Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 17
17
Útlaginn
gefinn
út í bók
UM SVIPAÐ leyti og kvikmynd
ÁKÚsts Guðmundssonar, leik-
stjóra, Utlajfinn. verður frum-
sýnd mun koma út bók með sama
nafni, gerð af Indriða G. Þor-
steinssyni rithöfundi, byggð á
kvikmyndahandriti Ágústs og
Gísla sögu Súrssonar.
Það er Prenthúsið, sem sér um
útgáfuna en hún verður í brotinu
A-4 og verða í henni milli 50 og 60
litmyndir úr kvikmyndinni.
Mokuðu snjó
af túnum
til að féð
næði beit
Neskaupstað 11. oktúhcr.
FJÁREIGENDUR hér um slóðir
hafa átt i hinum mestu erfiðleik-
um að undanförnu og hafa orðið
fyrir skakkaföllum af völdum
fannfergis og erfiðs tíðarfars.
Fyrir röskri viku síðan fóru smá-
hændur héðan úr bænum, og ein-
hverjir innan úr sveit, á litlum
bátum yfir til Mjóafjarðar til að
smala fé sinu og flytja hingað til
Neskaupstaðar. Þeir náðu saman
yfir 500 fjár, en þá skall á mikil
snjókoma og fljótlega var með
öllu orðið beitarlaust. Var þá
gripið til þess ráðs að moka snjó
af túnum til að féð næði ein-
hverju, en einnig var fénu gefið
gamalt hey. Þrátt fyrir þetta var
féð orðið mjög þrekað og illa á
sig komið undir vikulokin.
Ekki varð viðlit að koma fénu til
Norðfjarðar á litlu bátunum og
því var gripið til þess ráðs að fá
varðskipið Tý til að flytja féð yfir
til Neskaupstaðar. Selflytja þurfti
féð úr litlu bátunum um borð í
varðskipið og var það erfitt verk
en tókst þó. Þá var fé Mjófirðinga
flutt á þennan hátt til slátrunar í
Neskaupstað. Um 700 fjár eru eft-
ir í Mjóafirði og eiga mestan hluta
þess bændur af Héraði og verður
það væntanlega flutt á sama hátt
til Reyðarfjarðar.
Bændum tókst að smala Við-
fjörð, Hellisfjörð og suðurbæina
áður en veðrið versnaði til muna,
en hins vegar voru ekki aðstæður
til að smala Gerpi og Sandvík og
eru menn uggandi um féð, sem þar
gekk í sumar. Marga bændur
vantar enn töluvert af fé sínu. Hér
í bænum er í dag 50 cm jafnfallinn
snjór.
Góðar sölur
í Englandi
TVEIR bátar seldur ísaðan
fisk í Englandi í gær og
fengu báðir gott verð fyrir
aflann. Vöttur Su seldi 54
tonn í Grimsby fyrir 518,9
þús kr. og var meðalverð á
kílói kr. 9,61. Þá seldi Vestri
Ba 92 tonn í Hull fyrir rétt
rúmlega 1 milljón og meðal-
verð á kíló var kr. 10,89.
INNLEN-T
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGURT3 OKTÓBER 1981
Fjórhjóiadrifsbílar ársins1981 í U.S.A.
LAND CRUISER
HI-LUX 4x4
BENSIN/
DIESEL
TOYOTA hefur áunniö sér eftirsóttustu viöur-
kenningar um alian heim sem traustir og vand-
aöir bílar meö lága bilanatíöni. Þaö sanna hinar
fjölmörgu faglegu athuganir sem geröar hafa
veriö víöa um heim.
Þar má nefna könnun á 225.000 bílum, geröa af Bandarísku neytendasamtökun-
um, þar sem TOYOTA fær bestu útkomuna. Könnun á 127.000 bílum, geröa af
Sænska bifreiöaeftirlitinu, þar fær TOYOTA einnig bestu útkomu.
ÞaÖ er vegna hinna miklu gæöa sem TOYOTA hefur aukiö hlutdeild sína á
heimsmarkaöinum og er nú annar stærsti bifreiöaframleiöandi í heimi.
COROLLA
Metsölubíll um allan heim.
Glæsilegur fjölskyldubíll.
Rúmgóður og vel gerður að innan með stórt
farangursrými. Bíll, sem eins og aðrir Toyota bílar
er traustur, öruggur, viðhaldsléttur og eyðir litlu bensíni
TERCEL FramNóladrifinn bíll.semer
óvenju rúmgóður.
Sportlegur, hljóðlátur, og með frábæra aksturseiginleika.
Bíll sem eyðir ótrúlega litlu og er eins og aðrir Toyota
bílar, traustur, öruggur og viðhaldsléttur.
WTOVOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI SÍMI 44144
UMBOÐIÐ Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SlMI 96-21090
Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur