um gangandi vegfarendur gilda að öðru leyti um þá sem leiða reiðhjól." Ekki er með lögum þessum veitt heimild til að aka vélhjólum á gangstígum eða gangstéttum. 3. Um hnakkapúða á fram- sætum: Eftir 1. janúar árið 1983 er skylt að hafa hnakkapúða af viðurkenndri gerð á framsætum þeirra bíla sem fluttir verða inn til landsins og eru búnir bílbeltum. 4. FjölKun fulltrúa í Umferð- arráði: Með þessum nýju lögum fjölgar fulltrúum í Umferðarráði úr 17 í 19, og eru það Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið og Öryrkja- bandalag tslands sem tilnefna nýja menn í ráðið, og hafa þeir þegar set- ið einn af fundum þess. í frétt frá Umferðarráði í tilefni af breytingunum segir svo: „Umferðarráð fer vinsamlegast fram á það við forráðamenn barna og unglinga, að þeir skýri út fyrir þeim að ekki má hjóla á gangstéttum og gangstígum nema taka fullt tillit til gangandi fólks. í því sambandi má sérstaklega benda á, að blint fólk og sjóndapurt getur átt í miklum erfiðleikum í samskiptum sínum við hjólreiðafólk á gangstéttum, ef þeir sem hjóla sýna ekki fulla aðgát í hví- vetna. Ennfremur þarf það að koma 13 skýrt fram, að sumar gangstéttir eru svo þéttskipaðar fólki á ákveðnum tímum sólarhringsins, að þar kemur ekki til greina að hjólreiðafólk haldi sig á sama tíma. Um notkun bílbelta er þess helst að geta að þrátt fyrir ný lög um skyldunotkun þeirra, hefur það ætíð komið fram af hálfu Umferðarráðs, að auðvitað spennir hver og einn beltið fyrst og fremst sjálfs sín og fjölskyldu sinnar vegna.“ — spenna menn beltin allir sem einn. ■■■ SL/ER ALLSTAÐARIGEGN! Þaö er ekki ofsögum sagt aö fáir bílar hafi fengiö eins mikil lofsamleg tilskrif í bílatímaritum einsog Mazda323. Þaö er sama hvaöa rit er skoöaö, álit sér- fræöinganna er samdóma. MAZDA 323 ER EINSTAKUR BÍLL! Viö skulum líta á nokkrar umsagnir: ildECHANlX Tllustrated U.S.A. „Mazda 323 1981 — Betri en hann þarf að vera, raunveru- lega betri en næstum allir í slnum flokki.” „Hemlarnir — diskar að framan, með loftátaki og tvö- földu vökvakerfi — eru frá- bærir.” „Ef ykkur finnst aukið rými stærsti kostur framhjóladrifs, þá hlýtur Mazda 323 að fá háa einkunn, því hann er rúmbetri en nokkur annar bíll í slnum flokki, ekki svo slæmt þegar á það er litiö að þetta er fyrsti bíllinn frá Mazda með fram- hjóladrifi.” U.S.A. „Öll þessi nýja tækni og hönnun gerir Mazda 323 aö bíl sem er bæöi fallegur og sem er unun aö aka. En það sem er meira áríðandi: hann er líka mjög þægilegur og eyðslugrannur. Sparneytni og þægindi er einmitt það sem gerir hann sigurstrang- legan meðal minni bíla.” touringl /lUtO Austurríki „Hinn nýi Mazda323 ertækni- lega greinilega á viö þá bestu evrópsku, en er mun betur út- búinn og á lægra verði.” U.S.A. „Þó að Mazda hafi byrjað seint með framhjóladrif, þá er Mazda 323 I fararbroddi meö- al framdrifsbíla. Hvert smá- atriði viröist bera vott vlö- tækra rannsókna og þróunar og það er greinilegt að tak- mark Mazda var að gera hlut- ina fullkomna, þegar frá byrj- un.” ZEITUNG V-Þýskalandi. „Vegna þess kosts að vera slðastur á markaðinn, þá er Mazda 323, án þess að búa þurfi til ný hástemmd lýsing- arorð, besti japanski bíllinn I sínum flokki, og þar með einn markverðasti bíll vorra tlma.” Ástralíu. „Þegar allt kemur til alls, þá er erfitt að trúa því að Mazda 323 sé með framhjóladrifi. Hann hefur enga ókosti (slæma eiginleika) framhjóla- drifs, en alla kosti þess. Smíði og frágangur bílsins er fré- bær og aksturseiginleikar einstakir. Þetta er bíll nlunda áratugsins.” Motor Bretlandi. „Að hanna bllinn með litla loftmótstöðu hafði það aö markmiði aö minnka bæði vindgnauó og bensíneyöslu. Ennfremur varö bíllinn ennþá sparneytnari með þvl að gera hann léttbyggöan — því verk- fræöingar Mazda töldu að 10% minni þyngd þýddi 5-8% minni benslneyðslu.” V-Þýskalandi. „Frábært rými fyrir farþega og farangur, auðveldur I akstri, góður útbúnaöur jafn- vel I standard geróum, gott verkfærasett, gott verð.” Stenst nokkur samanburö viö Mazda 323? Viö teljum aö svo sé ekki. Valiö er því ekki erfitt. Viö bjóóum Mazda 323 í fjölmörgum geróum, 4 gíra, 5 gíra eöa sjálfskipta. Mazda 323 — Sættu þig ekki vió neitt minna. Astralíu. „Nú ætti hverjum einasta les- anda að vera Ijóst að viö er- um himinlifandi yfir hinum nýja Mazda 323. Fallegur, sterkbyggður, hljóðlátur, frá- bærir stýriseiginleikar og aksturseiginleikar, innanrými sem er ekki langt frá að vera eins mikið og I Ford Cortinu og aldeilis ótrúlega sparneyt- inn, þetta er stórt stökk fram- ávið I hönnum fólksblla.” Nýja Sjálandi.’ „Það sem verður minnis- stæðast við Mazda 323 er hversu hljóölátur hann er, rásfastur á slæmum (grófum) vegum og hversu laus hann er viö þá galla sem oft fylgja framhjóladrifi.” BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.