Morgunblaðið - 13.10.1981, Side 27

Morgunblaðið - 13.10.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR43. OKTÓBER 1981 27 Anwar Sadat Egyptalandsforseti borinn til grafar: „Sadat, þú munt aftur lifa“ Kista Anwars Sadats lögð til hvíldar f grafhýsi óþekkta hermanns- ins. Gamal, sonur Sadats, er til vinstri og styður annarri hendinni á kistuna. Reza Pahlevi, sonur fyrrverandi íranskeisara, er standandi til vinstri. Kairó. 12. okt. AP. ANWAR Sadat. hinn látni leið- togi Egypta, var borinn til Kraf- ar sl. lauKardag að viðstöddum miklum fjölda erlendra fulltrúa. EKypskur almenninKur. sem fyllti allar nálaxar Kötur við þá sem jarðarförin fór eftir, harm- aði leiðtoga sinn bæði hátt og i hlji'tði en var hins vegar ekki leyft að taka þátt í sjálfri útför- inni af öryggisástæðum. Sadat var lagður til hvíldar í grafhýsi óþekkta hermannsins, í eyðimörkinni utan við Kairó, og yfir honum var reistur svartur bautasteinn sem á var letrað: „Hetja í stríði og friði". Þjóðar- leiðtogar og aðrir erlendir stjórn- málamenn vottuðu Sadat sína hinstu kveðju og héldu að því búnu hver til síns heima, en Egyptar sjálfir horfa kvíðnir til framtíðarinnar og óttast það, sem morgundagurinn kann að bera í skauti sínu. „Sadat, Sadat. Þú munt aftur lifa. Svo lengi sem friður ríkir mun sál þín búa með okkur," hrópaði fólkið, sem fyllti nálægar götur og reyndi oft að brjótast í gegnum raðir lögreglumannanna. Utförin hófst með því, að lesið var úr Kóraninum yfir kistu Sad- ats á sjúkrahúsinu þar sem hann lést og var fjölskylda hans þá ein viðstödd. Að því búnu var kistan flutt í þyrlu til herleikvangs í 15 km fjarlægð og komið fyrir á vagni, sem sex svartir hestar drógu. Fyrir vagninum gengu ör- yggisverðir forsetans, fallhlífar- hermenn og hermenn úr öðrum deildum og herhljómsveit, sem lék egypska þjóðsönginn og her- marsa. Á eftir kistunni gengu Mubar- ak, tilvonandi forseti, og Gamal Sadat, sonur hins látna forseta, og héldust hönd í hönd, en á eftir þeim komu síðan aðrir framá- menn egypskir og erlendir full- trúar. Þegar að grafhýsinu kom tóku 13 menn kistuna og komu henni fyrir í hvítri marmaragröf undir stórkostlegu píramída-líku minnismerki um óþekkta her- manninn. Þegar því var lokið yf- irbuguðu tilfinningarnar eigin- konu Sadats, sem brast í óstöðv- andi grát. Egypzkir hermenn á verði fyrir utan sjónvarpsstöðina í Kaíró. Grátandi syrgjendur ná- lægt minnismerki óþekkta hermannsins i útborginni Nasr. Frú Jihan, ekkja Sad- ats ásamt systur hins látna forseta (til vinstri) og Hosni Mu- barak varaforseti við gröf hins látna. Tvær dætur frú Sadats eru lengst til hægri og vinstri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.