Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGURÍ3. OKTÓBER 1981
________________________" -'.. “ ________
Fréttaskýring
ÓSVEIGJANLEG stefna henn-
ar í peninKamálum virðist
vera að missa marks, vinsæld-
ir hennar með þjóðinni eru í
algeru láKmarki og hófsamir
menn innan flokksins eru i
uppreisnarhuK. l»etta er sú
mynd. sem blasir við Margaret
Thatcher, forsætisráðherra.
„Járnfrúnni“ svokölluðu, þeg-
ar flokkur hennar, íhalds-
flokkurinn breski, byrjar
flokksþinK sitt í Rlackpool á
morgun. þriðjudag.
Margaret Thatcher
Edward Heath
Landsþing breska íhaldsflokksins að hefjast:
Oánægja og uppreisn gegn
stjórnarstefnu Thatchers
Þegar Thatcher sneri heim frá
Samveldisráðstefnunni í Ástralíu
í síðustu viku var ástandið innan
íhaldsflokksins, sem hún hefur
stjórnað með harðri hendi í hálft
þriðja ár, orðið þannig, að líkja
má við beina uppreisn gegn for-
manninum og einstrengingslegri
stefnu hennar í peningamálum.
Hinir hófsamari menn í flokkn-
um, þeir sem vilja fara hægar í
sakirnar, eru vissir um, að í
næstu kosningum bíði Ihalds-
flokksins ekkert annað en hroða-
legur ósigur og ekki verður annað
sagt en að þeir hafi ýmsar gildar
ástæður fyrir þeim ótta sínum.
Atvinnuleysið í Bretlandi er nú
það mesta, sem verið hefur í
hálfa öld, og atvinnuvegirnir,
einkum iðnaðurinn, eru á horrim-
„Framtíð flokksins er í veði,“
sagði Edward Heath, fyrrum for-
sætisráðherra, á flokksfundi í
London nú um helgina. „Stór
hluti þessarar þjóðar finnur ekki
lengur til neinnar samkenndar
með landsstjórninni og þegar svo
er komið, þá er meira í hættu en
efnahagsleg afkoman ein“.
Edward Heath er ekki einn um
óánægjuna með stefnu Thatch-
ers. Tveir fyrrverandi ráðherrar
og 13 þingmenn hafa krafist þess,
að stefna flokksins verði tekin til
gagngerrar endurskoðunar og
þeir hfa gefið í skyn, að þeir muni
greiða atkvæði gegn fyrirhuguðu
frumvarpi stjórnarinnar, sem
lagt verður fram í upphafi þings í
næsta mánuði. í frumvarpinu er
gert ráð fyrir, að ríkisútgjöld
verði enn skorin niður um fimm
milljarða punda, að sett verði þak
á skattheimtu sveitarfélaganna
og ýmsar skorður settar við frelsi
verkalýðsfélaganna.
Þrátt fyrir þessa ólgu telja
flestir, að Thatcher sé ekki í mik-
illi hættu sem formaður flokks-
ins, í bili að minnsta kosti. Ef
hún hins vegar, er sagt, verður
jafn ósveigjanleg og fyrr á
flokksþinginu, sem nú er að hefj-
ast, þá er ekki ólíklegt, að „upp-
reisnarmennirnir" bjóði fram
gegn henni í nóvember þegar
formaðurinn verður endurkjör-
inn, sem er yfirleitt bara forms-
atriði þegar flokkurinn fer með
stjórn.
Andstaðan gegn stefnu Thatch-
ers innan Ihaldsflokksins byggist
fyrst og fremst á eftirfarandi
röksemdum:
• Samkvæmt skoðanakönnunum
hafa íhaldsmenn 6% minna fylgi
en Verkamannaflokkurinn, þrátt
fyrir ástandið innan hans, og rétt
hanga í því að vera jafn stórir og
nýi jafnaðarmannaflokkurinn,
sem hinir hægfara íhaldsmenn
líta á sem stórhættulegan keppi-
naut.
• Vinsældir Margaret Thatchers
eru minni en nokkurs annars
bresks forsætisráðherra bæði
fyrr og síðar.
• Atvinnuleysingjar, sem voru
1,24 milljónir þegar Thatcher tók
við, eru nú tæplega 3 milljónir.
• Ríkisstjórnin hreykir sér af
einstrengingslegri stefnu í pen-
ingamálum, en sannleikurinn er
sá, að ríkisútgjöld hafa vaxið
vegna atvinnuleysisins og mikilla
framlaga til ríkisrekinna fyrir-
tækja. Verðbólgan er 11,4%,
helmingi minni en hún var mest í
fyrra, en þó meiri en hún var þeg-
ar Thatcher tók við.
Þannig standa sem sagt málin
þegar landsþing íhaldsflokksins
hefst í Blackpool á morgun. Stuð-
ningsmenn Thatchers reyna að
gera lítið úr óánægjunni en eitt
er víst: hinir óánægðu munu ekki
sætta sig við, að eftirmælin um
landsþingið að þessu sinni verði
þau sömu og í fyrra þegar
Thatcher sagði þessi fleygu orð:
„Frúnni verður ekki hnikað".
Thatcher fordæmir
sprengjuárás IRA
I.ondon. 12. októhcr. AP.
MARGRÉT Thatcher íorsæt-
isráðherra Bretlands for-
dæmdi í dag sprengjuárás
írskra hryðjuverkamanna í
Lundúnum í gær, en öldruð
ekkja fórst í sprengingunni og
38 siösuðust.
„Þetta er ómannúðlegur
verknaður, framkvæmdur af
mönnum sem hafa engar mann-
legar tilfinningar. Ég mun aldr-
ei veita þeim pólitíska viður-
kenningu," sagði Thatcher um
írska lýðveldisherinn, sem lýsti
ábyrgð á verknaðinum.
Thatcher heimsótti hina
særðu í sjúkrahús, en þar á
undan litaðist hún um á staðn-
um í Chelsea-hverfinu þar sem
sprengingin varð. Var hún
augljóslega hrærð er hún tók
upp sex tommu langan nagla úr
bifreiðinni sem sprengjan var
falin í. „Þetta eru glæpamenn,
sem enga virðingu bera fyrir lífi
manna og limum," sagði forsæt-
isráðherrann, „þetta eru morð-
ingjar, bölvaðir morðíngjar."
Sprengjan, sem var fjarstýrð
naglasprengja, sprakk er 23
verðir úr Tower of London voru
að snúa til búöa sinna í
Chelsea-hverfi. Særðust 22
varðanna er nöglum, gleri og
annað lauslegt rigndi yfir þá.
Kona, sem var á gangi við búðir
hermannanna lézt. Þrettán
þeirra er særðust eru enn í
sjúkrahúsi og eru tveir her-
mannanna í alvarlegri hættu.
Sjónarvottar sögðu, að naglar
hefðu stungist á kaf í andlit,
höfuð eða skrokk hinna slösuðu.
Scotland Yard varaði við því
að hugsanlega væru írskir
hryðjuverkamenn að hefja
sprengjuherferð í Lundúnum.
Sprengjan var fjarstýrð en
þeirri tækni hafa írskir hryðju-
verkamenn ekki beitt áður í
Lundúnum.
80 njósnavél-
ar á tveim-
ur vikum
Norfolk. 12. október. AP.
FLUGMENN með aðsetur á
bandaríska flugmóðurskipinu
Eisenhower flugu í veg fyrir 80
sovézkar njósnaflugvélar á
tveimur vikum í september og er
líklega um met að ræða. Flogið
var til móts við fyrstu sovézku
njósnavélina suðaustur af ís-
landi, en annars varð vart við
flugvélarnar á nánast öllu
Norður-Atlantshafssvæðinu.
Helmut Kohl um friðargönguna í Bonn:
Gef ur alranga
mynd af afstöðu
Þjóðverja tíl NATO
Bonn. 12. októbcr. AP.
IIELMUT Kohl, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar, sagði á sunnu-
dag. að mótmælaganga 240.000
manna í Bonn á laugardag, gæfi
alranga mynd af afstöðu Þjóð-
verja til afvopnunar og staðsctn-
ingu kjarnorkuvopna i Evrópu.
Tugþúsundir göngumanna væru
jafnframt óvinir sambandslýð-
veldisins og hallir undir vald-
herrana í Moskvu.
Kohl sagði, að mikill meirihluti
Vestur-Þjóðverja væru fylgjandi
aðild að Atlantshafsbandalaginu
Líbýskar herflugvélar
sprengja þorp í Súdan
Khartoum. 12. októher. AP.
LÍBÝSKAR herílugvélar vörpuðu sprengjum á tvö þorp
í vesturhluta Súdan á fimmtudag, að sögn opinberrar
fréttastofu í Súdan í dag. Fórust tvær konur í árásinni
og margir slösuðust.
Fréttastofan hafði eftir
formælanda utanríkisráðu-
neytisins að það hefðu verið
líbýskar flugvélar með aðsetur
í Chad sem gert hefðu árás á
þorpin Tendelti og El-tina, sem
eru rétt við landamæri Chads
og í um eittþúsund kílómetra
fjarlægð frá höfuðborg Súdan.
Sagði fréttastofan, að Súd-
anir myndu ekki sitja auðum
höndum ef fleiri árásir af
þessu tagi yrðu gerðar, en því
hefur verið haldið fram af
opinberri hálfu í Súdan, að líb-
ýskar flugvélar hefðu gert tíð-
ar árásir á þorp í Súdan í síð-
asta mánuði.
Samskipti Súdan og Líbýu
hafa verið með erfiðara móti
frá því Súdanir sökuðu Líbani
um aðild að tilraun kommún-
ista til að steypa Gaafar Nim-
eiri forseta 1976 og hafa tengsl
ríkjanna enn versnað eftir inn-
rás Líbýuhers í Chad í fyrra.
Súdanir hafa sakað Líbýu-
menn um tilraunir til land-
vinninga í Súdan og kvartaði
yfir aðgerðum Líbýumanna í
síðastliðnum mánuði við Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Eftir innrás Líbýumanna í
Chad fóru Súdanir fram á
hernaðaraðstoð við Banda-
ríkjamenn. Háttsett sendi-
nefnd undir forystu Roberts
McFarlands ráðunauts í
utanríkisráðuneytinu í Wash-
ington kom í gær, sunnudag, til
Súdan til viðræðna við yfirvöld
um varnir landsins. Sendiherra
Bandaríkjamanna í Súdan,
William Kontos, skýrði Abdel-
Magid Khalil varnarmálaráð-
herra frá því í síðustu viku, að
Bandaríkjamenn myndu gera
allt sem í þeirra valdi stæði til
að tryggja varnir Súdana og
uppfylla hergagnaþörf þeirra,
samkvæmt heimildum frá
Khartoum.
og góðum samskiptum Þjóðverja
og Bandaríkjamanna. Sakaði
hann Helmut Schmidt kanzlara
um aðgerðarleysi gagnvart at-
höfnum „hættulegra afla“, sem
unnið hefðu að því að draga úr og
breyta samskiptum austurs og
vesturs.
Yfirlýstur tilgangur mótmæla-
göngunnar í Bonn var sá, að mót-
mæla vopnakapphlaupi stórveld-
anna og staðsetningu kjarnorku-
vopna í Evrópu, en aðalskotmark-
ið virtust þó áætlanir Atlants-
hafsbandslagsins um staðsetn-
ingu meðaldrægra kjarnorku-
eldflauga í Vestur-Evrópu.
Tíu þúsund manns fóru í mót-
mælagöngu í Rómaborg á sunnu-
dag til að mótmæla þeirri ákvörð-
un yfirvalda að staðsetja 110
kjarnorkueldflaugar þar í landi.
Sjónvarpið í Moskvu sýndi
kvikmyndir frá mótmælagöng-
unni í Bonn þegar í útsendingum
á laugardagskvöld. Tjáði sjón-
varpsstöðin hinum sovézku
áhorfendum, að göngumenn væru
fylgjandi slökun og andsnúnir því
að bandarískum meðaldrægum
kjarnorkueldflaugum yrði komið
fyrir í V-Evrópu. Var ekki skýrt
frá því að mótmælaaðgerðunum
væri einnig beint gegn hernað-
arstefnu Austantjaldsríkja, eins
og skipuleggjendur göngunnar
héldu fram.
Arafat
í Japan
YASSER Arafat leiðtogi frelsis-
samtaka Palestínumanna kom í
dag til Japan og er það fyrsta
heimsókn hans til meiriháttar
iðnríkis og lýðríkis. Arafat var
varfærinn í öllu orðalagi og var
viðhafður öryggisvörður vegna
heimsóknar hans eins og um þjóð-
arleiðtoga væri að ræða.
Óbreytt
líðan hjá
Kekkonen
Ilelsinki, 12. uktóber. AP.
TILKYNNT var á skrifstofu
Kekkonens Finnlandsforseta í
dag, að engin breyting hefði
orðið á líðan forsetans og verð-
ur hann í veikindafríi fram til
10. nóvember.