Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 2

Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981 Fjárlagafrumvarp 1982: Frumvarp um staðgreiðslu skatta lagt fram fljótlega í athuKasemdum með fjárlajíafrumvarpi fyrir árið 1982 kemur fram.að fyrirhunað er að frumvarp um staðjfreiðslu skatta verði fljót- le«a lajft fram á Alþingi, einnig að stefnt sé að þvi að staðgreiðslu- frumvarpið verði að lögum fyrir áramót 1982/83. Segir í athugasemdum með fjár- ur undirbúningur vel, sé hugsan- lagafrumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í gær, að verði staðgreiðslufrumvarpið að lögum fyrir áramót 1982/83 og gangi all- Ragnar Arnalds: Ferðum okipa Landhelgisgæzl- unnar fækkað „SEM dæmi má nefna að ferð- um skipa Landhelgisgæzl- unnar veröur fækkað,“ sagði fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, á fréttamannafundi þar sem fjárlagafrumvarp ársins 1982 var kynnt í gær. Fjármálaráðherra var að þvi spurður hvar dregið yrði saman i rikisútgjöldum til að koma til móts við aukin fram- lög á öðrum sviðum, sem hann tiltók. Fjármálaráðherra sagði að einnig yrði stórlega dregið saman í fjárveitingum til fjár- festingasjóða, enda hefðu þeir nú aukið fjármagn til eigin ráðstafana með tilkomu verð- trygginga útlánafjármuna. Hann sagðist ekki geta til- greint annan samdrátt lið fyrir lið, en tiltók þó sérstak- lega fyrrnefndan samdrátt hvað varðar ferðir varðskip- anna. í skýringum með fjárlaga- frumvarpinu er miðað við rekstur fjögurra skipa Land- helgisgæzlunnar, samtals í 36 mánuði, þ.e. Ægis, Óðins og Týs í 10 mánuði hvert skip og Þórs í 6 mánuði. legt að hefja innheimtu skatta samkvæmt staðgreiðslukerfi í ársbyrjun 1983. En til þess að svo verði, þurfi Alþingi að samþykkja sérstök lög haustið 1982 um upp- haf staðgreiðslu og skattahlutföll miðað við áætlað verðbólugstig, þegar lögin taka gildi. Þá kemur einnig fram I athuga- semdum með fjárlagafrumvarpinu að ekki eru uppi áform um veru- legar breytingar á löggjöf um tekju- og eignarskatt á komandi ári, einnig að skattvísitala ársins verði 150 stig. Kaupfélag ísfirðinga: Krapanj lestað i Hafnarfirði. en á dekki skipsins er skreið i 50 gámum. (Ljöxm. ÓI.K.Maif.) 39 þúsund pakkar af skreið í einu skipi til Nígeríu FYRIRTÆKIÐ Sameinaðir framleiðendur er eitt þriggja stærstu fyrirtækjanna i skreiðarútflutningi og í dag fer júgóslavneska skipið Krapanj með stærsta skreiðarfarm, sem héðan hefur farið á vegum eins fyrirtækis til Nigeriu, en á vegum Sameinaðra framleiðenda fara með skipinu um 34 þúsund pakkar af skreið. Einnig á fyrirtækið um þúsund pakka af hertum þorskhausum i skipinu og fyrirtækið Lýsi hf. um 4 þúsund pakka af skreið. Kaupir Steimðjuna M. á Isafirði KAUPFÉLAG ísfirðinga hefur keypt fyrirtækið Steiniðjuna hf. á ísafirði, ásamt eins konar dótt- urfyrirtækjum hennar, Græna- garði hf., Vesttaki og Garði. Hin lagalega hlið kaupanna er að vísu enn ófrágengin, en samkomulag hefur verið gert, og Kaupfélagið er þegar byrjað að hafa hönd í bagga með rekstrin- um, þó afsalsgerð sé eftir. Er hlaðamaður Morgunblaðsins reeddi við Hafþór Helgason. kaupfélagsstjóra og bórð Jóns- son, framkvæmdastjóra Stein- iðjunnar hf. í gær, vildu þeir ekki gefa upp hvert kaupverðið væri. Steiniðjan hf. (og fyrirtækin Grænigarður, Garður og Vesttak) er eina steypustöðin á Vestfjörð- um, og hefur auk þess starfað að efnissölu og verið verktakafyrir- tæki í byggingariðnaði. Bygginga- vöruverslun er einnig rekin á veg- um fyrirtækjanna. Að sögn Þórð- ar Jónssonar, hafa starfsmenn verið milli 10 og 20 undanfarin ár, mismargir eftir árstímum. Starfsmenn nú, sagði Hafþór vera 12 talsins. Sem dæmi um umsetn- ingu fyrirtækjanna sagði Hafþór kaupfélagsstjóri, að heildarsala árið 1980 hefði numið 700 milljón- um gamalla króna. Væri það mun minni umsetning en margir virt- ust halda á ísafirði. Hafþór kvaðst nú vera á öðru ári í starfi sem kaupfélagsstjóri, og væri því ekki að leyna að reksturinn gengi erfið- lega eins og hjá fieiri kaupféiögum víða um land. Hagnaður hefði þó orðið 1980, um 14 milljónir g.kr., en í ár væri útlitið verra. Starfs- menn Kaupfélagsins sagði hann vera 36, en að auki bættust við um 30 manns um tveggja mánaða skeið er sláturtíð stæði yfir. Útibú eða deildir Kaupfélagsins eru í Hnífsdal, Súðavík og Suðureyri, auk verslana á ísafirði. Hafþór kvaðst telja, að þótt hart væri í ári, mættu menn ekki leggja árar í bát, heldur yrði að reyna að skjóta fleiri stoðum und- ir rekstur Kaupfélagsins, sem nær eingöngu byggði á dagvöruversl- un. Kaupverð sagði hann ekki auð- velt að segja nákvæmlega til um hvað yrði, þar kæmi svo margt til, svo sem greiðsluhraði, eignir, vextir og fleira. „Með kaupum á Steiniðjunni er verið að fara inn á þá braut að Kaupfélagið veiti á ný jafn viðamikla þjónustu og það gerði áður fyrr“ sagði Hafþór, „og má í því sambandi til dæmis minna á, að byggingavöruverslun Kaupfélagsins var nýlega lögð niður, en nú mun rekstur slíkrar verslunar aftur verða á vegum Kaupfélagsins." Þórður Jónsson, framkvæmda- stjóri Steiniðjunnar, sagði ástæð- una fyrir sölunni vera þá, að fjöl- skyldan væri að flytja á brott úr bænum, og sumir þegar farnir. Faðir hans, Jón Þórðarson og börn hans sex eiga fyrirtækið, en fjögur barnanna störfuðu við það. Ástæðu þess að kaupfélaginu var boðið fyrirtækið til kaups sagði Þórður vera þá, að þannig teldi fjölskyldan líklegra að fyrirtækið yrði áfram starfrækt sem ein heild, heldur en ef einkaaðilar keyptu það. Reksturinn sagði hann hafa gengið vel að undan- förnu, en tæplega 25 ár eru frá stofnun þessa fyrirtækis. Þórður verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins, fyrst um sinn að minnsta kosti. Kaupfélagsstjórinn sagði að fyrirtækið yrði áfram rekið sjálfstætt, sem Steiniðjan hf. Kosning þingflokks Sjálfstæðisflokksins í fjárveitinganefnd: Er ósáttur við þessa útkomu, mun skoða stöðu mína innan þingflokksins - segir Guðmundur Karlsson „ÉG ER mjög óíiáttur við þessa útkomu eins og eðlilegt er og ég mun skoða stöðu mina innan þingflokksins i (ramhaldi af þessu. Úrsögn úr þingflokknum hefur aldrei komið til greina, en ég er ekki tilbúinn til, að svo stöddu, að lýsa yfir á hvaða hátt ég mun skoða stöðu miná innan þingflokksins,“ sagöi Guðmund- ur Karisson þingmaður Sunn- iendinga. en hann náði ekki kjöri þegar þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins kaus fulltrúa í fjárveit- inganefnd Alþingis á laugardag. „Ég hef setið í fjárveitinganefnd í eitt og hálft ár og maður gæti ætlað að störf mín innan fjárveit- inganefndar hafi gefið tilefni til þessarar niðurstöðu," sagði Guð- mundur. „Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum sendi formanni flokksins og formanni þingflokksins skeyti þar sem þessari niðurstöðu var mót- mælt og jafnframt var gerð krafa um að þessi niðurstaða yrði endurskoðuð. En það er ljóst að það verður ekki gert, hluturinn er gerður," sagði Guðmundur. „Ég býst við því að það sé rígur á milli kjördæma um setu þing- manna í fjárveitinganefnd og hafa kjördæmin sóst eftir því að eiga þar fulitrúa. Ég býst við því að Guðmundur Karlsson Austfirðingum hafi þótt þeirra hlutur í nefndinni rýr, en ég ætla ekki að dæma um hvað hefur vald- ið þessu og það mun ekki koma upp á yfirborðið," sagði Guðmund- ur Karlsson. Austurland á engan fulltrúa í f járveitinga- nefnd, afstaða mín markast af því - segir Sverrir Hermannsson „ÉG STUDDI auðvitað Egil Jóns- son í fjárveitinganefnd, það gerði ég fyrir ári síðan þegar Egill féll fyrir Guðmundi,“ sagði Sverrir llermannsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins i samtali við Morgunblaðið. en Guðmundur Karlsson kallar hann „dekur- dreng flokkseigendafélagsins“ i Vísi i gær. „Afstaða mín markast af því að Austurland á engan fulltrúa í fjárveitinganefnd, sem er mikil- Egill Jónsson vægasta nefnd þingsins. Hins vegar átti Suðurland þrjá full- trúa í nefndinni á síðasta þingi. Þar af voru tveir sjálfstæðis- menn. Það sjá allir ósanngirnina i slíkri skipan mála og þess vegna féll Guðmundur,“ sagði Svcrrir. Guðmundur ræðir um flokkseig- endafélag í blaðaviðtali í Vísi. Hverjir eru fulltrúar þess félags í þingflokknum? „Ef ég reyni að svara mér sjálf- ur þá tek ég sem dæmi að hann kunni að eiga við formann flokks- ins og formann þingflokksins. Ef svo er þá veit ég ekki betur en þeir báðir hafi stutt Guðmund Karls: son áfram í fjárveitinganefnd. í því falli leikur hann þá sjálfur á lófum flokkseigendafélagsins. Annars er mér mjög vel til Guð- mundar og þykir sorglegt að sjá svo góðan og prúðan dreng fara með stóryrði í blöðum eftir að hafa tapað í kosningu, sem fram fór með fullkomlega lýðræðisleg- um hætti. Fram kemur einnig í Vísis-viðtalinu að Guðmundur tel- ur að farið hafi verið aftan að sér. Frá því er að segja, að formaður þingflokksins hafði upplýst hann Þorvaldur Garðar Kristjánsson um framboð Egils fyrir mörgum dögum. Uppástungu mína um Egil Jónsson kynnti ég í þingflokknum sólarhring áður en kosning fór fram, að Guðmundi Karlssyni viðstöddum," sagði Sverrir Her- mannsson. Tveir sjálfstæðis- menn af Suðurlandi hafa átt sæti í nefndinni - það hlýtur að hafa áhrif, segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson „FJÁRVEITINGANEFND er ein þýðingarmesta nefnd þingsins og þessvegna liggur það i landi, að þingmenn sækjast eftir þvi að vera i henni, og þá kannski meira vegna kjördæma sinna en að eig- in ósk, þvi aöstaða i fjárveitinga- nefnd hefur jafnan verið talin mikils virði,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson i samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður um kosningu þingflokks Sjálfstæðisflokksins um fulltrúa Sverrir Hermannsson. í fjárveitinganefnd. Þorvaldur stjórnar fundum þingflokksins i fjarveru ólafs G. Einarssonar. í kosningunni beið Guðmundur Karlsson lægri hlut fyrir Agli Jónssyni, en Guðmundur hefur setið í fjárveitinganefnd í hálft annað ár. Þá voru þeir Friðrik Sophusson og Lárus Jónsson kosnir i nefndina. „Það vilja fleiri komast að í nefndina en geta og leiðir þetta stundum til þess að skipt er um fulltrúa í nefndinni á miðju kjör- tímabili. Slíkar aðstæður sem þessar valda því að alltaf getur komið til breytinga á fulltrúum flokksins í fjárveitinganefnd, líkt og nú hefur orðið, þegar Egill Jónsson tekur sæti Guðmundar Karlssonar," sagði Þorvaldur. „Það skal tekið fram að í þessari ákvörðun felst ekkert vantraust á Guðmund Karlsson, sem nýtur al- mennrar viðurkenningar fyrir störf sín og hæfileika, en sú stað- reynd að tveir sjálfstæðismenn af Suðurlandi hafa átt sæti í fjár- veitinganefnd, hlýtur að hafa haft áhrif á þá ákvörðun sem tekin hef- ur verið," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.