Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIQJLIDAGUR 13. OKTÓBER 1981
15
ALÞINGI
ferðilega bundin af hagsmunum
heildarinnar fremur en okkar eig-
in, sem kunna að vera tengdir líð-
andi degi. Eramtíðin er alltaf á
næsta leiti við hvert augnablik
sem líður og til hennar verðum við
fyrst og síðast að líta með enn
gæfuríkara líf fyrir alla lands-
menn í huga.
Mörg ámælisorð hafa fallið úr
dómarasæti undanfarið um for-
feður okkar Sturlungana, sem áttu
landið fyrir 700 árum, og óeiningu
þeirra innbyrðis verið líkt við
ósætti okkar íslendinga nútímans.
Satt er að margt má læra af sög-
unni. En við megum ekki láta það
blekkja okkur né gleyma að hver
öld býr við sinn sannleika og við
söguskoðun verður einatt að taka
tillit til þeirra hugmynda um
heiminn, sem ríktu hverju sinni.
Við vitum nú meir um heiminn
allan en þessi þjóð á jaðri heims-
menningarinnar hefur nokkru
sinni áður vitað. An þess að flíka
eigin hagsmunum er það og verður
aðalsmerki okkar að vera samein-
uð og sjálfstæð í hugsun og gjörð-
um, til fyrirmyndar öðrum sem
veita þjóð okkar athygli. Engum
íslendingi vil ég ætla að kunna
ekki fótum sínum forráð, þegar
þjóðfrelsi og þjóðarheill er í húfi í
heiminum eins og hann er byggð-
ur upp á okkar tímum. Engin lif-
andi vera á annað betra en líf sitt
að leggja til þjóðarbúi. Engin lif-
andi vera fær heldur neins notið
nema að eiga sér samferðarmenn,
— og lánsömust er hún þegar
samfylgdin fer fram í einhug, öll-
um til farsældar og heilla. Það kýs
enginn að vera einn og vinalaus,
hvorki í nánasta umhverfi sínu né
í víðari veröld. — Hitt er svo ann-
að mál að við erum ekki svo deig
að við séum einatt sammála um
alla hluti, og aldrei fáum við full-
þakkað að búa við lýðræði, — að
þurfa ekki að lúta skoðanakúgun.
Frjáls skoðanaskipti eru lyfti-
stöng hugsunar hverju sinni.
Affarasælast hlýtur þó að vera að
gera samkomulag um ósamkomu-
lag og tileinka sér þánnig heim-
speki séra Jóns Prímusar.
I heiminum ríkir skálmöld, þar
sem það er mikill munaður að vera
Islendingur, að mega ganga frjáls
og óttalaus um landið sitt án þess
að vera umkringdur vopnuðum
vörðum eða uggandi um að eiga
þau örlög fyrir höndum að verða
veginn úr launsátri.
Við upphaf hundraðasta og
fjórða löggjafarþings íslendinga
er þess jafnframt minnst að 100 ár
eru liðin frá því að virðulegt Al-
þingishús okkar var reist. Það var
gert af miklum stórhug og með
ótrúlegum hraða. Stórhýsið reis af
grunni á aðeins 2 árum. Erlenda
sérfræðinga og steinsmiði þurfti
að sjálfsögðu að kalla til starfa en
Islendingar munu hafa átt drjúg-
an þátt í að svo einarðlega var
unnið. Þeim var í fyrstu greitt
lægra kaup en útlendingunum, en
fengu síðan að vinna í ákvæðis-
vinnu. Þá gengu þeir svo hraust-
lega til verks að þeim var goldið
rúmlega tvöfalt kaup á við starfs-
félaga sína, en leiðst ekki slík
ósvinna nema í skamman tíma.
Húsið var reist með bjarta
framtíðarhugsjón að leiðarljósi —
hugsjón, sem engan þó óraði fyrir
að næði á einni öld svo háleitu
marki sem raun ber vitni. Frá
þeim tíma að þeir steinar voru til-
höggnir, sem mynda veggi þessa
húss, hafa orðið meiri framfarir
fyrir orð þeirra manna, sem látið
hafa í ljós hugmyndir sínar og
hugsjónir innan þessara veggja en
dæmi eru til annars staðar. Þegar
húsið var reist var hér bændaþjóð-
félag, sem aldrei hefði órað fyrir
þeirri velmegun sem við nú búum
við með sívaxandi lífsgæðum. Við
tileinkum okkur aukna þekkingu
jafnt og þétt, og á vísinda- og
tæknisviði eru Islendingar síst
eftirbátar annarra þjóða. Það er
mér oft ofarlega í huga, þegar ég
er innt eftir hver þessi þjóð er, að
hér eru hlutfallslega fleiri skap-
andi hugir að verki en aðrar þjóðir
hafa af að státa, fleiri sem láta sig
mál þjóðarinnar skipta og sigla
ekki um lífsins farveg í sinnuleysi
með þá skoðun að það sé hvort eð
er einhver annar, sem taki að sér
að sjá um að gera það sem fram-
kvæma þarf hverju sinni. Þar
fagna ég eðli og andans gjöfum
þjóðar minnar best, því þegar til
kastanna kemur bera allir velferð
hennar fyrir brjósti. Ég óska þess
að Islendingar megi sem lengst
fara með friði, glaðsinna og sáttir
við sjálfa sig og með vinarþel hins
frjálsa þegns lýðræðisins að far-
arnesti. Megi frelsishugsjónin
ávallt ríkja í þessu húsi og þeir/
sem í því starfa bera gæfu til að
taka heillaríkar ákvarðanir um
allan aldur.
Að svo mæltu bið ég þingheim
að minnast fósturjarðarinnar með
þvi að rísa úr sætum.“
Forseti íslands, frú Vigdis Finn-
bogadóttir, setur 104. löggjafar-
þing íslendinga.
bæjarstæði fyrsta landnáms-
mannsins og þannig tengd saman
fortíð og framtíð. Þetta framtak
sýnir trú þeirra, sem að því stóðu,
á bjartari framtíð þjóðarinnar og
þátt Alþingis í að skapa hana. Og
vissulega varð þeim að trú sinni,
þótt hart blési stundum á móti.
í ræðu, sem Hilmar Finsen
landshöfðingi flutti við setningu
Alþingis 1. júlí 1881, sagði hann
m.a.:
„Hinn 9. júnímánaðar f.á. var
hyrningarsteinninn lagður, og var
í hann múrað silfurspjald og á það
voru grafin, auk skýrslu um hin
helstu sögulegu atriði hússins,
þessi orð Drottins vors: „Sannleik-
urinn mun gjöra yður frjálsa."
Undir umsjón hins ötula og
duglega yfirsmiðs, konduktörs
Balds, var nú vinnunni haldið
áfram allt sumarið, og var þakið
lagt á húsið áður en hörkufrostið
bannaði alla vinnu utanhúss, en
þegar að því kom, var unnið inn-
anhúss allan vetrartímann, og
jafnvel þótt harðindin hafi tafið
mikið fyrir og haft mikla og
marga örðugleika í för með sér, er
samt sem áður húsið nú fullgjört
til hins ákveðna tíma og stendur
það nú sem hið skrautlegasta og
öruggasta hús, er nokkurn tíma
hafi verið reist á Islandi, landi og
lýð til sóma og niðjum vorum til
minnis um það, að á fyrsta kosn-
ingartíma stjórnarfrelsisins hafi
Alþingi íslendinga í samverknaði
við stjórnina haft vilja og dug til
að framkvæma eins fagurt og
stórkostlegt verk.“
Sannarlega sýnir bygging Al-
þingishússins vilja og dug þeirra,
sem að því stóðu, er okkur niðjum
þeirra til minnis um það og hefur
verið landi og lýð til sóma eins og
landfógeti orðaði það. Og þjóðin
sýndi í verki vilja sinna og áhuga
fyrir byggingunni, m.a. með því að
fólk úr Reykjavík og nálægum
héruðum fjölmennti til að vera
viðstatt, þegar hornsteinn Alþing-
ishússins var lagður. Því var ljóst
að þar var verið að leggja hyrn-
ingarstein að öðru og meira en
venjulegu húsi.
Eins og fram kemur í þings-
ályktuninni frá 1879, var ákveðið
að Alþingishúsið yrði einnig fyrir
söfn landsins, þ.e. landsbókasafn-
ið, sem þá nefndist stiftbókasafn
og ætlaður var staður á neðstu
hæðinni, og forngripasafnið, sem
fékk herbergi í austurenda efstu
hæðar, en í vesturenda hennar var
herbergi með húsbúnaði Jóns Sig-
urðssonar.
Þegar söfnin fluttust í burtu,
var háskólinn hér til húsa til árs-
ins 1940.Auk löggjafarstarfsins,
sem hér hefur farið fram og tengst
öllum sviðum þjóðlífsins, hefur
Alþingishúsið því á þennan hátt
orðið til að varðveita menningu
fortíðarinnar og byggja upp
menntun framtíðarinnar.
Ennfremur var hér til húsa frá
1940 skrifstofa ríkisstjóra- og síð-
ar forsetaembættisins, en síðan
skrifstofa forseta Islands var flutt
úr húsinu 1973 hefur Alþingi haft
allt húsið til afnota.
Þrátt fyrir mikla framsýni við
byggingu Alþingishússins er orðið
óhjákvæmilegt, að bætt verði við
húsnæði Alþingis með nýjum
byggingum hér í grenndinni.
Vegna þeirra gjörbreytinga,
sem orðið hafa á starfsháttum Al-
þingis á liðinni öld og á þeirri
vinnu, sem af þingmönnum og
starfsliði Alþingis er krafist, þá
verðum við nú að hafa „vilja og
dug“ til framkvæmda á því sviði
og með þeirri reisn, sem við teljum
við hæfi.
En góð aðstaða og glæsileg
húsakynni nægja ekki ein til að
Iryggja árangursríkt starf. í lok
ræðu sinnar við þingsetninguna
1881 segir Hilmar Finsen:
„En — háttvirtu alþingismenn!
Við vitum það allir, að sérhvert
mannaverk er ófullkomið og valt,
ef eigi vor himneskur faðir blessar
og varðveitir það. Því viljum vér
vígja þetta nýja Alþingishús með
þeirri innilegri bæn til hins algóða
guðs, að hann haldi verndarhendi
sinni yfir konungi vorum og ætt-
jörðu, yfir þjóð vorri og fulltrúum
hennar, að hann blessi og varð-
veiti þetta hús, og láti ævinlega
sannleikann ríkja í því, svo að
fulltrúar þjóðarinnar, þjóðin sjálf
og landið verði frjálst í réttum og
sönnum skilningi þess orðs, því þá
getum vér átt það víst, að fram-
förum og hagsæld ættjarðar vorr-
ar sé borgið um aldur og ævi.“
A þeim hundrað árum, sem liðin
eru síðan þessi orð voru mælt, hef-
ur íslenska þjóðin náð þeim
markmiðum, sem þá var mest bar-
ist fyrir. Þjóðin hefur öðlast
sjálfstæði, hungri og kulda úr hí-
býlum bægt frá og framfarir að
öðru leyti orðið meiri en nokkurn
gat þá dreymt um. Þetta hefur
unnist með sameiginlegri baráttu
Alþingis og þjóðarinnar allrar.
Það er grundvallaratriði, að þjóð-
in öll standi vörð um Alþingi,
þennan hyrningarstein lýðræðis í
landinu og sjálfstæðis þjóðarinn-
ar. En mest ábyrgð er vitanlega
lögð á herðar þeim, sem þjóðin kýs
hverju sinni úr sínum hópi til
starfa á Alþingi. Að þeir reyni í
hverju því máli, sem hér er um
fjallað, að finna þá leið, er þjóð-
inni megi til ávinnings verða. Og
þjóðin finni og treysti því, að
þannig sé hér að málum staðið,
svo að komið verði í veg fyrir tor-
tryggni og misskilning á þeim
mikilvægu störfum sem hér eru
unnin.
Þegar nú er að baki eitt hundrað
ára starf í þessu húsi, þá er efst í
huga óskin um að störf Alþingis
stuðli ætíð sem best að gæfu og
gengi þjóðarinnar."
VOLVO ÞJÓNU5TA
Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO
umhverfis landið sérstaka
VETRARSKOÐUN
1. Vélarþvottur
2. Hreinsun og feiti á
geymissambönd
3. Mæling á rafgeymi
4. Mæling á rafhleðslu
5. Hreinsun á blöndung
6. Hreinsun á bensíndælu
7. Skipt um kerti
8. Skipt um platínur
9. Stilling á viftureim
10. Skipt um olíu og olíusíu
11. Mæling á frostlegi
12. Vélastilling
13. Ljósastilling
Verð með söluskatti:
4 cyl. Kr.
6 cyl. Kr.
871.05
897.70
Innifalið í verði: Platínur.
olíusía, ísvari,
kerti, vinna, vélarolía.
Fasteign á hjólum
Akranes: Bílvangur, Bílaverkstæði Gests Friðjónssonar.
Borgarnes: Bifreiða- og trésmiðja Borgarness.
Stykkishólmur: Nýja bílaver.
Tálknafjörður: Vélsmiðja Tálknafjarðar.
ísafjörður: Bifreiðaverkstæði ísafjarðar.
Bolungarvík: Vélsmiðja Bolungarvíkur hf.
Sauðárkrókur: K.S., Sauðárkróki.
Akureyri: Þórshamar hf.
Húsavík: Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar.
Þórshöfn: Bifreiðaverkstæði K.L.
Egilsstaðir: Fell sf., Hlöðum við Lagarfljótsbrú.
Hornafjörður: Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn.
Kirkjubæjarklaustur: Bifreiðaverkstæði
Gunnars Valdimarssonar.
Hvolsvölur: K.R. Hvolsvelli og Rauðalæk.
Selfoss: K.Á. Við Austurveg.
(VOLVO)
mwir9WE%mwr nrTii t1
JtLmJk JHméJ JL JL MMl JCl Jl •
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200