Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 23
• ‘’lMfjú' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981 - 23
Cosmos vann stórsigur
s s
COSMOS,
handaríska
• Hilmar Harðarson og ChinaKlia kljást um knöttinn.
Ljósm. Kristján.
knattspyrnuliðið sem lék
Keiín Val í boði Vals og Fluj?-
leiða um helgina. vann óþarf-
lega stóran sigur gegn is-
lenska liðinu i gaddinum á
laugardaginn.
Hilmar Sighvatsson náði
reyndar forystunni fyrir Val,
gott mark eftir fyrirgjöf Njáls
Eiðssonar. Markamaskínan
Giorgio Chinaglia svaraði með
tveimur mörkum fyrir hléið og
Júgóslavinn Bogicevic bætti
síðan þriðja markinu við.
Skotinn John Main svaraði
fyrir Val með góðu marki, en
allar flóðgáttir áttu eftir að
opnast hjá Valsmönnum.
Chinaglia lauk við þrennuna
sína og á síðustu mínútunum
skoruðu Romero og Bogicevic
hvor sitt markið.
Fátt áhorfenda lagði leið
sína í Laugardalinn og kom
þar fleira til en eitt. Bæði var
verulega leiðinlegt veður og
síðast en ekki síst brást helsti
aðdráttarliðurinn, sjálfur
George Best, en Valsmenn
fengu þau skilaboð frá um-
boðsmanni hans á föstudags-
morgun, að hann kæmi ekki til
leiks. _ gK
KR-inpar búnir að
næla i körfurisa
Körfuknattleiksdeild KR hefur
nælt sér í Bandaríkjamann sem
leysa á af Stu Johnson. meðan sá
síðarnefndi er að ná sér í fingrin-
um. Nýi Kaninn heitir Art Hous-
ey og er 23 ára gamall. Hann er
dökkur á hörund og hefur verið á
bráðabirgaatvinnusamningi hjá
Dallas og einnig leikið með Uni-
versity of Kansas. þar sem hann
skoraði að meðaltali 18 stig í leik.
Housey. sem ráðinn er til
skamms tíma. kemur til landsins
á morgun og leikur sinn fyrsta
leik gegn Val á laugardaginn. Þó
Stu sé á batavegi, er talið að
Ilousey muni leika 3—4 leiki
fyrir KR. -gg.
Armenningar hættir
við þrátt fyrir allt
ÁRMENNINGAR tilkynntu KKÍ
í gær, að þeir myndu ekki verða
með í íslandsmótinu i körfu-
knattlcik þrátt fyrir fyrri yfir-
lýsingar um að þeir myndu verða
með þrátt fyrir allt. Guðmundur
Sigurðsson hringdi á skrifstofu
KKÍ í gær og tilkynnti þetta, dró
hann formlega alla þá flokka
Ármanns út úr mótinu sem til-
kynnt hafði verið að yrðu með.
Fyrst um sinn að minnsta kosti.
mun drildin þó ekki verða lögð
niður. Enn fleiri leikmenn Ar-
manns hafa tilkynnt félagaskipti
að undanförnu og er tala flótta-
manna þar með örugglega komin
vel á annan tuginn. Er miður að
svona skuli fara. það eru fá ár
síðan Ármann varð íslands-
meistari. — gg.
FRAMARINN Hafþór Svein-
jónsson fékk einhverja hörðustu
refsingu sem islenskur íþrótta-
maður hefur fengið, er agadóm-
stóll FIFA tók fyrir hin ýmsu
mál um helgina. FIFA dæmdi
Ilafþór i 3ja leikja hann i
Evrópukeppni, en Ilafþór mun
hafa sparkað í mótherja i siðari
viðureign Fram og Dundalk. scm
fram fór í írlandi. Var honum
vikið af leikvelli fyrir ódæðið og
fær nú að súpa scyðið af þvi. Ilaf-
þór byrjar væntanlega að taka
hannið út næsta sumar. því Fram
tekur þátt í UEFA-keppninni.
Verði liðið slegið út í fyrstu um-
ferð, sem er ekki óalgengt þegar
íslensk lið eiga í hlut, þá mun það
taka Ilafþór tvö keppnistimabil
að taka út hannið, svo fremi sem
Fram va>ri í Evrópukeppni 1983.
Þetta er þvi geysilega ströng
refsing.
Nokkrir knattspyrnumenn aðrir
voru dæmdir í þriggja leikja bann,
þeirra kunnastur Alan Curtis hjá
Swansea, en brot hans var ekki
ósvipað broti Hafþórs, þ.e.a.s.
spark í mótherja. Þá voru þrír
leikmenn dæmdir í 4ra leikja
bann, Halihodzic hjá Nantes, Pad-
riac O’Connor hjá Áthlone og Iztv-
an Kovacz hjá Tatabaniay.
• Hafþor var of bráður.
Víkingur Reykjavíkurmeistari
Vikingur varð Reykjavikurmeist-
ari i handknattlcik i gærkvöldi,
er liðið sigraði ÍR 20—13 i Höll-
inni. Þar með gátu hvorki KR
eða Valur lengur náð liðinu að
stigum og enn einn titillinn bætt-
ist i safn Vikings.
En þó sigurinn hafi verið stór
þegar öllu var á botninn hvolft,
áttu Víkingarnir lengst af í hinu
mesta basli með ÍR-inga, sem léku
vel framan af, sérstaklega í vörn-
inni. Þar tóku þeir Víkingana úr
umferð til skiptis og komu auk
þess langt út á móti skyttunum.
Auk þessa voru Víkingarnir ekki
sjálfum sér líkir. En kraftur ÍR-
inga fjaraði smám saman út og
Víkingarnir tóku stigin sem þeir
þurftu. Mörk Víkings skoruðu:
Páll Björgvinsson 7, Sigurður
Gunnarsson 3, Þorbergur Aðal-
steinsson, Guðmundur Guð-
mundsson, Árni Indriðason og
Steinar Birgisson 2 hver, Ólafur
Jónsson og Óskar Þorsteinsson
eitt hvor. Björn Björnsson og Sig-
urður Svavarsson voru atkvæða-
mestir hjá ÍR með 4 mörk hvor.
Annars var Jens markvörður Ein-
arsson þeirra besti maður, já, lang
besti. — gg.
Stórleikur í
körfunni í kvöld
STÓRLEIKUR fer fram í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í
kvöld. en þá eigast við i Haga-
skólanum lið Fram og UMFN,
eða lið hinna nýbökuðu Reykja-
víkurmeistara og lið Íslands-
meistaranna. /Etti að bjóða upp á
spennu. Leikurinn hefst klukkan
20.00.
Aösóknin í sumar:
Ahorfendum fer f jölgandi
- athyglisverð fækkun þó á Skaganum
Ef á hcildina er litið, fjölgar
áhorfendum að 1. deildar leikjum
í íslensku knattspyrnunni. Er
það staðreynd þrátt fyrir fækkun
áhorfenda á nokkrum stöðum.
Sumarið 1981 var mcðalfjöldi
áhorfenda að 1. deildar leikjum
hér á landi 1010, en árið áður var
samsvarandi tala 942. Aukningin
nemur 7,2 prósentum.
Islandsmeistarar Víkings
trekktu lang flesta áhorfendur að
meðaltali og aukningin hjá liðinu
frá fyrra ári var gífurleg. 1716
manns að meðaltali sóttu leiki
Víkings, en samsvarandi tala frá
1980 var 941. Valsmenn komu
næstir með 1407 áhorfendur, en
það var afturför, því 1845 manns
að meðaltali borguðu sig inn á
leiki þeirra 1980. Verða nú hin 1.
deildar liðin upp talin og þe'irra
meðaltal 1981. I svigunum standa
til samanburðar samsvarandi töl-
ur frá sumrinu 1980. KA 1127
(ekki gefið upp), Fram 1048 (1262),
KR 957 (994), UBK 936 ( 795), Þór
792 (ekki gefið upp), ÍA 778 (990),
ÍBV 738 (654) og FIl 575 (425). I
átta tilvikum, þar sem viðmiðun-
artölur eru gefnar upp, hefur
fjölgun orðið hjá 4 félögum, en
fækkun hjá öðrum 4. Eftirtektar-
vert er, áð umtalsverð hækkun er
á Kaplakrikanum hjá FH þrátt
fyrir ömurlegt gengi liðsins á
keppnistímabilinu.
Meðalfjöldi áhorfenda að 1.
deildarleik í Reykjavík var 1282.
Samsvarandi tala frá 1980 var
1137, því 12,75% hækkun. Fjölgun
að meðaltali var einnig í Kópa-
vogi, Hafnarfirði og Vestmanna-
eyjum eins og sjá má af ofan-
greindum tölum. Viðmiðunartölur
liggja ekki fyrir frá Akureyri, en í
sumar voru þar 960 manns að
meðaltali á vellinum. Fækkun var
aðeins á Akranesi, þeim mikla
knattspyrnubæ. Áhorfendur þar í
sumar voru að meðaltali 778, en
voru 990 árið áður. Mikil fækkun,
eða 27,25%.
Fækkunin á Skaganum kemur
hins vegar spánskt fyrir sjónir
þegar litið er á hæstu aðsóknina í
einstökum leikjum. Þar kemur
fram að Skagamenn trekkja enn í
Reykjavík, enda eitt skemmtileg-
asta liðið þó svo að almenningur á
Skaganum kunni ekki í vaxandi
mæli að meta það. í þremur af
fimm hæstu leikjunum koma
Skagamenn við sögu. Ekki reynd-
ar í hæsta leiknum, en það er úr-
slitaleikur Víkings og KR undir
haustið. Þar komu 2985 manns.
Næst hæsti leikurinn var viður-
eign Víkings og ÍA, 2497 manns.
Númer þrjú var leikur Vals og ÍA,
2482 manns, þá leikur Víkings og
UBK, 2407 manns og loks Fram
gegn ÍA, 2380 stykki. —gg.
róttir
Hafþór dæmdur í
3-leikja bann