Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
Jón Þórarinsson
Leifur bórarinsson
Iljálmar II. Ragnarsson
Þorkell SÍKurbjörnsson
Musica Nova
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Félagsskapurinn Musica
Nova á sér merkilega sögu. Það
er mikið fyrir tilstilli þeirra er
stóðu að þessum félagsskap, að
ung tónverk ungra tónskálda
voru flutt, sem að öðrum kosti
hefðu fengið að liggja óflutt í
hirslum þeirra. Eldri skipu-
leggjendur hljómleikahalds
voru eðlilega ekki tilbúnir að
hætta sínu að óreyndu og því
var þetta nýja félag nauðsyn.
Það mætti ætla að umbyltingin
væri nú gengin hjá og félagið
því óþarfi. Svo er þó ekki, því
nýjungin er ekki tímabundið
fyrirbæri, heldur framvindan
sjálf. Félag, sem hefur það að
markmiði að flytja ný tónverk,
jafnt eftir reynd sem óreynd
tónskáld, og metur framlag sitt
ekki eftir væntanlegum vin-
sældum, ryður brautina fyrir
þá er kjósa að ganga troðnar
slóðir. Tónleikarnir hófust á
tveimur verkum eftir Leif Þór-
arinsson, Kvintett fyrir blásara
og Stig fyrir sjö hljóðfæraleik-
ara og voru verkin leikin sem
ein samfella. Ritháttur
verkanna er víða ruglingslegur,
„Það sem einkennir
verkið er stöðug fram-
vinda lagferlis, sem
vill í mörgum nútíma-
verkum vera slitrótt
og vel mátti heyra í
öðrum verkum tón-
leikanna.“
þar sem stefin iða innan um
hvert annað í þröngri skipan.
Annað verkið var Brek fyrir
flautu og sembal, eftir Jón Þór-
arinsson. Það er táknrænt að
eftir að hafa lokið sínum
starfsdegi, sem opinber starfs-
maður, tekur hann upp þráðinn
sem tónskáld og skipar sér í
flokk með þeim sem nýtísku-
legastir eru. Það má með sanni
segja, að Jón er fyrsti „modern-
isti“ okkar íslend inga í tóns-
köpun og með verki sínu Brek,
þó það sé ekki mjög viðamikið
að gerð, hefur hann enn á ný
skipað sér í fremstu víglínu.
Það sem einkennir verkið er
stöðug framvinda lagferlis, sem
vill í mörgum nútímaverkum
vera slitrótt og vel mátti heyra
í öðrum verkum tónleikanna.
Brek er fallegt verk og var
vel leikið af Manuelu Wiesler
og Helgu Ingólfsdóttur. Eftir
Þorkel Sigurbjörnsson var
frumflutt verk er hann kallar
„Bergabesk". Verkið er samið
1979 og byggt, eins og mörg
önnur verk Þorkels, á þrástefj-
um, kaflaskipti voru greinileg
og brá fyrir skemmtilegum
hugmyndum en einhvernveginn
þó aldrei meira en hálfkveðn-
um. Síðasta verkið, Romanza
eftir Hjálmar H. Ragnarsson,
er að því leyti til sérstætt, að í
gerð þess er gengið þvert á það
sem nafnið gefur til kynna, en
það er þessi þverstaða er gefur
verkinu gildi. Þrátt fyrir til-
raunina og nýjungaleikinn, var
sterkur og staðfastur undirtónn
í verkinu og það er engum vafa
undirorpið, að Hjálmar er, eins
og einn af hljómleikagestum
orðaði það, „helvíti gott tón-
skáld“. Rómanzan var flutt af
Einari Jóhannessyni, klari-
nettumeistara, Manuelu Wiesl-
er og Þorkeli Sigurbjörnssyni.
Aðrir flytjendur á þessum tón-
leikum voru Hafsteinn Guð-
mundsson, Jón H. Sigur-
björnsson, Kristján Stephens-
en, Reynir Sigurðsson, Sigurð-
ur Snorrason og Stefán
Stephensen.
Sýning Kristjáns Stein-
gríms í Nýlistasafninu
Myndlíst
Bragi Asgeirsson
Myndir gerðar eftir því sem
andinn blæs viðkomandi í
brjóst, beint á hvítan vegginn,
bækur, málverk, ljósmyndir og
heimspekilegar hugleiðingar á
prenti. Allt þetta getur að líta
þessa dagana á fyrstu sýningu
kornungs listamanns, Krist-
jáns Steingríms í Nýlistarsafn-
inu við Vatnsstíg. Listspíran
lauk námi frá Nýlistadeild
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands nú í vor eftir fjögurra ára
púl og puð og eru m.a. nokkur
verkanna á sýningUnni afrakst-
ur þessa darraðardans. Það má
„Kristján Steingrím-
ur er án nokkurs vafa
drjúgur hæfileika-
maður á sviði mynd-
listar, sem kemur
greinilega fram í
átakamestu myndum
hans á sýningunni.“
lengi deila um það hvort rétt sé
að sýna skólaverk á fyrstu sýn-
ingu og jafnvel þótt þau séu
unnin alveg sjálfstætt, en það
fær víst allt grænt ljós, sem
gert er í anda nýlistar. Á þess-
ari sýningu er engin sýn-
ingarskrá, — ekki einu sinni
vélrituð og munu þó verkin með
torskildara móti fyrir sauð-
svartan almúgann og er að auki
mjög til baga fyrir þá er vilja
leggja hér orð í belg án þess að
þau orð verði að sljórri sam-
semd með afrakstri gerandans.
Kristján Steingrímur er án
nokkurs vafa drjúgur hæfi-
leikamaður á sviði myndlistar,
sem kemur greinilega fram í
átakamestu myndum hans á
sýningunni. En þó hefur maður
það einhvernveginn á tilfinn-
ingunni að listamaðurinn forð-
ist átök við efniviðinn því að
margar mynda hans líta út
fyrir að vera hálfkláraðar.
Kristján á það til að fá góðar
hugmyndir en fylgja þeim ekki
nógu fast eftir í vinnu sinni. Þá
virðist hann einnig feiminn við
að beita meðfæddum hæfileik-
um sínum í tæknibrögðum
hvernig sem á því stendur, en
víst er að á því sviði getur hann
miklu betur en fram kemur.
Dregið saman í hnotskurn þá
er þetta alveg viðunandi frum-
raun en varla mikið meira og
þar sem ég treysti mér ekki til
að skálda í þær eyður sem
skortur á sýningarskrá skapar
óhjákvæmilega, vel ég þann
kostinn að setja hér punkt við
skrif mín. En áður óska ég
listamanninum unga velfarnað-
ar á vettvangi skapandi mót-
sagna, tilfinninga og skynsemi.
Byggingarlista-
saga Fjölva
Eftir Valtý Pétursson
Enn einu sinni hefur Fjölvi lagt
stóran skerf til listfræðslu í land-
inu. Það er örstutt síðan út kom
Nútímalistasaga fyrirtækisins, en
eins og bókamenn vita, hefur út-
gáfan verið stórtæk, einmitt á
sviði listasögunnar. Það er mikið
og merkilegt brautryðjendastarf,
sem Þorstein Thorarensen hefur
unnið með þessari útgáfu, en ekki
veit ég, hvort hann hefur fengið
verðugt þakklæti og laun fyrir
bjartsýni sína og elju.
Fyrir nokkru fékk ég til lestrar
og skoðunar feikna fallega bók,
sem Fjölvi gefur út, og að öðrum
bókum ólöstuðum, held ég, að sú
bók, sem ég hér á við, sé með fal-
Iegustu bókum, sem ég hef lengi
séð. Það er auðvitað Byggingar-
„Það er gott fyrir sál-
arheill okkar hér á
landi að kynnast því,
hvernig samneyti
manns og húss hefur
þróast öldum sam-
an ...“
listasaga Fjölva, sem um ræðir, og
er hún nýlega komin á markað.
Þetta er ekki aðeins vönduð bók,
sem hefur mikinn fróðleik að
geyma, heldur er hún einnig tíma-
mótabók, því að aldrei áður mun
hafa verið gefin út byggingarsaga
hér á landi, og má það furðu sæta
hjá þjóð, þar sem annar hver mað-
ur virðist vera byggingameÍ9tari
eða arkitekt. Það var vissulega
mikil þörf fyrir að fá eitthvað.um
sögu hússins á prent í þessu þjóð-
félagi. Og bætir ekki Þorsteinn
Thorarensen úr þessu með Bygg-
ingarlistasögu Fjölva? Var ekki
orðið tímabært, að íslendingar
gerðu sér ljóst, að hús gæti verið
annað og meira en aðeins dvalar-
staður, skjól fyrir veðri og vind-
um? Bygginggetur verið listaverk,
og það mikið listaverk, sem sam-
einar notagildi og fegurð, og má
vera, að ýmsum þyki það kynlegt,
þar sem umhverfi okkar gefur
vart tilefni til sönnunar á þeirri
staðhæfingu. Hvað um það, lista-
verk í byggingum finnast um víða
veröld, reist á ýmsum tímum sög-
unnar og unnin af mönnum úr öll-
um áttum. Það getum við séð með
því að blaða í Byggingarlistasögu
Fjölva, en jafnframt fræðzt með
því að lesa þann ágæta texta, sem
þar er að finna og saminn er af
færustu mönnum í Bretlandi.
Ekki verður nánar farið í sauma
þess efnis, sem á boðstólum er í
byggingarsögunni. Til þess vantar
mig bæði þekkingu og lærdóm, en
sem leikmaður vil ég benda á
þessa bók, sem sýnir, svo að ekki
verður um villzt, að byggingar
geta verið listaverk.
Bókin er afar vel saman sett og
vönduð í alla staði. Myndir eru
margar, og skýringar fylgja. Text-
inn er erfiður í þýðingu, og nauð-
synlegt hefur verið að mynda mik-
ið af nýyrðum til að koma hlutun-
um til skila. Sum þeirra eru óneit-
anlega tormelt, en þótt ekki nema
einn tíundi hluti nýyrðanna öðlist
eilíft líf má segja, að ekki hafi sem
verst tekizt. Það er valið lið, sem
skrifað hefur þessa bók undir
stjórn eins þekktasta sérfræðings
Breta um byggingarlist. Það hlýt-
ur því að vera mikill hvalreki fyrir
alla þá, sem áhuga hafa á bygg-
ingum að fá slíka bók á markað
hérlendis.
Það er gott fyrir sálarheill
okkar hér á landi að kynnast því,
hvernig samneyti manns og húss
hefur þróazt öldum saman og gef-
ið mannvitinu verðugt verkefni,
sem í senn er hið nýtasta, en jafn-
framt getur fullnægt þeirri feg-
urðarkennd, sem öllum er í blóð
borin, hvort menn vilja viður-
kenna það eða ekki. Það er sann-
arlega tími til kominn, að íslend-
ingar viti, að til eru fallegar bygg-
ingar, sem eiga ekkert skylt við
Bernhöftstorfu, Sögualdarbæ og
Hallgrímskirkju.
Það er raunar merkilegt, hvað
lítið hefur verið ritað um húsið
sem listaverk í jafn ritglöðu sam-
félagi og okkar. Ég leyfi mér því
að haida því fram enn á ný, að
þessi Byggingarlistasaga marki
tímamót í viðkynningu okkar við
byggingarlistina, og á útgáfan
þakkir skildar fyrir að brjóta hér í
blað.