Morgunblaðið - 13.10.1981, Side 1

Morgunblaðið - 13.10.1981, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 228. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viðbúnaður á flokksþingi Itjarkpool. 12. okt. AP. LÖGREGLA gerði víðtækar öryggisráðstafanir í Blackpool í dag, einum degi fyrir þing brezka íhalds- flokksins, vegna naglasprengjuárásar írska lýðveld- ishersins (IRA) í Lundúnum á laugardaginn þegar ein kona beið bana og 39 slösuðust. Lögreglan rannsakaði gesta- byggingum Hæstaréttar og yfir- bækur hótela, kom fyrir sjón- varpsmyndatökuvélum og dreifði sér meðal fólks í borg- inni. BBC sagði í kvöld að IRA hefði hótað nýjum árásum á meginlandi Bretlands. Tveir hafa verið handteknir eftir árás- ina á laugardag. Á Norður-Irlandi olli ein sprengja tjóni á kapellu, kirkju og húsum í Limavady og vörubíll sprakk í loft upp 275 metra frá eftirlitsstöð skammt frá Lond- onderry. Ekkert manntjón varð. I Dyflinni var kveikt í fjórum dómstóla Irlands og tjón varð í dómsölum og skrifstofum. Frú Margaret Thatcher for- sætisráðherra fór til Blackpool í dag þess albúin að verja pen- ingamálastefnu sína á flokks- þinginu. Óánægðir menn úr hin- um hófsamari armi flokksins telja þingið síðasta tækifæri sitt til að knýja fram stefnubreyt- ingar fyrir næstu kosningar — ella bíði flokkurinn ósigur í kosningunum. Um baksvið flokksþings- ins, sjá bls. 28. Thatcher í heimsókn Frú Margaret Thatcher forsætisráðherra ræðir við hermann í Westminster-sjúkrahúsi eftir naglasprengjuárás írska lýðveldis- hersins hjá Chelsea-herskálunum i Lundúnum. Ein kona beið bana. Sjá frétt á bls. 28. 18 yfirmenn reknir úr egypzka hernum Kairó, 12. okt. AP. ABU GHAZALA hershöfðingi. landvarnaráðherra Egypta, sagði i dag að allir fjórir tilræðismenn Anwar Sadats hefðu komizt lifs af gagnstætt tilkynningum um að einn hefði fallið og kvaö höfuð- paurinn hafa „sagt allt af létta“. Ghazala spáði skjótum herréttar- höldum og aftökum. Aðspurður hvort höfuðpaurinn, El-Islambouly, yrði leiddur fyrir aftökusveit sagði Abu Ghazala: „Hann á ekki kúlu skilið — hann á skilið reipi." Hann sagði: „Ég mun krefjast opinberrar aftöku. Ég vona þeir láti hann hanga í gálgan- um í viku eða svo.“ Abu Ghazala sagði að tilræðis- mennirnir hefðu notað vopn smíð- uð í Egyptalandi. Hann kvaðst ef- ast um að þeir stæðu í tengsium við aðra hópa í Egyptalandi eða öðru landi eins og Líbýu. El-Islamabouly skipulagði sam- særið sumpart þar sem bróðir hans var í hópi andstæðinga sem Sadat forseti lét handtaka. Aðalástæðan var sú að þeir félagar töldu að Sad- at „stjórnaði ekki landinu á ísl- amska vísu“, sagði Abu Ghazala. Átján liðsforingjar hafa verið reknir úr landhernum fyrir trúar- ofstæki. Þjóðin gengur að kjör- borðinu á morgun að staðfesta til- nefningu Hosni Mubaraks í stöðu forseta. Víðtækar öryggisráðstaf- anir hafa verið gerðar við hús Nab- awy Ismails innanríkisráðherra eftir árás öfgamanna. Bandaríkjamenn munu hraða sendingu orrustuþotna, skriðdreka og loftvarnaflauga. Alexander Haig utanríkisráðherra sagði eftir viðræður sínar við Egypta að sam- eiginlegar heræfingar í nóvember yrðu auknar og lið frá Persaflóa- ríkjum og B-52-vélar tækju í fyrsta sinn þátt. „Við verðum að sýna nærveru okkar hér öðru hverju til að sanna að það er ekki lífshættu- legt að vera bandamaður Banda- ríkjanna," sagði Haig. Bandaríkjamenn hafa stóreflt herskipaflota sinn við strendur Eg- yptalands að sögn ísraelska blaðs- ins „Maariv“. Flugvélaskipið „Nim- itz“, tvö stór herskip og nokkur minni skip eru á siglingu norður af Alexandríu. Jafnmörg bandarísk herskip hafa ekki áður verið á þess- um slóðum. ísraelskir ráðamenn gagnrýndu í dag þá yfirlýsingu Gerald Fords og Jimmy Carters að Bandaríkin yrðu að lokum að semja við PLO til að koma á friði og sögðu tímasetning- una óheppilega eftir gleðilæti PLO vegna dauða Sadats. Reagan for- seti sagði í dag að slíkar viðræður yrðu að byggjast á viðurkenningu PLO á ísrael. Aðspurður hvort bandarískt lið færi til Súdan sagði Reagan: „Þátttaka Bandaríkja- manna í bardögum er ekki ætlun okkar.“ Þótt Ford og Carter gagn- rýndu Khadafy Líbýuleiðtoga taldi Reagan til lítils að hætta kaupum á líbýskri olíu, aðrir mundu kaupa hana. Forsetinn kann að senda Philip Habib aftur til Miðaustur- landa í næsta mánuði. Varsjá. 12. «kt. AP. LEIEÍTOGAR Samstöðu veittu í dag pólsku ríkisstjórninni frest á fyrsta fundi sínum eftir þing hreyfingarinnar til að ganga til viðræðna er gætu afstýrt viðvör- unarverkfalli vegna skorts á matvælum. Þar með er hætt við verkföll á ýmsum stöðum nú þegar, en verkamenn í smábænum Tomas- oq Mazowiecki hefja sólarhrings- verkfall á morgun og verkamenn í Grudziadz lýstu yfir verkfalls- viðbúnaði. Samstaða virðist þar með hafa tekið upp nýja baráttuaðferð: að efna til táknrænna verkfalla í stað víðtækra landshlutaverk- falla, sem gætu leitt til ásakana um tilraunir til að lama efna- hagslífið. Sýrlenzkir fjölmiðlar hylltu í dag „aftöku“ Sadats og sögðu að aðrir egypzkir leiðtogar ættu von á „sömu örlögum og landráðamaður- inn“ ef þeir héldu áfram stefnu hans. Sýrlendingar og Líbýumenn hafa áhyggjur af umsvifum 6. bandaríska flotans og Líbýa kvað flotann stunda „ögrandi æfingar" við ströndina. Assad forseti sagði: „Við erum sannfærðari en áður að Camp- David-samningurinn mun hrynja til grunna.“ Fulltrúi Arababanda- lagsins spáði baráttu um „sál Eg- ypta“. Talsmaður stjórnarinnar sagði í kvöld að þing Samstöðu hefði haft „neikvæð" áhrif á landið og dregið grundvallaratriði komm- únistakerfisins í efa. En ummæl- in bentu ekki til að stjórnin mundi drága til baka tillögu sína um þátttöku Samstöðu í nefnd til að skipuleggja matvælamál, verð- lag og skömmtun. Miðstjórnarfundi kommúnista- flokksins á morgun hefur óvænt verið frestað. En þar sem fundur- inn hafði ekki verið formlega boðaður er frestunin ekki talin skipta verulegu máli. Á stjórnarfundi Samstöðu í Gdansk í dag komu engin við- brögð fram við tilboði stjórnar- innar um aðildina að matvæla- nefndinni. En nýr maður og hækkandi stjarna í stjórn Sam- stöðu, hagfræðingurinn Grzegorz Amnesty til Iran? Teheran, 12. okt. AP. TVEIR særðust i sprengingu í miðborg Teheran i dag og „nokkrir“ menn úr Khalq-sam- tökunum biðu bana þegar bylt- ingarverðir gerðu árás á felustað þeirra í horginni. Sjö vinstrisinn- ar voru handteknir i tveimur öðr- um borgum. Nefnd sovézkra sérfræðinga kom til Teheran í dag að kynna sér „breytingar af völdum ísl- ömsku byltingarinnar". í gær var sagt frá aftökum 82 vinstrisinna. Alls hafa 1.328 verið líflátnir á fjórum mánuðum skv. opinberum tölum. En vinstrileið- toginn Massoud Rajavi segir 2.400 hafa verið líflátna. Amnesty Int- ernational segir töluna 1.800. Amnesty sagði í dag að samtök- in mundu reyna að senda nefnd til Teheran til að reyna að binda enda á fjöldaaftökurnar. Samsæri í Shanghai Peking. 12. okt. AP. FJÓRIR hafa verið handtekn- ir fyrir að dreifa flugmiðum með tilkynningu um stofnun og stefnu samtaka. sem stefndu að þvi að kollvarpa stjórn kommúnistaflokksins. Foringi hópsins, Chen, var handgenginn Wang Hongwen, fyrrverandi varaformanni flokksins er var í „fjórmenn- ingaklíkunni". Tæplega 300 flugmiðar fund- ust á rúmiega 120 stöðum í Shanghai 17. til 21. sept. Chen var rekinn úr flokknum 1958 , en fékk uppreisn í menning- arbyltingunni. Fór í bið FIMMTA einvígisskák Karpovs og Korchnois fór í bið í gærkvöldi og staðan var jafnteflisleg. Sjá skákskýringu á bls. 20. Palka frá Lodz, hyggst bráðlega halda fund með stjórninni um matvælaástandið. Samstöðuleiðtogar sögðu i dag að ef samkomulag næðist ekki yrði tekin um það ákvörðun hvort boðað yrði stutt viðvörunarverk- fall þegar hin róttæka lands- hlutanefnd hreyfingarinnar (KK) kemur saman 22. okt. Sagt er að slíkt verkfall muni kannski standa aðeins í 15 mínútur eða eina klukkustund og fremur þjóna þeim tilgangi að veita reiði útrás en valda truflunum. En nýr öryggismálastjóri flokksins, Miroslaw Milewski, sagði í dag að flokkurinn mundi ekki hika við að verjast „óvinurn" sínum og ítrekaði í aðalatriðum viðvaranir forsætisráðherrans um baráttu gegn „andsovétisma" og lögbrotum. Alexander Ilaig, utanrikisráðherra Bandarikjanna. og Ilosni Murab- ak, tilvonandi forseti Egyptalands, svara spurningum fréttamanna að loknum viðræðum. Samstaða veitir stjórninni frest

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.