Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGttR 13. OKTÓBER 1981
29
LEIÐTOGINN
Furingi árásarinnar á Anwar Sadat, Khaled Ahmed Shawki Al-Islambuuly lautinant, eftir tilræðið við fursetann.
Manntjón
í f lóðum
Manila, 12. októbor. AP.
FLÓÐBYLGJA og aurskriða
urðu að minnsta kosti 174 íbúum
búða námumanna á suðurhluta
Filippseyja að fjörtjóni aðfara-
nótt föstudags. Enn er 69 manns
saknað, að sögn yfirvalda, og 110
slösuðust.
Á loftbelg yíir
Bandaríkin
Savannah. 12. októhcr. AP.
TVEIMUR Bandaríkjamönnum
tókst um helgina að fljúga á
loftbelg fylltum helíum frá vest-
urströnd Bandaríkjanna til
austurstrandarinnar, en fjöl-
margar fyrri tilraunir hafa mis-
tekist, þótt sumum hafi nærri
tekist flug af þessu tagi. Alls tók
ferðalagið 55 klukkustundir
rúmar, og fór loftfarið 2.515
mílna vegalengd.
Kínverjar
fyrstir til
Egyptaland:
Skotárás á heimili
egypsks
a
ráðherra
Kairó. 12. okt. AP.
HAFT ER eftir heimildum innan
egypsku lögreglunnar. að nokkr-
ir öryggisverðir hafi fallið i árás,
sem múhameðskir ofsatrúar-
menn gerðu á heimili Nabawy
Ismails. innanrikisráðherra,
nokkrum stundum eftir útför
Anwar Sadats s). laugardag. Inn-
anrikisráðherrann sjálfur neitar
þvi hins vegar, að nokkur árás
hafi verið gerð.
Hervörður var í dag aukinn
mjög við heimili Ismails, innan-
ríkisráðherra, og þykir það renna
stoðum undir fyrri fréttir um
árásina, en samkvæmt þeim var
skotið að húsinu úr tveimur bílum.
Ismail kallar þessar fréttir „lygi“
en á það er bent, að formlega er
það hans ráðuneyti, sem bar
ábyrgð á handtöku 1500 ofsatrúar-
manna í síðasta mánuði.
Egypska blaðið Mayo skýrði frá
því í dag og hafði það eftir varn-
armálaráðherra iandsins, að yfir-
menn hersins hefðu fyrir all-
nokkru verið varaðir við öfga-
kenndum trúarskoðunum foringj-
ans, sem sakaður er um að hafa
skipulagt morðið á Sadat. Þrátt
fyrir það töldu rannsóknarmenn á
vegum hersins enga ástæðu til að
vantreysta honum.
I viðtalinu við Mayo sagði Ghaz-
ala, varnarmálaráðherra, að
mennirnir sem myrtu Sadat,
hefðu lengi beðið eftir rétta tæki-
færinu. Þegar þeir hefðu svo kom-
ist að því, að El-Islambouly, for-
inginn umræddi, ætti að fara fyrir
flokki sínum í hergöngunni, þá
hefðu þeir ekki verið í nokkrum
vafa.
El-Islambouly gaf þremur
manna sinna frí til að koma sam-
særismönnunum að og setti jafn-
framt á svið heilmikla uppákomu
þegar þeir komu of seint til her-
búðanna kvöldið fyrir hergöng-
una. „Hann skammaði þá blóðug-
um skömmum og skipaði þeim síð-
an að halda sig á sérstökum stað,
fjarri öðrum mönnum, yfir nótt-
ina. Trúlega til að koma í veg fyrir
að grunsemdir vöknuðu," sagði
Ghazala í viðtalinu.
Um morguninn fór El-Islam-
bouly yfir morðáætlunina með
mönnunum þremur, en samkvæmt
henni átti að keyra hertrukkinn
að stúku Sadats og ætlaði El-
Islambouly sjálfur að aka bílnum.
Af því varð þó ekki, heldur neyddu
þeir bílstjórann til að stöðva bíl-
inn fyrir framan stúkuna og hlupu
síðan að henni með byssurnar á
lofti.
Hin opinbera fréttastofa Líbýu,
Jana, skýrði frá því sl. laugardag,
að „skæruliðar" hefðu sprengt upp
tvær meiriháttar járnbrautarlín-
ur milli Kairó og Alexandríu og
auk þess ráðist á lögreglustöð
skammt fyrir norðan höfuðborg-
ina. Ekki voru tilgreindar neinar
heimildir fyrir þessum fréttum né
„Munum standa
við okkar orð“
Kairó. 12. okt. AP.
í VIÐTALI við bandariska
tímaritið Newsweek sl. sunnu-
dag sagði Hosni Mubarak, til-
vonandi forseti Egyptalands,
að áfram yrði unnið að friði i
Mið-Austurlöndum og stefnt að
eðlilegum samskiptum við
ísraela eins og verið hefði
stefna Sadats heitins forseta.
I viðtalinu við Newsweek
sagði Mubarak, að of snemmt
væri að fjalla um samskiptin
við önnur Arabaríki, það hefðu
verið þau sem hefðu slitið sam-
bandinu við Egypta og það væri
því þeirra að hafa frumkvæðið.
„Camp David-samkomulagið er
- segir Hosni
Mubarak í viðtali
við Newsweek
óbreytt og við munum standa
við okkar orð,“ sagði Mubarak.
Alexander M. Haig, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna,
sagði í viðtali við sjónvarps-
stöðina NBC í gær, að hann
teldi að samskipti Egypta og
Saudi-Araba myndu batna
mjög á næstunni og væri ástæð-
an fyrst og fremst sú, að þessar
tvær þjóðir hefðu gagnkvæmra
hagsmuna að gæta. Saudi-
Arabar slitu stjórnmálasam-
bandi við Egypta í kjölfar frið-
arsamninganna við ísrael.
Sl. sunnudag gáfu ísraelsk
stjórnvöld til kynna, að þau
mundu standa við fyrri samn-
inga um brottflutning alls herl-
iðs frá Sínaí í apríl nk. en þar er
um að ræða afhendingu egypsks
lands. Begin forsætisráðherra
er fullviss um, að stefna Sadats
muni áfram verða í heiðri höfð
og er sögð um það full eining
innan ísraelsku stjórnarinnar
að standa við samninginn frá
1979 í öllum greinum.
sagt hvenær atburðirnir áttu að
hafa gerst.
Eftir áreiðanlegum heimildum í
Egyptalandi er haft, að mennirnir,
sem myrtu Anwar Sadat, hafi ját-
að að vera fylgismenn öfgafulls
trúfélags, sem hefur það helst á
sinni stefnuskrá að drepa þá leið-
toga Araba, sem það telur trúvill-
inga.
Ameríku?
San Dípko. 12. okt. AP.
TVEIR vísindamenn segja að
Kinverjar kunni að hafa siglt
til Kaliforníu 2.000 árum á
undan Kólumbusi.
Próf. James R. Moriarty III
og Larry J. Pierson segja eftir
rannsókn á 11 stórum steinum,
sem fundust í Suður-Kali-
forníu fyrir sex árum, að stein-
arnir hafi „áreiðanlega" komið
úr kínversku skipi er kunni að
hafa strandað fyrir að minnsta
kosti 500 árum.
„Þeir geta verið frá 500 til 2,
500 ára gamlir,“ sagði Pierson í
viðtali í dag, „og þeir gætu ver-
ið miklu eldri. Við erum nokk-
uð vissir um að Kínverjar
komu hingað á undan Kolum-
busi,“ sagði Moriarty. „En
Indíánar voru auðvitað lang-
fyrstir," sagði Pierson.
Rússi handtekinn við
bandariska sendiráðið
Moskvu. 12. októher. AP.
SOVÉZKA lcynilögreglan hand-
tók Rússa sem á sunnudag ók
fram hjá sovézkum vörðum
fyrir utan handariska sendiráð-
ið í Moskvu og inn á lóð scndi-
ráðsins. Maðurinn, sem sagðist
heita Boris V. Lesnov, var með
hlaðna byssu í bíl sínum, og hót-
aði að fremja sjálfsmorð á sendi-
ráðslóðinni ef ekki yrði tekið
við honum sem pólitiskum
flóttamanni í sendiráðinu.
Seinna afhenti Lesnov banda-
rískum sjóliðum byssu sína og
var veitt áheyrn. Af hálfu
sendiráðsins var fréttamönnum
neitað um upplýsingar af viðræð-
um Lesnovs og sendiráðsmanna.
Lesnov yfirgaf sendiráðið
fimm klukkustundum a*
hann ók inn á lóð þ
hann leiddur burt af ot!,.,,.,^
isklæddum lögreglun^niTO^tV
Ræddi hann stuttlega við blaða-
menn og sagðist þá ry.a. hafa
verið fjögur ár á geðveikrahæli í
Kazan-borg, sem er í 800 kíló-
metra fjarlægð austur af
Moskvu. Einkennisklæddur sov-
ézkur lögreglumaður sagði blaða-
mönnum að Lesnov væri geð-
sjúklingur.
Á síðustu sex vikum hafa þrír
Rússar ekið fram hjá sovézkum
vörðum og inn á lóð sendiráðsins
og krafizt þess að fá að ræða við
bandaríska diplómata.
Sovézk flota-
deild til
Víetnam
SOVÉZK flotadeild kom í vin-
áttuheimsókn til hafnarborg-
arinnar Danang í miðhluta Ví-
etnam á sunnudaginn og var
komumönnum fagnað að sögn
útvarpsins í Víetnam, sem gaf
engar frekari upplýsingar um
heimsóknina.
Perúmaður gef ur kost
á sér til aðalritara
SameinuAu þjeiAunum. 12. oktúber.
DIPLÓMATÍSKAR heimildir
hermdu að Javier Perez de Cuell-
ar frá Perú væri líklegur eftir-
maður Waldheims i embætti aðal-
ritara ef ekkert miðaði i tilraun-
um til að tryggja endurkjör
Waldheims.
Leiðtogi sendinefndar Perú á
allsherjarþinginu hefur stungið
upp á þessum möguleika við for-
seta Öryggisráðsins, en de Cuellar
hefur verið varamaður Waldheims
og sérstakur fulltrúi hans í við-
ræðum um málefni Afganistan.