Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981 „Á að koma upp skrap- dagakerfi í fluginu líka?w „Ilringlandaháttur og stefnuleysi í flugmálum44 Eftir Erling Aspelund framkvœmdastjóra Fundarstjói“i. Hæstvirtur sam- Könguráðherra, flugráð, aðrir fundargestir. Helgi Thorvaldsson, formaður Starfsmannafélans Flugleiða, óskaði eftir því að ég tæki til máls í upphafi þessa fundar og gæfi fundarmönnum upplýsingar um stöðu Flugleiða í dag og reifaði málin á breiðum grundvelli til þess að koma umræðum af stað. Eg vil taka það skýrt fram, að þær skoðanir, sem hér koma fram eru mínar eigin skoðanir og ekki nauðsynlega þær sömu og stjórnar Flugleiða. Ég mun fyrst í stuttu máli fara yfir helztu átök í íslenzkum flugmálum og afskipti stjórnvalda af þeim. Síðan sýna fram á að „flugkakan", ef svo má að orði komast, um áætlunarflugið er ekki til skiptanna og að samgöngum okkar sé betur borgið með einu sterku félagi heldur en mörgum veikburða. Að lokum mun ég ræða hvaða afleiðingar það getur haft, ef samgönguráðherra gengur^ þvert á stefnumörkun forvera sinna og skiptir leiðum í áætlun- arflugi. En áður en ég held lengra, vil ég þakka Starfsmannafélaginu fyrir það framtak að boða til þessa fundar og ekki síður þeim stétt- arfélögum, sem að honum standa með STAFF. Þessi samstaða fé- laganna sýnir að mikill áhugi er á málinu, enda mikil vá fyrir dyr- um, ef niðurstaðan verður sú, að hér verða mörg og veikburða flugfélög. Þegar staðnæmzt er á líðandi stund og horft fram á veginn, er mönnum einnig hollt að horfa til baka og kynna sér hvað hefur skeð svipað áður, og hvernig þau mál voru afgreidd þá. Atök í samskiptum flugfélaga hér og aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum eru engin ný bóla. Það má læra af sögunni. Tilraunir til að sameina félögin, Loftleiðir og Flugfélag íslands, hófust þegar í sept. 1944, og þær tilraunir urðu alls fimm. En við skulum hverfa til ársins 1952, þá var staðan hér sú að samkeppni Flugfélagsins og Loftleiða innan- lands var orðin þannig að báðir hlutu stóran skaða af. Markaður- inn var einfaldlega of lítill fyrir tvö félög, og nú átti að berjast til þrautar. Stjórnvöld gripu inn í og skiptu leiðum. Skiptingin fór þannig að Loftleiðir sáu sinn kost vænstan að hverfa af innan- landsmarkaði og leita annarra leiða. Kakan var svo lítil að ekki var hægt að skipta henni. Annar bitinn varð að molum. Þegar uppgangur Loftleiða var hvað mestur, upphófst skefjalaus samkeppni í Skandinavíuflugi. En markaðurinn var of smár. Stjórn- endur flugfélaganna höfðu sumir hverjir gleymt átökunum í innan- landsfluginu og afleiðingunum af baráttunni um litlu kökuna. Sem sagt: Samkeppnin í Skandinavíu- fluginu var orðin slík að bæði fé- lögin hlutu skaða af og rekstur þeirra beggja stóð mjög tæpt. Sag- an endurtekur sig. Enn einu sinni sýndi það sig, að markaðurinn var það lítill að hann bar ekki tvö flugfélög, svo vel færi. Stjórnvöld gripu því aftur inn í og komu því svo fyrir að nú var ekki skipt, heldur voru félögin sameinuð í eitt, á 29. ári frá því að fyrstu samningatilraunir hófust. Það hefur sýnt sig að þessi ákvörðun var rétt. Hér lærðu menn af reynslunni og notfærðu sér lær- dóminn. Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi samgönguráðherra, skrifaði nýlega grein í tímaritið Frjálsa verslun, undir fyrirsögn- inni Skoðun. Hann segir: „Þegar ég nú lít til stöðunnar 1971 og þess sem síðar hefur gerzt á olíumark- aðnum, og þeirrar skefjalausu samkeppni á milli flugfélaga á flugmarkaði heimsins, með far- gjaldastríði o.fl., þá er ég sann- færður um að sú skoðun sem ég setti fram í Tímanum 3. nóv. 1971, var og er rétt. Ég endurtek að „sameining" flugfélaganna var „gæfuspor". Átökin sem síðan hafa orðið hefðu þau ekki þolað, með samkeppni sín á milli." Þess vegna er það furðulegt, ef rétt er, að samgönguráðherra sé að íhuga að skipta leiðum og fjölga félögum, jafnvel í þrjú. Slíkt leiðir aðeins til ófarnaðar. Það hefur sýnt sig að það er far- sælla að hafa eitt sterkt félag en mörg veik í áætlunarflugi. Þetta hafa Svisslendingar, Skandinavar, Þjóðverjar og margir aðrir lært og gert. Höfum við ekkert lært? Við þekkjum öll dæmið um Air Viking. Hér átti að sanna að fleiri félög væru til bóta: Samkeppnin væri jú öllum fyrir bestu og nauð- synleg til viðhalds, o.s.frv., o.s.frv. En hvernig fór? Jú, það vitum við líka öll. Annað dæmi: Eftir ófarir Air Viking var Arnarflug stofnað. Enn átti að hafa samkeppni, skapa aðhald, auka fjölbreytni, þið þekkið þessa rullu, en ekki leið á löngu þar til allt stefndi í sömu Erling Aspelund Erling Aspelund, framkvæmdastjóri Stjórnunarsviðs Flugleiða, flutti eftir- farandi ræðu á fundi starfsmanna Flug- leiða sl. fimmtu- dagskvöld í Hótel Loftleiðum, en fund- urinn var mjög fjöl- sóttur, á fimmta hundrað manns úr tólf stéttarfélögum starfsmanna Flug- leiða auk Starfs- mannafélags Flug- leiða sem boðaði til fundarins. Erling var fyrsti framsögumaður fundarins. átt og fyrr. Það er ekki pláss fyrir tvo í áætlunarflugi. Þegar Arn- arflug var á lokastefnu kom þrýst- ingur, sem varð til þess að Flug- leiðir keyptu meirihlutann í Arn- arflugi. Þetta var þrýstingur frá þáverandi eigendum, sem stjórn- völdum var vel kunnugt um. Vegna þessa þrýstings keyptu Flugleiðir Arnarflug. Hér var ver- ið að bjarga, kannski rétt að spyrja hverjum var verið að bjarga? Ráðherra svarar þessu kannski á eftir. Það furðulega við þetta allt saman er það, að það eru sömu stjórnvöld sem síðan þrýsta á að Flugleiðir selji hlutabréf sín í Arnarflugi til starfsmanna Arn- arflugs. Én þegar Flugleiðir loks- ins samþykkja að selja, þá segja stjórnvöld: Nei, herrar mínir, þið seljið sko bara hluta, en verðið að eiga 40%, þannig að aðeins 17% voru seld. Menn spyrja: Hver er stefnan? Svarið er: Það er engin stefna. Það er bara hringlanda- háttur, stefnuleysi. Ef það er klárt mál, að Arnarflugi verði fært Þýzkaland og Sviss á silfurbakka, lönd sem við höfum starfað í í fjölda ára með auglýsingastarf- semi, söluskrifstofum o.fl., þarna er m.a. stærsti hluti Ameríku- markaðar í Evrópu, þá leiðir það aðeins til vandræða, atvinnumiss- is fjölda manna — ég kem að þessu síðar — skefjalausrar sam- keppni o.s.frv., því Þýzkaland og Sviss duga ekki og þeir Arnar- flugsmenn munu heimta meira — og svo endar þetta með tveimur eða fleiri veikburða félögum og sagan hefur endurtekið sig enn einu sinni. Ég minni á fjárfest- ingar í B727-200 til að þjóna þess- um markaði betur. Núverandi stjórnvöld hafa lítið sem ekkert lært. Og það furðulega er, að Arn- arflugi yrði veitt þetta til að stuðla að samkeppni við Flugleið- ir, en í hugtakinu leiðaskipting felst að Flugleiðir mega ekki keppa á móti. Það á sem sagt að þvinga Flugleiðir út. í flugrekstrarleyfi sem sam- gönguráðherra gaf út 15. ágúst 1979 til Flugleiða segir að það sé í fullu gildi til 31. des. 1984. Það er kannski rétt í framhaldi af þessu að lesa bréf samgönguráðherra frá 25. júní 1973, sem hljóðar svo með leyfi fundarstjóra: „Ráðuneytið minnir á, að Flug- félag íslands hf. og Loftleiðir hf. hafa annað hvort eða bæði allt frá því fyrsta verið tilnefnd af íslands hálfu til að njóta þeirra forrétt- inda, sem Island hefur haft, sam- kvæmt loftferðasamningum við önnur ríki (designated airlines), hafi félögin viljað starfrækja flug á viðkomandi flugleiðum. Telur ráðuneytið ekki neina ástæðu til að gera ráð fyrir, að breyting verði á þessari stefnu, þótt yfirstjórn félaganna verði sameinuð, nema síður sé. Ráðu- neytið minnir á, að opinber stjórn- völd hafa átt frumkvæði að sam- einingartilraunum flugfélaganna og hlýtur rökrétt afleiðing þeirrar stefnu að vera sú, að sameinað flugfélag, eða núverandi flugfélög, sem verða undir þess yfirstjórn, verði tilnefnd til að njóta allra þeirra réttinda til reglubundins áætlunarflugs, á erlendum flug- leiðum, sem ísland hefur sam- kvæmt loftferðasamningum, og það eða þau vilja nýta.“ Iscargo er annað dæmi, sem sýnir að kakan er ekki til skipt- anna. Félagið er sagt stórskuld- ugt. Það er með erlendar vélar á leigu, með erlendum áhöfnum í Kaup- Frank paH» kr. Amater- Stokk- Oaló kr. New York tsland kr. manna (Urt kr. 36.0«. dam kr. hólmur 58.50. kr. 72.00. 166.00. hdln kr. 31,00. 39.50. kr. 54.00. Taflan sýnir farþegaskatt á íslandi og á nokkrum erlendum flugvöll- um i ísl. krónum. NATO fær nýja stöð á Madeira NATO hyggst koma sér upp nýrri. stórri herstöð á Atlants- hafi á eynni Porto Santo í Mad- eira-eyjaklasanum, er Portúgalar ráða. mcð fjárstuðningi Breta. Bandaríkjamanna og nokkurra annarra aðildarþjóða bandalags- ins. að sögn brezka blaðsins Daily Telegraph. Flotamálafréttaritari blaðsins, Desmond Wettern, segir í frétt frá Oporto að portúgölsk blöð hafi líkt stöðinni við herstöð þá sem Bandaríkjamenn eru að endur- bæta á eynni Diego Garcia, er Bretar ráða á Indlandshafi. Engar tölur liggja fyrir um kostnað. í ráði er að lengja lítinn flugvöll á eynni, þannig að stærstu her- flutningaflugvélar geti lent þar, og gera nógu djúpa höfn til þess að olíuflutningaskip geti fengið þar aðstöðu til að koma með flugvéla- eldsneyti á vettvang. Portúgal og eynýlendurnar Madeira og Azoreyjar eru talin hafa æ þýðingarmeira hlutverki að gegna í því skyni að verja skip, sem flytja liðsauka og vistir frá Norður-Ameríku til Vestur- Evrópu ef til styrjaldar dregur. En fyrirætlanir um að koma á laggirnar nýrri flutningaleið frá Portúgal á miðvígstöðvarnar í Evrópu eru að miklu leyti háðar því að Spánn gangi í NATO. Búizt er við að það gerist fyrir áramót. Vegna vaxandi hernaðarmikil- vægis Portúgals eru verulegar endurbætur hafnar á herafla landsins með hjálp NATO. Smíðaðar verða þrjár nýjar freigátur samkvæmt hollenzkum teikningum handa portúgalska sjóhernum. Þær munu kosta um 180 milljónir punda og verða smíð- aðar með hjálp nokkurra NATO- landa. Tuttugu bandarískar A7-árásarflugvélar verða keyptar handa flughernum og Bandaríkja- menn munu gefa aðrar. Og portú- gölsk hersveit, sem er á suður-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.