Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRlÉ>JUDAGtiR-l3^0K:TÓBER 1981
19
28 árum — Flugslysið á Mýrdalsjökli fyrir 28 árum — Flugslysið. á Mýrdalsjökli fyrir 28 árum — Flugslysið á Mýr
/
Ljósmyndir:
Eínar Hjörleifur Ólafsson
Reynir Ragnarsson
Sæmundur Runólfsson
Meðfylgjandi myndir tóku þrír félagar úr björg-
unarsveitinni Víkverja í Vík í Mýrdal á skrið-
jöklinum milli Gvendarfells og Mosakambs í
Mýrdalsjökli, þar sem flak Varnarliðsflugvélar,
sem fórst fyrir 28 árum, eða 17. desember 1953,
fannst sl. laugardag og með henni átta lik.
Björgunarsveitarmennirnir fluttu siðan lík-
amsleifar Bandarikjamannanna fram á kamb-
inn við rætur jökulsins, en þangað sótti þyrla
Varnarliðsins þær. (Sjá fleiri myndir bls. 20.)
„Benzínbirgðir á
þrotum og urðum
að halda niður“
sagði Brandur Stefánsson í Vik, sem
fór á fyrsta snjóbílnum til leitar 1953
„ÞAÐ VAR nokkur óvissa um
hvar vélin hefði farið, en síðan
bárust fréttir af því, að hún
hefði farið niður við Kðtlugjá.
Þá var ákveðið að við færum á
snjóbiinum mínum upp Sól-
heimajökul og áleiðis,“ sagði
Brandur Stefánsson i Vik i
Mýrdal i samtali við Mbl., en
hann lagði af stað upp á Mýr-
daisjökul við fjórða mann til
leitar.
„Aðalleitarflokkurinn fór hins
vegar upp á jökulinn upp af
Álftaveri, en þeir urðu að gefast
upp vegna illviðris. Við héldum
eins og sagði inn á jökulinn í
siæmu veðri og vorum þar í um
100 klukkutíma, án þess að verða
nokkurs varir, enda skyggni
nánast ekki neitt.
Daginn eftir kom svo Guð-
mundur Jónasson við fjórða
mann á sínum snjóbíl austur á
jökulinn til okkar. Við dvöldum
síðan á jöklinum í þreifandi byl,
þar til að benzínbirgðir okkar
voru á þrotum. Þá héldum við
niður aftur án þess að verða
nokkurs vísari. Þetta veður hélzt.
stöðugt í um vikutíma og því
varð ekkert úr því, að við héldum
aftur upp á jökulinn.
Á aðfangadag birti svo upp og
flugu flugvélar þá yfir svæðið og
fundu brak úr vélinni. Þyrla
Varnarliðsins fór upp á jökul og
fannst eitt lík, sem flutt var til
byggða.
Árið eftir sá ég neðan frá Vík
Brandur Stefánsson
einhvern hluta úr flakinu og við
ákváðum þrír félagar að halda
upp á jökulinn. Þá stóð ekkert
uppúr nema hluti stélsins. Upp
úr því kom svo hingað til lands
faðir eins flugmannsins, sem
vildi sjá hvar sonur hans hafði
farizt. Ég ásamt nokkrum félög-
um mínum fórum með þennan
bandaríska mann á snjóbíl upp
að flakinu og sást einungis í stél-
ið eins og í fyrri ferð okkar þá
um sumarið.
Annars vissum við það með
vissu, að eftir einhvern ákveðinn
árafjölda myndi jökullinn bera
flakið og líkin fram. Jökullinn
skilar sínu alltaf aftursagði
Brandur Stefánsson að síðustu.
,JMunaði minnstu
að við héldum
jólin á jöklinum64
sagði Sigurður M. Þorsteinsson, fyrrverandi
formaður Flugbjörgunarsveitarinnar
„ÞAÐ var flogið með okkur
austur á Skógasand, þar sem
þyrla frá Varnarliðinu kom og
tók okkur og flutti upp á jökul-
inn,“ sagði Sigurður M. Þor-
steinsson, fyrrverandi formað-
ur Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavik, i samtali við Mbl.,
en hann var einn þeirra sem fór
með þyrlu Varnarliðsins að
flugvélarflakinu á aðfanga-
dagsmorgun árið 1953, þegar
loks birti upp eftir viku óveður.
„Þegar við komum inn yfir
sást greinilega hvernig flak vél-
arinnar hafði dreifst yfir nokkuð
svæði, en þá hafði fennt yfir
töluvert mikið af því. Við fund-
um þennan morgun eitt lík, en
annað var undir snjólagi.
Þegar við áttum svo að halda
af stað að nýju kom í ljós, að
þyrlan var orðin of þung. Það
stóð jafnvel til um tíma að skilja
okkur eftir, þannig að við ættum
jólin þarna á jöklinum. Flug-
maðurinn ákvað síðan að reyna
og keyrði upp vélina. Þá fór að
rjúka inn hjá okkur, þannig að
mönnum stóð ekki alveg á sama.
Þetta hafðist nú samt að lokum
og flogið var með hópinn niður á
Skógasand," sagði Sigurður M.
Þorsteinsson.
„Síðan fréttist lítið af þessu
fyrr en foreldrar eins flugmann-
anna komu hingað til lands árið
eftir. Þau vildu komast á staðinn
og það varð að ráði, að Flug-
björgunarsveitin í Vík færi með
þau á staðinn," sagði Sigurður
ennfremur.
Þá kom það fram í samtalinu
við Sigurð M. Þorsteinsson, að
þessar aðgerðir hefðu verið mjög
umfangsmiklar og margir hefðu
lent i töluverðum hrakningum.
Sigurður M. Þorsteinsson