Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
.. ...íi V ’ c. .-
ALÞINGI
Sr. Sigurður Sigurðarson:
„Að grundvalla frið með þjóðinni“
Predikun við þingsetningu
Predikun i Dúmkirkjunni
10.10/81 fyrir setninKU AlþinKÍs.
„Enginn er þinn liki Drottinn.
Mikill ert þú og mikið er nafn þitt
sakir máttar þíns.“
Þessi orð úr 10. kapítula Jer-
emía eru trúarjátning, sem leggur
áherzlu á að Drottinn er mikili og
að nafn hans er sakir máttar hans
mikið nafn og máttugt. Við erum
hér saman komin í húsi Drottins,
húsi þar sem nafns Drottins er
minnzt, og þar sem hann eftir
fyrirheiti sfnu kemur til móts við
menn með náð sinni. Hvað felst þá
í nafni Drottins og hvert erindi
eigum við hingað til að minnast
þessa nafns? Væntum við okkur
nokkurs yfirleitt af nafni Drott-
ins?
Það er ekki langt síðan fram-
þróun vísinda og tækni virtist
mörgum vera óstöðvandi sigur-
ganga. Af þessari afstöðu spratt
mönnum sú þessa heims von, sem
stundum hefur verið kölluð vís-
indatrú. Á síðustu árum og ára-
tugum hafa margir glatað þessari
trú á það að við stöndum við
þröskuldinn á lausn alls vanda í
hinum efnislega heimi. Fram-
þróun vísinda og tækni kann að
vera óstöðvandi, en hún er ekki
augljós sigurganga lengur. Við
búum undir sverði gereyðingar-
innar og tæknileg tök nútíma-
mannsins í sköpuninni hafa flækt
manninn inn í samhengi náttúr-
unnar á nýjan hátt. Við höfum
lent inn í orsakasamhengi sem
ekki var fyrir séð og krefur okkur
á stundum um endurskoðun á af-
stöðu til lífsgæðanna og jafnvel á
ýmsum viðhorfum til réttlætis og
ranglætis. I þessum nýju aðstæð-
um hefur fyrrnefnd vísindatrú,
eða von, beðið hnekki. Sumir segja
að brunnhjól efnishyggjunnar sé
nú brotið. Af svipuðum ástæðum
hefur kirkjan einnig beðið nokk-
urn hnekki og aðrir segja að krist-
in trú hafi einnig komizt í þrot
gagnvart margvíslegum vanda
mannlegrar tilveru. A.m.k. virðist
öll einföld bjartsýnistrú eiga erf-
itt uppdráttar. Við sjáum merki
þessara hluta í því að almenn trú-
arleg, heimspekileg eða siðferðileg
viðhorf, er sameinað geti þjóðir,
eru víða á undanhaldi sem slík.
Ekki þýðir þetta að öll trú sé á
undanhaldi, heldur hneigjast nú æ
fleiri að því að loka hugskoti sínu
utan um sína einkaguðshugmynd
eða hugmyndafræði í einskonar
varnarstöðu gagnvart samtíð
sinni. Slíkar einangraðar guðs-
hugmyndir eða hugmyndafræði
verða smáar í sniðum og geta af
sér smáa heimsmynd og ófull-
komna. Milli guðshugmyndar
manns eða hugmyndarleysis og
heimsmyndar hans verður ávallt
gagnkvæmt samband. Slíkt verður
ekki umflúið.
Það er á tímum sem þessum,
sem ýms atriði ritningarinnar,
sem lítill gaumur hefur verið gef-
inn um hríð, fá nýjan hljóm og
mikilvægi. Heilög ritning er ekki
orðin til í heimi einfaldleika og
sístæðra lögmála. Hún er til orðin
á öldum og við misjafnar aðstæð-
ur. Þó að guðfræðin hafi í gegnum
aldirnar haft tilhneigingu til að
mótast nokkuð af aldarhætti
hverju sinni, þá er það víst að
ritningin boðar aðeins eina guðs-
mynd, sem ávallt hlýtur að hafa
þau sömu áhrif á heimsmynd
okkar og lífsafstöðu, sé hún tekin
alvarlega. Til þessarar guðsmynd-
ar lændir ritningin í þeim fjöl-
mörgu tilvikum er hún nefnir nafn
Guðs. Ritningin boðar nafn Guðs
og vitnar um að við þekkjum nafn
hans. Þá spyr ég á ný hvað felist í
því að þekkja nafn Guðs.
Hið fyrsta sem í því felst er, að
Guð hefur opinberazt mönnum.
Hann, hinn voldugi skapari him-
ins og jarðar, sem vald hefur á lífi
og dauða, hefur opinberað sjálfan
sig dauðlegum mönnum. Guð hef-
ur opinberað sig sem skaparinn,
sá sem er faðir og frumrót þess
raunveruleika sem líf okkar er.
Hann er sá sem frumkvæðið á í
tilveru okkar, og þetta frumkvæði
verður ekki af honum tekið, held-
ur er það ávallt hans. Því nefnum
við hann oft herra sögunnar. Þeg-
ar við lærum að þekkja nafn skap-
arans, hans sem er sá sem hann
er, eftir því sem hann sagði við
Móse, þá eignast líf okkar og saga
tilgang. Sá tilgangur er ekki
mældur í því hversu lífsnautn
hvers og eins er rík eða hve mikið
eða lítið hver og einn er í augum
manna, heldur af hinu að allt líf er
frá Drottni og stefnir til hans.
Þegar skaparinn opinberast þá
opinberar hann tilgang lífsins og
réttlæti sitt. Hann gefur okkur
sáluhjálpleg boð, sem eru hluti af
sköpunarvilja hans, eru réttlæti
hans. Við sjáum því í nafni hans
þá stafi, sem gefa okkur að greina
rétt frá röngu, og réttlæti hans
verður hinzta viðmiðun réttlætis
meðal manna. Nafn föðurins
opinberar einnig vald. Þetta vald
er ofar öllu öðru valdi og vald
meðal manna verður að taka
nokkurt mið af þessu valdi eigi
Sr. Sigurður Sigurðarson, sókn-
arprestur, Selfossi.
það ekki að rísa gegn gildi mann-
legs lífs og gegn því að menn virði
hver annars rétt til lífs og lífs-
nautnar.
Er Guð opinberar nafn sitt, er
hann að stofna til samfélags við
menn og kenna þeim að þekkja
sig. Af þeirri þekkingu leiðir það,
að við sjáum annan meginþátt
þess sem felst í því að þekkja nafn
Guðs, en það er sá þáttur eðlis
hans, að hann er miskunnsamur.
Hann breytir eigi við manninn
eftir syndum hans. Hann þekkir
eðli mannsins og veit hvers okkur
er vant og frelsar frá því, sem rís
gegn samfélagi manns og skapar-
ans. Miskunnsemi Guðs birtist
okkur til fullnustu í Jesú Kristi.
Miskunnsemi Guðs er ekki aðeins
fólgin í því að sjá í gegnum fingur
við okkur með eitt og annað sem
úrskeiðis fer, heldur í hinu, að
hann varð hold, tók á sig þjóns-
mynd og gjörðist maður. Hann
gekk inn í kjör mannanna, varð
hluttakandi í þjáningu þeirra.
Þannig er engin þjáning meðal
manna honum óviðkomandi.
Hvert hár er talið á höfði hans
barna, og við erum kölluð til
fylgdar við hann til móts við hið
fullkomna. Líf okkar og breytni
hlýtur að mótast af því að við
stefnum í átt til hins nýja, sem
verða mun á himni og jörðu, er
hvert tár verður þerrað af augum
Guðs barna og réttlætið fullkomn-
ast meðal manna.
Þannig varð hann einn af
mönnum og gekk á meðal þeirra,
og þá er komið að því þriðja, sem
fólgið er í því að þekkja nafn
Drottins. Það er að Drottinn er
nálægur. Samkvæmt fyrirheiti
Jesú hefur hann sent anda sinn í
söfnuð Guðs, andann sem leiðir í
allan sannleikann og lífgar og gef-
ur mátt og reisir við jafnvel það
sem fallið er. Þannig starfar hann
í kirkju sinni og er nálægur á
sannan hátt í náðarmeðulum
hennar, Guðs orði, skírn og kvöld-
máltíð.
Nafn Drottins í heilagri ritn-
ingu er þaT’'’ig nafn hins þríeina
Guðs, sem er faðir, sonur og heil-
agur andi. Þrtnningarlærdómur
kirkjunnar er stundum sagður
vera það atriði guðfræðinnar, sem
bezt er búið að afgreiða og sættast
á. Ef við hinsvegar afrækjum að
leita skilnings á þrenningarlær-
dómnum, getur guðsmynd okkar
skroppið saman og orðið fjarri því
sem ritningin boðar, þó að við enn
köllum okkur kristið fólk. En gæt-
um þess, að þrenningarlærdómur-
inn er ekki fundinn upp af
mönnum til þess að flækja málið
fyrir trúhneigðu fólki, heldur rís
þessi mynd Guðs af blöðum ritn-
ingarinnar. Mynd hins þríeina
Guðs er ekki ein þessara smáu
guðsmynda, sem hugskotið geymir
lokaða inni. Guð Biblíunnar er
ekki bara einhverskonar hjálpar-
sveitarforingi í andlega heimin-
um, ekki aðeins bróðirinn bezti
eða einhver fjarlæg föðurímynd.
Það eru einmitt þess háttar guðs-
hugmyndir, sem hafa reynzt
okkur svo ófullnægjandi. Nei, Guð
Biblíunnar er sá Guð, sem ekkert
hugskot rúmar til fulls og engin
híbýli hýsa. Hann er sá, sem með
nafni sínu gjörir viija sinn og til-
gang okkar kunnan, mætir okkur í
miskunnsemi og sáttargjörð, er
nálægur í lífgandi anda sínum og
kveikir eld trúar í hjörtum
manna. Þessi eldur trúarinnar
gerir menn virka hér og nú til að
lofa Guð og þjóna náunga sínum.
Því miður er það svo, að okkur
hættir til að vilja gera Drottin
rétt mátulegan fyrir ríkjandi að-
stæður og láta hann falla sem bezt
að eigin hagsmunum, tíðarandan-
um eða jafnvel þjóðfélagsskipan.
Þá er það sem Guð fer að virðast
líkur okkur, fremur en að við virð-
umst honum lík. Þá er það einnig,
sem hinar sáru og sundrandi
spurningar vakna, eins og t.d.
hvort kúgarinn og sá kúgaði geti
verið í sátt í einum söfnuði Guðs,
sá ríki og sá fátæki, sá vitri og sá
vitgranni, sá svarti og sá hvíti, og
svona mætti enn telja. Slíkar
spurningar afneita í raun því er-
indi sem Guð hefur við menn, er
hann opinberar nafn sitt og því
erindi sem menn eiga hver við
annan, er þeir þekkja nafn hins
eina sanna Guðs. Eða skyldu ekki
þeir Lazarus og ríki maðurinn
hafa átt erindi hvor við annan í
lífinu, eftir því sem Guðspjallið
kennir. Allar mótbárur þess eðlis,
að vegna mismunar getum við
ekki átt heima í einum söfnuði
hins eina sanna Guðs, eru afneit-
un á sáttargjörð Drottins. Þær
gera ráð fyrir því að vald syndar-
innar verði ekki á bak brotið nema
með átökum og jafnvel ofbeldi
meðal manna. Þar með afneitum
við mætti krossfórnar Krists og
sigri upprisu hans yfir synd og
dauða. A.m.k. neitum við með slík-
um mótbárum að fórna átakalaust
nokkru af eigin ágæti og aðstöðu
vegna sáttarinnar við aðra menn.
Opinberun Guðs nafns tjáir ekki
aðeins vald og vizku skaparans,
heldur og réttlæti, sem mótar
gerðir manna, miskunnsemi hans
og kærleika sem viðbrögð kristins
manns við náunganum eiga að
mótast af og nærveru hans sem
styrkir menn á göngunni inn á veg
réttlætisins meðal manna. Nafn
Drottins er þannig mikið nafn, og
það er mikið sakir máttar Guðs.
Þessara hluta minnist ég nú, er
við komum saman í húsi Drottins
fyrir setningu Alþingis, vegna
þess að við þekkjum nafn Drottins
hljótum við öll köllun til að starfa
í anda Guðs réttlætis. Þetta á við
um alþingismenn eins og alla þá
sem til starfa ganga í þjóðfélagi
okkar.
„Einn er Guð allrar skepnu,
mesta manns og minnstu veru“.
Hlutverk löggjafans er í eðli
sínu að grundvalla frið með þjóð-
inni, frið um þau fjölmörgu tilvik
mannlegra samskipta, sem lög-
gjafinn verður að láta til sín taka.
Slíkt starf er að vilja Guðs og í
samræmi við þann sköpunarvilja
hans að bægja frá hinum eyðandi
öflum. í lagasmið taka menn
óhjákvæmilega afstöðu til þess
hvað sé rétt og hvað rangt. Um
slíkt þurfa lög að vera afdráttar-
laus. Taki lagasmíð mið af nafni
Drottins, er ekki nóg að lögin séu
skýr. Þau þurfa einnig að grund-
vallast á miskunnsemi og kær-
leika til þeirra sem laganna eiga
að njóta. Ennfremur þurfa þeir
sem setja lög í nafni Drottins að
opna hjarta sitt fyrir anda Guðs,
svo að þeir hljóti leiðsögn hins
máttuga í hinu óvænta, sem að
höndum ber og spyrni ekki aðeins
við fótum í ófrjórri fastheldni við
sögulegt fordæmi. Þannig bið ég
Aiþingi þess í dag, að starf þess
megi grundvallast á virðingu fyrir
nafni Guðs, þessu nafni, sem er
nafn hins mikla Guðs, hins mis-
kunnsama Guðs og hins lifandi
Guðs, sem er faðir, sonur og heil-
agur andi. Amen.
Forsetakjör á Alþingi:
Jón Helgason forseti
Sameinaðs þings
- Sverrir Hermannsson og Helgi
Seljan forsetar þingdeilda
Jón Helgason. þriðji þingmað-
ur Sunnlendinga. var endurkjör-
inn forseti Sameinaðs þings sl.
laugardag. Helgi Seljan. annar
þingmaður Austfirðinga. var
endurkjörinn forseti efri deildar í
gær og Sverrir Ilermannsson.
fjórði þingmaður AustfirðinKa.
endurkjörinn forseti neðri deild-
ar.
Jón Helgason (F) var kjörinn
forseti Sameinaðs þings á þing-
setningarfundi með 54 samhljóða
atkvæðum, sex atkvæðaseðlar vóru
auðir. Karl Steinar Guðnason (A)
var kjörinn 1. varaforseti Samein-
aðs þings í gær með 48 atkvæðum,
Ólafur Þ. Þórðarson (F) og Magnús
H. Magnússon (A) fengu sitt at-
kvæðið hvor en 3 seðlar vóru auðir.
Steinþór Gestsson (S) var kjörinn
I. varaforseti S.þ. með 53 atkvæð-
um, Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
fékk eitt atkvæði. Skrifarar S.þ.
vóru kjörnir Jóhann Einvarðsson
(F) og Friðrik Sóphússon (S).
Helgi Seljan (Abl) var kjörinn
forseti efri deildar Alþingis með 18
samhljóða atkvæðum. Þorvaldur
Garðar Kristjánsson (S) var kjör-
inn 1. varaforseti þingdeildarinnar
Jón Helgason. forscti Sameinaðs
þings.
með jafn mörgum atkvæðum og
Guðmundur Bjarnason (F) 2. vara-
forseti, sömuleiðis með 18 atkvæð-
um. Skrifarar þingdeildarinnar
vóru kjörnir Davíð Aðalsteinsson
(F) og Egill Jónsson (S).
Sverrir Hermannsson (S) var
kjörinn forseti neðri deildar Al-
þingis með 35 atkvæðum, einn
kjörseðill var auður. Alexander
Stefánsson var kjörinn 1. varafor-
Sverrir Ilermannsson, forseti
neðri deildar Alþingis.
seti þingdeildarinnar með 27 at-
kvæðum, Ólafur Þ. Þórðarson (F)
fékk eitt atkvæði, einn seðill var
auður. Garðar Sigurðsson (Abl)
var kjörinn 2. varaforseti deildar-
innar með 32 atkvæðum, Stefán
Valgeirsson (F) fékk eitt atkvæði,
3 seðlar vóru auðir. Skrifarar
deildarinnar vóru kjörnir Halldór
Blöndal (S) og Ólafur Þ. Þórðarson
(F).
Helgi Seljan. forseti efri deildar
Alþingis.
Hlutað var um sæti í fundarlok í
þingdeildum, en þá draga þing-
menn um sæti.
Tveir varaþingmenn sátu á
fundum í gær: Guðmundur Gísla-
son kaupfélagsstjóri (F) í fjarveru
Halldórs Ásgrímssonar og Vígfús
Jónsson bóndi (S) í fjarveru Lárus-
ar Jónssonar.
Þingflokkafundir vóru ráðgerðir
síðdegis í gær.