Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 Sjóða niður bleikju og selja í dósum í HAUST verður gerð tilraun hjá fyrirtækinu SÍKló-síld með að sjúða niður silung. nánar tiltekið hleikju úr Miklavatni í Fljótum. Ekki verður um framleiðslu í miklu maxni að ræða í haust, en í þessari tilraun verða soðin niður 150 — 200 kíló ok silunsurinn boðinn niðursoðinn í dósum á innlendum markaði. Pálmi Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri á Siglufirði, sagði að þessi hugmynd hefði komið upp í umræðum manna um framtiðar- verkefni fyrirtækisins, en það hef- ur verið verkefnalaust stóran hluta ársins. í Miklavatni væri mjög mikið af silungi og hefði ver- ið rætt um að grisja vatnið og sjóða fiskinn niður á Siglufirði, þar sem ólíklegt væri að innlendur markaður tæki við silungnum ferskum. í framhaldi af þessum umræðum hefði verið ákveðið að gera fyrrnefnda tilraun í haust og síðan yrði séð til með framhaldið, en hugmyndir væru uppi um að grisja mjög mörg silungsvötn víða um land. Uessir krakkar fluttu sig um set á meðan verið var að ráða niður- lögum eldsins. Húsið að Norðurstíg 3 stórskemmt af eldi Ásmundur og Björn til Póllands í boði Samstöðu ELDUR kom upp í húsinu að Norðurstíg 3 í Reykjavík í fyrri- nótt og varð eldsins vart um kiukkan 3.45 og tilkynnti lögregl- an slökkviliðinu að reyk legði frá húsinu. samkva-mt upplýsingum sem Morgunhlaðið fékk hjá Gunn- ari Sigurðssyni. varaslökkviliðs- stjóra. í gær. Miklar skemmdir urðu á húsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var talsverður eldur á annarri hæð hússins og þriðja hæðin var alelda, og var að því komið að rúður húss- ins brotnuðu. Gunnar sagði að fjórir slökkvibílar og 13 slökkvi- liðsmenn hefðu farið á staðinn upphaflega, en síðan hefði aukalið verið kallað á vettvang. Gunnar sagði að slökkvistarf hefði gengið vel. Slökkvistarfi lauk um klukku- tíma eftir að skökkvilið kom á staðinn, en vakt var við húsið til klukkan 9 í gærmorgun. Gunnar sagði að talsverðar skemmdir hefðu orðið á húsinu, en að Norðurstíg 3 er rafvélaverk- stæðið Volti til húsa. Húsið er 3ja hæða steinhús, með steyptum loft- um og timburþaki. Skemmdir urðu talsverðar á húsinu, bæði af eldi og vatni. Þak hússins er ónýtt og bæði 2. og 3ja hæð eru mikið skemmdar Best til liðs við Valsmenn IIINN heimsfrægi knattspyrnusnill- ingur. George Best. verður meðal leikmanna Vals er liðið mætir New York Cosmos í Reykjavík 10. októb- er næstkomandi. Gengið var frá samningum við umboðsmann Bests í gær og samkvæmt upplýsingum Mbl. fær kappinn 1500 pund eða sem nem- ur rösklega tveimur milljónum göml- um íslenzkum krónum fyrir að mæta til leiksins með Val. Til stóð að Pele léki einnig með Val í þessum leik, en af því verður ekki. af eldi. Einnig urðu miklar skemmdir á verkfærum og velum sem í húsinu voru. Að sögn Gunn- ars leikur sterkur grunur á að kviknað hafi í út frá þurrkofni sem var á annarri hæð hússins. Ekki var talin hætta á út- breiðslu eldsins í nálæg hús, en fólk sem býr í húsi að baki Norður- stígs 3, flutti sig á milli húsa um tíma. Frá slökkvistarfinu I fyrrinótt. I.jnsm. ÓI.K.M. ÁSMUNDUR Stefánsson, formað- ur Alþýðusambands íslands. og Björn Þórhallsson, varaformað- ur. fóru til Póllands á þriðjudags- morgun í boAi Samstöðu og sitja þcir síðari hluta þings hinna frjálsu pólsku verkalýðsfélaga, sem nú fer fram i Gdansk. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Hauki Má Haraldssyni, blaðafulltrúa ASÍ, var von á þeim Ásmundi og Birni til Gdansk í gærkveldi og munu þeir sitja þrjá síðustu daga þings- ins. Haukur Már sagði að tveimur mönnum frá ASÍ hefði verið boðið á þingið og hefði miðstjórn ASÍ Blönduvirkjun: ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnar um að Blanda verði na'sta virkjun lands- manna er skilyrði sem landeigend- ur vestan Blöndu hafa sett fyrir samþykkt tilhúinna samnings- draga. sem gera ráð fyrir virkjun- arkosti númer 1. að sögn Torfa Jónssonar. Torfala-k. Ilann sagði, að einnig hefðu verið gerðir aðrir sma-rri fyrirvarar, sem ekki væri orð á gerandi. Samstaða hefur ekki náðst um virkjunarkost 1 austan Blöndu og vilja menn þar fremur virkjunarkost 1A, sem er kostnaðarsamari. en að sögn Sig- urpáls Árnasonar. Lundi. austan Blöndu. gæti fullvissa um að Blanda vcrði fyrst virkjuð haft mikið að segja. Gengið var frá samningsdrögum í lok síðasta fundar landeigenda og fulltrúa ríkisvaldsins laust eftir síðustu mánaðamót. Gera drög þessi ráð fyrir virkjunarkosti 1 og sagði Torfi Jónsson, Torfalæk, að meirihluti hefði náðst vestan Blöndu um að standa ekki gegn þeirri tillögu, að fullnægðum ákveðnum skilyrðum og væri frum- skilyrði að ríkisstjórnin lýsti því yfir að Blanda verði fyrsta virkjun- in. Torfi sagði málið því að sínu mati í höndum ríkisstjórnarinnar, en ekki heimamanna. Ingvar Þorleifsson, Sólheimum, vestan Blöndu, tók í sama streng og Torfi og sagði, að þeir vestanmenn biðu ákvörðunar ríkisstjórnarinn- ar, því enga þýðingu hefði að sam- þykkja eitthvað sem ekki kæmi síð- an til framkvæmda. Sigurpáll Árnason, Lundi, sem er austan Blöndu, sagði að menn aust- an Blöndu hefðu meiri áhuga á kosti 1A, en 1. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar í hreppsnefnd- um þar, tillögur allar verið óákveðnar. Hann sagði einnig, að sér væri ekki kunnugt um hvort það væri ríkisstjórnin eða landeig- endur sem biðu svara hins aðilans, en augljóst að biðstaða væri í mál- inu. Þá sagði hann einnig að yfir- lýsing frá ríkisstjórninni um að Blanda yrði númer eitt myndi vit- anlega liðka fyrir niðurstöðum. Zophonías Zophoníasson framkvæmdastjóri Pólarprjóns: Reynum að þrauka í mánuð Ef ekkert kemur til af hálfu stjórnvalda, þá blasir lokun við .UTLITIÐ er nokkuð svart. Allt helur dregist ákaflega mikið saman eftir sumarfri. Við hiifum orðið að taka eina vaktina af. en vorum með þrjár vaktir allan sólarhringinn. Auk þess hiifum við ekki ráðið nýtt fólk. þannig að talsvcrð fa'kkun hef- ur <»rðið siðan í septemberhyrjun. líklega sem ncmur 20—25 manns, en hér störfuðu um 100 manns,“ sagði Zophonías Zophoníasson framkvæmdastjóri Pólarprjóns á Bliinduósi. er Mbl. spurði hann frétta af stöðu fyrirtækisins. en cins og komið hefur fram í fréttum eru saumastofur á landinu illa staddar og margar orðið að hætta starfsemi Pólarprjón rekur þrjár saumastof- ur og eina prjónastofu. Sagði Zoph- onías að samdrátturinn stafaði að mestu af breytingu þcirri sem orðið hefur á Evrópugjaldmiðlum, en 70% af framleiðslu Pólarprjóns fara á Evrópumarkað. „Við höfum verið pindir til að lækka vöruna um 10% til að mæta útflutningnum. Það hef- ur verið reynt að halda á málum þannig, að afgreiða aðeins pantanir sem berast að utan, til að eyðileggja ekki markaði, en ekkert er reynt að selja. Kemur það strax frain sem verulegur samdráttur. Þá sagði Zophonías að mun meiri samdráttur væri á prjónastofunni en saumastofunum og stafaði það af lokunum saumastofa á Norðaustur- landi, en prjónastofa Pólarprjóns seldi þeim stofum hráefni. Zophonías sagði einnig, að þeir hjá Pólarprjón myndu reyna að þrauka áfram að minnsta kosti í einn mánuð, en kvað það einsýnt að ef ekkert kæmi til af hálfu stjórnvalda væri ekkert annað framundan en lokun. „Við höfum ekki ráð á neinu sjálfir. Það eina sem getur orðið til hjálpar er að hið opinbera komi inn í mynd- ina á einhvern hátt — með leiðrétt- ingu á genginu. Það er eina lausnin í sjónmáli, þó ekki sé nema bráða- birgðalausn," sagði hann í lokin. Afli eykst ekki á kom- andi árum STARFSHÓPUR á vegum Rannsóknaráðs rikisins skil- aði nýlega skýrslu um framtíð sjávarútvegs og fiskvinnslu. Niðurstöður hópsnefndarinnar munu vcra þær i sem styztu máli, að ekki sé skynsamlcgt að reikna með moiri afla held- ur en á þessu ári. Þó svo að flotinn stækki muni afli úr ein- stökum fiskstofnum ekki aukast og því sé ráðlagt að minnka flotann til að auka hagkva'mni í veiðunum og reyna að gera fiskinn verðmæt- ari. ba'ði með bættri meðferð um borð í skipunum og með meiri vinnslu i landi. Fyrir nokkrum árum starfaði sambærilegur starfshópur á vegum rannsóknaráðsins og skilaði þá svokallaðri „blárri skýrslu“. í starfshópnum, sem skilaði skýrslunni, sem er í prentun, áttu sæti Jónas Blön- dal, formaður, Jakob Jakobsson, Páll Guðmundsson, Þorkell Helgason og Jón Ármann Héð- insson. ákveðið að þeir Ásmundur og Björn skyldu fara. Haukur sagði að ASÍ greiddi ferð þeirra til og frá Póllandi, en Samstaða sæi um að greiða kostnað af dvöl þeirra þar. Þeir Ásmundur og Björn koma til baka til íslands á sunnu- dag. Yfirlýsing frá ríkisstjórn- inni er skilyrði vestan- manna f yrir samningum Víðtæk leit að manni í gærkveldi VÍÐT/EK leit fór fram í gærkveldi að 62 ára gömlum manni. Indriða Jónssyni. en hann fór frá heimili sínu. að Hátúni 10 i Rcykjavík. laust eftir hádegi í gær. samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá lögreglunni i gærkveldi. I gærkveldi leituðu sveitir á veg- um Slysavarnafélags Islands; Al- bert á Seltjarnarnesi og slysavarna- deildin í Kópavogi, og einnig leitaði sporhundur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði. Þá leituðu lög- reglumenn frá Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er Indriði með parkinsons- veiki á háu stigi, er álútur og gengur við staf. Hann var klæddur í grá- brúnan síðan frakka og í ljósum buxum. Indriði er ljóshærður og gekk hann berhöfðaður. Leyfi til lag- netaveiða fram- lengt um 4 daga Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur ákveðið. að leyfa lagneta- veiðar áfram til og með sunnu- dagsins 4. októher nk. Er þetta gert vegna þess að veð- ur hefur hamlað veiðum undan- farna daga og eins hefur aflast mjög misjafnlega frá einstökum verstöðvum. Sjómenn norðanlands hafa mót- mælt banninu harðlega og þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra hafa tekið undir mótmæli sjómannanna. Skipstjórarnir hlutu 16 þúsund króna sekt SKIPSTJÓRARNIR á Ilástcini frá Stokkseyri og Bakkavík frá Kyrarhakka voru í ga-r dæmdir til ,að greiða 16.240 krónur í sekt hvor vegna landhclgishrots á þriðjudag. Auk þess voru afli og veiðarfæri gerð upptæk. Dómurinn var kveðinn upp hjá sýslumannsembættinu á Selfossi og kvað Karl Jóhannsson upp dóm- inn, meðdómendur voru skipstjór- arnir Bjarni Þórarinsson og Þor- finnur Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.