Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 20

Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 20
20 ----------------h--------------;------- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTOBER 1981 Einn hreyfla vélarinnar. Flakið mulið undan jöklinum. BjörKunarmenn á slysstað. 5. skákin jafnteflisleg 1 5. einvigisskák Korchnois og Karpovs var heldur fátt um fina drætti. Eftir aðeins 19 leiki voru drottningarnar horfnar af borðinu og kom þá upp enda- tafisstaða þar sem áskorandinn stóð ivið betur að vígi. I 30. leik vann hann peð en því fylgdu mikil uppskipti svo að heims- meistarinn náði upp hróksenda- tafli sem er fræðilegt jafntefli. Að loknum 45 leikjum fór skák- in i bið og má telja heldur ólik- legt að áskorandanum takist að merja sigur og minnka þar með muninn i einviginu. Að vanda tefldu þeir félagar drottningarbragð og 'om Korchnoi með nýjung í 13. leik. Karpov brást rólega við og bauð drottningaruppskipti stuttu síð- ar. Þá náði Korchnoi betra enda- tafli og herjaði á bakstætt peð á a7 sem féll í 30. leik. Á sama tíma tókst heimsmeistaranum að létta verulega á stöðunni með mannakaupum svo að upp kom hróksendatafl með 4 peðum gegn 3 og öll peð á sama væng. í slík- um stöðum verður varnaraðilinn að gæta sín en getur haldið jafn- tefli með réttri taflmennsku. Því má telja ólíklegt að heimsmeist- arinn tapi þessari skák enda er hann þekktur fyrir annað en að klúðra jafnteflisstöðum í enda- tafli. Hvítt: V. Korchnoi Svart: A. Karpov Drottningarbragð I. c4 - e6.2. Rc3 - d5.3. d4 - Be7,4. Rf3 - Rf6,5. Bg5 - h6, 6. Bh4 - 04), 7. Hcl Hér bregð- ur Korchnoi út af 1. og 3. einvíg- isskákinni en þar lék hann 7. e3 og komst lítið áleiðis. 7. — b6, 8. cxd5 — Rxd5, 9. Rxd5 — exd5,10. Bxe7 — Dxe7, II. g3 Venjulega er hér leikið 11. e3 en Korchnoi hefur annað í huga. 11. - Ba6,12. e3 - c5 Skák Jóhannes Gísli Jónsson 13. dxc5!? Nýjung. Eftir 13. Bxa6 - Rxa6, 14. 0-0 - Rc7,15. b3 - Hac8 er staðan í jafnvægi sbr. Petrosjan — Portisch. Palma de Mallorca, 1974. 13. — bxc5, 14. Bxa6 — Rxa6, 15. Dxd5 Hvítur vinnur peð en það reynist skammgóður vermir. 15. - Rb4, 16. Dc4 - Df6, 17. Rh4 - Dxb2, 18. 0-0 - Dxa2, 19. Dxa2 — Rxa2, 20. Rxc5 — Hfc8 í endataflinu sem nú fer í hönd hefur hvítur ívið betri möguleika vegna staka peðsins á a7. 21. Ha5 - Rcl, 22. Rf5 - Hc7, 23. Rd4 - Hb8, 24. Hal - Rd3 Eftir 24. — Rb3, 25. Hfbl vinnur hvítur peð. 25. Hfdl - Re5, 26. Ha2 - g6, 27. Hdal - Hbb7, 28. h3 - h5, 29. Kg2 - Kg7, 30. Ra5 - Rc6 Peðstap var óumflýjanlegt og því notar Karpov tækifærið og knýr fram uppskipti. 31. Rxc6 — Hxc6, 32. Hxa7 — Hxa7, 33. Hxa7 Nú er komið upp hróksendatafl með 4 peðum gegn 3 og öll peðin eru á sama væng. Capablanca vann tvívegis slíkar stöður á sínum ferli, en nú á dög- um vita menn að svartur getur haldið jafntefli með réttri tafl- mennsku. 33. - Hc2, 34. e4 - Hc3, 35. Ha2 - Kf6, 36. f3 - Hb3, 37. KÍ2 - Hc3, 38. Ke2 - Hb3, 39. Ha6+ - Ke7, 40. Ha5 - Kf6, 41. Hd5 - Ha3, 42. Hd6+ - Kg7, 43. h4 - Hb3, 44. Hd3 - Hb5, 45. Ke3 Hér fór skákin í bið og eins og að framan greinir er jafntefli líklegustu úrslit. Húsnæðisstjórnarlán: Ilækkunin frá 9,3% til 9,9% AKVEÐIN hefur verið lánsupp- hæð húsnæðisstjórnarlána fyrir tímabilið 1. október tii 31. des- ember á þessu ári. Upphæð lán- anna miðast við fjölskyldustærð og er upphæð láns til einstakl- ings 111.000 krónur, til fjöl- skyldna af stærðinni 2—4 ein- staklingar 141.000 krónur, til fjölskyldna af stærðinni 5—6 ein- staklingar 167.000 krónur og til til fjölskyldna með fleiri einstakl- inga en 7 er lánið 193.000 krónur. Er um nokkra hækkun að ræða frá síðasta 3ja mánaða tímabili. Hækka einstaklingslánin um 9,9%, lán til fjölskyldna af stærð- inni 2—4 einstaklingar hækka um 9,3%, til fjölskyldna af stærðinni 5—6 einstaklingar er hækkunin 9,8% og til stærri fjölskyldna er hækkunin 9,6%. Þá er hámark lána til kaupa á eldri íbúðum 97.000 krónur, lán til viðbygginga að lágmarksstærð 55 rúmmetrar er 97.000 og lán til endurbóta á íbúðum er 97.000, að þvi tilskyldu að lágmarkskostnað- ur sé 128.220 krónur. Þá er há- marks lán til kaupa á eldri íbúð, hafi kaupandi átt íbúð fyrir, 48.000 krónur. Samkvæmt útreikningi húsnæð- isstofnunar er áætlað verð staðal- íbúða, það er sá byggingarkostn- aður sem lánið er miðað við, 1.106.178,20 krónur, og gildir sú áætlun fyrir tímabilið 1. október til 31. desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.