Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 Skólamál í Kópavogi Eftir Stefni Helgason Miklar umræður o« blaðaskrif hafa átt sér stað undanfarið um skólamál í Kópavogi og m.a. var nýlega haldinn borgarafundur, þar sem samþykkt voru mótmæli gegn þeirri hugmynd, að nýta hús- næði Þinghólsskóla fyrir Mennta- skólann í Kópavogi, þá birtist grein í Morgunblaðinu 24.9. sl. eft- ir Skafta Þ. Halldórsson, kennara við Þinghólsskóla. Forsvarsmenn borgarafundar- ins og greinarhöfundur eiga það sameiginlegt að ræða þessi mál frá mjög þröngum sjónahóli, auk þess sem þeir gera sig seka um að setja fram staðhæfingar sem eru alrangar og villandi. Vart trúi ég því að slíkt sé gert vísvitandi, þar hlýtur að koma til fljótfærni eða þekkingarskortur nema hvort- tveggja sé. Harnafjöldi í Vesturhæ I fundarboði um borgarafund- inn segir m.a.: Er ykkur kunnugt um að 100 hiirn fa'ddust í Vesturhænum úrið 1980 og álíka mörg hiirn árið áð- ur. Þetta ga'ti þýtt að um 1000 börn verði í grunnskóla í Vestur- hænum eftir 10 ár. Þarna er að vísu rétt margfald- að þ.e. 10x100 eru 1000. Staðreynd- in er hinsvegar sú að árið 1980 fa'ddist 91 harn og árið 1979 að- eins 63 hörn og ef beitt er sömu reikningsaðferð þá yrðu 750 börn í grunnskóla eftir 10 ár, eða svipuð tala og nú. En da-mið er ekki svona auð- velt. Árið 1974 fæddust t.d. 74 börn í Vesturhænum en aðeins 63 skila sér í 7 ára deildir Kárs- nesskóla. Þá er og rétt að geta þess að árið 1972 stunduðu 1302 börn nám í Kársnes-. og Þinghólsskóla, en aðeins 707 börn nú, þegar skóli hófst í september sl. Átt hefur sér stað árviss fækk- un, eða um 70 börn á ári og sam- kvæmt spám er gert ráð fyrir því að árið 1986 verði þau aðeins 579. Vilji fólk láta taka sig alvarlega, er það lágmarkskrafa að farið sé rétt með staðreyndir, allt annað er markleysa. Barnafjöldi í Kópavotíi Fækkun barna er ekkert sérfyr- irbæri í Vesturbæ Kópavogs, sama hefur átt sér stað á öllu höfuð- borgarsvæðinu, en til glöggvunar má geta þess að aðeins á þessu kjörtímabili þ.e. frá árinu 1978, hefur nemendum á grunnskóla- aldri fækkað í Kópavogi um 109 börn, eins og hér segir: Kópavogsskóli + 53 börn Kársnesskóli -s- 101 barn Digranesskóli + 77 börn Snælandsskóli + 242 börn Víghólaskóli + 168 börn Þinghólsskóli + 106 börn Fjölgun á sér stað einungis í Digranesskóla og Snælandsskóla, en Snælandsskóli er eini heild- stæði grunnskóli bæjarins. HreytinR á skólahverfum Skafta Þ. Halldórssyni og Sig- ríði Ólafsdóttur form. foreldrafé- lags Kársnesskóla vex mjög í aug- um sú hugmynd, að breyta skóla- hverfi Kársnesskóla og bera við hættu á umferðarslysum og fl. Vissulega ber okkur að gera allt sem mögulegt er til umferðarör- yggis, en gleymdi þetta ágæta fólk því ekki, að með tilkomu eins full- komnasta vegakerfis hérlendis, er ferð úr Vesturbæ í Austurbæ t.d. um Hamraborg nú tiltölulega ör- ugg. Og gleymdu þau því einnig að öll börn úr Austurbæ verða að fara sömu leið til sundkennslu. Kópavogur er ekki bara Vestur- bær, væri ekki fremur nauðsyn- legt að flýta uppbyggingu Snæ- landsskóla þannig að börn t.d. í Kjarrhólma þurfi ekki að fara yfir gatnamót sem eru margfalt hættulegri en gatnamót í miðbæn- um. í tillögum sem lagðar voru fyrir hæjarstjórn var ekki gert ráð fyrir hreytingu á skólahverfi, aðeins gert ráð fyrir að nemend- ur í 8.-9. bekk Þinghólsskóla flyttust í Víghólaskóla, sem ga-ti auðveldlega tekið við þeim fjölda. ViðhyKKÍnK við Kársnosskóla Fram hefur komið að þörf væri fyrir margar lausar kennsiustofur við Kársnesskóla, en slíkt væri ekki nauðsynlegt, hinsvegar væri mögulegt að byggja við skólann, sá möguleiki var kannaður fyrir mörgum árum og er staðreyndin sú að lóð skólans gefur möguleika til slíks. Heildstæður grunnskóli Eins og fram hefur komið er að- eins einn heildstæður grunnskóli í Kópavogi þ.e. Snælandsskóli. Það kom hinsvegar í Ijós á borg- arafundinum, að Vesturbæingar fallast ekki á slíka lausn og bera ýmsu við. Heildstæðir grunnskól- ar eru nú starfræktir hér allt í kringum okkur og get ég ekki séð að við í Kópavogi þurfum að hafa annan hátt á, ef unnt er að gera skólana þannig úr garði sem vissulega sýnist auðvelt. HóttinK hyKtíðar Fram hefur komið að vænta má allt að 200 nýrra íbúða í Vesturbæ Kópavogs og út frá því spáð stór- auknum fjölda nemenda. „Menntaskólinn í Kópavogi hefur rækt hlutverk sitt með miklum ágætum, við aðstæður sem í dag eru svo slæmar, að ótrúlegt er að yfirleitt skuli nokkur kennari eða nemandi haldast við, en vegna mikillar samstöðu kennara og nemenda við skóla- meistara gengur starfið eins og raun ber vitni.“ Fyrri hluti í hverfi sem skipulagt hefur verið í Sæbólslandi, sem er eina nýja hverfið, er m.a. gert ráð fyrir íbúðum fyrir aldraða og þvtekki nemenda að vænta þaðan. Einnig er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum og vissulega koma nemendur þaðan, einnig má búast við þéttingu byggðarinnar. Aukning af þessum sökum er hlutallslega svo Iítil að ekki þarf að örvænta hennar vegna. Þæt tillögur sem fram hafa komið um nýtingu skólabygg- inga í Kópavogi miða að því að jafna aðstöðu allra barna og unglinga i Kópavogi og með þeirri tilfærslu sem gert er ráð fyrir. væri unnt að tryggja upp- hyggingu allra grunnskólanna í Kópavogi á fáum árum. þar eð þá fengist fjármagn sem ella fengist ekki. Jafnframt væri mögulegt að flýta upphyggingu Mennta- skólans í Kópavogi sem fjöl- hrautaskóla. Ekki má gleyma þeirri staðreynd að þott engar breytingar væru gerðar. verður nauðsynlegt að Ijúka hyggingu Snælandsskóla og Digranesskóla. NýtinK srunnskólanna Eins og áður er getið, verður að ljúka byggingu Snælandsskóla og Digranesskóla sem allra fyrst, en þar fjölgar nemendum næstu ár. Allt frá því að fyrsti barnaskól- inn var byggður í Kópavogi, hefur bæjarstjórn verið einhuga um skólamál og er staða Kópavogs miðað við önnur bæjarfélög nú góð, þótt enn sé verk að vinna. Varðandi framhaldsnám varð hinsvegar sú breytinga á, eftir að nýr meirihluti tók við stjórn bæj- arins 1978, að sú framsýni og stórhugur sem ríkt hafði fram til þess tíma, var rofinn af fulltrúum Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks, en strax eftir að þessi flokkar tóku við stjórn bæjarins, hófst sá hringlandaháttur sem enn er og er þeim einum um að kenna hvernig komið er. Þegar framsýni og þor skortir, verður árangurinn eins og dæmigert er nú í Kópavogi. Nú á sér stað víðtæk kynning á skólastarfi á vegum Kennarasam- bands íslands og er það ánægju- legt. Á fundi aðstandenda kynn- ingarinnar með blaðamönnum kemur m.a. fram, að í skyndikönn- un i 17 skólum í Reykjavík nú í byrjun skólaárs kom í ljós að í 48 bekkjardeildum voru nemendur 28 eða fleiri og þar af í 3 bekkjar- deildum 31 nemandi, en í lögum um grunnskóla er við það miðað að hámarksfjöldi nemenda í bekk sé 30 nemendur og að meðaltal fari ekki yfir 28. Hver er þá staða okkar hér í Kópavogi í þessum efnum? Eg hef ekki tölur frá þessu hausti, en þær væru þó lægri en tölur frá 1. október 1980 sem eru þannig: Skóli: Bekkjardeildir: Meðaltal nem.: Kópavogsskóli 17 21.35 Kársnesskóli 22 21.05 Digranesskóli 23 22.96 Snælandsskóli 22 21.45 Víghólaskóli 18 23.78 framhaldsdeild 6 13.33 Þinghólsskóli 12 22.00 framhaldsdeild 1 18.00 Grunnskólar í heild m/frhd. 121 21.62 Augljóst er, að staða okkar er allsæmileg miðað við áðurnefnda könnun í Reykjavík. Eftirtektarvert er hve nýting í framhaldsdeildum er lítil eða láðinn fram- ívæmdastjóri ^ögmanna- félags Islands LÖGMANNAFÉLAG fslands hef- ur frá og með 1. okt. 1981 ráðið Hafþór Inga Jónsson. héraðs- dómslögmann, í starf fram- kva*mdastjóra félagsins. Ilefur félagið ekki áður haft fram- kvæmdastjóra í fullu starfi. Er ætlun stjórnðr félagsins að auka verulega þjónustu við félags- menn með þessum hætti. Hafþór Ingi Jónsson, hdl., lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands í júni 1974. Að loknu framhalds- námi í vátryggingarrétti við Kaupmannahafnarháskóla vetur- inn 1974/1975 hóf Hafþór störf sem fulltrúi Þorvalds Þórarins- sonar, hæstaréttarlögmanns. Eft- ir andlát hans í júlí 1975 tók Haf- þór við rekstri skrifstofu Þorvalds heitins og hefur rekið hana síðan- Eiginkona Hafþórs er Kristín Egilsdóttir. Guðmundur Jónsson: Lítil saga af lítilmagnanum - hver vill hjálpa? Hér er ein lítil saga af lítil- magnanum í þjóðfélaginu. Segir hún frá 26 ára gömlum vangefnum pilti, sem býr með aldraðri ömmu sinni. Pilturinn heitir Sigurður Agnarsson og vinnur hjá Reykja- víkurborg. Hann ákvað að nota tekjur sínar til að kaupa gamalt hús við Hverfisgötu, til að tryggja 87 ára gamalli ömmu sinni, Sigur- rós Jóhannsdóttur, og sjálfum sér framtíðarhúsnæði. Hverfisgötunni en þá gerist það að húseignin er allt í einu komin á uppboð, en hvers vegna? Jú, vegna þess að fyrri eigandi skuldaði 22 þúsund í skatta. Hafði gjaldheimt- an gert kröfu í eignina fyrir skött- um seljanda, því eignin var ennþá þinglesin eign hans þar eð kaup- andi var ekki búinn að greiða allar afborganir og hafði afsal því ekki farið fram. Það var gengið frá þessum kaupum nýlega og kostaði húsið sem er afar lítið 330 þúsund krón- ur og borgaði Sigurður útborgun sem nam 50 þúsund krónum. Við undirskrift kaupsamnings var iagt fram veðbókarvottorð og komu þar fram áhvílandi veðskuldir. Tíminn líður og Sigurður og amma hans eru flutt í húsið á Þar eð Sigurður þekkir ekki hvernig á að bregðast við tilvikum Guðmundur Jóns- son og Sigurrós Jó- hannsdóttir fyrir utan húsið á Hverf- isgötunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.