Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 32
32
----------------; :isi yt..... ..
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJTÍ!7AGTTR 13. OKTÓBER 1981
Ótrúleg skák frá
Tilburg-mótinu
Skák
Margeir Pétursson
Merano er ekki eini staður-
inn þar sem fremstu skákmenn
heims sitja að tafli. Stórmótið i
TilhurR í Hollandi hefur að von-
um fallið í skuKKann af heims-
meistaraeinvÍKÍnu, en þar eru
þó meðai þátttakenda na-stum
allir af sterkustu skákmönnum
heims ef kapparnir í Merano
eru undanskildir. í Tilhurj?
tefla þeir Timman. Iliihner,
Petrosjan. Portisch. Larsen.
I.ju bojevic. Kasparov. Belj-
avsky. Spassky. Anderson. Mil-
es ok Sosonko. Með öðrum orð-
um. hér er á ferðinni sterkasta
skákmót ársins. að mótinu í
Moskvu meðtöldu.
Líklega er það Kasparov sem
mesta athygli vekur í TilburK-
Hið átján ára Kamla undrabarn
frá Bakú hefur ekki áður teflt
svo vestarleRa né í hópi sterk-
ustu vestrænu skákmannanna.
ÁranKur hans fram að þessu
hefur þó verið mjöK KÓður ok lík-
ur benda til að hann muni keppa
um efsta sætið við Portisch sem
nær e.t.v. að hrista af sér slenið
eftir slaka frammistöðu fyrr á
árinu.
Um stöðuna í mótinu verður
að vísa til fréttasíðna Mbl., en
hér skal aðeins birt ein ákafleKa
óvenjuleK skák frá mótinu. Það
álíta vafalaust marKÍr að fléttur,
fórnir ok mát í rúmleKa 20 leikj-
um sé eitthvað sem leita beri að
annarsstaðar en í keppni á milli
sterkustu skákmanna heims. Ein
slík skák hefur þó verið tefld í
TilburK ok eins og í önnur þau
örfáu skipti sem slíkar skákir
hafa komið fyrir hjá hinum
sterkustu er þessi hrein perla.
E.t.v. Kiska margir á að Kasp-
arov hafi verið á ferðinni rétt
einu sinni, en í þetta skiptið var
það landi hans, Alexander Belj-
avsky, 27 ára Kamall stórmeist-
ari, sem fléttaði. Fórnarlamb
hans var Bent Larsen, sem hætti
sér út á hálan ís í byrjuninni.
Hvítt: Beljavsky
Svart: Larsen
Caro-Kann vörn
1. e i — c6, 2. d1 - d5,3. Rc3 -
dxel. 4. Rxel — BÍ5
Larsen hefur nýleKa fenKÍð
dálæti á þessu rótKróna afbrÍKÖi.
Áður lék hann oft 4. — Rf6.
5. Rk3 - Bk6, 6. h I - h6, 7.
Rf3 - Rd7. 8. h.r> - Bh7. 9. Bd3
- Bxd3. 10 Dxd3 - Rkí6. 11.
BM - e6. 12. 0-0-0 - Be7, 13
Re.r>
Eftir 13. Hhel — a5, 14. c4 -
b5! fékk Larsen KÓða stöðu gegn
Tal á TilburK-mótinu í fyrra.
13. - a.r>. 14. Hhel - al?
Betra var 14. — 0-0, en fáir
spámenn hefðu líkleKa séð fyrir
það hrikaleKa óveður sem nú
skellur á:
15.Rk6! - Rd5
Eftir 15. — fxK6, 16. Dxk6+ —
Kf8, 17. Hxe6 hótar hvítur
óþyrmileKa að leika 18. Rf5.
16. RÍ5!!
Hótunin er óvenjuleKa ósvífin:
17. Rxk7 mát! AthyKlisvert er að
báðir riddararnir eru friðhelgir í
stöðunni. 17. — exf5 gengur t.d.
ekki vegna 18. Rxe7 — Rxf4 (18.
— Rxe7, 19. Bd6) 19. Rxc6+ —
Kf8, 20 Da3+.
16. - Bf8.17. Bd6! - Hg8
Ef 17. - fxg6 þá 18. Rxg7+!
18. c4 - Rbl. 19. Dh3
Nú hótar hvítur bæði 20. Rxf8
- Rxf8, 21. Bxb4 og 20. Rxg7+!
— Hxg7, 21. Hxe6+. Svartur
verður því að taka af skarið.
19. - fxg6. 20. Hxe6+ - KÍ7,
21. hxg6+! — Kxe6. 22. Hel+ —
Re5. 23. Bxe5
Svartur gafst upp.
Sem kunnugt er hefur Larsen
mikið dálæti á framrás kantpeða
sinna, en hér mistókst slík leik-
aðferð herfilega. Hann getur þó
huggað sig við það að þeir sem
tefla djarft hljóta að fá áföll
öðru hverju.
ísfirsk hljómsveit gefur út plötu
UM ÞESSAR mundir er væntan-
leg á markað hljómplatan „Út í
kuldann“ með ísfirsku hljóm-
sveitinni Grafik, en hana skipa:
Örn Jónsson (bassi), Vilberg
Viggósson (hljómborð), Rúnar
Þórisson (gitar. söngur), Rafn
Jónsson (trommur) og ölafur
Guðmundsson (söngur).
Upptökur fóru fram á ísafirði í
janúar og ágúst sl. en hljóðblönd-
un var unnin í Stúdíói Stemmu í
Reykjavík. Allt efni plötunnar er
frumsamið, nema hvað eitt lag-
anna er samið við texta Þórarins
Eldjárns. Það voru hljómsveit-
armeðlimir sjálfir sem sáu um
hljóðritunina, blöndun, hönnun
umslags, útgáfu og dreifingu.
Platan er pressuð í Alfa og um-
slagið prentað í Prisma. í frétta-
tilkynningu frá hljómsveitinni
segir að eitt laganna á plötunni
hafi þegar verið leikið í sænska
útvarpinu.
Aðal rallkappar landsins
leiða saman bíla sína
DAGANA 16,—17. október næst-
komandi munu allir helstu rall-
kappar landsins leiða saman bila
sína i síðustu rallkeppni ársins.
Keppni þessi, sem gefur stig til ís-
landsmeistara í rall-akstri. er 640
km löng ok þar er að finna sérleið-
ir sem ekki hafa verið eknar fyrr.
Lagt verður af stað frá Fáksheim-
ilinu við Reykjanesbraut (Breið-
holtsbraut) kl. 18.00 föstudaginn 16.
okt. Frá Fáksheimilinu munu rall-
ararnir þeysa vítt og breitt um Suð-
urland til laugardagsmorguns, að
komið verður að Tomma-hamborg-
urum við Grensásveg.
Það eru Tomma-hamborgarar,
sem styrkja BIKR að þessu sinni til
að halda keppnina og kallast hún
því TOMMA-RALLY 81. Einnig
mun Bílaleiga Akureyrar lána 3 bíla
til keppnisstjórnar, sem notaðir
verða sem undan- og eftirfarar
keppninnar.
Merki keppninnar verður að
sjálfsögðu hamborgari, en apinn
hans Tomma mun stjórna keppni.
Norræna háskólamanna-
ráðið þingaði í Reykjavík
NORRÆNA háskólamannaráðið
(Nordisk akademikerr&d) kom
saman til fundar i Reykjavík 8. ot
9. september sl. Ráðið cr sam-
starfsvettvangur samtaka háskóla-
manna á Norðurlöndum og kemur
það saman einu sinni á ári,
starfsmannafundir samtakanna
eru einnig haldnir árlcga. Loks eru
starfandi á veKum ráðsins tvær
nefndir. sem fjalla um skólamál og
vinnuumhverfi.
Helstu málin, sem rædd voru á
fundinum, voru: Aukin samvinna á
sviði rannsókna, nánari samvinna
langskólagenginna manna á Norð-
urlöndum í kjara- og atvinnumálum
og sameiginlegar aðgerðir til að
standa vörð um æðri menntun og
vinnumarkað háskólamanna.
Það er mjög mikilvægt að þeir
fjármunir og starfskraftar, sem
varið er til rannsókna á Norður-
löndum, nýtist til hins ýtrasta. Til
þess að tryggja það taldi fundurinn
nauðsynlegt að auka samstarf rann-
sóknastofnana á Norðurlöndum þar
sem um sameiginlega hagsmuni er
að ræða.
Einnig var rætt um mismunandi
fyrirkomulag samninga- og kjara-
mála í löndunum og áhrif háskóla-
manna á þau. (FréttatilkynninK.)
Áttræðis-
afmæli
ÁTTRÆÐUR verður á morgun,
miðvikudaginn 14. október, Arni
Jónsson. vélsmíðameistari, Ás-
garðsvegi 16, Húsavík.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Vinsælar hljómplötur
og kassettur
Rolling Stones, Tatto You —
Shakin' Stevens, Shaky, This
Ole House, Debbie Harry, Koo-
Koo, On the Road, Country Coll-
ection, ELO, Time, Susi Quatro,
Rock Hard, REO Speedwagon,
Hi Infidelity: Einnig aðrar erlend-
ar og tslenskar hljómplötur og
kassettur Mikiö á gömlu veröi.
TDK kassettur. póstsendum.
F. Björnsson radióverslun,
Bergþórugötu 2, simi 23689.
heil söfn og einstakar bækur,
gömul ísl. póstkort og flest
prentmál annaö. Einnig heil
tímarit og blöö.
Bragi Kristjónsson, Skólavöröu-
stig 20. Reykjavik, sími 29720.
Víxlar og skuldabréf
í umboössölu. Fyrirgreiöslu-
skrifstofan, Vesturgötu 17, sími
16223, Þorleifur Guömundsson.
heima 12469.
Hilmar Foss
löggiltur skjalaþýöandi.
231 Latymer Court, LONDON
Wt 7LB sími 01-748-4497.
Vetrarfagnaóur
föstudaginn 23. okt. kl. 20.30 í
Domus Medica.
Hunvetningafélagiö Reykjavík.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Miðvikudaginn 14. okt.
kl. 20.30
Myndakvöld aö Hótel Heklu,
Rauðarárstíg 18. Á fyrsta
myndakvöldinu sýnir Magnús
Kristinsson, kennari, myndir frá
gönguleiöum á Norðurlandi. Allir
velkomnir meöan husrúm leyfir.
Aögangur ókeypis, kaffi selt í
hléi á kr. 35.
Feröafélag íslands.
Fram skíðadeild
Þrekæfingar kvenna og karla
eru á þriöjudögum og fimmtu-
dögum kl. 18.00—19.30 báöa
dagana i Framheimilinu viö
Safamýri. Þjálfari Guömundur
Gunnlaugsson og nýir félagar
velkomnir.
KR-konur
Fundur veröur haldinn miöviku-
daginn 14. október kl. 8.30.
Kynnt veröur vetrarlínan í hár-
greiöslu frá París.
Stjórnin.
„Hlíðarvaka“
Fundur aö Amtmannsstíg 2b, kl.
20.30 í umsjá stjórnar sumar-
starfs KFUK. Kaffi.
Allar konúr velkomnar.
Annar félagsfundur JC Víkur,
Reykjavík haldinn í Snorrabæ
13. október, kl. 20.30 Ræöu-
maöur verður Eggert J. Levý,
landsforseti.
Stjórnin.
Kvennadeild Flugbjörg-
unarsveitarinnar
Muniö fundinn miövikudaginn
14. október kl. 20.30. Föndur
o.fl.
Stjórnin.
Fíladelfía
Almennur biblíulestur í kvöld kl.
20.30. Ræöumaöur Einar J. Gísla-
son. Sunnudaginn 18. okt. verö-
ur útvarpsguöþjónusta frá Fíla-
delfíu (bein útsending) ræöu-
maöur Einar J. Gíslason
ISIENSHI MPNKHtBBURINN
I.SALP ICELANDIC ALPINE CLUB
Miðvikudagur 14. okt.
Myndakvöld að Hótel Loftleiðum
í Auditoríum-salnum k. 20.30.
Helgi Benediktsson sýnir lit-
skyggnur af Skaftafelli, Öræfa-
jökli og suö-austurbrún Vatna-
jökuls. Allir velkomnir. Aðgangs-
eyrir kr. 20. Veitingar á staönum.
Rætt um isklifurnámskeiö.
Mánudagur 19. okt. og
föstudagur 23. okt.
Undirbúningsfundir fyrir isklif-
urnámskeiö.
Laugardagur 24. okt. og
sunnudagur 25. okt.
isklifurnámskeiö á Gigjökli í um-
sjón Torfa Hjaltasonar. Þátt-
tökugjald á námskeiöiö kr. 200.
Oþin ferö.
Feröanefnd.
IOOF Rb. 1 = 13110138% — 9.
II. XX:
□ EDDA 598113107 — 1
□ EDDA 598113107= 2
/Efingar slúlkna veröa i vetur:
Meistaraflokkur, þriöjudögum
kl. 18, fimmtudögum kl. 21.20 og
laugardögum kl. 8 40 í íþrótta-
húsi Breiöholtsskóla. Miöflokkur
fimmtudögum kl. 18 í íþróttahúsi
Breiöholtsskóla og laugardögum
kl. 14.30 í iþróttahúsi Breiöa-
geröisskóla Byrjendur og
yngstu flokkar laugardögum kl.
10 30.
Stjórnin.